Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fyrningar- eða veiðigjaldsleið? - Hver er munurinn? TILLÖGUR auð- lindanefndar liggja nú fyrir og virðist margt 'benda til að þær muni valda því að nú verði látið reyna á hvort vilji til sátta um nýt- ingu auðlindarinnar er nægur. Nefndin leggur til að tilteknar auðlindir verði lýstar þjóðareign og leggur til að þeir sem vilja nýta þær afli sér rétt- ar til þess á markaði. Aðrar leíðir verði farnar ef viðskiptaleg- ar forsendur eru ekki fyrir hendi. Ein undantekning er frá þessari tillögu nefndarinnar. Við nýtingu fiskistofna bendir - nefndin á tvær leiðir sem fela að vísu báðar í sér að útgerðin greiði gjald til eiganda auðlindarinnar. Sú fyrri er svokölluð fyrningar- leið sem er í eðli sínu af sama tagi og sú aðalleið sem nefndin leggur til við aðrar auðlindir. Það er að segja að þeir sem vilja taka þátt í útgerð þurfa að nálgast veiðirétt- inn á markaði í samkeppni við alla aðra sem starfa í greininni. Gert er ráð fyrir að veiðiréttur fyrnist um tiltekið hlutfall ár hvert og þær veiðiheimildir sem koma inn vegna > fyrningarinnar verði leigðar út til tiltekins tíma á markaði. Þannig yrðu að loknu aðlögunarferli öll Jöhann Arsælsson ESœngurgjofir nafnl ; ^> I Borónsstfg 59 L5513584 5 I^J TeKtílkjallarinn Vasar Mörkínni 3, símí 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18 Barnaefni í úrvali Skófavörðuslíg 21, sími 551 4050 veiðiréttindi að af- mörkuðum tíma- bundnum réttindum. Þessi leið gæti leyst öll aðalágreiningsefn- in sem uppi eru vegna þess ígildis eignar- halds sem útgerðar- menn hafa nú á fiski- stofnunum. Hún mundi tryggja arðinn til þjóðarinnar af nýt- ingu fiskistofna jafn- vel þótt erlendum að- ilum yrði leyft að taka þátt í útgerð hér við land. Þessi leið mundi auðvelda nýliðun í út- gerð og rétta hlut sjávarbyggð- anna því að þær færu í raun að njóta á ný nálægðar sinnar við fengsæl mið. Veiðigjaldsleiðin Hin leiðin er svokölluð veiði- gjaldsleið. f henni er gert ráð fyrir Kvótinn Núverandi handhafar kvótans, segir Jóhann Ársælsson, eiga að fá að kaupa sér einokunar- réttindi á fiskimiðunum. að leyfa megi nýtingu auðlindar- innar til afmarkaðs tíma eða með uppsegjanlegum hætti gegn gjaldi. En auðvitað verða menn að líta á þessa tillögu í ljósi þess að nefndin leggur til að auðlindin verði lýst þjóðareign með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá. Það er þess vegna forsenda þess að hægt sé að taka afstöðu til úthlutunarreglna á veiðiheimildum að ljóst sé hvað stjórnarskrárákvæðið felur í sér. Nefndin geri tillögu um þetta ákvæði. Við lestur þess og umfjöll- un nefndarinnar um framkvæmd veiðigjaldsleiðarinnar verður þessi tillaga hennar afar undarleg borið saman við það sem nefndin segir um allar aðrar auðlindir í þjóðar- eign. Það er að slíka aðferð eigi einungis að nota ef ekki séu mark- aðsaðstæður og eðlilegt samkeppn- isumhverfi fyrir hendi til að útboð eða hliðstæðar leiðir geti leyst málin. Að það geti staðist jafnræð- isanda og ákvæði stjórnarskrár að sérvalinn hópur fái einokun á að nýta fiskistofnana við landið verð- ur aldrei hægt að segja mér svo oft að ég skilji það og þaðan af síð- ur samþykki. Það er reyndar at- hyglisvert að sjávarútvegsráðherr- ann telur að það eigi ekki að blanda saman umræðu um breyt- ingu á lögunum um stjórn fisk- veiða og stjórnarskrárákvæðinu. Líklega hefur hann skynsemi til að sjá að fyrirætlanir hans og andi stjórnarskrárinnar fara ekki betur saman en eldur og vatn og vill þess vegna reyna að sleppa undan umræðunni um