Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 71
' : MOKfctUNmJAíEnit MlliíKJiyjjJlJAIiiUKð. U&TUli£K'iJOUU I i »»•«« ALWBÍÍiCECtoibý DIOITAL* IIMSTJiTJMDBMœ Síðrokkstjörnurnar í Trans Am rokka Gaukinn á f immtudag Ut og suður, þrumustuð! Bandaríska síðrokksveitin Trans Am hyggst heiðra Frónverja með nærveru sinni næsta fímmtudag. Það er mikill fengur að þessari Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16 ára. Sýnd kl.6, 8og10. B.i.12 Sýnd kl. 8 og 10.10. B. i. 16 ára. 14 SHANGHAI NOON Sýnd kl. 6. w w w . hcJUUkfiAi sveit, en hún er tvímælalaust með efnilegustu neðanjarðarböndum samtímans. Arnar Eggert Thor- oddsen ræddi við Trans Am-með- liminn Nathan Means í tilefni þessarar opinberu heimsóknar. í DAG má allt innan ramma dægurtónlistarinnar. Því fleiri stefnum og straumum sem þú naerð að troða á breiðskífuna þína tilvonandi - því betra. Og ekki spillir fyrir ef þú nærð hliðstæðum ára- ngri innan eins og sama lags- ins. Hljómsveitin Trans Am frá Bandaríkjunum þykir leika þessa list best allra í dag, en aðrir þekktir stefhublönd- ungar hafa verið listamenn eins og Beastie Boys, Beta Band, Badly Drawn Boy og Ween. Trans Am var stofnuð í höfuðstað Bandaríkjanna, Washington DC og hefur henni vaxið fiskur um hrygg með hverri plötu. Verslunin Hljómalind hef- ur verið yfirmáta dugleg við að kynna menningarþyrstan unglýðinn fyrir skapandi og framsæknum rokklistamönn- um og verður að segjast eins og er að tímasetning Trans Am-tónleikana gæti ekki ver- ið betri, sveitin nýbúinn að gefa út plötuna Red Line sem þykir vera þeirra besta verk til þessa, brakandi snilld, sem er í senn tímanna tákn og gefur fyrirheit um bjarta framtíð. Rokkið er síður en svo dautt eftir allt saman! Alltaf símsvari Ég hafði sterkt á tilfinn- ingunni að Nathan væri að hökta um í bílskrjóð einhvers staðar í Ameríku þegar tólinu var lyft, grunur sem reyndist réttur. Þó var það ekki hann sem svaraði en sá sem það gerði rétti mínum manni sím- ann og ég fékk hina stöðluðu bandarísku kveðju sem ís- lendingar eiga svolítið erfitt með að skuja og venjast. „Hæ, hvernig gengur hjá þér," spyr Nathan. Og ég svara eins og er þó að maður eigi víst bara að segja „bara vel," og þegja síðan. Ég legg hins vegar öll spilin á borðið, bláeygur íslendingurinn. „Allt í lagi. Þetta er búinn að vera fremur langur dagur. Trans Am: Philip Manley, Sebastian Thomp- son og Nathan Means. Trans Am er hin menntaðasta sveit. Ég er búinn að vera að reyna að ná í þig í allan dag en fæ alltaf símsvarann." Hann tekur kurteislega í þessar þreytulegu umkvart- anir og upplýsir mig um að þeir séu í miðju tónleika- ferðalagi, séu einmitt á leið- inni til Toronto, og allt sé í fíhasta standi. „Við hlökkum mikið til að koma til íslands," segir hann. „Enginn okkar hefur komið þangað áður." Ég hrósa nýjustu plötunni þeirra, Red Line, sem hún á fyllilega skilið og spyr hann svo út í tengsl Trans Am við útgáfufyrirtækið Thrill Jockey sem staðsett er í Chicago. Thrill Jockey þykir í dag vera eitt merkilegasta og framsæknasta úgáfufyrir- tækið þar vestra og hefur gefið út plötur með sveitum eins og Tortoise, Mouse On Mars