Morgunblaðið - 03.10.2000, Side 31

Morgunblaðið - 03.10.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 31 Kwasn- iewski tapar fylgi STUÐNINGUR við Aleksand- er Kwasniewski, forseta Póll- ands, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fram fara í landinu á sunnudaginn, hefur fallið úr yfir 60% niður í um 50%, eftir að sýnd var í pólska sjónvarpinu mynd- bandsupptaka, þar sem hann og aðstoðarmaður sjást skop- stæla Jóhannes Pál II páfa. Samkvæmt niðurstöðum könn- unar sem birtar voru í gær segjast nú um 50% kjósenda ætla að greiða forsetanum at- kvæði sitt, sem þýðir að svo kann að fara að hann nái ekki hreinum meirihluta í fyrstu umferð kosninganna og því þurfi að halda aðra umferð hinn 22. október. Upptakan var sýnd fyrst hinn 24. september, í kosningaauglýsingu eins mót- frambjóðanda forsetans, Mari- an Krzaklewskis, sem fer fram fyrir stjórnmálaflokk þann, sem spratt upp úr verkalýðs- hreyfingunni Samstöðu og er andkommúnískur. Kwasn- iewski er fyrrverandi kommún- isti. Krzaklewski hefur mælzt með innan við 12% fylgi í síð- ustu könnunum. Tilræði á Sri Lanka MÚSLÍMSKUR stjórnmála- maður og 22 aðrir létu lífið í sjálfsmorðssprengitilræði á kosningafundi í bænum Muttur á Sri Lanka í gær, að því er lög- regla greindi frá. Er tilræðis- maðurinn talinn hafa tilheyrt skæruliðahreyfingu tamíla, sem berjast fyrir eigin ríki á eyjunni. Fjörutíu manns slös- uðust í tilræðinu, til viðbótar við þá sem létust. Stjórnmála- maðurinn sem lézt, Baithullah, er annar frambjóðandinn í þingkosningunum sem fram fara á Sri Lanka hinn 10. þessa mánaðar, sem ráðinn hefur ver- ið af dögum frá því þingið var leyst upp hinn 18. ágúst sl. Borgararétt- indi lögtekin Mannréttindasáttmáli Evrópu er nú loks genginn í gildi sem lög í öllu Bretlandi, en með þvi hefur róttæk breyting verið gerð á brezkri borgararéttinda- löggjöf. Hún gerir brezkum borgurum kleift að leita til brezkra dómstóla, telji þeir yf- irvöld hafa brotið á sér mann- réttindi. Sáttmálinn hafði áður verið lögtekinn af skozka þing- inu. Brezkir íhaldsmenn hafa harkalega gagnrýnt lögtöku mannréttindasáttmálans; hún muni „stífla dómstólana" með alls kyns lítils verðum málaferl- um, eins og Ann Widdecombe, skuggaráðherra dómsmála tók til orða. Keith veldur flóð- um í Mið-Ameríku Chetumal. AP. FELLIBYLURINN Keith olli miklu úrfelli í Beiize og á Kariba- hafsströnd Suður-Mexíkús í gær en lægðarmiðjan hafði þá enn ekki farið inn yfir landið. Hafa margir flúið heimili srn, jafnt vegna flóða og af ótta við óveðrið. Hér ganga íbúar bæjarins Sacrosanto í Níkaragva yfir pana- meriska þjóðveginn, sem flóðvatn af völdum fellibylsins setti á kaf. Tveir menn að minnsta kosti hafa drukknað af völdum bylsins og á Júkatanskaga í Mexíkó og í N-Belize flýðu margir burt af ótta við, að bylurinn Iegðist yfir landið af fullum þunga. Lék veðrið mjög illa byggðir á nokkrum eyjum undan Belize-strönd og í höfuð- borg landsins, Belize-borg, var 30 sm djúpt vatn á flestum götum og rafmagnslaust. Áður hafði Keith neytt um 4.000 manns til að flýja heimili sín í Chetumal, mexíkóskri borg við landamærin að Belize, en sagt er, að sjávarborð í Chetumal-flóa hafi lækkað mjög vegna stormsins. Getur það verið mjög hættulegt vegna þess, að á eftir getur fylgt flóðbylgja og mikil flóð á lág- lendi. Baidrian B„ fæst nú i apotekum án lyfseöils efnerfiðleikum? Innihald: Hver tafla inniheldur extrakt af rót Garóabrúöu (Valeríana Officinalis) 75 mg, samsvarandi 112-225 mg af dróga. Notkun: Náttúrulyf við óróa og svefnerfið- leikum. Skammtar: Fullorðnir: Við óróa 2 töflur 3-4 sinnum á dag. Við svefnerfiðleikum 3-4 töflur fyrir svefn. Takist J4 -1 klst. fyrir svefn. Takist með glasi af vatni. Töflumar á að gleypa heilar. Varnaðarorð: Ekki ætlað börnum yngri en 12 ára nema í samráði viö lækni. Ekki ætlaö þunguðum konum og konum með barn á brjósti. Varað er við langtlmanotkun náttúrulyfsins. Aukaverkanir: Engar þekktar. Þekking á þvl hvort Drogen s Baldrian B+ geti aukið eða dregið úr virkni annara lyfja liggur ekki fyrir. Hugsanlegt er að það geti haft milli- verkanir við róandi lyf. Telja má náttúrulyfið hættulaust en ekki liggur fyrir reynsla af ofskömmtunum. Akstur: Þó að Drogen's Baldrian B+ sé ekki merkt með rauðum varúðarþrlhyrningi eins og lyf sem geta skert hæfni til aksturs bifreiða og notkun véla er ekki hægt að útiloka sllk áhrif. Varúð - Geymið þar sem böm ná ekki til. Lesiö leiðbeiningar á umbúðum. Framleiðandi og markaðsleyfishafi: Dansk Droge A/S, Danmark. Umboð á islandi: Pharmaco Fjölbreyttur matseðill alla daga! Hollt og huggulegt í hádeginu! kr. 890.- Súpa og salat kr. L190,- Hádegishlaðborð + súpa og salatbar alla virka daga ----- S I N C E 1 9 6 6 - SUÐURLANDSBRAUT 4 Simi: 553 9700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.