Morgunblaðið - 27.09.2000, Page 23

Morgunblaðið - 27.09.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 23 ERLENT Réttarhöldin vegna Lockerbie-tilræðisins AP Skoskir lögreglumenn á verði við dómhús í Hollandi þar sem réttað er í máli Líbýumanna sem grunaðir eru um að hafa grandað þotu sem sprakk í ioft upp yfir skoska bænum Lockerbie fyrir tólf árum. Lykilvitni ber sakborn- inga þungum sökum Camp Zeist. AFP, AP. FYRRVERANDI njósnari Líbýu- stjómar, aðalvitnið í réttarhöldun- um sem hafin eru í Hollandi yfir meintum tilræðismönnum að baki sprengingar í þotu yfir skozka bæn- um Lockerbie fyrir tæpum tólf ár- um, bar um það vitni í gær, að ann- ar sakbominganna hefði á sínum tíma geymt sprengiefni í læstri skrifborðsskúffu á alþjóðaflugvellin- um á Möltu. Talið er að það hafi verið frá þeim flugvelli sem taskan var send, sem geymdi sprengjuna sem grandaði Boeing-risaþotu Pan- Am-flugfélagsins hinn 21. desember 1988 og varð 270 manns að bana. Njósnarinn, sem gekk á mála hjá bandarísku leyniþjónustunni CLA fjóram mánuðum fyrir tilræðið, er álitinn lykilvitni réttarhaldsins, sem fram fer eftir áralangan undirbún- ing að skozkum lögum í fyrrverandi NATO-herstöð í Zeist í Hollandi, og er búizt við því að yfirheyrslurnar yfir honum muni taka nokkra daga. Vitnið, sem fyrir réttinum var sagt heita Abdul Majid Abdul Razkaz Abdul-Salam Giaka, sagðist hafa verið gert út af líbýsku leyni- þjónustunni til að starfa sem að- stoðarútibússtjóri Libyan Arab Ar- ilines á Luqa-flugvelli á Möltu. Tíu kíló af TNT Bar vitnið að árið 1986 hefði Al- Amin Khalifa Fhimah, yfirmaður sinn á flugvellinum, sýnt sér hvað geymt var í tveimur skúffum inni á skrifstofu á flugvellinum. Þar hefði gefið að líta tvö box með „gulleitu efni“ í hleifum, innpökkuðu í plast, og knippi af „hraðfar- angurs“-merkimiðum. „Hann sagði mér að hann hefði þama tíu kíló af TNT,“ sagði Majid Giaka. Efnið hefði Abdel Basset Ali al-Megrahi, hinn sakborningurinn í réttarhaldinu, sent sér. Þeir al-Megrahi og Fhimah era ákærðir fyrir að hafa komið Sem- tex-sprengiefni ásamt tímastilli fyr- ir í Toshiba-útvarpstæki, sem síðan hafi verið sent í Samsonite-ferða- tösku í Air Malta-flugvél frá Möltu til Frankfurt í Þýzkalandi, með beiðni um að taskan yrði sett um borð í PanAm-flug 103 til New York á Heathrow-flugvelli við Lundúnir. Majid Giaka flúði til Bandaríkj- anna árið 1991 og býr þar nú undir fólsku nafni. Miklar öryggisráðstaf- anir era viðhafðar við vitnaleiðsl- urnar. Vitnastúkan sem Majid situr í við réttarhaldið er ógegnsæ og brynvarin. Rödd hans var að auki breytt í hátalarakerfinu sem blaða- menn og áheyrendur hafa aðgang að til að fylgjast með réttarhaldinu. Ráðstefna um rafræna viðskiptahætti ,e-businessJ Tilkoma Internetsins og ör tækniþróun síðastliðinna ára hefur gjörbreytt viðskiptaháttum og aukið möguleika fyrirtækja á að koma vöru sinni á framfæri. Við hjá Concorde Axapta (slandi erum þeirrar skoðunar að öllum fyrirtækjum sé nauðsynlegt að huga að netviðskiptum fyrr en seinna. Spurningin er ekki hvort fyrirtæki eigi að taka þátt I netviðskiptum heldur hvernig. Concorde Axapta Island, ásamt söluaðilum, býður fyrirtæki þfnu til ráðstefnu um rafræna viðskiptahætti á Grand Hótel 29. september næstkomandi. Með okkur verða nokkur af stærri fyrirtækjum landsins sem þekkja vel til netviöskipta. Dagskráin er eftirfarandi: Tími Dagskrá / Ræðumenn 08:45-09:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna 09:00-09:05 Setning ráðstefnu / Concorde Axapta (sland ehf. 09:05-09:35 Rafrænir viðskiptahættir & viðskiptakerfi / Damgaard A/S 09:35-09:55 Vefviðskipti / KPMG Ráðgjöf 09:55-10:15 Þlnar slður / Landsslminn hf. 10:15-10:45 Kaffi og veitingar 10:45-11:05 X18 I Damgaard Axapta / AX Hugbúnaðarhús hf. 11:05-11:25 Örugg vefviðskipti - SET staðallinn / VISA Island 11:25-11:45 Rafræn viðskipti yfir Internetið / SPAN hf. 11:45-12:05 Nýjar vfddir/Þróun hf. 12:05-12:30 Framtlðin og lokaorð / Concorde Axapta Island ehf. Ekkert þátttökugjald Vinsamlegast staðfestið þátttöku með tölvupósti til axapta@axapta.is Sjá einnig á heimasíðu okkar www.axapta.is Damoaard Rxapta rm CQMPAÍX span þínarsíður f f remstu röð Guðrún Arnardóttir hefur staðið sig frábærlega. Hún er fyrst íslendinga til að hlaupa til úrslita á Ólympíuleikuxn. Við óskum henni til hamingju með árangurinn. tt SMUSJÓÐURINN -fyrir þig og þím

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.