Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 13 FRÉTTIR Talsmenn þriggja fjarskiptafyrirtækja um álitsgerð Auðlindanefndar Sjá ekki að um skort á tíðni sé að ræða Greiðsla á að koma fyrir aðgang að tíðnisviðinu þar sem þar er um takmarkaða auðlind að ræða að því er fram kemur í álitsgerð Auðlindanefndar sem kynnt var á föstudaginn var. Talsmenn þrigg;ja fjarskiptafyrir- tækja telja að ekki sé um skort á tíðni að ræða. Tony Stone í ÁLITSGERÐ Auðlindanefndar er meðal annars lagt til að gjald verði tekið fyrir aðgang að rafsegulbylgjum, en þær eru sá miðill sem þráðlaus fjarskipti byggjast á. Telur nefndin að rafsegulbylgjur sem nothæfar séu til fjarskipta séu takmörkuð auðlind á sama hátt og aðrar auðlindir sem nefndin fjallaði um og þótt þær hafi ekki verið lýstar eign þjóðarinnar með formlegum hætti hafi ríkið hér sem annars staðar tekið að sér stjóm á tíðnisviðinu í sam- ræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Bent er á að erlendis hafí hingað til verið lítið um að rásir hafi verið boðnar upp eða seldar með öðrum hætti nema í Bandaríkjunum þar sem slíkt hafi tíðkast í áratugi. Á síðustu misserum hafi hins vegar orðið breyting í þess- um efnum með svonefndri þriðju kynslóð far- síma. Hafí aðgangur að tíðnirófmu, í foiTni tímabundinna leyfa til fjarskipta verið seldur, annað hvort eftir uppboð eða að svonefnd sam- anburðai’leið hefði verið farin, en í henni felist að aðrar ástæður en vilji til að greiða hæsta verð ráði hverjir fái úthlutað leyfum. Einnig hafi verið um að ræða einhvers konar blöndu af þessum tveimur aðferðum. „Nefndin telur heppilegasta kostinn við út- hlutun leyfa til fjai’skipta á þriðju kynslóð far- síma vera annað hvort hreina uppboðsleið eða aðrar hlutlægar aðferðir. Með því er best tekið tillit til þess að um fáar rásir er að ræða, í mesta lagi fjórar. Aðalatriðið er að sömu almennu reglur gildi um þessa takmörkuðu auðlind og aðrar auðlindir sem nefndin hefur fjallað um. Mikilvægt er að tryggja samkeppni með dreifðri eignaraðild, en það yrði best gert með samráði við samkeppnisyfírvöld," segir í álits- gerðinni. Er einnig á það bent að núverandi fjarskipta- rásir séu líka takmörkuð auðlind og því sé full ástæða til að athuga hvort ekki sé hægt að end- urúthluta þeim með sama hætti. Reynslan ann- ars staðar frá virðist staðfesta að veruleg verð- mæti séu fólgin í þeirri auðlind sem raf- segulbylgjur til fjarskipta séu. Ekki takmörkuð auðlind Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, sagði að- spurður um álitsgerð Auðlindanefndar að þeir teldu ekki að um takmarkaða auðlind væri að ræða því það væri pláss fyrir 5-7 rekstraraðila hér sem gætu boðið upp á almenna þjónustu um allt land í því tíðnirófi sem laust væri. Á þetta hefðu þeir bent í Morgunblaðinu fyrir 2-3 vikum og yfirmaður Póst- og fjarskiptastofnun- ar hefði staðfest það. „Við þekkjum enga þá atvinnugrein á Islandi sem býður upp á landsdekkandi þjónustu þar sem slíkur fjöldi aðila sækist eftir viðskiptum. Ef við tökum flutningastarfsemi, olíudreifingu og -sölu, blaðaútgáfu, vátrygginga- og banka- starfsemi, þá er það engin grein þar sem eru fleiri en 5-7 aðilar sem bjóða upp á almenna þjónustu um allt land,“ sagði Þóróífur. Hann bætti því við að ef það