Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Tölur og (rang)túlkun Afnotagjöld Um valnsföll á Héraði Ólafur F. Magnús- son, læknir og borgar- fulltrúi er efasemdar- maður um virkjanir, Þannig skrifaði hann andófsgrein hinn 2. sept. s.l. hér í Morg- unblaðið gegn áform- um um álver á Reyð- arflrði og virkjun •Jökulsár á Brú við Kárahnjúka og ber fyrir sig margar tölur. Hann segir m.a. eftir- farandi: „... [Þess ber að geta] að Jökulsá á Brú eða Jökla er aurugasta jökul- fljót íslands og 4,5 sinnum vatns- meiri en Jökulsá í Fljótsdal. Meðal- vatnsrennsli Jöklu er 120 rúmmetrar á sekúndu en Jökulsár í Fljótsdal 27 rúmmetrar á sekúndu. Meðalrennsli til Blönduvirkjunar er hins vegar 39 rúmmetrar á sek- úndu. Þegar litið er á þessar stærð- ir liggui- í augum uppi hvílík breyt- ing verður á Lagarfljóti og Fljótsdalshéraði við að bæta rennsli Jöklu út í Lagarfljót." Landafræði Einar Magnússon, rektor, taldi andafræðikunnáttu undirstöðu dlrar almennrar menntunar og jafnvel góðra dyggða, enda kenndi hann aðallega landafræði, jafnvel þótt á stundaskránni stæði saga, danska eða eitthvað annað. Á hinn ióginn færi þekking á landafræði og staðháttum þverrandi með þjóð- inni - og það væri upphaf ógæfu hennar. 1 ljósi þessa væri ég ekki hissa þótt allur þorri lesanda skildi ofangreindar upplýsingar læknisins nokkurn veginn þannig: „Sakleysis- legt jökulfljót, Jökulsá í Fljótsdal, rennur til sjávar um Fljótsdalshér- að eftir að hafa skipt um nafn og orðið að Lagarfljóti. Nú ætla vondir virkjanamenn að veita hinni forugu Jöklu í þetta Lagarfljót og þar með 5,5-falda rennsli þess og láta allan aunnn fljóta með.“ Ólafur segir í blaðagrein 16. sept. að sín landafræðiþekking sé slík að hann sé ekki haldinn þessai'i fírru. Hann segir að sér sé „fullkunnugt um“ að „Jökulsá í Fljótsdal sé ein margra áa sem renna í Lagarfljót og rennsli hennar því aðeins hluti þess mikla vatns sem nú rennur í Lagarfljót“, enda hafi hann „aldrei haldið öðru fram“. I ljósi þessarar þekkingar borgarfulltrúans virðist undarlega til orða tekið í fyrri blaðagreininni. Vatnamælingar V atnamælingar Orkustofnunar eiga sér rúmlega hálfrar aldar sögu. Hlutverk þeirra er að áfla sem gleggstra upplýsinga um vatnafar á landinu, rennsli og aurburð áa og fljóta, þannig að áf- orm um hugsanlegar virkjanir séu byggð á sem bestum grunni, bæði hvað varðar tæknileg, fjárhagsleg og umhverfisleg atriði. Þannig eru allar ráðagerðir um virkjanir norð- an Vatnajökuls grundvaliaðar á upplýsingum Vatnamælinga. Vatnamælingarnar hafa á að skipa reyndu og góðu starfsfólki. Hlut- verk þess er að afla téðra upplýs- inga og draga þær saman. Áðrir taka síðan ákvarðanir á gi-undvelli þeirra. Starfsmönnum Vatnamælinga er eðlilega mjög í mun að gögn sem þeir afla séu ekki misskilin eða út úr Vatnsföll Því fer víðs fjarri að umrædd virkjun leiði til margföldunar á meðal- rennsli Lagarfljóts, segir Þorkell Helgason, og því síður hámarksrennsli þess. þeim snúið. Einn þeirra, Snorri Zóphóníasson, taldi sér því skylt að koma á framfæri upplýsingum um vatnsföll og rennsli til að leiðrétta þá mynd sem fyrrgreind blaðagrein Ólafs F. Magnússonar dró upp. Þessi grein birtist 7. sept. og er full af fróðleik um málið