Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hlutabréfafj árfestingar einstaklinga Sjóðir og skráð félög heppilegnst Morgunblaðið/Golli TALSMENN verðbréfafyrirtækja, sem Morgunblaðið hafði samband við, segja að það fari eftir viðkom- andi einstaklingi hvernig ráðgjöf hann eða hún fær varðandi kaup á hlutabréfum á hinum svokallaða gráa markaði. Heppilegast sé hins vegar fyrir þá sem séu ekki þeim mun betur settir fjárhagslega að taka fyrstu skrefin á hlutabréfa- markaði með því að fjárfesta í verðbréfasjóðum eða skráðum fé- lögum. Morgunblaðið leitaði til nokk- urra talsmanna verðbréfafyrir- tækja í framhaldi af frétt í blaðinu síðastliðinn laugardag þess efnis að yfirmaður hjá norska fjármála- eftirlitinu sagði að grái markaður- inn væri ekki fyrir venjulegt fólk. Fjármálaeftirlitið þar í landi hefur til meðferðar umfangsmikil mál þar sem nokkrir verðbréfamiðlar- ar eru sakaðir um að hafa haft fé af sparifjáreigendum með því að ráðleggja þeim að fjárfesta á yfir- verði í hlutabréfum á gráa mark: aðnum, þ.e. í óskráðum hlutabréf- um. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings hf., segir að taka þurfi tillit til fjölmargra atriða þegar verið sé að veita ráðgjöf varðandi fjárfestingar á hlutabréfamarkaði. Þar komi til aldur viðkomandi, aðrar eignir, áhættufælni og ýmis- legt fleira. Því sé ekki hægt að al- hæfa um þessi mál. „Okkar grund- vallar ráðlegging fyrir ein- staklinga er að taka sín fyrstu skref á hlutabréfamarkaði með því að fjárfesta í verðbréfasjóðum. Það er mjög góður kostur fyrir flesta einstaklinga. Næst á eftir verðbréfasjóðum koma skráð hlutabréf sem eru með mesta veltu. Það er þá bæði veltunnar vegna og einnig vegna þess að upplýsingagjöfin er mun meiri frá þeim félögum." Sigurður segir að Kaupþing hafi séð um lokuð útboð með félög á gráa markaðnum þar sem einstakl- ingar hafi tekið þátt og boðið í. Að hans sögn eru margir einstakling- ar vel að sér í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði og það væri ekki rétt í öllum tilvikum að ráð- leggja þeim gegn fjárfestingum á gráa markaðnum. „Þetta ræðst því alfarið af viðkomandi einstaklingi en fjárfesting í verðbréfasjóðum er grundvallar ráðleggingin." Sigurður segir að Kaupþing hafi ekki séð um mikil viðskipti á eftir- markaði á gráa markaðnum nema með bréf í deCODE, viðskipti með þau hafi verið töluverð. Hann segir að Kaupþing hafi hins vegar ekki verið með beinar ráðleggingar um kaup í óskráðum félögum. Grái markadurinn fyrir efna- meiri fjárfesta Þorsteinn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðarbankans Verðbréfa hf., segir að grái mark- aðurinn sé mikilvægur fyrir fyrir- tæki til að afla sér fjár til þróunar og uppbyggingar. Nauðsynlegt sé fyrir atvinnulífið að fjárfestar séu reiðubúnir til að fjárfesta í slíkum fyrirtækjum. Uppbygging fyrir- tækja sé oft áhættusamur þáttur og því sé þessi hluti fjármálamark- aðarins ekki fyrir alla. „Þar sem grái markaðurinn er áhættusamari en aðrar fjárfestingar á fólk ekki að hafa nema lítinn hluta af sínum sparnaði bundinn í félögum á hon- um. Þessi markaður er því meira fyrir efnameiri fjárfesta eða ein- staklinga sem hafa fjárhagslega burði til að taka meiri áhættu en gengur og gerist." Þorsteinn segir að Búnaðar- bankinn