ætti að vera minni kvöð á þeim sem ekki byðu þjónustu um allt land, til dæmis þeim sem kysu að hafa þráð- laus fjarskipti innanhúss eða á milli starfs- stöðva síns fyrirtækis teldi hann alveg fráleitt að skattleggja það eitthvað sérstaklega með rekstrarleyfí, ekki frekar en innanhúspóstur, fyrirtækjafréttabréf eða einhver önnur boð- miðlun upplýsinga væri skattlögð sérstaklega nú. „Þessi starfsemi á að sjálfsögðu að vera leyf- isháð og það þarf umsýslu og stjórnun á tíðnun- um. Við greiðum nú þegar ákveðið auðlinda- gjald, þ.e.a.s. 0,25% af veltu, sem ég hef enga athugasemd gert við og við gerum upp og stöndum skil á. Þar aftur er komin eðlileg um- sýsla um stjórnun tíðnirófsins," sagði Þórólfur. Hann sagði að ef það væri sérstakur vilji til þess að skattleggja þetta atvinnusvið frekar en önnur þá gætu menn gert það, en það mætti ekki gera það á röngum forsendum. Það mætti ekki segja að það væri vegna þess að um tak- markaða auðlind væri að ræða þar sem það væri ekki rétt. Þarna væri frekar á ferðinni löngun manna að skattleggja á einhvern ákveð- inn hátt. „Nýting fjarskipta hefur kannski einna helst staðið undir þeirri framþróun nýja hagkerfisins sem veitir mikla atvinnu og eykur arðsemi og það er sérstakur og mjög sérkennilegur hugs- unarháttur ef á að skattleggja það sem getur helst orðið okkur til framdráttar í samkeppnis- stöðu íslensku þjóðarinnar,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að Norðui'löndin hefðu verið í fararbroddi í nýtingu fjarskiptatækninnar, einkum hinnar þráðlausu, og þar væri að finna lykilinn að örri framþróun í hugbúnaðariðnaði og aukinni arðsemi atvinnurekstrar á þessu svæði. „Hið nýja þekkingarþjóðfélag byggh' á fjarskiptum,“ sagði Þórólfur ennfremur. Álitsgerðin mjög gagnleg Eyþór Ai-nalds, forstjóri Islandssíma, segir að álitsgerð Auðlindanefndar sé mjög gagnleg því það sé mikið misræmi milli einstakra mála- flokka í þessum efnum. Til dæmis hafi hér áður fyrr verið tekið gjald fyrir námaréttindi, en ekki fyi-ir aðrar auðlindh' og það sé ekki gott ef þetta misræmi haldi áfram. „Það sem snýr að fjarskiptunum sérstaklega er ekki skýrt, þar sem það virðist vera að það eigi að mismuna atvinnugi'einum með þessar tíðnir, þ.e.a.s. ef ekki verða boðnai- út tíðnirnar sem snúa að sjónvarpsrétti, því allt eru þetta rafsegulbylgjur, bara á mismunandi tíðnum,“ sagði Eyþór. Hann sagði að eldri farsímarásir væru á megariðatíðnum en þessar nýju farskiptai'ásir væru á gígariðatíðnum. Sjónvarpsrásirnar væru síðan einnig á mismunandi tíðnum eftir hvort um væri að ræða VHF eða UHF rásir og ef grunnforsendUmar í þessu væru takmarkað- ar náttúruauðlindir ætti eitt yfir alla að ganga í þessum efnum. „Ef forsendurnar eru þær að leggja sérstakan skatt á sérstakar atvinnu- greinar þá verður farin sú leið að mismuna greinum með sambærilegar tíðnir,“ sagði Ey- þór. Hann sagði að nefndin skildi þetta eftir til- tölulega opið fyrii' stjórnvöld. Talað væri um að hægt væri að endurúthluta sjónvarpstíðnum, en ekki mælt sérstaklega með því, heldur talað frekar loðið í kringum það í álitsgerðinni. Ef hins vegar farið yrði í það að breyta stjórnar- ski'ánni með því ákvæði sem talað væri um í álitsgerðinni ætti að vera hægt að taka upp málið í heild. Eyþór