Morgunblaðið - 27.09.2000, Side 14

Morgunblaðið - 27.09.2000, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ A Ibúar afhenda bæjaryfírvöldum í Kópavogi tæplega 11 þúsund undirskriftir „Nú er boltinn hjá bæjaryfirvöldum“ Kópavogur Morgunblaðið/Ami Sæberg Áhugahópur um sveit í borg afhenti Ármanni Kr. Ólafssyni, formanni skipulagsnefndai- í Kópavogi, undirskriftir tæplega 11 þúsund íbúa sem mótmæla fyrirhugaðri byggð. ÁHUGAHÓPUR um „Sveit í borg“ afhenti í gær Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og for- manni skipulagsnefndar Kópavogs, undirskriftalista með tæplega 11 þúsund und- irskriftum, þar sem þess er farið á leit við bæjaryfirvöld að þau falli frá fyrirhuguðum skipulagstillögum um byggð í landi Vatnsenda. „Það eru fordæmi fyrir því að svona undirskriftalistar skili árangri og við hefðum aldrei lagt út í þessa söfnun ef við hefðum haldið að bæj- aryfii-völd myndu taka þetta og stinga þessu ofan í skúffu," sagði Rut Kristins- dóttir, íbúi á Vatnsenda, þegar hún afhendi Ármanni Kr. listana. „Nú er boltinn hjá bæjaryfirvöldum en við erum ekkert sofnuð á verðin- um.“ Viðkvæmt samspil umhverfís og lífríkis Rut sagði að Elliðavatn og umhverfi þess væri náttúru- perla við höfuðborgarsvæðið, tengt Elliðaárdal og Heið- mörkinni. Hún sagði að þús- undir manna legðu leið sína um Elliðavatnssvæðið árlega til þess að njóta þar fjöl- breyttrar útivistar og að vatnið væri eitt lífríkasta vatn landsins. „Mikilvægt er að tekið sé tillit til viðkvæms samspils umhverfis og lífríkis áður en ráðist er út í óafturkræfar framkvæmdir. Jafnframt leggjum við til að framtíðar- skipulag svæðisins taki mið af einu meginmarkmiði núg- ildandi aðalskipulags Kópa- vogs, en þar stendur: Ný byggð skal falla vel að um- hverfinu og þess gætt að náttúruverðmætum sé ekki spillt.“ Fáum ekki umflúið dóm komandi kynslóða Rut vitnaði síðan í erindi, sem Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur flutti á fundi Hins íslenska náttúru- fræðifélags árið 1949, en þar sagði hann: „En til eru þau verðmæti sem ekki verða metin til fjár og það þó þau, sem gefa mannlegu lífi inni- hald og meiningu og er ekki vafasamt raunsæi að van- meta þau? Seðlarnir fúna og við sem þeim söfnum, fúnum líka, en við fáum ekki um- flúið þann dóm komandi kynslóða um það, hvernig við skiluðum landinu okkar í þeirra hendur. Þáð er stund- um hægt að bæta tjón af fjármálalegum eða pólitísk- um afglöpum, en fordjarfan- ir á náttúrumenjum eru í flokki þeirra afglapa sem ekki verða bætt. Állt gull jarðar getur ekki gefið okk- ur aftur einn einasta geir- fugl, og engin nýsköpunar- tækni getur byggt upp Rauðhólana að nýju.“ Of snemmt að segja til um framvindu mála Ármann Kr. sagði of snemmt aðsegja til um það hvaða áhrif undirskriftalist- arnir og þessi mótmæli íbúanna myndu hafa á fram- vindu mála. „Eg mun kynna þetta fyrir skipulagsnefnd og segja þeim frá þessu og svo mun ég afhenda þetta settum bæjarstjóra og vænti þess að þessu verði komið á fram- færi við bæjarfulltrúa," sagði Ármann Kr. „Hvað skipulag- snefnd varðar þá förum við allar þær athugasemdir sem berast og svörum þeim og mér sýnist þetta koma inn á marga þá þætti sem þegar er búið að koma inn á varðandi athugasemdirnar." Eins og kom fram í Morg- unblaðinu á föstudaginn, þá hefur borgarstjórn Reykja- víkur óskað eftir formlegum viðræðum við bæjaryfirvöld í Kópavogi um Vatnsenda- svæðið og farið fram á náið samstarf bæjarfélaganna um skipulag þess svæðis sem liggur að Elliðavatni. Höfum verið í samstarfi við Reykjavíkurborg „Varðandi þetta þá vil ég bara segja það að við höfum verið í samstarfí við Reykja- víkurborg varðandi þetta mál,“ sagði Armann Kr. „Þess vegna skil ég ekki hvað Reykjavíkurborg er að fara, það hefur aldrei staðið á okkur að ræða umhverfis- málin, en eins og málið er framsett af Reykjavíkurborg þá er eins og við höfum ekki viljað tala við þá. Hinsvegar munum við ekki spyrja þá út í skipulagsmálin, eða hvernig við eigum að skipuleggja. Ef við setjum okkur ramma og ákveðin skilyrði varðandi umhverfismálin þá treystum við okkur alveg til þess að skipuleggja byggðina í sam- ræmi við það.