en auk þess er bent á vefsíðu Orkustofnunar og undirsíður um Vatnamælingar hennar. Þar er og að fínna um- rædda blaðagrein Snorra. Helstu atriðin sem Snorri bendir á í gi-ein sinni eru þessi: - Ársmeðaltöl segja lítið þegar meta skal áhrif rennslis á árfarvegi. Rennslissveiflur segja meira. - Meðalrennsli júnímánaðar í Lagarfljóti við Lagarfoss er 300 Þorkell Helgason Fimm frábær fyrirtæki Fullkomnasti skyndibitastaður landsins og sá nýjasti. Einstaklega glæsilegur og vel hannaður með öllum nýjustu tækjum sem völ er á. Fullkomin myndbandaleiga. Sælgætissala. í kallfæri við vinnu- stað sem hefur 400 banhungraðar hamborgaraætur. Bílalúgur. Eftirlits- og öryggiskerfi. Mikil viðskipti og mjög vaxandi. Ótrúlegur staður. 2. Lítil efnalaug í miðborginn með föst viðskiðti, góðar vélar og vel staðsett. Viðskipti hafa stóraukist á þessu ári. Þægileg fjölskyldu- vinna 3. Veitingastaður í eigin húsnæði til sölu. Glæsilegur, nýendurnýjað- ur staður sem tekur 250 manns í sætiog selur mikið af matarbökk- um á dag, veisluþjónusta, árshátíðir og erfidrykkjur. Matarsala í hádeginu. Öll tæki sem þarf. Fastir og traustir viðskiptavinir f gegnum árin. Sami eigandi frá upphafi. Óvenjulegt tækifæri. 4. Matvöruverslun í öflugu sjávarplássi í nágrenni Suðurlands. Eina matvöruverslunin í plássinu. Mikil ársvelta. Góð aðstaða. Rekstur og húsnæði til sölu. Tilvalið fyrir verslunarkeðju að kaupa þessa aðstöðu. 5. Skyndibitastaður, sem selur mest kjúklinga og hamborgara. Ný- legur staður með nýjum tækjum og innréttingum, allt mjög snyrti- legt og fúllkomið. Staðsett í einu þéttbýlasta hverfi borgarinnar innan um stórar íbúðablokkir. Einstök snyrtimennska. Stöðugt ný fyrirtæki á skrá. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SIMAR581 2040 OG 581 4755. REVNIR ÞORGRÍMSSON. rúmmetrar á sekúndu og fer í vor- flóðum í a.m.k. 600 rúmmetra á sek- úndu. - Það rennsli sem ætlað er að komi úr Jöklu yfir í Lagarfljót er miðlað og helst því næsta stöðugt. - Að auki eru nú hugmyndir um að miðla Jökulsá í Fljótsdal með sama lóni og Jöklu, Hálslóni, sem dregur úr hlut þeirrar fyrrgreindu í vorflóðunum. - Aurinn úr „aurugasta jökulfljóti Islands", Jöklu, fer að minnstu leyti í Lagarfljót. Hann mun setjast til í Hálslóni. - Síðsumars er aur mestur í Jöklu en einmitt þá er ráðgert að veita vatni úr Jökulsá í Fljótsdal til virkj- unarinnar og þar með í Lagarfljót, en vatn Jöklu safnist samtímis í Hálslón. Eftirtöldum talnafróðleik má bæta við þessar upplýsingar Snorra: - Meðalrennsli í Lagarfljóti við Lagarfoss er nú um 125 rúmmetrar á sekúndu. En eins og segir í grein Snorra eru sveiflur verulegar og al- gengt sumarrennsli margfait meira. - Að meðaltali munu um 86 rúm- metrar á sekúndu renna úr Jöklu yfir í Lagarfljót ef af virkjun verð- ur, en ekki 120 rúmmetrar á sek- úndu eins og Ólafur telur, en sú tala vísar til rennslis í Jöklu niður við Brá. En hér er þó ekki við Ólaf að sakast: Þessi lægri tala kemur fram í forhönnun Kárahnjúkavirkjunar og hefur ekki verið á allra vitorði. - Við ofangreint rennsli í gegnum virkjunina bætast að jafnaði 30 rúmmetrar á sekúndu frá Jökulsá í Fljótsdal (og nokkrum veitum að auki). Þannig verður hið miðlaða rennsli til Lagarfljóts að