sagði að grundvallarhugsunin væri sú að þetta gengi jafnt yfir alla og hann vonaði að ekki yrði um hálfkák að ræða þannig að sumai' atvinnugi'einar þyrftu að greiða eftir uppboð, en aðrar sætu gjaldlausar eftir, því þá væru betur heima setið en af stað farið. Hann sagði að grunnhugsunin í álitsgerðinni væri mjög góð, en spuming væri um fram- kvæmdina. Ef sama gengi yfir alla væri Íslandssími tilbúinn til þess að greiða gjald. Hns vegai' þyrfti að passa að útboð færi ekki úr böndunum og það yrði bara á þessu sviði og ekki annars staðar. Það væri dálítið stór munur á því að taka ekkert gjald og að taka okurgjald af einni atvinnugrein, ef það yrði niðurstaðan. í því væri lítill jöfnuður fólginn. Hann bætti því við að ef gjald af farsímarás- unum yrði mjög hátt yrði niðurstaðan sú að þráðlaust net yrði munaðarvai'a og það væri eitthvað sem menn yrðu að hafa í huga í þess- um efnum. Ekki fyrirsjáanlegnr skortur á tíðni Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Lands- símans, sagðist aðspurður hafa skilning á því sem fram kæmi í álitsgerð Auðlindanefndar um mikilvægi þess að viðhafa hlutlægar aðferðir við úthlutun þess sem með einhverjum hætti væru takmörkuð gæði frá náttúrunnar hendi. Það sé alveg rétt að það gildi um fjarskiptarásir þar sem þéttbýli sé mikið, en ef horft sé til þess sem Landssíminn sé að gera sé hann í fyrsta lagi með rásir fyrir farsímakerfi sitt og fyrir það sé greitt töluvert fé á ári hverju. Í annan stað sé hluti af þjónustu við landsbyggðina um örbylgjusendingar þar sem ekki sé nein þröng frá náttúrunnar hendi og engar slíkur forsend- ur fyrir hendi að það þurfi að takmarka aðgang. Við slíkar aðstæður fyndist honum fráleitt að ræða einhverja gjaldtöku sem hefði fyrst og fremst það efni og innihald að takmarka að- gang að náttúrulegum gæðum. Þórarinn sagði að hvað varðaði gsm-kerfið þá væri nú þegar búið að úthluta hér svo mörg- um leyfum fyrir rekstri gsm-kerfa að hann teldi fjarlægt að það yrði mikill skortur hér á landi, því fjöldi rekstraraðila á íbúa virtist ekki ætla að verða hærri í nokkru öðru landi en hér. Þess vegna sæi hann ekki að um einhvern sérstakan skort væri að ræða í þessum efnum hvað það snerti. Hvað varðaði þriðju kynslóð fai;síma sagði Þórarinn að það sama væri uppi. „Eg sé ekki í hendi mér að það verði sú þröng hér að veita þriðju kynslóðar þjónustu hér á Islandi að það sé einhver fyrirsjáanlegur skortur á tíðni þai'. UMTS kerfið er dýrt í uppbyggingu og ég hef enga trú á því að það geti komið til þess að hér verði byggð upp meira en þrjú slík kerfi og raunai' býsna fjarlægt að það verði með þeim hætti,“ sagði Þórarinn. Hann sagðist því ekki sjá þessa þörf á að tak- marka aðganginn til þess að veita þjónustu hér á landi. Það væri hins vegar líklegt að erlend fyrirtæki myndu leita eftir leyfi til þess að starfrækja þjónustu á þessu sviði til þess að veita þjónustu annars staðar með því að tengj- ast inn á farsímakerfi annarra landa. „Miðað við verðin fyrir leyfi í stærri þjóðlöndum þá er ugglaust með hvaða aðferð sem viðhöfð er hægt að fá mjög ódýrt leyfi hér á landi í samanburði við það sem gerist annars staðar og ég held að íslensk stjómvöld þurfi að huga dálítið ræki- lega að því hvort ekki sé þörf á því að tryggja að