Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 37
LISTIR
Leynideildin og
launmorðinginn
ERLENDAR
BÆKUR
Spennusaga
„THE WHITE HOUSE
CONNECTION"
Eftir Jack Higgins. Penguin
Books 2000. 276 síður.
í NÝJUSTU spennusögu Jacks
Higgins, „The White House Conn-
ection" sem gefin var fyrir
skemmstu út í vasabroti hjá Peng-
uin-útgáfunni, er hjartveik sjötug
kona vopnuð lítilli skammbyssu fær
um að myrða nokkra harða hryðju-
verkamenn úr einhverjum herská-
um armi Irska lýðveldishersins,
sem kallar sig Syni Irlands. Lafði
Helen heitir kona þessi og er hið
besta skinn í rauninni en hefndin
drífur hana áfram. Synir írlands
voru ábyrgir fyrir því að einkason-
ur hennar, breskur hermaður, lést
á Irlandi þar sem hann gegndi her-
þjónustu. Full hefndarþorsta hefur
lafði Helen sum sé upp á sitt ein-
dæmi sett í gang persónulega að-
gerð aðstoðuð af einkabílstjóra sín-
um, látið hjartapillurnar í budduna
ásamt skammbyssunni sinni og
myrðir nú til hægri og vinstri.
Jack Higgins
Finnist einhverjum hún fremur
ósennilegur Ieigumorðingi má geta
þess henni til varnar að hún er það
eina sem frumlegt má teljast í sög-
unni og stendur furðulega vel upp
úr öllu klisjusafninu, sem Higgins
ber orðið á borð fyrir lesendur sína.
Hann er hér að fjalla um allar sömu
ofurhetjurnar og hann skrifaði um í
spennusögunni Dóttur forsetans
eða „The President’s Daughter“.
Hetjur þessar eru starfsmenn ægi-
lega leynilegrar deildar innan
bresku leyniþjónustunnar sem
heyrir beint undir forsætisráðherr-
ann og fæst við hryðjuverkamenn
af öllu tagi. I fyrri sögunni var dótt-
ur forseta Bandaríkjanna rænt af
arabískum glæpamönnum en nú
fjallar sagan um leitina að írskum
hryðjuverkamönnum og njósnara
þeirra í sjálfu Hvíta húsinu.
Jack Higgins er einn af þekkt-
ustu spennusagnahöfundum
heimsins. Hann ólst upp í Belfast
og eru málefni Norður-írlands
áberandi viðfangsefni í mörgum
bókum hans. Hann byrjaði að
skrifa spennusögur eftir að hafa
verið í hernum m.a. við landamæri
Austur-Þýskalands á dögum kalda
stríðsins, en bók hans Órninn er
sestur eða „The Eagle Has Land-
ed“ gerði hann heimsfrægan. Bæk-
ur hans hafa selst að sögn í 250
milljónum eintaka og verið þýddar
á 55 tungumál. Mai’gar hafa verið
kvikmyndaðar, m.a. ðrninn er sest-
ur og, A Prayer for the Dying“.
Áhugaleysi
Bækur Higgins hafa versnað
með árunum. Hann virðist nokkmTi
veginn hættur að reyna að leggja á
sig erfiði við skrifin en treystir á
formúlur og klisjur. Lafði Helen
kemst að því nokla'u eftir lát sonar
síns að dauða hans bar að með öðr-
um hætti en hún hélt og þrátt fyrir
hjartveiká sína og nokkum aldur
flýgur hún á milli Bandaríkjanna
og Bretlands og myrðir þá sem
báru ábyrgð á dauða sonar hennar.
Hana munar reyndar ekki um að
skjóta meinta glæpamenn aðra ef
svo ber undir.
Leynilega deildin kemst á slóð
hennar og reynir að elta hana uppi
og hoppar frásögnin á milli Bret-
lands og Bandaríkjanna og Irlands.