Verðbréf beini fólki, sem er með minni sparnað, inn í sjóði. Þar sé áhættudreifing og því verði áföllin minni ef eitthvað bjáti á. Hins vegar komi fyrir að fólk vilji fjárfesta í óskráðum félögum. „Þá höfum við yfirleitt farið þá leið að láta fólk undirrita yfirlýsingu um að það geri sér grein fyrir því að um sé að ræða áhættusama fjár- festingu og hætta sé á því að það tapi henni að einhverju eða öllu leyti." Að sögn Þorsteins hefur Búnað- arbankinn Verðbréf gert nokkuð að því að hafa milligöngu um fjár- festingar á gráa markaðnum. Ákvörðun um kaup verdur að vera meðvituð Að sögn Hermanns Jónassonar, forstöðumanns verðbréfasviðs Landsbréfa hf., segir að greint sé á milli fagfjárfesta, annars vegar, og almennra fjárfesta, hins vegar. Ráðgjöf Landsbréfa til almennra Verðbréfafyrirtæki mæla með því að einstaklingar sem eru að taka fyrstu skrefin á hlutabréfamarkaði fjárfesti í sjóðum eða í skráðum félögum. fjárfesta sé að kaupa fyrst og fremst í verðbréfasjóðunum, til að dreifa áhættunni. Einstaklingum sé bent á að hlutabréfakaup í ein- stökum félögum sé áhættusöm fjárfesting og að kaup í óskráðum félögum sé mjög áhættusöm. Ástæða þess sé sú að upplýsingar séu af skornum skammti og seljan- leikinn sé ekki sá sami og í skráð- um félögum. „Ég get því vel tekið undir það sem haft hefur verið eft- ir yfirmanni hjá norska fjármála- eftirlitinu að grái markaðurinn sé áhættumeiri," segir Hermann. „Það er hins vegar fjárfestinn sem tekur hina endanlegu ákvörðun og hún verður að vera meðvituð. Við gerum einstaklingum því mjög vel grein fyrir því hvað þeir eru að fara út í ef þeir sækjast eftir því að fjárfesta í óskráðum félögum." Hermann segir að Landsbréf hafi annast viðskipti með hlutabréf á gráa markaðnum í nokkru mæli. Gott fyrirtatki og hagstætt verð eru grundvallaratriði Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri VÍB hf., segir að varðandi hlutabréfakaup sé grund- vallar atriði að kanna um hve góð félög sé að ræða. í annan stað sé spurning um hvort hægt sé að kaupa hlutabréf á góðu verði. Það eigi hins vegar of oft við um fjár- festingar fólks á gráa markaðnum að það kanni hvorugt þessara at- riða. Algengt sé að ef upp komi nýtt nafn á markaðnum þá sé talið sjálfgefið að það muni vera spenn- andi. „Eg tek ekki afstöðu til þess hvort fólk ætti að fjárfesta í hluta- bréfasjóðum eða einstökum félög- um. Það finnst mér að eigi að fara eftir áhuga eða viðhorfum hvers og eins. Ekki er hins vegar nóg að finna frábært fyrirtæki, verðið verður jafnframt að vera hagstætt. Þá er heldur ekki nóg að finna sæmilegt fyrirtæki þó verðið sé gott." Sigurður segir að VÍB mæli ekki sérstaklega með kaupum á hluta- bréfum á gráa markaðnum og sé ekki með sérstaka ráðgjöf í þeim efnum. Ekki sé vafi á því að heppi- legra sé fyrir fólk að fjárfesta í sjóðum eða skráðum félögum. „Það er staðreynd að það eru fyrst og fremst góð fyrirtæki sem skapa fólki hagnað og þau fyrirtæki birt- ast sjaldan í hópi óskráðra félaga." Sigurður segir að VÍB hafi haft milligöngu um töluverð viðskipti með hlutabréf í óskráðum félögum í gegnum árin. Íslandsbanki-FBA um skýrslu auðlindanefndar Mikilli óvissu eytt I MORGUNKORNI FBA frá því í gær segir að ef Alþingi fari að til- lögum auðlindanefndar, sem kynnt- ar