Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
ERLENDAH
Rósa Guðmundsdóttir
Madonnu-unnandi hefur hlust-
að á fátt annað undanfarið en
nýju plötu poppdrottningar-
innar sem heitir einfaldlega
Music.
Madonna
klikkar
aldrei
MADONNA klikkar aldrei - svo
mikið er víst. Hún er að gefa frá
sér sína 15. breiðskífu, 42 ára göm-
ul, á fjögurra, að verða fimm ára,
stelpu, nýfæddan dreng og glæstan
feril að baki. Ég held að langrar
kynningar á konunni sé ekki þörf.
Hún sló í gegn á alheimsvísu 1984
með laginu „Like a Virgin“ og hef-
ur ekki hætt að skemmta okkur
síðan - löngu búin að sigra tíu ára
regluna um toppsætið í bransanum
(vanalegast brenna stjörnumar ós-
jálfrátt út eftir þann tíma). Hún
M virðist vera mjög sátt við lífið og
munum að hún útskrifaðist úr skóla
þess með sæmd - það eitt er alls
ekki sjálfgefið jafnt og öllum gefið.
Ég hef fylgst með kellu frá því
ég var barn og langar að deila með
ykkur því sem ég upplifði er ég
hlustaði á nýjustu plötu hennar,
Music.
Fyrsta lagið, sem og fyrsta smá-
skífa, er „Music“ - titillag plötunn-
ar. Það hefur heyrst æði oft á öld-
um ljósvakans undanfarið... „Hey
Mr. DJ put a record on“ ... Frá-
bær „techno“-sveifla með grípandi
viðlagi og frösum, svíkur engan -
sérstaklega ef þú ert með fiðring í
löppunum, þú skilur? Eitt af mín-
um uppáhalds...
Annað lagið, „Impressive Inst-
ant“, er blanda af hröðu „techno",
sætri, grípandi laglínu, frekjuleg-
um hljóðgervlum og texta um
skyndilega hrifningu tveggja aðila
hvors á öðrum á dansgólfinu.
Þriðja lagið er „Runaway Lover“
og líka önnur smáskífa hennar. Það
blandast einnig úr hröðu „techno",
grípandi laglínum með skærum til
skreytinga og hljómagangs - tilval-
ið til hlustunar fyrir fótaskak.
Fjallar einfaldlega um að passa sig
á að opna hjartað ekki of fljótt fyr-
ir einhverjum - athyglisvert.
Fjórða lagið, „I Deserve It“,
finnst mér mjög sérstakt. Það fjall-
ar um Madonnu og nýjasta kær-
Það skiptir engu máli...
..hve oft þú skoðar málið. Þú kemst ekki framhjá staðreyndum
Ef þú er á vinnumarkaðinum og vilt auka afköst í starfi þá er
mikill lestrarhraði nauðsynleg undirstaða.
Ef þú ert í námi og vilt ná frábærum árangri þá er mikill
lestrarhraði nauðsynleg undirstaða.
Byrjaðu á undirstöðunni! Margfaldaðu lestrarhraðann. Lestrar-
hraði þátttakenda fjórfaldast að jafnaði. Næsta námskeið hefst
10. október. Við ábyrgjumst að þú nærð árangri!
Skráning er í síma 565 9500
HRAÐLESTRARS KÓLLN N
www.hradlestrarskolinn.is
Franski upptökugúrúinn
Mirwais á dijúgan þátt í
hljómnum á Music.
asta hennar og barnsfóður, Guy
Richie. Svo er undirboðskapur um
lífsreynslu hennar meðfylgjandi.
Fallegir gítarhljómar undir með
tölvu-„hljómum“ og hippaballöðu-
laglínum. Rosalega fallegt lag...
ljúft!
Fimmta lagið, ,Amazing“, býr
yfir sterku sjöunda áratugar-
„grúvi“ í anda Austin Powers -
svipuð beinagrind og „Beautiful
Stranger“ (úr Austin Powers 2) var
byggð upp á og eiginlega sú sama.
Hresst lag með rafrænu ívafi.
Sjötta lagið heitir „Nobody’s
Perfect". Það er svooo fallegt. Svo
fallegur boðskapur sem fylgir því.
