Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ r * 'i HÁSKÓLABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ Hagatorgi www.haskolabio.is sími 530 1919 Tvihöfði Alfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 VINSÆLASTA GAMANMYNDIN A ISLANDI I SHUE KEVIN BACON Þorhallur Sverrisson (Totij Jón Gnarr - Hatdis Hultí ★★★★ ★★★★ ? ★ ★★l/2 ÓFE Hausverk.is ÞU GERA EF SÉÐ ÞIG? BKHDIGrtAL Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.15. B. i. 16 ára. Vit nr. 129. Sýnd kl. 4, 6, 8 Og 10. Vít nr. 121. ATHI Frikortgilda ekki. COYOT'E Kaupið miða í gegnum VITið. Nánari Sýnd kl. 4. fsl. tal. Vit nr.113. , upplýsingar á vit.is vrt Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.10. Vitnr. 125. Sýnd kl. 5.4S og 8.15. B.i. 16 Vit nr. 132. Being John Malkovich fer beint a topp myndbandalistans * * I heilabúi kvikmyndastjörnu BEING John Malkovieh fer beínt á toppinn á myndbandalistanum þessa vikuna. Það kemur alltaf skemmtilega á óvart þegar svo vönduð og vel heppnuð mynd fellur í kram fjöldans - en þó ekki. Mynd- in sem er hálfsúrrealísk og létt- geggjuð stúdía á því hvernig upp- lifun það kann að vera að taka sér bólfestu í heila frægs kvikmynda- leikara og verða vitni að lífl hans - tilfinningum, hegðun, geðsveiflum og almennt öllu því sem hann hend- ir. Brúðugerðarmaðurinn Craig (John Cusack) fær þetta einstaka tækifæri þegar hann uppgötvar dyr á heimili sínu sem ganga að heilabúi leikarans Johns Malkovich sem leikur sjálfan sig nær óaðflnnanlega - aldeilis stórafrek það. Malkovich gerir nett grín að sjálfum sér og starfstétt sinni - málar hana yndis- lega hégómlegum litum þannig að honum verður eflaust aldrei fyrir- gefíð af starfsbræðrum sínum. Þetta er fyrsta mynd Spike Jonze nokkurs - sem lengi hefur skarað . i framúr sem höfundur tónlistar- myndbanda. Myndin hefur hvar- vetna hlotið fádæma lof og ein meg- inskýringin á vinsældum hennar nú AP Islenskir myndbandaunnendur eru æstir í að fá að skoða inn í heilabúið á þessum manni. þegar hún er gefin út á myndbandi hlýtur að teljast sú að margir þeirra sem sáu hana í bíó séu þræl- spenntir að uppiifa hana aftur og aftur. Jackie Chan á sér fjölda dyggra unnenda hér á landi. Þegar mynd með honum er frumsýnd á mynd- bandi má nokkurn veginn bóka það að hún verði vinsæl. Gorgeous var gerð í Hong Kong í fyrra og sýnd við miklar vinsældir í Asíu. Hún er hinsvegar frumsýnd víðast hvar á Vesturlöndum á myndbandi. Þrátt fyrir að bardagasenurnar ómiss- andi séu til staðar þá er Gorgeous um margt ólíkt öðrum Jackie Chan- myndum að því leytinu til að róm- antíkin ræður aðallega ferðinni. Aðrar nýjar myndir á mynd- bandalistanum eru Brokedown Palace með Claire Danes og Kate Beckinsale en það er mynd um tvær stúlkur sem lenda í hremmingum í Taílandi þegar þær eru gripnar í toliinum með eiturlyf sem óprúttinn ungur drengur hafði laumað á þær. Splendour er ein af þessum róman- tísku gamanmyndum með Kathleen Robertson úr Beverly Hills 90210, Jonathon Schaech úr That Thing You Do og engum öðrum en Matt Keeslar, sem leikur Kanann þolin- móða í Islenska draumnum sem nú er sýnd við miklar vinsældir í bíó- húsum landsins. VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN A ISLANDIm®,.?* Nr. var vikur Mynd Otgefandi Tegund 1. NY 1 Being John Malkovich Háskólabíó Gaman 2. 1. 4 The Hurricane Sam myndbönd Drama 3. 2. 3 Girl, Interrupted Skífan Droma 4. 4. 2 Screnm 3 Skífan Spenna 5. 5. 