Morgunblaðið - 16.06.2000, Side 2

Morgunblaðið - 16.06.2000, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ j- FRÉTTIR Iff BÍÓBLAÐQ) Á FÖSTUDÖGUM Fyrsti markalausi ieikurinn á Evrópumótinu B/3 Fram og Valur skriðu áfram í bikar- keppninni í knattspyrnu B/3 Brian Tobin, forsætisráðherra Nýfundnalands Hvatt til ábendinga vegna Kárahnúka Brian Tobin, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador, og Davíð Oddsson forsætisráðherra. Nútímatækni eykur mjög hættu á ofveiði Egilsstöðum. Morgunblaðið. ALMENNINGUR og hagsmuna- samtök eru hvött til að koma með ábendingar á öllu vinnsluferli um- hverfismats fyrir virkjun Kára- hnúka. Stjómendur Landsvú'kjunar lögðu á þetta áherslu á kynningai'- fundi um væntanlegt umhverfismat Kárahnúkavirkjunar sem um hundr- að manns sóttu á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fram kom á fundinum að Lands- virkjun hyggst kosta tvo landverði á hálendinu í tengslum við virkjunar- framkvæmdirnar. Landverðirnir verða starfsmenn Náttúruverndar ríkisins, en verður einnig ætlað að veita ferðamönnum upplýsingar um framkvæmdir Landsvirkjunar á svæðinu. Aðstaða á Skriðuklaustri Forsvarsmenn Landsvirkjunar skrifuðu í gær undir styrktarsamn- ing við Gunnarsstofnun á Skriðu- klaustri, en á næstu ánim hyggst fyrirtækið veita um fimmtán milljón- um króna til skipulags og fram- kvæmda á lóð Skriðuklausturs. Landsvirkjun mun fá eitt her- bergja Skriðuklausturs til afnota, en þar er ætlunin að kynna fyrirhugað- ar framkvæmdir á hálendinu. ---------------- Dómsátt um Miklu- braut 13 DÓMSÁTT hefur verið gerð milli Guðlaugs Lárussonar og Hólmfríð- ar Jónsdóttur annars vegar og borgar og ríkis hins vegar vegna héraðsdómsmáls sem Guðlaugur og Hólmfríður hafa rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Félagsbústaðir hf. kaupa íbúð Guðlaugs og Hólmfríðar á Miklu- braut 13 fyrir 15 milljónir króna og þau falla frá dómsmálinu. Til- drög málsins eru þau að 1989 keyptu stefnendur íbúðina í þeirri trú að mikil umferð ásamt hávaða- og loftmengun væri tímabundið ástand. Þegar ástandið batnaði ekki stefndu þau Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu. BRIAN Tobin, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador, kom hingað til lands í gær í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Áttu forsætisráðherrarnir fund í stjórn- arráðinu síðdegis í gær, en Tobin mun dvelja hér á landi fram á sunnu- dag og m.a. ræða við Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra og verða viðstaddur þegar víkingaskip- ið íslendingur leggur úr höfn á morgun. Tobin hefur einu sinni áður komið hingað til lands, en þá gegndi hann embætti ráðherra sjávarútvegsmála og átti viðræður við íslensk stjóm- völd um fiskveiðistjórnun og reynslu þeirra af baráttu við landhelgis- brjóta. Ráðherrann rifjaði upp fyrri heimsókn sína hingað til lands eftir fundinn og sagði m.a. að mjög gagn- legt hefði verið að kynnast baráttu- aðferðum Islendinga gegn landhelg- isbrjótum, ekki síst klippum þeim sem íslendingar hefðu notað með góðum árangri í þorskastríðunum. „Við Kanadabúar gengum þá í gegn um mjög erfiða tíma í sjávar- útvegi og áttum einnig í deilum við Evrópubandalagið vegna ofveiða spænskra og portúgalskra fiskiskipa undan ströndum Austur-Kanada. Við leituðum til Islendinga og reynsla þeirra af slíkum málum vó þungt á metunum þegar samningar loks náðust," segir Tobin er hann rifjar Islandsferðina upp. Árið 1992 varð hrun í þorskstofn- inum undan ströndum Kanada og Tobin segir skelfilegt að hugsa til þess að nú, átta árum síðar, bendi enn ekkert til þess að stofninn muni ná sér aftur á strik. Hann segist hafa bent íslenska forsætisráðherranum á þetta þegar hann heyrði af niður- skurði á þorskkvóta við ísland. „Ég skýrði forsætisráðherranum frá því að nútímatækni yki mjög hættuna á ofveiði, svo að ekki aðeins stofnar einstakra fiskitegunda bíði varanlegan skaða af, heldur sjávar- útvegurinn í heild sinni. Af þeim sökum tel ég aðgerðir íslenskra stjórnvalda afar skynsamlegar. Ekki síst þar sem ég þekki þessi mál af eigin raun.