Það nær að halda sér á þeirri hár-
fínu línu að vera skemmtilega dap-
urlegt. I þessu lagi fær hinn svok-
allaði „vocoder" að njóta sín
(vélvæðir röddina). „Vocoder“ er
búinn að vera frekar vinsæll í laga-
smíðum síðustu misseri. Madonnu
og félögum hennar tekst vel til og
notar hún samskonar stíl vítt og
breitt um plötuna. Gítarsóló toppar
það.
Sjöunda lagið er enn í meltingar-
veginum hjá mér. Það heitir „Don’t
Tell Me“. Meðalhratt lag á popp-
skalanum með fullt af flottum
hljómum og strengjum. Er að
mejta það, venst prýðisvel.
Attunda lagið er mjög grípandi.
Það nefnist „What It Feels Like
for a Girl“. Yndislega sætt viðlag
sem maður fær strax á heilann.
Enn og aftur fallegur boðskapur í
bland við popp, gítar og rafeindir.
Sætt lag.
Mér finnst níunda lagið, „Parad-
SÍMfc
m i n i m a I a r t
mm
Síml SSI8780 • Laugavegi 6S • I0I Reykjavík
Léttustu umejarðir
OJ í heimi
Silhouette minimal
art eru fáanlegar í
bama- og fulloröins-
stæröum
Kúrekastelpan Madonna.
ise (Not For Me)“, algjör snilld.
Þar heyrum við áhrifin frá Air,
tölvubandinu í sjöunda áratugar-
gírnum. Þetta lag rennur undur-
ljúflega niður, er með fallegum fiðl-
ustrengjum og Madonnu að tala
frönsku jafnt sem ensku. Undurljúf
„frönsk“ ballaða.
Tíunda og næstseinasta lag plöt-
unnar nefnist „Gone“. Það er ofsa-
lega sérstakur stíll í því. Blanda af
hippalegri laglínu í nútímaútsetn-
ingu, fallegum bakröddum og gítar-
hljómum. Fallegt viðlag.
Ellefta og seinasta lag plötunnar
er ,American Pie“. Flestir ættu nú
að kannast við það. Eina sem ég vil
segja um það lag er að Madonna er
líklega eina manneskjan í öllum
heiminum sem gæti látið mér finn-
ast þetta lag skemmtilegt. Það tók
smá tíma en hafðist. Einnig er
hægt að finna það lag á diskinum
með lögunum úr myndinni sem hún
lék í nýverið er nefnist The Next
Best Thing. „Bye, bye, Miss Amer-
ican pie...“
Platan er aðallega unnin af Ma-
donnu, frönskum upptökustjóra er
nefnist Mirwais og hinum vel
kunna William Orbit. Með þeim sí-
ðastnefnda vann hún plötuna sem
hún gerði á undan þessari, Ray of
Light (1997), en hún selst enn víða
um heim þegar þetta er skrifað.
í heildina má segja að platan sé
rafræn í bland við ofsalega angur-
væran gítarhljómaleik inn á milli
með fallegum blæ í ætt við frönsku
hljómsveitina Air. Fallegar hljóma-
blöndur með djúpum „fönk“-bassa-
línum undir „technotrommum“,
grípandi textum og viðlagsfrösum
pg tölvuvæddum gítarballöðum.
ímynd hennar í dag er kúreka-
stelpan - sem er þemað á útliti
plötunnar. Hún klikkar ekki á tísk-
unni í dag frekar en fyrri daginn,
hún hefur oftast verið á undan
henni ef eitthvað er.
Ég mæli eindregið með þessari
litríku og fjölbreyttu plötu sem er
afurð konunnar sem hefur haft
mest að segja í bransanum til dags-
ins í dag. Það er gaman að heyra
það sem hún hefur verið að spá í.
Því miður er hún ein af fáum lista-
mönnum í dag sem virkilega deila
með manni fyrir alvöru því sem
þeir hafa lært, séð og skilið í lífinu.
Madonna er 42 ára, lífið er rétt að
byrja hjá henni. Afram Madonna!
mbl.is og Síminn-GSM efna til spennandi
getraunaleiks á Formúla-1 vef mbl.is.
Með þátttöku átt þú möguleika á að
vinna GSM-síma frá Símanum-GSM
úrsWtin
HHDASKHIIS
REYKJAVIKl