“ Aðstaðan við Breiðholts- og Grafarvogslaug bætt næsta sumar Næsta sumar mun ný, um 7 metra há, vatnsrennibraut rísa í Grafarvogslaug. Morgunblaðið/Þorkell Um 40 m löng vatns- rennibraut í Grafarvogi Grafarvogur/Breiðholt ÞRJÁR nýjar vatnsrenni- brautir verða settar upp í Breiðholtslaug og Grafar- vogslaug næsta sumar, en byggingardeild Borgar- verkfræðings hefur þegar óskað eftir tilboðum i rennibrautirnar. Kristinn J. Gislason, verkefnisstjóri ÍTR, sagði að rennibraut- irnar yrðu ólíkar í laginu en að við val á þeim yrði stuðst við þarfagreiningu sem fram hefði farið á meðal viðskiptavina laug- anna. „Rennibrautin í Grafar- vogslauginni verður nokk- uð stór, en þó aðeins minni en rennibrautin í Laugar- dalslauginni,“ sagði Krist- inn J. Kristinn J. sagði að til- boðsgjafarnir hefðu nokk- urt svigrúm varðandi stærð og hönnun rennibrautar- innar, en að samkvæmt út- boðsgögnum væri gert ráð fyrir því að brautin yrði spírallaga um 40 metra löng og um 7 metra há. Hann sagði að við hönnun brautarinnar þyrfti að gera ráð fyrir því að hægt verði að stækka rennibrautina síðar, væntanlega innan tveggja til þriggja ára. Að sögn Kristins J. verð- ur byggð Iftil laug við rennibrautina og þá verður einnig byggð lítil vaðlaug fyrir sundlaugargesti. Vatnsrennibrautirnar tilbúnar næsta sumar I Breiðholtslaug er ráð- gert að setja upp tvær sam- síða brautir sem munu liggja beint ofan í litla laug sem nú þegar er við hlið aðall augarinnar. „Þessar brautir verða beinar en með svona ein- hverjum hryggjum sem gefa skemmtilega tilfinn- ingu þegar krakkarnir rúlla niður.“ Rennibrautirnar í Breið- holtslaug verða nokkru minni en sú sem á að reisa í Grafarvogslaug, en miðað er við að þær verði um 5 til 6 metra háar. Önnur braut- in verður um 25 metra löng og hin um 30 metra löng. Kristinn J. sagði að allar rennibrautirnar yrðu keyptar á þessu ári en að þær yrðu ekki settar upp fyrr en á næsta ári. Hann sagði að rennibrautirnar í Brciðholtslaug ættu að geta verið komnar í notkun upp úr miðju sumri en rennibrautin í Grafar- vogslaug eitthvað seinna, þar sem byggja þyrfti sér- laug við hana. Skólastj órnend- ur og kennarar fá fartölvur Garðabær GARÐABÆR og Einar J. Skúlason hf. hafa undirritað samning um að kaupa far- tölvur fyrir skólastjórnendur og alla kennara í grunnskól- um Garðabæjar. Jafnframt hefur annar tölvubúnaður verið endurnýjaður og hraði gagnaflutninga um Netið verið aukinn. Starfshópur á vegum fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar hefur unnið skýrslu sem ber nafnið „Framtíðarskipan tölvu- mála grunnskóla Garðabæj- ar“. Þar eru sett fram markmið, sem miða að því að gera grunnskólum bæjarins kleift að mæta aukinni notk- un tölvu- og upplýsinga- tækni í skólastarfinu. Auk þessa samnings um kaup á fartölvum fyrir skóla- stjórnendur og kennara samþykkti bæjarráð að ráð- inn yrði kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni og tölvuumsjónarmaður í Morgunblaðið/Jim Smart Gunnlaugur Sigurðsson, skólastjóri Garðaskóla, Jóhannes Breiðfjörð Pét- ursson, sölumaður hjá EJS, og Ingimundur Sig- urpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ. hvern grunnskóla Garðabæj- ar. Einnig að skipulagt yrði 20 kennslustunda endur- menntunarnámskeið fyrir kennara í notkun tölvu- og upplýsingatækni í námi og kennslu. Hatið í Garðabæ Garðabær TILLAGA um að efnt yrði til hátíðar í Garðabæ, eina helgi að vori eða hausti, var lögð fyrir bæjarstjórn ný- lega og var samþykkt að vísa henni til bæjarráðs. I tillögunni segir að tilgangur hátíðarinnar sé að efla samkennd og bæjarvit- und íbúa Garðabæjar og gefa sem flestum tækifæri til að taka þátt. Lagt er til að sem flestir þættir bæjarlífsins verði tengdir saman, svo sem skólastarf, íþróttir og félags- starf og í tillögunni koma fram hugmyndir að viðburð- um fyrir hátíð af þessu tagi. í tillögunni er stungið upp á því að haldin verði íþrótta- mót fyrir leikskólabörn og grunnskólabörn og að haldið verði markaðstorg og fjöl- skylduskemmtun á Garða- torgi svo dæmi séu nefnd og að hátíðinni myndi ljúka með grillveislu eða fjölskyldu- balli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.