Morgunblaðið - 27.09.2000, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.09.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 23 ERLENT Réttarhöldin vegna Lockerbie-tilræðisins AP Skoskir lögreglumenn á verði við dómhús í Hollandi þar sem réttað er í máli Líbýumanna sem grunaðir eru um að hafa grandað þotu sem sprakk í ioft upp yfir skoska bænum Lockerbie fyrir tólf árum. Lykilvitni ber sakborn- inga þungum sökum Camp Zeist. AFP, AP. FYRRVERANDI njósnari Líbýu- stjómar, aðalvitnið í réttarhöldun- um sem hafin eru í Hollandi yfir meintum tilræðismönnum að baki sprengingar í þotu yfir skozka bæn- um Lockerbie fyrir tæpum tólf ár- um, bar um það vitni í gær, að ann- ar sakbominganna hefði á sínum tíma geymt sprengiefni í læstri skrifborðsskúffu á alþjóðaflugvellin- um á Möltu. Talið er að það hafi verið frá þeim flugvelli sem taskan var send, sem geymdi sprengjuna sem grandaði Boeing-risaþotu Pan- Am-flugfélagsins hinn 21. desember 1988 og varð 270 manns að bana. Njósnarinn, sem gekk á mála hjá bandarísku leyniþjónustunni CLA fjóram mánuðum fyrir tilræðið, er álitinn lykilvitni réttarhaldsins, sem fram fer eftir áralangan undirbún- ing að skozkum lögum í fyrrverandi NATO-herstöð í Zeist í Hollandi, og er búizt við því að yfirheyrslurnar yfir honum muni taka nokkra daga. Vitnið, sem fyrir réttinum var sagt heita Abdul Majid Abdul Razkaz Abdul-Salam Giaka, sagðist hafa verið gert út af líbýsku leyni- þjónustunni til að starfa sem að- stoðarútibússtjóri Libyan Arab Ar- ilines á Luqa-flugvelli á Möltu. Tíu kíló af TNT Bar vitnið að árið 1986 hefði Al- Amin Khalifa Fhimah, yfirmaður sinn á flugvellinum, sýnt sér hvað geymt var í tveimur skúffum inni á skrifstofu á flugvellinum. Þar hefði gefið að líta tvö box með „gulleitu efni“ í hleifum, innpökkuðu í plast, og knippi af „hraðfar- angurs“-merkimiðum. „Hann sagði mér að hann hefði þama tíu kíló af TNT,“ sagði Majid Giaka. Efnið hefði Abdel Basset Ali al-Megrahi, hinn sakborningurinn í réttarhaldinu, sent sér. Þeir al-Megrahi og Fhimah era ákærðir fyrir að hafa komið Sem- tex-sprengiefni ásamt tímastilli fyr- ir í Toshiba-útvarpstæki, sem síðan hafi verið sent í Samsonite-ferða- tösku í Air Malta-flugvél frá Möltu til Frankfurt í Þýzkalandi, með beiðni um að taskan yrði sett um borð í PanAm-flug 103 til New York á Heathrow-flugvelli við Lundúnir. Majid Giaka flúði til Bandaríkj- anna árið 1991 og býr þar nú undir fólsku nafni. Miklar öryggisráðstaf- anir era viðhafðar við vitnaleiðsl- urnar. Vitnastúkan sem Majid situr í við réttarhaldið er ógegnsæ og brynvarin. Rödd hans var að auki breytt í hátalarakerfinu sem blaða- menn og áheyrendur hafa aðgang að til að fylgjast með réttarhaldinu. Ráðstefna um rafræna viðskiptahætti ,e-businessJ Tilkoma Internetsins og ör tækniþróun síðastliðinna ára hefur gjörbreytt viðskiptaháttum og aukið möguleika fyrirtækja á að koma vöru sinni á framfæri. Við hjá Concorde Axapta (slandi erum þeirrar skoðunar að öllum fyrirtækjum sé nauðsynlegt að huga að netviðskiptum fyrr en seinna. Spurningin er ekki hvort fyrirtæki eigi að taka þátt I netviðskiptum heldur hvernig. Concorde Axapta Island, ásamt söluaðilum, býður fyrirtæki þfnu til ráðstefnu um rafræna viðskiptahætti á Grand Hótel 29. september næstkomandi. Með okkur verða nokkur af stærri fyrirtækjum landsins sem þekkja vel til netviöskipta. Dagskráin er eftirfarandi: Tími Dagskrá / Ræðumenn 08:45-09:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna 09:00-09:05 Setning ráðstefnu / Concorde Axapta (sland ehf. 09:05-09:35 Rafrænir viðskiptahættir & viðskiptakerfi / Damgaard A/S 09:35-09:55 Vefviðskipti / KPMG Ráðgjöf 09:55-10:15 Þlnar slður / Landsslminn hf. 10:15-10:45 Kaffi og veitingar 10:45-11:05 X18 I Damgaard Axapta / AX Hugbúnaðarhús hf. 11:05-11:25 Örugg vefviðskipti - SET staðallinn / VISA Island 11:25-11:45 Rafræn viðskipti yfir Internetið / SPAN hf. 11:45-12:05 Nýjar vfddir/Þróun hf. 12:05-12:30 Framtlðin og lokaorð / Concorde Axapta Island ehf. Ekkert þátttökugjald Vinsamlegast staðfestið þátttöku með tölvupósti til axapta@axapta.is Sjá einnig á heimasíðu okkar www.axapta.is Damoaard Rxapta rm CQMPAÍX span þínarsíður f f remstu röð Guðrún Arnardóttir hefur staðið sig frábærlega. Hún er fyrst íslendinga til að hlaupa til úrslita á Ólympíuleikuxn. Við óskum henni til hamingju með árangurinn. tt SMUSJÓÐURINN -fyrir þig og þím
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.