Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 31 ERLENT Kwasn- iewski tapar fylgi STUÐNINGUR við Aleksand- er Kwasniewski, forseta Póll- ands, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fram fara í landinu á sunnudaginn, hefur fallið úr yfir 60% niður í um 50%, eftir að sýnd var í pólska sjónvarpinu mynd- bandsupptaka, þar sem hann og aðstoðarmaður sjást skop- stæla Jóhannes Pál II páfa. Samkvæmt niðurstöðum könn- unar sem birtar voru í gær segjast nú um 50% kjósenda ætla að greiða forsetanum at- kvæði sitt, sem þýðir að svo kann að fara að hann nái ekki hreinum meirihluta í fyrstu umferð kosninganna og því þurfi að halda aðra umferð hinn 22. október. Upptakan var sýnd fyrst hinn 24. september, í kosningaauglýsingu eins mót- frambjóðanda forsetans, Mari- an Krzaklewskis, sem fer fram fyrir stjórnmálaflokk þann, sem spratt upp úr verkalýðs- hreyfingunni Samstöðu og er andkommúnískur. Kwasn- iewski er fyrrverandi kommún- isti. Krzaklewski hefur mælzt með innan við 12% fylgi í síð- ustu könnunum. Tilræði á Sri Lanka MÚSLÍMSKUR stjórnmála- maður og 22 aðrir létu lífið í sjálfsmorðssprengitilræði á kosningafundi í bænum Muttur á Sri Lanka i gær, að því er lög- regla greindi frá. Er tilræðis- maðurinn talinn hafa tilheyrt skæruliðahreyfingu tamíla, sem berjast fyrir eigin ríki á eyjunni. Fjörutíu manns slös- uðust í tilræðinu, til viðbótar við þá sem létust. Stjórnmála- maðurinn sem lézt, Baithullah, er annar frambjóðandinn í þingkosningunum sem fram fara á Sri Lanka hinn 10. þessa mánaðar, sem ráðinn hefur ver- ið af dögum frá því þingið var leyst upp hinn 18. ágúst sl. Borgararétt- indi lögtekin Mannréttindasáttmáli Evrópu er nú loks genginn í gildi sem lög í öllu Bretlandi, en með því hefur róttæk breyting verið gerð á brezkri borgararéttinda- löggjöf. Hún gerir brezkum borgurum kleift að leita til brezkra dómstóla, telji þeir yf- irvöld hafa brotið á sér mann- réttindi. Sáttmálinn hafði áður verið lögtekinn af skozka þing- inu. Brezkir íhaldsmenn hafa harkalega gagnrýnt lögtöku mannréttindasáttmálans; hún muni „stífla dómstólana" með alls kyns lítils verðum málaferl- um, eins og Ann Widdecombe, skuggaráðherra dómsmála tók til orða. Keith veldur flóð- um í Mið-Ameríku Chetumal. AP. FELLIBYLURINN Keith olli miklu úrfelli í Belize og á Karíba- hafsströnd Suður-Mexíkós í gær en lægðarmiðjan hafði þá enn ekki farið inn yfir landið. Hafa margir flúið heimili sín, jafnt vegna flóða og af ótta við óveðrið. Hér ganga íbúar bæjarins Sacrosanto í Nfkaragva yfir pana- incri'ska þjtíðveginn, sem fldðvatn af völduni fellibylsins setti á kaf. Tveir menn að minnsta kosti hafa drukknað af völduni bylsins og á Júkatanskaga í Mexíkó og í N-Belize flýðu margir burt af ótta við, að bylurinn legðist yfir landið af fullum þunga. Lék veðrið mjög iila byggðir á nokkrum eyjum undan Belize-strönd og í höfud- borg landsins, Belize-borg, var 30 sm djúpt vatn á flestum götum og rafmagnslaust. Áður hafði Keith neytt um 4.000 manns til að flýja heimili sín f Chetumal, mcxíkóskri borg við landamærin að Belize, en sagt er, að sjávarborð í Chetumal-flóa hafi lækkað mjög vegna stormsins. Getur það verið mjög hættuiegt vegna þess, að á eftir getur fylgt flóðbylgja og niikil flóð á lág- lendi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.