Allt eru það valmenni mikil sem
stjóma deildinni en það er sérstak-
ur heiður í sögunum tveimur að
hafa verið stríðshetja í „Nam“ eins
og Higgins kallar það sífellt og á við
Víetnam. Allir sem einhverja vikt
og vii’kt hafa, og þar með talið for-
seti Bandaríkjanna, búa að ein-
hven-i gríðarlegri reynslu úr
„Nam“ og það er mælikvarði á hug-
hreysti og djörfung að hafa þjónað í
„Nam“. Að öðm leyti eru hetjur
þessar mjög sama merkinu
brenndar, einstaklega úrræðagóð-
ar, greindar, leiknar með skotvopn
og í bardaga hvers konai', skipta
ekki við aðra en forsætisráðherra
og forseta og drekka viskí ef þær
þurfa að róa taugarnar.
Higgins er alltof fljótur að varpa
hulunni af svikaranum í Hvíta hús-
inu og er erfitt að sjá hvað honum
gengur tO með því. Það ber eins.og
svo margt annað í sögunni vitni um
algert áhugaleysi höfundarins á því
sem hann er að gera.
Arnaldur Indriðason
Alþjóðleg raf- og
tölvutónlistarhátíð
ALÞJÓÐLEGA raf- og tölvutónlist-
arhátíðin ART2000 verður haldin í
Salnum í Kópavogi 18. til 28. október
næstkomandi. Þar verður haldinn
fjöldi fyrirlestra um raf- og tölvu-
tónlist og haldnir tónleikar, en einnig
verða reglulegir tónleikar á Gauki á
Stöng. Hátíðin er haldin í samvinnu
Kópavogsbæjar og Reykjavíkur
-menningarborgar árið 2000 fyrir
atbeina Tónvers Tónlistarskóla
Kópavogs, en forstöðumenn þess eru
Hilmar Þórðarson og Ríkharður H.
Friðriksson.
Fjölmargir erlendir lista- og
fræðimenn á sviði tölvu- og raftón-
listar taka þátt í hátíðinni en dagskrá
hennar verður þannig að frá kl. 17 til
18.30 halda erlendu gestirnir fyt-ir-
lestra þar sem þeir ræða sitt sérsvið,
fjalla um sögu raf- og tölvutónlistar
og kynna helstu verkefni er þeir
starfa að um þessar mundir. Fyrir-
lestrarnir verða haldnir í Salnum og
kl. 20-22 verða þar tónleikar þar sem
flutt verða verk eftir gestina en einn-
ig fjölmörg íslensk tónverk.
Síðar á kvöldin, frá kl. 22 til 24 eða
lengur, verður einnig starfræktur á
Gauki á Stöng tónlistarbar sem kall-
ast Kvöldbarinn, og þar verður flutt
íslensk og erlend raf- og tölvutónlist,
ýmist á tónleikum eða af plötum, en
einnig munu einhverjir erlendu gest-
anna taka þátt í snarstefjun með ís-
lenskum tónlistarmönnum.
Meðal gesta hátíðarinnar eru Paul
Lansky, tónskáld og forstöðumaður
tónlistardeildar Princeton-háskóla,
Trevor Wishai't, enskt hljóðskáld,
Áke Parmerud, sænskt sjálfstætt
starfandi tónskáld, Jack Vees, for-
stöðumaður Music Technology deild-
ar Yale-háskóla, Konrad Boehmer,
prófessor við Konunglega Hollenska
tónlistarháskólann í Haag, Peter
Apfelbaum, alhliða hljóðfæraleikari,
Don Buchla, rafhljóðfærasmiður og
framleiðandi Buchla-hljóðgervlanna,
Wayne Siegel, tónskáld og forstöðu-
maður Dansk Institut for Elektro-
akustisk Musik í Arósum og Clar-
ence Barlow, tónskáld og listrænn
stjórnandi Instituut voor Sonologie í
Haag. Einnig kemur hingað til lands
norski tónlistarmaðurinn Geir Jens-
sen sem kallar sig Biosphere.
