Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ■vœ Twfmn ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 5 7 HESTAR FRÉTTIR Stjórnarfundir hjá Landssambandi hestamanna Varamenn boðaðir á þriðja hvern fund ALLNOKKRAR gagnrýnisraddir hafa heyrst öðru hverju um það hversu fáa fundi varamenn í stjórn Landssambands hestamannafélaga eru boðaðir á og hversu lítilfjörlegt hlutverk þeirra er í starfi samtak- anna. Jón Albert Sigurbjörnsson for- maður LH var spurður út í þessa gagnrýni og byrjaði hann á að leið- rétta nokkuð útbreiddan misskiln- ing þess efnis að varamenn væru einvörðungu boðaðir á fyrsta fund að loknu ársþingi og svo síðasta stjórnarfund fyrír næsta þing tæpu ári seinna. Sagði hann að allir varamenn væru boðaðir á þessa tvo fundi en síðan væru þeir boðaðir á þriðja hvern fund þar á milli. Þar fyrir utan kæmu varamenn inn á fundi þegar aðalmenn gætu ekki mætt. Benti Jón á að á núlíðandi starfs- ári hefði fyrsti varamaður, Oddný Jónsdóttir, setið mjög marga stjórnarfundi og líklega þá flesta. Þá fengju varamenn að sjálfsögðu allar fundargerðir sendar svo þeir ættu að vera nokkuð vel að sér um það hvað er verið fjalla um á hverj- um fundi og í hvaða farveg einstök mál færu. Aðspurður um það hvers vegna varamenn væru ekki boðaðir á alla fundi sagði hann að í aðalstjórn væru sjö menn og varamenn fimm að auki. Það væri stór munur á hversu langan tíma tæki að af- greiða mál eftir því hvort sjö manns sitja fund eða tólf. Málefni sem liggja fyrir á stjórnarfundum væru alltaf mjög mörg og þau þyrfti að afgreiða á einum degi þannig að allir stjórnarmenn kom- ist til síns heima að kvöldi. Jón benti enn fremur á að vara- menn tækju virkan þátt í nefndar- störfum og því hefðu þeir góða möguleika á að taka þátt í stefnu- mótun og ákvarðanatöku. Jón viðurkenndi að vissulega væri lýðræðislega séð best að allir sætu stjórnarfundi og tækju þátt í umræðunni en einhvers staðar verði að draga mörkin á þeim tíma sem varið er í stjórnarfundi og það væri ástæðan fyrir þessari tilhög- un. Þá var Jón spurður hvort ljóst væri hverjir þeirra fjögurra stjórn- armanna, sem út eiga að ganga á þinginu í enda mánaðarins, myndu gefa kost á sér til endurkjörs. Sagði hann að ekkert lægi fyrir í þeim efnum en það kæmi í ljós á stjórnarfundi um miðjan mánuð- inn. Úr stjórn eiga að ganga, auk Jóns sem er Fáksfélagi, Sveinbjörn Sveinbjörnsson Gusti, Páll Dag- bjartsson Stíganda og Sigurður Ragnarsson Faxa. Sá síðastnefndi staðfesti það í samtali við Morgun- blaðið að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs. Ekkert liggur fyrir um hverjir varamanna hyggjast sækjast eftir endurkjöri. Að endingu vildi Jón Albert greina frá því að á þinginu munu landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri afhenda vottanir á bújarðir fyrir landnýtingu og er þar um að ræða hluta af gæðavott- unarkerfi sem hleypt hefur verið af stokkunum af fagráði í hrossarækt. Dregið í lukkupotti DREGIÐ hefur verið í lukkupotti Myndasögusyrpunnar og Símans GSM. 10 áskrifendur fengu Nokia 3210 GSM-síma ásamt Frelsiskorti. Vinningshafar eru: Edda Sigurð- ardóttir, Miðskógum 2, Bessastaða- hreppi, Jón Kristján Kristinsson, Hjarðarhaga 26, Reykjavík, Arna Sigurjónsdóttir, Logafold 161, Reykjavík, Ragnheiður Brynjars- dóttir, Sæbóli 36, Grundarfirði, Uni Þórir Pétursson, Kirkjugötu 9, Hofs- ósi, Andri Freyr Jónsson, Galtalind 19, Kópavogi, Frans Friðriksson, Túngötu 15, Vestmannaeyjum, Þórarinn Páll Andrésson, Gilsárvöll- um II, Borgarfirði, Helga Rós Helgadóttir, Frostafold 51, Reykja- vík, og Amór Daði Jónsson, Löngu- mýri 59, Garðabæ. Utanríkisráðherra um Júgóslavíu Skorar á Milosevic að hlíta úrslitum HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra fagnar niðurstöðum ný- afstaðinna forsetakosninga í Júgó- slavíu. Jafnframt skorar hann á sitjandi forseta, Slobodan Milosev- ic, að láta af ágreiningi um niður- stöðuna og viðurkenna ótvíræð úr- slit kosninganna og þar með auð- velda nýjum lýðræðislega kjörnum forseta að taka við embætti. 