sú aðferð sem verði valin verði til þess fallin að tryggja raunverulega uppbyggingu þjónust- unnar hér á landi, en ekki að Island verði ein- göngu stökkpallur tU þess að veita þjónustu á öðrum mörkuðum," sagði Þórarinn. Hann bætti því við að ef mjög há gjöld yrðu innheimt fyrir leyfi til að veita þessa mikUvægu þjónustu hér á landi óttaðist hann að það myndi hægja á uppbyggingunni og koma niður á henni, því auðvitað yrði kostnaðurinn hvergi sóttur annað en til notenda þjónustunnar. „Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að það komi greiðslur fyrir, en stjómvöld hljóta að þurfa að horfa til þess hvaða markmið þau hafa um uppbyggingu þjónustunnar hér á landi og tengsl við innlendan þekkingariðnað," sagði Þórarinn. Hann sagði að mörg fyrirtæki væru að vinna að lausnum fyrir gsm-kerfm sem gætu orðið mjög áhugaverð útflutningsvara og tekjuleið fyrir okkur Islendinga í framtíðinni. „Eg held að það mikilvægasta í þessu efni sé fyrir stjórnvöld að stuðla að uppbyggingu þessa þekkingariðnaðar,“ sagði Þórarinn einn- ig- Nóg pláss fyrir alla Islendinga Láras Jónsson, framkvæmdastjóri tækni og þjónustu hjá Frjálsum fjarskiptum, sagði að það væri misskilningur að þarna væri um takmarkaða auðlind að ræða. Þarna væri um nákvæmlega sama svið og bylgjulengdir að ræða yfir Islandi og væra yfir Þýskalandi og þar byggju 80 milljóir manns. Það væri nóg pláss fyrir alla Islendinga á þessu sviði. Þetta væri eingöngu spurning um hvernig þessu yrði deilt upp. Láras sagði að það mætti ekki ragla síman- um saman við sjónvarp eða útvarp. A venjuleg- um útvarps- eða sjónvarpsrásum væri útvarp- að á öllu sviðinu, enda væru allir með loftnet og gætu náð útsendingunum. Hitt væri allt öðra vísi og hægt að stýra miðað við neytandann. Strangt til tekið væri því alls ekki um tak- mai'kaða auðlind að ræða. Láras bætti því við að ef ríkið vildi gera þetta að skattlagningarstofni til að afla fjár til þjóðfé- lagsins þá væri það út af fyrir sig, en það væri ekki verið að leggja skattinn á fyrirtækin og rekstraraðilana heldur á neytenduma. „Þegar við eram að taka háar upphæðir fyrir leyfi af þessu tagi þá hækkai' bara verðið á þjónust- unni,“ sagði Láras. Hann sagði að í þriðju kynslóð farsíma væri ekki lengur um síma að ræða í raun og vera heldur væri um að ræða breiðbandstengingu á hvern einasta einstakling. Símtöl verði einung- is lítill hluti þess efnis sem um sé að ræða og sjá þurfí til þess að þjónustan verði ekki á hærra verði en svo að allir geti notað tæknina. í fram- haldinu skapist stórkostlegt tækifæri fyrir ís- lendinga til þess að sækja inn á þennan þjón- ustumarkað sem kerfið komi til með að skapa í þeim löndum sem það verði notað. Þar sé um að ræða hugbúnaðarfyrirtækin og aðra sem séu að hanna þjónustu í tengslum við þessa þriðju kynslóð farsíma. Á því hagnist þjóðfélagið, því útflutningur byggist á því að menn sé með góð- an heimamarkað. „Þetta er stóra málið fyrir Islendinga. Það þarf að koma þessu þannig upp að þetta verði almenningseign, íslendingai' noti þetta og noti þetta mikið og það verði góður jarðvegur hér fyrir þau fyrirtæki sem vilja reyna að hasla sér völl á þessum miðli út um allan heim,“ sagði Láras einnig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.