jafnaði um 115 rúmmetrar á sekúndu en getur hæst farið í 145 rúmmetra á sek- úndu skv. fyrirliggjandi hönnunar- forsendum. Meginniðurstaðan er því sú að því fer víðs fjarri að umrædd virkjun leiði til margföldunar á meðal- rennsli Lagarfljóts, og því síður al- gengu sumarrennsli þess, eins og lesa mátti út úr grein Ólafs frá 2. sept. s.l. Engu að síður er þetta breytta rennsli, þar með talið stór- aukið vetrarrennsli, einn þeirra um- hverfisþátta sem hafa fengið hvað mesta skoðun við undirbúning Kárahnjúkavirkjunar og verða því gerð ítarleg skil í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Hver fer með skáldskap? Ólafur F. Magnússon svarar grein Snorra Zóphóníassonar í Morgunblaðinu 7. sept. s.l. undir fyrirsögninni „Skáldskapur vatna- mælingamanns." Sú grein talar sínu máli. Eg hvet því allan fróðleiksfús- an almenning til að lesa greinarnar þrjár, þær tvær eftir Ólaf og grein Snorra. Síðan getur hver og einn dæmt um það sjálfur hver fer með skáldskap og hver ekki. Höfundur er orkumálastjóri og framkvæmdastjóri Orkustofnunar. Karatedeild Fylkis Byrjendanámskeiðin eru hafin Stundaskra: Böm byrrjendur: Mán. ogFöstud. kl. 18:15 Fullorðnir byrjendur: Mán., mið. og Föstud. kl. 19:15 Upplýsingar í síma: 896 3010 eða 567 6467 RUV - Lög- þvinguð nýting á einkaeign FORRÁÐAMENN Ríkisútvarpsins hafa nýlega rætt um að nú sé orðið aðkallandi að hækka afnotagjöldin. Eg hef hins vegar hvergi séð minnst á að þeir hyggist hvetja til breytinga á tilhögun við innheimtu gjaldanna og því finnst mér rétt að leggja orð í belg og greina frá nýlegum samskiptum mínum við RÚV vegna afnota- gjaldsins. I 24. grein laga nr. 68/1985 stendur: „Eig- andi viðtækis, sem nýta má til mót- töku á útsendingum Ríkisútvai'psins, skal greiða afnotagjald, útvarps- gjald, af hverju tæki.“ Hér fer ekkert á milli mála og lagaákvæðið skýrt. Ef einhver eignast tæki sem býr yfir getu til að ná útvarps- eða sjónvar- psútsendingum frá Ríkisútvarpinu skal greiða afnotagjald af hverju tæki. Afnotadeild RUV hefur nýlega minnt mig á þetta og tók ekki til greina skriflega yfirlýsingu frá mér um að ég hygðist ekki framar greiða afnotagjöld til RÚV þar sem ég nýtti ekki lengur þjónustu þeirra. Eg lét þess jafnframt getið, að mér fyndist Afnotagjöld s Eg velti því fyrir mér, segir Halldór Halldórsson, hvort íslenskir neytendur láti bjóða sér þessa tilhögun mála öllu lengur. ekki réttlátt að vera þvingaður til að greiða gjald einungis vegna þess að heimilistæki í eigu minni býr yfir möguleikum til að nýta vissa vöru og þjónustu. Það væri líkt og að vera þvingaður til að kaupa reglulega ákveðið magn af bensíni frá ESSO, þrátt fyrir að hafa ákveðið að versla við SHELL, bara vegna þess að ég á bíl. Þeir hjá afnotadeildinni svöruðu: „Ef þú vilt ekki greiða afnotagjaldið er eina leiðin að láta innsigla sjón- varps- og útvarpstæki þín þannig að ekki verði unnt að nýta þau til mót- töku á útsendingum Ríkisútvarps- ins.