0 Lfna.nez UNA.NET HF. Hluthafafundur 10. OKTÓBER 2000 Dýralæknaþj ónusta Suðurlands Rúmur og goður HluthafaFundur Línu.nets hf. verður haldinn í húsakynnum Drkuveitu Reykjavíkur að 5uðurlandsbraut34, Reykjavík, G. hæð, þriðjudaginn 10. október nk. kl. 15.00. dýraspítali vígður Dagskrá: DÝRALÆKNAÞJÓNUSTA Suður- lands vígði á föstudag nýjan 700 fer- metra dýraspítala. Þjónustan er stað- sett að Stuðlum í Árbæjarhverfi við Selfoss en við hana starfa sex dýra- læknar auk þriggja annarra starfs- manna sem sjá um rekstur, bókhald, umönnun sjúklinga um lengri eða skemmri tíma auk þrifa og síma- vörslu. Eigendur eru Páll Stefánsson dýralæknir, Edda Björk Ólafsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson dýralækn- ir, Anna K. Asmundsdóttir, Lars Han- sen dýralæknir og Gerður Þórisdóttir. Þrír aðrir dýralæknar starfa við fyrirtækið, þau Ásdís Linda Sverris- dóttir sem sérhæfir sig í smádýrum, Sveinn Ólason sem sérhæfir sig í svínasjúkdómum og Tómas Jónsson sem sérhæfir sig í kúa- og hrossasjúk- dómum. Auk aðstöðunnar að Stuðlum er Dýralæknaþjónustan með aðstöðu á Hvolsvelli fyrir vakthafandi dýra- lækni í Rangárvallasýslu. Starfs- svæði Dýralæknaþjónustunnar er írá Hellisheiði í vestri að Mýrdalssandi í austri og er sólarhringsvaktað alla daga ársins í bæði Ámes- og Rangár- vallasýslu. Aðstaðan á Stuðlum er í tveimur húsum sem eru endurbyggð gróður- hús. Aðstaða og tækjabúnaður er eins og best verður á kosið. I öðru húsinu er skrifstofa, verslunarhom fyrir smádýr þar sem sérstök áhersla er lögð á gæludýrafóður, sérstaklega ætlað fyrir sjúkiinga með truflaða efnaskiptastarfsemi sökum veikinda eða aldurs. Þar er líka fullkomin að- staða fyrir aðgerðir á gæludýrum. í hinu húsinu er aðstaða fyrir hross þar sem hægt er að svæfa hesta fyrir aðgerð. Þar era sjúkrastíur fyrir allt að tíu hross til geymslu eftir aðgerðir eða til lengri umönnunar vegna slysa eða sjúkdóma. Dýralæknaþjónusta Suðurlands var stofnuð í ársbyijun 1996 og sagði Páll Stefánsson í samtali við Morgun- blaðið að í dag mætti segja að þjón- usta við hross væri um 40% af veltu fyrirtækisins, aðrar búgreinar eins og nautgripa-, svína- og sauðfjárrækt væra samtals um 50% og gæludýra- þjónustan um 10%. Sagði Páll að hlut- ur hrossa og gæludýra væri hægt og sígandi að vaxa og hefði svo verið frá stofnun fyrirtækisins. Þann 14. októ- ber verður opið hús að Stuðlum fyrir gæludýraeigendur þar sem m.a. verð- ur boðið upp á fræðslufyrirlestra og nefndi Páll að þar mætti nefna að Ól- afur Njálsson í Nátthaga myndi fjalla um eðalketti. PABBI/MAMMA Allt fyrir minnsta bamið Þurnalína. Pósthússtræti 13 BATMAN ER MÆTTUR MYNDASÖGUBLAÐIÐ ZETA www.nordiccomic. com Iðnbúð 1,210 Garðabæ sími 565 8060 sía Collection 1. Tillaga um heimild til stjórnar um hækkun hlutafjár um allt að 100.000.D0D króna og breytingu á 3. gr. þar til samræmis. Lagt er til að hluthatar Falli Frá Forkaupsrétti að auknu hlutaFé. 2. Tillaga að samruna Gagnaveitunnar ehF. og Línu.nets hF. Tillaga um heimild stjórnar til að ákveða útgáFu jöFnunarhlutabréFa á yFirstandandi reikningsári. 4. Önnurmál, löglega upp borin. Stjórnin Mineral snyrtivörulínan inniheldur steinefni og næringefni úr náttúrunni. Steinefni og raki gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að umhirðu húðarinnar, því án steinefna og raka getur húðin orðið þurr og viðkvæm, jafnvel elst fyrr vegna ótímabærrar hrukkumyndunar. Mineral línan er án allra aukefna, þ.e. engum rotvamarefnum né ilmefnum er bætt í vörurnar. Apotheker SCHELLER NATURKOSMETIK .WYRTIVÖRtlft Á f'RÁBÆHU VERÐI Dsjjímmu ídag frákl. 14-17 í Mjóddinni og Glæsibæ Kaupaukar m at lyf&heílsa Mjóddini»Glæsibæ U R Ð F R A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.