voru síðastliðinn föstudag, sé ljóst að mikilli óvissu verði eytt í sambandi við nýtingu fiskistofna. Þar af leiðandi ættu að skapast for- sendur fyrir frekari hagræðingu í sjávarútvegi, bæði þar sem leikr- eglur um úthlutun aflaheimilda yrðu tryggari og vegna aukinna heimilda til framsals þeirra. Á móti komi að gjaldtaka, hvort sem notuð yrði fyrningar- eða veiðigjaldsleið, muni draga úr hagnaði fyrirtækj- anna og þar með verðmæti. Að end- ingu segir í Morgunkorni FBA að erfitt sé að meta hvor áhrifin séu sterkari en það velti meðal annars á því hve mikil gjaldtakan yrði og hve langt gengið yrði í rýmkun reglna um framsal aflaheimilda. Sameining- arviðræðum Stiklu og Irjuslitið VIÐRÆÐUM um sameiningu Stiklu ehf. og Irju ehf. hefur verið slitið, en þessi fyrirtæki hafa bæði unnið að uppsetningu á tetra-fjarskiptakerfi undanfarin misseri. Stikla ehf. er í eigu Landssímans, Landsvirkjunar og TölvuMynda hf., en Irja er dóttur- fyrirtæki Línu.Nets. Irja samdi m.a. á síðasta ári við Ríkiskaup um upp- setningu á tetra-farsímakerfi fyrir lögreglu og slökkvilið. Formlegar viðræður höfðu staðið yfir í rúmar sex vikur, en Guðmund- ur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Stiklu ehf., segir að stjórnendur Stiklu hafi ákveðið að sh'ta viðræðun- um, þar sém upplýsingar sem bárust frá Irju hafi ekki staðist.. „Við gerðum þeim ákveðið tilboð, sem var byggt á upplýsingum sem Irja gaf okkur um stöðu mála. Eftir því sem á viðræðurnar leið kom bet- ur og betur í Ijós að þessar upplýs- ingar stóðust ekki, og þær skuldbind- ingar sem við hefðum þurft að taka á okkur voru einfaldlega of miklar." Þótt viðræðum hafi verið slitið, segist Guðmundur vera sannfærður um að æskilegast væri að hafa eitt tetra-kerfi í rekstri hér á landi, og líklega væru eigendur Irju á sama máli. ? ? ? Landsbank- inn semur um 11 millj- arða lán LANDSBANKI íslands hf lauk í síð- ustu viku erlendri lántöku að fjárhæð um 130 milljónir dollara sem svarar til 11 milljarða króna. Upphaflega var gert ráð fyrir að gefa út skulda- bréf að fjárhæð 100 milljónir banda- ríkjadollara, en vegna góðra undir- tekta frá lánveitendum, var ákveðið að hækka lánsfjárhæðina í 130 millj- ónir bandaríkjadollara. Erlendu lán- veitendurnir reyndust hins vegar reiðubúnir að lána 183,5 miHjónir bandaríkjadollara, samkvæmt frétta- tilkynningu frá Landsbankanum. Um var að ræða fimm ára lán og voru kjör þess hhðstæð þeim sem aðrir ís- lenskir bankar hafa notið undanfarið á erlendum lánamörkuðum. Um tutt- ugu bankar og fjármálastofnanir í tíu þjóðlöndum tóku þátt í útboðinu sem var í umsjón Bankgesellschaft Berlin AG í London. Megintilgangur lántök- unnar er til endurfjármögnunar á er- lendu láni sem er á gjalddaga um þessar mundir. ^9a 9f and Cruiser bíla var að renna í hlað Nártari upplýsingar fást á www.toyota.is Við hjá Toyota - betri notuðum bílum höfum fengið fjöldann allan af góðum og traustum Toyota Land Cruiser á sölu á Nýbýlaveginum. Bílarnir, sem allir eru mjög nýlegir og koma frá Bilaleigu Flugleiða, hafa fengið gott og reglulegt eftirlit og eru allir í ábyrgð. ^ <&) TOYOTA Betri notaðir bflar Sími 570 5070 ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦[[I^BBBi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.