Opnunarverk hátíðarinnar eftir
Magnús Blöndal Jóhannsson
Fjölmargir íslenskir listamenn
taka einnig þátt í hátíðinni. Hljóm-
sveitin Stilluppsteypa kemur hingað
til lands og heldur tónleika á hátíð-
inni, en hljómsveitarmeðlimir búa í
Hollandi og Þýskalandi. Hljómsveit-
in Vinva Mei heldur einnig tónleika
og listamennimir og hljómsveitirnar
Plastik, Biogen, Apparat, Skúli
Sverrisson og Hilmar Jensson og
Auxpan. A hátíðinni verða einnig
flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörns-
son, Þorstein Hauksson, Lárus H.
Grímsson, Ríkharð H. Friðriks-
son, Hilmar Þórðarson, Hjálmar H.
Ragnarsson, Karólínu Ehíksdóttur,
Snorra S. Birgisson og Magnús
Blöndal Jóhannsson, en verk eftir
hann verður opnunarverk hátíðar-
innar og einnig gefur Smekkleysa út
geisladisk með safni verka Magnús-
ar á opnunarhátíðinni.
Upplýsingar um dagskrá hátíðar-
innar er að finna á slóðinni
www.musik.is/art2000, og miða á
hana er hægt að kaupa á Netinu hjá
Bókunarmiðstöð Islands á slóðinni
www.discovericeland.is. Einnig
verður hægt að fá aðgöngumiða í
versluninni 12 tónum. Hátíðin verður
send út á N etinu á vegum Xnet.is.
Stuðningsaðilar ART2000 eru auk
Kópavogsbæjar og Reykjavíkur
-menningarborgar Evópu árið 2000,
Íslandsbanki-FBA, Bókunarmiðstöð
Islands, Net-Albúm, Xnet, Landmat,
Litróf, 12 tónar, Gaukur á Stöng og
Viðskiptanetið.
Van Gogh á Netinu
Amsterdam. AP.
LISTUNNENDUR þeir sem ekki
sjá sér fært að heimsækja van
Gogh listasafnið í Amsterdam eiga
þess nú kost að skoða verk þessa
19. aldar meistara á netinu.
Vefur safnsins, www.van-
goghmuseum.nl, var opnaður al-
menningi í lok september og gerir
hann gestum kleift að ferðast um
þá sex sýningarsali safnsins er
geyma verk Vincent van Goghs. Er
þar hægt að skoða hvert og eitt
verk í nærmynd, stækka stök atriði
upp enn frekar og virða þannig fyr-
ir sér pensilför og önnur smáatriði.
Þá fylgir hverju verki einnig smá
lesning þar sem fræðast má um
bakgrunn og sögu verksins og þá
þýðingu sem það hafði fyrii' lista-
manninn.
„Takmai-kið er að gera fólki kleift
að skoða verkin, virða safnið fyrir
séi' og sjá hvemig verkunum er fyr-
ir komið og læra þannig meira um
van Gogh sjálfan í stað þess að horfa
bara á myndimar,“ sagði Heidi
Vandamme, talsmaður safnsins. Að
mati AP-fréttastofunnar mun vef-
urinn eiga efth' að auðvelda fólki að
skoða verkin í bæði næimynd og
næði, en van Gogh safnið er yfirleitt
þéttskipað sýningargestum.
Hómópatanám
á íslandi
Um er að ræða 4 ára nám í hómópatiú
sem byrjar í haust á vegum College of
Practical Homoeopathy í Bretlandi.
MætinglO helgar á ári í Reykjavík, auk
heimanáms og verklegrar þjálfunar.
Kennarar með miklu reynslu.
Upplýsingar gefur Martin
í síma 567 8020 eða 897 8190
VEPálisfinn_
við Laugalæk, sími 553 3755.
LéUur og meðfærilegur
GSM posi
með innbyggðum prenlara
Les allar tegundir greiðslukorta
sem notuð eru á íslandi.
Er með lesara fyrir
snjallkort og segulrandarkort.
Hraðvirkur hljóðlátur prentari.
Stjörnuspá á Netinu ^mbl.is
/\LLTAf= e/TTHVAO A/ÝTJ