“ Ég sá að það var tilgangslaust en ég freistaðist samt til að setja fram í svarbréfi rök um að óréttmætt væri að taka gjald íyrir þjónustu sem menn nýttu sér ekki. En lög eru lög og bókstafur þeirra stendur þótt komið hafi fram dæmi við þennan málarekstur um að bókstafurinn standist ekki eins rnikiðgagnvart, öll- um. Frá afnotadeild RUV kallaði ég eftir upplýsingum um hver veitti „innsiglunar" þjónustu en ég lét þess að sjálfsögðu getið að slík aðgerð yrði framkvæmd þannig að ég gæti áfram nýtt tækin til að taka við útsending- um annan'a miðla en RÚV. Ég fékk svar um hæl: „Viljir þú láta innsigla tæki þín get ég sent til þín mann sem mun gera það og kostar það sam- kvæmt reglugerð menntamálaráðuneyt- isins 2.100 krónur. Þá er sett innsigli á raf- magnsinnstungu tækj- anna.“ Þeir hjá RÚV svöruðu sem sagt ekki beint athugasemdum mínum um hvernig „innsiglunin“ ætti að fara fram en þetta með „innsiglið á rafmagns- innstungu tækjanna“ vakti þó vissar efa- semdir. Mér er það mjög á móti skapi en féllst á að greiða 2.100 krónur alls fyrir að láta „innsigla" eitt sjónvarps- tæki og þrjú útvarpstæki í minni eigu og þann 19. september sl. fór ég formlega fram á að slíkt yrði gert en krafðist þess að það yrði gert á þann hátt að það takmai'kaði ekki hæfni tækjanna til að nema útsendingar annarra ljósvakamiðla né hæfni tækjanna til að spila myndbönd, seg- ulbönd og geisladiska. RÚV svarar 20.september: „Ekki er hægt að verða við ósk þinni um að innsigla tæki þín þannig að þau nýtist áfram til að nema útsendingar annarra ljós- vakamiðla. Slík innsiglun er ekki möguleg." Svo mörg voru þau orð! Þeir ætla sem sagt að koma og „inn- sigla“ tækin mín þannig að ég get áfram nýtt þau til að spila myndbönd, geisladiska og segulbönd en ekki þannig að ég nái útvarps- og sjónvar- gssendingum frá öðrum stöðvum. Óðruvísi er ekki hægt að skilja svar- ið. Ég veit að það er oft erfitt að fylgj- ast með örri þróun á tæknisviðinu og því leyfi ég mér að benda þeim hjá RÚV á, að t.d. hjá Stöð 2 hefur ígildi „innsiglunar“ verið í gangi frá upp- hafi; nefnilega „ruglun" útsendingar. Þetta veit ég vel þar sem ég hef kosið að eiga ekki heldur viðskipti við Stöð 2 og borga, réttilega, ekkert afnota- gjald. I ljósi núverandi framboðs ljós- vakamiðla get ég hins vegar sætt mig við að fá að nýta tæki mín einungis til að spila myndbönd, geisladiska og segulbönd og sit ég því og bíð þess að einhver komi og „innsigli" hjá mér tækin í samræmi við bréf afnota- deildar RÚV frá 20. september 2000. En jafnframt velti ég því fyrir mér hvort íslenskir neytendur láti bjóða sér þessa tilhögun mála öllu lengur. Getur verið að ég sé einn um að finn- ast það hart að hafa ekkert val um hvoi-t ég nýti og þ.a.l. greiði fyrir vöru og þjónustu RÚV, fyrirtækis á samkeppnismarkaði, nema með því móti að útiloka alla neyslu á vöru og þjónustu á þessum markaði? Og ég velti því fyrir mér hvort þessi „inn- siglunar" tilhögun RÚV sé ekki í raun eyðilegging á hlutum í einka- eign eða í besta falli eignaupptaka? Og loks er ég orðinn ansi hissa á því að keppinautar RÚV á þessum mark- aði hafa ekki enn látið dómstóla fjalla um hvort lögþvinguð gjaldtaka í sjóði RÚV vegna viðskipta þeirra við óskyldan aðila á samkeppnismarkaði stenst jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar! Höfundur er skrifstofumaður í Hafnarfirði. — -JL. Halldór Halldórsson KOSTABOÐ Allt oð 30% nfclnttur Fagleg rábgjöf Fullkomin tölvuteiknun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.