Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ^+ LANDIÐ Morgunblaðið/Kristín Ágústedóttir Hafnarhúsið sem hýsa mun safn Jðsafats Hinrikssonar í Neskaupstað. Safn Jósa- fats Hin- rikssonar til Nes- kaupstaðar Neskaupstað - Fyrir skemmstu samþykkti bæjarstjórn Fjarða- byggðar að þiggja höfðinglega gjöf erfingja Jósafats Hinriks- sonar og taka við sjóminja- og smiðjuminjasafni Jósafats Hin- rikssonar til eignar og varð- veislu. I samþykkt bæjarstjórn- ar Fjarðabyggðar segir að safnið sé „stórkostleg gjöf sem verða mun Fjarðabyggð til margs konar gæfu og vegsauka í framtíðinni". I safninu eru margvíslegir munir sem Jósafat heitinn safn- aði af forsjá og elju síðustu ára- tugi ævi sinnar. Innan þess er m.a. smiðjuminjasafn sem segja má að sé einstakt í sinni röð en það hefur að geyma líkan af eldsmiðju, sem reist var í Nes- kaupstað snemma á þessari öld, ásamt verkfærum og búnaði sem í smiðjunni hafa verið í gegnum tíðina. Gert er ráð fyrir að það taki allt að tvö til þrjú ár að koma safninu upp og hefur verði ákveðið að koma því fyrir í Hafnarhúsinu eða Sameinaða húsinu svokallaða sem stendur í miðbæ Neskaupstaðar. Hafnarhúsið, sem reist var snemma á þriðja áratug aldar- innar, er hið veglegasta og hefur í gegnum tíðina gegnt mismun- andi hlutverkum. Lengi var þar starfrækt fiskverkun og síðar var þar netagerð. Undanfarin ár hefur það verið geymsluhús. Ásmundur Friðriksson, formaður ÍBV, veitti Hjalta Kristjánssyni silfurmerki IBV. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fjölmenni var á afmælishátíð félagsins sem haldin var í Þórsheimilinu. Framherjar - Smástund 10 ára Vestmannaeyjum - Fyrir um 10 árum voru stofnuð tvö knatt- spyrnufélög í Vestmannaeyjum sem höfðu það að markmiði að vera félög fyrir knattspyrnumenn sem voru að Ijiíka ferii si'num með meistaraflokki IBV en vildu halda áfram að sprikla f fótbolta undir öðrum formerkjum þ.e. að minnka álagið og að vilji hvers og eins réði ferðinni. Þá gerðust einnig ýmsir ungir menn félagar sem ekki höfðu áhuga á hinum harða heimi sem fylgir því að spila með meistaraflokki IBV. Þessi félög hafa frá upphafi al- gerlega fjármagnað sig sjálf en þó hlotið rekstrarstyrk frá ÍBV, héraðssambandi og Bæjarsjdði Vestmannaeyja. Svo gerist það að félögin tvö, Framherjar og Smástund, sameinast undir merki Framherjar-Smástund. Félaginu hefur gengið vel og sfðasta keppnistimabil trúlega verið það besta hjá liðinu en það komst i' úrslit um sæti 1 2. deild þar sem það tapaði naumlega fyr- ir Þrótti í Neskaupstað. Afmælishóf Á dögunum var 10 ára afmæli félagsins minnst með veglegu hófi sem fram fór í Þdrsheimilinu að viðstöddum leikmönnum, stuðn- ingsaðilum og fleiri gestum. Þar rakti Hjalti Krisljánsson, fram- kvæmdastjóri og þjálfari félags- Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Vagnbrekkan á Öxi er snarbrött og þröng og vissara að fara varlega með kerru og æki. Fjárflutningur yfir Öxi Norður-Héraði - Hafliði Sævars- son bóndi í Fossárdal í Berufirði var að koma með fjárrekstur á jeppa og kerru yfir Oxi á dögun- um. Að sögn Hafliða er þetta í fyrsta skipti sem hann leggur í að fara með skepnur á kerru yfir Öxi en nú er verið að vinna að endur- bótum á Axarveginum og verður hann sæmilega sumarfær að lokn- um þeim endurbótum. Hafliði var að sækja fé í Geitdal í Skriðdal á Múlarétt og með því að fara yfir Öxi styttist leiðin fyrir Hafliða um 60 kílómetra. ins, árangur síðustu ára í stuttri ræðu en Hjalti, sem einnig er læknir unglingalandsliðs Islands í knattspyrnu, er einn mesti knatt- spyrnugiiru landsins og frægt var það þegar Guðjon Þórðarson, þá- verandi þjálfari ÍA, fékk upp- lýsingar frá Hjalta um albanskt knattspyrnulið sem ÍA hafði dreg- istá móti í Evrópukeppni. í hófið mætti Ásmundur Frið- riksson, formaður IBV, og óskaði félaginu til hamingju á þessum tímamótum og sagði m.a. að starfsemi félagsins gæfi íþrótta- lífinu í Eyjum meiri breidd enda fengju margir tækifæri til knatt- spyrnuiðkunar hjá félaginu sem annars væri ekki fyrir hendi í Eyjum. Ásmundur þakkaði Hjalta Kristjánssyni sérstaklega fyrir