Morgunblaðið - 27.09.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 27.09.2000, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Atvinnuvegasýmng Yestfjarða um síðustu helgi MorgunblaðiJ/Siguijón J. Sigurðsson Daði Guðjónsson frá Hólmavík, Guðjón Arnar Krisljánsson alþingismaður, Engilbert Ingvarsson og Gísli Einarsson alþingismaður höfðu margt að spjalla. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, Finnbogi Hermannsson útvarpsmaður, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi og Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri voru á meðal gesta. Fjögur þúsund manns heimsóttu sýninguna ísafirði - Gestir á Atvinnuvegasýn- ingu Vestfjarða, Sól nýrra daga, í íþróttahúsinu á ísaiirði um síðustu helgi voru um ijögur þúsund, - „það er að segja ef bömin, sem voru þar að heita má alla helgina, eru ekki talin nema einu sinni,“ sagði Sigríður 0. Kristjánsdóttir í sýningarstjóminni. „Þetta gekk allt upp og mér virtust sýnendur flestir vera ánægðir með sinn hlut.“ Sýningarbásar vom 45 en sýnendur alls um 60. í tengslum við sýninguna opnuðu nokkur vestfirsk fýrirtæki heimasíð- ur á Netinu. Það var hin mikla tækni- væðing og tölvunotkun á sýningar- básum sem gerði þessa sýningu helst frábmgðna hinum fyrri. Reyndar varð tæknivæðingin á básunum með tilheyrandi rafmagnsnotkun til þess að rafmagn í íþróttahúsinu sló út um stundarsakir á laugardaginn. Sá dagskrárliður á sýningunni, sem Fjöldi gesta var svipaður og á síðustu sýningu. mestra vinsælda naut, var kvikmynd Fjöldi sýningargesta var svipaður frá hátíðahöldum á ísafirði árið 1966 nú og á síðustu atvinnuvegasýningu þegar fagnað var aldarafmæli ísa- fyrir tveimur ámm. Þá komu fleiri en fjarðarkaupstaðar. Myndin var sýnd áður höfðu sést á slíkum sýningum á þrisvar sinnum á bás RQdsútvarpsins. Isafirði. Önfírðingar vilja hafa lækni sinn áfram Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Guðjón S. Brjánsson tekur við undirskriftalistunum frá Guðlaugu Auðunsdóttur og Gróu Haraldsdóttur. Ottast að Lýður læknir sé á förum ísafirði - „Okkar ágæti læknir (og stuðbolti) Lýður Árnason! Við trú- um því ekki að þú sért að fara frá okkur vegna þess að ekki sé unnt að semja við þig um kaup og kjör. Við þurfum á þér að halda áfram og þess vegna viljum við skora á þig og yfirmenn heilbrigðisþjónustunnar á Flateyri að tryggja veru þína hér.“ Þannig hljóðar áskorun sem 195 manns á Flateyri og annars staðar í Önundarfirði hafa undirritað. Þær Gróa Haraldsdóttir og Guðlaug Auðunsdóttir á Flateyri afhentu undirskriftalistana þeim Lýð lækni og Guðjóni Brjánssyni, fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofnun- arinnar físafjarðarbæ, á mánudag. Guðjón mun væntanlega koma list- unum áfram til kjaranefndar í Reykjavík sem annast málið. Lýður Árnason hefur verið lækn- ir á Flateyri í nokkur ár. Nú cru blikur á Iofti vegna þess að áformað mun að bjóða honum lægri laun og verri kjör þegar núgildandi starfs- samningur rennur út. Fullvíst er talið að Lýður hyggi til brottferðar ef hann heldur ekki svipuðum kjör- um og verið hefur. Fólk í Önundar- firði vill hafa Lýð áfram, bæði sem lækni og samborgara.Auk þess að vera vinsæll læknir hefur Lýður verið mjög virkur í félagslífi og skemmtanalífi á Flateyri á undan- förnum árum, eins og „hausinn“ á undirskriftalistunum minnir á. Þær Gróa og Guðlaug segja að fólki þurfi ekki að hitta lækninn cins oft á stofu og ella vegna þess að það hitti hann á mannamótum, þar sem hann er óþreytandi að létta lund. 1 PioodiWgnipitiaik-hju Unga fólkið æfir sig í hljóðveri Ríkisútvarpsins. Guðný Káradóttir frá markaðsdeild Eimskips og Snæbjörn Halldórsson, nýráðinn svæðissljóri Eimskips á Isafirði, ræða við Pál Harðarson, einn af eigendum hins framsækna fyrirtækis 3X-Stál á ísafirði. Þingmennirnir Guðjón Guðmundsson, Kristinn H. Gunnarsson og Vilhjálmur Egilsson. Bókaðu í síma 570 3030 og 456 3000 fra 9.930kr. meíflujvallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.