Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 Snjóruðningstæki ruddu FLJÚGANDI hálka var í út- hverfum borgarinnar, einkum Grafarvogi og Breiðholti, þegar borgarbúar héldu til vinnu í gær- morgun. Engin slys voru þó til- kynnt til lögreglu ( Reykjavík vegna þessa en margir bflstjórar áttu í erfíðleikum með að komast leiðar sinnar enda flestir bflar enn þá á sumarhjólbörðum. Eins og sjá má af myndinni, sem tekin var í Kópavogi í gærmorgun, Morgunblaðið/Ingólfur Hellisheiði í gærmorgun. Rúðusköfutímabilið hafið í Engihjalla. Morgunblaðið/Ómar Fljúgandi hálka í úthverfunum þurftu íbúar á höfuðborgarsvæð- inu að skafa snjó af bflum sinum áður en þeir héldu af stað í vinnu. Bylur var á Hellisheiðinni í fyrrakvöld og einnig lokaði snjó- koma Suðurlandsvegi um tíma. Hörður Þórðarson, veðurfræðing- ur hjá Veðurstofu Islands, er þó ekki svartsýnn á framhaldið. „Það er ennþá haust,“ sagði hann og bætti því við að ekki væri útlit fyrir neitt kuldakast og snjó næstu daga. Slökkviliðið var einnig kallað til í gærmorgun vegna vatnsleka í kjallara í Flétturima og einnig á Langholtsveginum. Að sögn slökkviliðsins er einnig hætta á því að niðurföll stiflist vegna laufblaða á þessum árstfma en stífluð niðurföll ollu vatnslekun- um tveimur. Árni M. Mathiesen Engar ákvarðanir um viðræð- ur við LÍtí ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir, spurður um þær yfirlýsingar stjórnar Landssam- taka íslenskra útvegsmanna að hún væri reiðubúin tii viðræðna við íslensk stjórnvöld um greiðslu hóflegs auðlindagjalds, að engar ákvarðanir hafi verið teknar af hálfu stjórnvalda um viðræður við LIÚ. Hann vill þó ekki á þessu stigi málsins útiloka að svo'verði gert. Ákveðinn farvegur „Við erum búin að marka þess- um málum ákveðinn farveg með störfum endurskoðunarnefndar [um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða] og hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um sér- stakar viðræður við LÍÚ,“ segir hann. Árni bendir jafnframt á að nefndin hafi í störfum sínum talað við ýmsa hagsmunaaðila og því geti vel farið svo að hún ræði frek- ar við LÍÚ áður en hún lýkur störfum. „Ég vil þó ekki útiloka að stjórnvöld ræði við þá líka,“ bætir sjávarútvegsráðherra við. • Morgunblaðið/Ámi Sæberg Flugvélanef flutt landleiðina ■>A Hao’a stpnHlir vflr f ilf < á livore irtrái * imrAiminl.. . oi / .. . „ ÞESSA daga stendur yfir tiltekt á Reykjavíkurflugvelli og er verið að flytja brott þaðan gamla flugvélaparta, tæki og annað sem verið hefur í geymslu þar, jafnvel svo árum skiptir. Emil Ágústsson verkefnastjóri hjá Flugmálastjórn segir að reynt sé eftir fremsta megni að koma því sem er ein- hvers virði í varðveislu. Hér má sjá nef af gamalli DC 6 flugvél, sem í gær var flutt á flugminjasafnið á Akureyri. Flug- vélanefið var flutt landleiðina, híft upp á vagn sem settur var aftan á vörubfl. Emil segir að fleiri gripir fari líklega til Akur- eyrar á flugminjasafnið, þar á meðal gamla flugmálastjórnarvél- in sem hann segir að sé enn nokk- uð heilleg. Þjónusta númer eitt! Til sölu Subaru Outback station 2500, sjálfskiptur, TOPPLÚGA, álfelgur, 5 dyra, 4x4, nýskráður 11.11.1997, ekinn 58.000 km. Ásett verð 1.990.000. Athuga skipti á ódyrari. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu 569 5500 Opnunartímar: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 10-14 BÍLAÞINGÍEKLU Nvfflcr ctH ! ftoivJuM b!hm/ Laugavegi 174.105 Reykjavlk. slmi 569-5500 W'ww.hilxfihíifgjg s www,hiLUhÍ!i(3.íg » WWWjjUathiiHj.