og Giant Sand. „Við höfum verið lukkunnar pamfílar að geta gefið út plöt- urnar okkar hjá þeim," sam- sinnir Nathan. „Þetta er hug- sjónafólk sem vinnur vel að okkar málum og við erum mjög ánægðir. John McEnt- ire (Tortoise) tók upp fyrstu plöturnar okkar og kom okk- ur í samband við útgáfuna." Heitir hverir Nathan viðurkennir að þeir séu ekki fróðir um íslenskt tónlistarlíf. Maður heyrir þegar hann teygir sig aftur og kallar til félagana: „Þekkj- um við einhverjar íslenskar hljómsveitir!" Hann fær ekk- ert svar. „Við þekkjum, eðli- lega, Björk og sykurmolana. Svo vitum við að það eru heit- ir hverir þama. Það er nú allt og sumt." Það er fátt skemmtilegra en að spyrja síðrokksveit hvað þeim finnist um að vera síðrokksveit. Flestir reyna að sjálfsögðu að sverja þann stimpil af sér en Trans Am- menn virðast furðu mikið niðri á jörðinni hvað þetta varðar. „Eg held að margir tónlistarmenn verði svolítið hörundssárir þegar reynt er að skilgreina hvað þeir eru að gera," svarar Nathan. „Ég býst við að margir þeirra sem keyptu plöturnar okkar í upphafi hafi búist við því að þær myndu lújóma eins og Tortoise. Það hefur svo minnkað í seinni tíð að við séum kallaðir síðrokksveit. Við erum farnir að syngja meira þannig að þetta er ekki lengur þetta erki-síðrokk. Að mínu viti höfum við verið að færast frá þessu en annars pælum við lítið í þessu." Nathan segir að stflaflökt sveitarinnar sé í vissum skilningi ómarkvisst. „Við ráðum eiginlega ekkert við þetta. Við höfum gaman af ýmiss konar tónlist og ólíkri. Það hefur greinilega sín áhrif er við setjumst niður og semjum." Ég spyr hvort hann kannist við The Beta Band frá Skotlandi og áráttu þeirra til að vera að skipta ótt og títt um tónlistarstefnu, oft inni í einu og sama laginu. „Það getur verið viss hætta sem fylgir því," svarar hann spakur. „En ef það er gert rétt getur það verið frábært." Hann segir áhrifavalda Trans Am koma víða að og frá hinum og þessum tíma- bilum. „Við erum mjög hrifn- ir af áttunda áratugs rokki eins og Van Halen og Led Zeppelin. Einnig kunnum við að meta sveitir eins og Suic- ide og New Order." Gömul hljómborð Trans Am eru miklir tölvu- tónlistarkrukkarar og oft má heyra frumstæða raftóna í líkingu við það sem Kraft- werk og Human League vqru að gera á sínum tíma. „Öll hljómborðin okkar eru frekar gömul og eru því með hljóma sem notaðir voru til að gera popptónlist þeirra tíma. Það var búinn til frábær tónlist með þessum gömlu svuntu- þeysurum og okkur likar mjög vel að nota þá í okkar sköpun" segir Nathan. Eftir smáspjall um dægurtónlistar- flóru samtímans kvöddumst ég og Nathan, spjallið búið að vera stutt en gott. Hann bað. fyrir góðar óskir til íslands og hélt við það áfram þeys- ingi sinum um sléttur Amer- fku. yW*^ .VUfwrffr MM*&k M\f^H\ BW-NYJ^li Kefiavik - sími 421 1170 - samfilm.is Enga miskunn. " 2 Enga frJkflfcvJ feimni. Kvíítoyndrtj*. Ekkert framhald.f* Vinsæiasta gaman- mynd ársins í ^ USA. Hláturinn | lengir lifið. Þú getur drepist úr toKtii hlatri. Sýnd kl. 8 og 10. b. >. i6 ara. Vit nr. 134. ¦¦¦¦IHHHHHHHHBBÍHii^HHMMHHl a f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.