stjórnarskrár- ákvæðið. Einokunarleið Þessi tillaga um veiðigjald og sú staðreynd að tveir sjálfstæðismenn úr nefndinni lýsa yfir sérstökum stuðningi við hana ber það með sér að miklum pólitískum þrýstingi hefur verið beitt til að fá hana fram. Það er greinilegt á þeirri að- ferð sem hér er lögð til, viðbrögð- um LÍÚ, sjávarútvegsráðherra og ýmissa annarra að hugmynd þeirra er að nota hana til að viðhalda ein- okun þeirra sem nú eru handhafar kvótans á auðlindinni. Sami tvfsk- innungsháttur er beinlínis fyrir- hugaður frá þeirra hendi gagnvart fyrirhuguðu ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign og hefur ríkt gagn- vart ákvæðinu í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða þar sem segir að fiskistofnar á Islandsmiðum séu sameign þjóðarinnar. Öll aðal- átakamálin um þessa auðlind verða áfram til staðar verði þessi leið farin á forsendum LÍU og sjávar- útvegsráðherrans. Henni má lýsa á einfaldan hátt. Núverandi handhafar kvótans eiga að fá að kaupa sér einokunar- réttindi á fiskimiðunum við ísland með því að borga þann kostnað sem ríkið hefur borið við að gera þeim kleift að nýta auðlindina. Þjóðin kaupir ekki þann gamla úldna kött í sekk sem nú er boð- inn. Hðfundw er alþingismaður Samfylkingarinnar. Hvað getur kirkjan gert? MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um kristnihátíðina sem haldin var á Þingvöll- um sl. sumar til að minnast þúsund ára kristni í landinu. Mörg og ólík sjónar- mið komu fram hana varðandi, bæði hvað snerti markmið hátíð- arinnar og þátttöku fólks. Engu var til sparað við gerð hátíðarinnar og allan undirbúning. Kirkja og ríki héldu sameiginlega hátíð og upp hófst mikil þrætutíð meðal þjóðarinnar, menn Iýstu því yfir að óþarfi væri að halda slíka hátíð, vildu meina að íslenska þjóðin þyrfti ekki á slíkri hátíð að halda til að sýna að hún væri kristin í anda, aðrir sáu eftir þeim miklu Esther Vagnsdöttir Kirkjan Er íslenska kirkjan frjáls? spyr Esther Vagnsdóttir. fjármunum sem í hátíðarhöldin fóru, nær hefði verið að eyða þeim í önnur brýnni verkefni, svo sem að bæta kjör fátækra í þjóðfélag- inu. Öll þessi rök eru skiljanleg og erfitt að sýna fram á að þau væru röng. En það sem mesta athygli vakti var hversu fáir mættu til hátíðar- innar, tugþúsundum færra en yfir- völd höfðu vænst. Raunar var það miður þar sem fram fór glæsileg hátíð með mörgum góðum skemmtiatriðum. En andi yfirboð- unar sveif yfir vötnunum - þetta var fyrirskipuð hátíð sem yfirvöld höfðu ákveðið að .halda.Kannske var það einmitt ástæðan fyrir því hve fáir mættu. Ástæða er til að leggja fram spurninguna: Er íslenska kirkjan frjáls? Getur hún haft sjónarmið sem samræmast ekki viðhorfum stjórnvalda? Hafi hún slík sjónar- mið hefur hún frelsi til að fylgja þeim eftir? Svarið er nei - vegna þess að ríki og kirkja eru sameinuð og kirkju og ríki ber að samræma sjónarmið sín samkvæmt stjórnar- skrá. Kirkjunni ber að styðja við- horf stjórnvalda beint eða óbeint. Spurningin er því þessi: Þarf kirkjan ekki að verða frjáls og óháð til að geta sýnt í verki sjálfstæða af- stöðu gagnvart ýmiss konar misrétti í þjóð- félaginu, t.d. hvað við kemur kjörum fá- tækra og aldraðra og þeirra sem erfitt eiga? Þarf ekki kirkjan að geta sýnt á áþreifan- legan hátt hver af- staða hennar er t.d. gagnvart aukinni of- drykkju og eiturlyfjaneyslu í þjóð- félaginu? Og auknu ofbeldi? Þarf hún ekki að hafa meira svigrúm til að gefa tóninn hvað varðar ný og betri uppeldissjónarmið - og þá ekki eingöngu á vettvangi trúar- innar? Og þarf hún ekki að geta sýnt í