ís tt • , .... , . „ Morgunblaðið/JónSvavarsson Unmð að slokkvistarfi 1 Vættaborgum. íbúðin alelda þegar slökkvilið bar að EFRI hæð parhússins í Vættaborg- um 18 varð alelda um kl. 5 aðfaranótt sl. sunnudags. Talið var í fyrstu að kona væri í húsinu en svo reyndist ekki vera. Logaði út um glugga húss- ins þegar slökkvilið kom á staðinn og hófst þegar leit að fólki inni í húsinu. Slökkvistarf gekk vel, að sögn slökkvi- liðsins í Reykjavík. Rúða brotnaði í parhúsi við hlið hússins þar sem kviknaði í. Þar var fjögurra manna fjölskylda, þar á meðal dagsgamalt bam. Reykur komst inn í íbúðina og voru heimilismenn fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Mikið tjón varð í íbúðinni og efri hæðin talin ónýt. Ekki er vitað hver eldsupptökin eru. Ericsson semur við Mobilestop HÁTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Mobile- stop hefur undirritað samning við Ericsson en í samningi félaganna felst að Ericsson mun byggja alla vefverslun sína í Brasilíu á hugbún- aði frá Mobilestop. Að sögn Ai-nþórs Halldórssonar, framkvæmdastjóra þróunar- og tæknisviðs Mobilestop, felur samningurinn annars vegar í sér fasta greiðslu til Mobilestop en hins vegar ákveðið hlutfall af veltu á vefverslunum sem munu nota hug- búnaðinn frá Mobilestop. Mobilestop var stofnað í ágúst í fyrra af Skúla Mogensen og Strax Holdings, sem dreifir fai-símum og fylgihlutum, en meðal núverandi hluthafa Mobilestop eru Novestra, Time Vision og fjárfestingarsjóðirnir Arctic Ventures og Talenta-Internet. Mobilestop býður netviðskiptalausn fyrir farsíma, fylgihluti og þjónustu fj arskiptafyrii-tækj a. Amþór segir meginhlutverk Mobilestop setja upp vefsíður fyrir aðra en það sem skilji fyrirtækið frá hefðbundnum hugbúnaðarhúsum sé að það útvegi einnig vörurnar. Mobilestop sjái um innkaupin og dreifingu, þ.á m. frá systurfyrirtæk- inu Sti-ax. Þá hafi Mobilestop m.a. gert dreifingarsamninga við tvö af ^stærstu dreifingarfyrirtækjunum í Bandaríkjunum en auk þess selji það vömr frá fleiri samstarfsaðilum. Arnþór segir að fyrstu og stærstu viðskiptavinir Mobilestop séu í Suð- ur-Ameríku og það sé mikilvægasti markaður félagsins. Vefvæða Ericsson í Suður-Ameríku Arnþór segir að samningurinn við Ericsson feli í sér að Mobilestop vef- væði Ericsson, fyrst í Brasilíu en samningurinn taki hins vegar til allr- ar Suður-Ameríku. Samkvæmt samningnum muni Ericsson nota veflausn eða vefkerfí Mobilestop á þann hátt að settar verði upp sér- stakar vefverslanir í Brasilíu á portú- gölsku og á spænsku í Mexíkó. Sér- staða kerfisins felist í því að það hafi þann eiginleika að hægt sé að vera með margar verslanir á sama kerfínu (e. multiple store front), þ.e. um sé að ræða margar vefverslanir með mis- munandi andlit sem þó keyri allar á sama kerfinu. Arnþór segir að þetta kerfi gefi Ericsson möguleika á því að halda utan um allar upplýsingar, þ.e. vörulýsingar og stjórna þeim miðlægt. Jafnframt geri kerfið rekstraraðilum í hinum mismunandi löndum kleift að stjórna verslunum á sjálfstæðan hátt, þ.e. framsetningu, auglýsingum og andliti þeirra þannig að menn geti lagað sig að þörfum markaðarins á hverju svæði. Hug- búnaðarlausn Mobilestop sé því sér- stök að því leyti að hún geri mönnum mögulegt að stýra því sem menn vilja í sambandi við markaðinn en jafn- framt að stýra upplýsingaflæði á miðlægan hátt. Slíkt kerfi hafi því ákaflega mikið uppiýsingagildi að sögn Arnþórs. ♦ ♦ ♦ Skaðabóta- mál Brigfffs fluttí Hæstarétti SKAÐABÓTAMÁL Bretans Kios Briggs var flutt íýrir Hæstarétti í gær. Hæstiréttur mun kveða upp dóm innan fjögurra vikna. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði 27 milljóna króna skaðabótakröfu Briggs á hendur íslenska ríkinu 24. febrúar sl. en Briggs krafðist bótanna fyrir tæplega eins árs frelsissviptingu meðan rannsókn á máli hans stóð yf- ir. Hinn 16. júlí 1999 sýknaði Hæsti- réttur hann af ákæru fyrir að reyna að smygla rúmlega 2000 e-töflum til landsins í september 1998.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.