4 The Tulented Mr. Ripley Skífan Spenna 6. 3. 3 Sleepy Hollow Sam myndbönd Spenna 7. NÝ 1 Gorgeous Skífan Gaman 8. 7. 5 Three Kings Sam myndbönd Spenna 9. 6. 3 Eye of the Beholder Myndform Spenna 10. 8. 7 American Beouty Sam myndbönd Drama 11. 14. 2 Simpotico Bergvík Drama 12. NY 1 Brokedown Paloce Skífan Drama 13. 9. 5 The Beach Skífan Spenna 14. 12. 5 1 Kina spiser de hunde Myndform Spenna 15. 10. 6 Man on the Moon Sam myndbönd Drama 16. NÝ 1 Dudley Do-Right Sam myndbönd Gaman 17. NÝ 1 Splendor Sam myndbönd Gaman 18. 11. 6 Joan of Arc Skífan Spenna 19. 15. 2 Bleeder Myndform Spenna 20. 17. 11 The Green Mile Háskólabíó Drama The Mystery Play eftir Grant Morrison. Máluð af Jon J. Muth. Gefið út af Vertigo/DC Comics ár- ið 1994. Bókin fæst í myndasögu- verslun Nexus VI. SÖGUSVIÐ myndasögunar The Mystery Play er lítill smábær í Bretlandi. Borgarstjórinn hefur ákveðið að gleðja bæjarbúa með því að endurvekja miðaldaleik- húshefðina, þegar biblíusögurnar voru leiknar undir berum himni. Það er álit margra að uppákom- urnar séu tilraun borgarstjóra til þess að reyna að hreinsa mann- orð sitt fyrir komandi kosningar en hann var orðaður við kynferð- islegt hneykslismál. Hér grípa örlögin inn í og túlk- un leikhópsins á sköpunarsögunni verður skyndilega önnur en sú sem er kennd í sunnudagaskólan- um. Það verður morð í Eden. Leikarinn sem fer með hlutverk Guðs er myrtur. Inn á sjónarsviðið stígur frakkaklæddur leynilögreglumað- ur sem er ekki allur þar sem hann er séður. Sögustíll Grant Morrisons er beittur sem skurðarhnífur og not- ar höfundurinn hvert tækifæri til þess að kasta í átt til lesandans beittum skoðunum sínum eða um- hugsunarefnum. Hann segir sög- una út frá persónu sem þjáist af ofskynjunum sem sprottnar eru upp frá sektarkennd og það ligg- ur í loftinu að uppgjör er óumflýj- anlegt. Það er líklegast óhætt að full- yrða að Morrison hefði lent á bál- inu ef hann hefði gefið út þessa sögu á tímum spænska rannsókn- arréttarins, þrátt fyrir að hér séu einungis á ferðinni myndskreytt bergmál af kenningum Nietzsche. Tímarnir breytast og guðirnir með. Það er ekki einungis söguflétta Morrisons sem gerir þessa bók að perlu því myndir málarans Jon J Muth tala sínu eigin tungumáli. Stíll hans er það nákvæmur og listfenginn að það er ósanngjarnt að þessi bók skuli vera skilgreind í sama flokk bókmennta og allar ofurhetjusögurnar eða þá Andrés Önd. Muth notast mikið við gráan undirtón sem á einstaklega vel við þann óhugnað og þá skugga- hlið mannsins sem sagan einblínir á. Það er ekki óhugsanlegt að þeir félagar Grant og Jon hafi stuðst við heim kvikmyndanna við gerð myndasögunnar því aðalsöguhetj- an virðist hafa fengið nokkur svipbrigði að láni hjá breska leik- aranum Anthony Hopkins. Það er skemmtilegt yfir- bragð sem gefur hugmyndaflugi lesandans byr undir báða vængi og gerir því sög- una mun áþreifan- legri. Bókin er ekki löng og er ef til vill full fljótlesin. Söguþráðurinn er samt eins og vel smíðað lag, þar sem njótandinn er alltaf að uppgötva nýja hluti við hverja upplifun. Undir niðri er einhver undarleg melódía sem neitar að koma upp á yfirborðið nema lesandinn leggi það erfiði á sig að grafa hana upp. Lesandi þessarar bókar verður verðlaunaður líkt og sjó- ræningi við fjársjóðsuppgröft. Birgir Örn Steinarsson MYNDASAGA VIKUNNAR Bergmál Nietzche n m i n i n 1111111 r» 11 n n ».i m i »n i mni i im
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.