“ Tobin er hér á landi ásamt eigin- konu sinni, ráðherrum ferða- og upplýsingatæknimála og orkumála pg sendiherra Kanada í Noregi og Islandi. Hann kveðst afar spenntur yfir tækifærinu til að sjá víkinga- skipið íslending sigla úr höfn á þjóð- hátíðardegi íslendinga. „Heimabyggð mín er hin eina á Vínlandi hinu gamla þar sem vís- indalega hefur verið staðfest að vík- ingar hafi numið land. Á L’Anse aux Meadows er talið að Leifur heppni hafi numið land og þar verður tekið á móti víkingaskipinu með mikilli við- höfn hinn 12. júlí nk. Ég er spenntur að sjá skipið halda af stað og geta síðan tekið á móti því við komuna til nýja heimsins," segir Tobin. Mikill áhugi er að hans sögn vest- anhafs á för Islendings yfir hafið til að minnast þúsund ára afmælis landafundanna. „Við erum stoltir af þessum þætti í sögu okkar og hyggj- umst minnast hans með veglegum hætti. Þannig treystum við enn frek- ar samskipti þjóða okkar, sem eiga svo margt sameiginlegt," sagði Brian Tobin að lokum. Gæsla vegna manns- láta framlengd HÆSTIRETTUR hefur fram- lengt gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á tveimur mannslátum. Gæsluvarðhald ungs manns, sem er grunaður um að hafa átt þátt í dauða ungrar konu sem féll fram af svölum á 10. hæð fjölbýlishúss við Engihjalla í Kópavogi þann 27. maí sl., var framlengt til 3. júlí. í úrskurði héraðsdóms um gæsluvarðhaldið kemur fram að maðurinn hafi viðurkennt að hafa hrint stúlk- unni að svölunum og þannig orð- ið valdur að slysi. Þá staðfesti Hæstiréttur gæsluvarðhald til 29. ágúst, eða þar til dómur fellur, í máli manns sem er sakaður um að hafa orðið föður sínum að bana á heimili þeirra í Þingeyjarsýslu aðfara- nótt 18. mars sl. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa skotið föður sinn þremur skotum í höfuðið. Endurskoðuð þjóðhagsspá fyrir 2000 og 2001 var birt í gær Spáð minni hagvexti og meiri viðskiptahalla ÞJÓÐHAGSSTOFNUN gerir ráð fyrir heldur minni hagvexti á þessu ári en stofnunin spáði í mars sl. eða 3,7% samanborið við 3,9% í seinustu spá. Þjóðhagsstofnun birti í gær endurskoðaða þjóðhagsspá, þar sem m.a. er tekið mið af ákvörð- un sjávarútvegsráðherra um aflamark fyrir kom- andi fiskveiðiár, sem kynnt var í gær. Skv. endurskoðaðri þjóðhagsspá eru horfur á að viðskiptahalli á árinu nemi 54,7 milljörðum króna, eða 7,8% af landsframleiðslu, og er það 4 milljarða meiri halli en áður var gert ráð fyrir, sem stafar af meiri halla á viðskiptum með vöru og þjónustu og hærri vaxtagreiðslum af erlendum lánum. Gert er ráð fyrir að töluvert hægi á hagvexti á næsta ári og nemi hann 1,6%. Spáð er hægum vexti einkaneyslu og samneyslu, en samdrætti í fjárfestingu. Vegna minni afla er gert ráð fyrir samdrætti í útflutningi og innflutningur dregst einnig saman, aðallega vegna minni fjárfestingar. Þá gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir að við- skiptahalli á árinu 2001 nemi 53,8 milljörðum króna sem jafngildir 7,2% af landsframleiðslu. Spáð 5,5% verðbólgu á milli ára Verðbólguspá Þjóðhagsstofnunar er nær óbreytt frá fyrri spá en gert er ráð fyrir 5,5% hækkun neysluverðsvísitölunnar milli áranna 1999 og 2000, sem er örlítil hækkun frá fyrri spá, aðallega vegna lækkunar á gengi krónunnar síð- ustu daga. Innan ársins er gert ráð fyrir að neysluverðsvísitalan hækki um 4,7%. Á árinu 2001 er gert ráð fyrir að töluvert dragi úr hagvexti, ekki síst vegna þess að gert er ráð fyrii' að framleiðsla sjávarafurða dragist saman um 7% á árinu 2001 í ljósi ákvörðunar sjávar- útvegsráðherra um aflamark. Spáð er 1,6% aukn- ingu landsframleiðslu á árinu 2001. Vegna meiri skuldsetningar erlendis aukast vaxtagreiðslur af erlendum lánum sem vegur upp minni halla á viðskiptum með vöru og þjónustu. Þannig er gert ráð fyrir að viðskiptahalli nemi 53,8 milljörðum króna á árinu 2001, eða sem jafn- gildir 7,2% af landsframleiðslu, sem er svipaður halli og á árinu 2000. Á árinu 2001 er búist við að atvinnuleysi aukist dálítið og fari í 2%. Þá er gert ráð fyrir að neyslu- verð hækki um 414% milli áranna 2000 og 2001 og um 314% innan ársins 2001. Sérblöð í dag Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.ls

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.