fórnfúst starf og mikla út- sjðnarsemi við rekstur félagsins og færði hann að því loknu félag- inu gjöf frá ÍBV, 100.000 kr., auk þess sem Hjalti var sæmdur silf- urmerki ÍBV. Hreindýraveiðum lokið Ekki veiddist upp í kvóta Norður-Héraði - Hreindýraveiðitímanum er lokið en síðasti veiðidagur var 15. september. Ekki veiddist alveg upp í kvóta, þar vantaði uppá'á veiðisvæðum þrjú, Borgarfjarðarsvæðinu, og níu, sunnan Horna- fjarðarfljóts. Alls veiddust um 340 dýr af 404. Veiðarnar gengu vel á svæði tvö þar sem flest leyfi eru til sölu, Þar var leyft að veiða 194 dýr og veiddust þau öll. Að sögn Karenar Erlu Erlingsdóttur, starfs- manns hreindýraráðs, gengu veiðarnar vel á þeim svæðum þar sem hreindýr fundust á annað borð, þrátt fyrir tvö norðanskot á veiðitímanum, en þá fara dýrin hratt út Fljótsdalsheiðina og erfitt að finna þau fyrst á eftir. Vegna þess var erfitt að finna stóra tarfa á svæði tvö á tímabili eftir norðanskotin. Hreindýrin sem veiddust voru væn og stórum törf- um er alltaf að fjölga á Snæfellssvæðinu. Einnig veiddust mjög vænir tarfar á Suðurfjarðasvæðinu, en þar hafa tarfar jafnan verið vænstir um veiðitímann. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Stoltir veiðimenn við stóran fjögurra spaða hreindýrstarf sem veiddist við Háukletta á Múla inn af Fljótsdal. Taldir frá vinstri Ingólfur Jó- hannesson, Manuel Arjona, Hallgrímur Hallsson, sem skaut tarfinn, og Jónas Bergsteinsson. M argmenni á Orkudegi Skagaströnd - Vel heppnaður Orkudagur var haldinn á Skaga- strönd 26. september. Fjöldi manns sótti sér fræðslu og skemmtan í fé- lagsheimilið Fellsborg þennan dag þar sem hægt var meðal annars að fá sérfræðinga til að taka út orku- kostnað heimila og ráðleggja um úrbætur til sparnaðar fyrir fólk. Dæmi voru um fólk á sveitabæ sem kynt hefur með olíu en getur spar- að sér öll útgjöld til húshitunar miðað við kostnaðinn í dag með því að fara að kynda með rafmagni og nýta sér hagstæðustu taxta Rarik. Orkudagur var haldinn í sam- vinnu Rarik, Orkustofnunar, Rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðar- ins og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum. Orkudagar er átak sem hófst í vor og hafa verið haldnir slíkir dagar á Vesturlandi, Vestfjörðum og nú síðast hér á Norðurlandi. Átakið er ætlað svæð- um sem ekki búa svo vel að hafa heitt vatn til húshitunar heldur verða að nota raforku eða olíu til þess. A Orkudegi á Skagaströnd voru sérfræðingar frá Rarik org Orku- stofnun sem gáfu fólki góð ráð í sambandi við sparnaðarleiðir við húshitun. Einnig sýndu ýmsir aðil- ar úr byggingariðnaðinum vörur sínar og hvaða möguleikar eru í boði í sambandi við orkusparnað í húsnæði fólks. Auk þess voru heimamenn með atvinnuvegasýn- ingu þar sem sýndar voru fram- leiðsluvörur og þjónusta nokkurra i Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Á sýningunni sýndu heimamenn og ýmsir aðilar í byggingariðnaðinum framleiðsluvörur sínar og kynntu lausnir á hinum ýmsu vandamálum í sambandi við orkusparnað. fyrirtækja á staðnum og var gest- um boðið upp á kaffi og vöfflur í boði Höfðahrepps og Vilko á meðan þeir skoðuðu sýninguna og spjöll- uðu við sérfræðingana á staðnum. Námskeið um kynditæki Orkudagurinn hófst klukkan 9 um morguninn með námskeiði fyrir 20 tæknimenn, húsverði og fleiri slíka aðila um stillingu, viðhald og nýtingu kynditækja. Námskeiðinu lauk um klukkan 15 og lýstu þeir sem það sóttu yfir ánægju sinni með innihald þess. Síðar um daginn var síðan fjölsóttur fyrirlestur fyrir almenning um orkusparnað í dag- legu h'fi fólks. Þá var kynntur nýr lánaflokkur til orkusparandi að- gerða, sem verið er að koma á fót, þar sem fólk getur fengið 100 til 300 þúsund króna lán með hag- stæðum vöxtum til allt að 15 ára. Standa félagsmálaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið að þessum nýja lánaflokki. Skagaströnd er áttundi staðurinn þar sem Orkudagur hefur verið haldinn frá því í vor og að sögn Rögnu Karlsdóttur verkefnisstjóra var hann sá fjölsóttasti og best heppnaði til þessa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.