verki sjálfstæða afstöðu gagnvart því hvað hægt sé að gera til að bæta ástandið? Ætti hún raunar ekki jafnframt að hafa starfandi undir sínum verndar- væng sjálfstæðar stofnanir sem ynnu að velferðarmálum innan þjóðfélagsins? Ég tel að á meðan kirkjan er bundin ríkisvaldinu og þeim lög- málum og viðhorfum sem þar ríkja sé hún ekki frjáls og getur ekki beitt sér sem skyldi að þeim mál- um sem hún ætti að þjóna. Kirkjan gæti verið það aðhald sem fólkið í landinu hefði sem skjól og vörn þar sem yfirvöld misbeita réttind- um borgaranna. Ástandið í þjóðfé- laginu er orðið slíkt að það kallar á miklar breytingar. Kirkjan þarf að verða frjáls, losna við úreltar trúarkreddur og vinna á þann lát- lausa hátt sem Jesús kenndi: farið út á meðal fólksins og vinnið góð- verkin. Með því að frelsa kirkjuna og gera hana að lifandi kirkju fólksins gæti hún orðið öflugt tæki til að umbreyta þjóðfélaginu og koma á nauðsynlegum umbótum. Með því að kenna kærleika og rétt- læti jafnt í orði sem í verkiyrði hún hin frjálsa kirkja fólksins sem fnyndi túlka þær hugmyndir sem þjóðin hefur um hvað fólgið er í raunverulegri kristni - fram- kvæmd trúarinnar í verki. Höfundur er kennari á Akureyri. Breikkun Suðurlandsvegar þolir ekki bið ÞAÐ ER kominn tími til að hefjast handa við breikkun Suðurlandsvegar, samgönguæðarinnar, milli Reykjavíkur og Selfoss. Breikkun vegarins er slík nauð- syn að hana sér hver sá sem fer þessa leið. Umferð um veginn er orðin mjög mikil alla daga vikunnar og inni í þeirri umferð er mikil og vaxandi umferð vöruflutn- inga- og hópferðabíla. Sigurður Langar bílalestir Jónsson myndast gjarnan fyr- ir aftan flutningabflana með þeirri hættu sem fylgir framúrakstri og allir kannast við. Á miklum um- ferðardögum er framúrakstur nán- ast ómögulegur á leiðinni frá Sandskeiði að Skíðaskálanum í Hveradölum þar sem vegurinn breikkar á kafla. Um helgar og á álagstímum yfir sum- arið annar vegurinn engan veginn umferð- inni sem kemur fram í löngum bflalestum með tilheyrandi hættutilvikum. Umferðin á þessari leið gengur á hraðan- um 70-100 km. Hæg- ari hluti umferðarinnr, flutningabflar og þeir ökumenn sem ekki treysta sér til að aka á hámarkshraða eiga sinn rétt og breikkun akbrautarinnar gefur þeim svig- rúm og losar þá undan því að skapa framúraksturshættu en sú hætta eykst óneitanlega þegar um- ferðin fer undir hámarkshraða. Nauðsynlegt er að allir aðilar Umferdarmannvirki Nauðsynlegt er að allir aðilar viðurkenni mikil- vægi þess, segir Sigurður Jónsson, að vegurinn verði breikk- aður til þess að bæta samgöngur við vaxtarsvæðið austan Hellisheiðar. viðurkenni mikilvægi þess að veg- urinn verði breikkaður til þess að bæta samgöngur við vaxtarsvæðið austan Hellisheiðar og til þess að auka öryggi á þessari þungu um- ferðarleið. Uppbygging íbúða- byggðar á Selfossi og í nágrenni er vaxandi, aukin umsvif fyrirtækja á svæðinu og stöðug fjölgun á sum- arhúsasvæðum lejðir af sér aukna umferð á þessari fjölförnu leið. Fyrir utan það má ætla að ríflega 90% allra ferðamanna sem koma til landsins fari um þessa umferð- aræð. Það liggur í augum uppi að unnt er að vinna þetta verk í áföngum og nauðsynlegt er að taka ákvörð- un um að hefjast handa sem allra fyrst við breikkun vegarins og gera um það áætlun. Verkið er auðvelt í framkvæmt og röksemdir fyrir breikkun gera það líka auð- velt að menn rétti upp hönd á öll- um ákvarðanastöðum þannig að framkvæmdir geti hafist. Það er beðið eftir þessari framkvæmd. Höfundur er búsettur á Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.