Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 76
ATLA8MTSSKIP
- ÁREI0ANLEIKI ( FLUTNINGUM -
Leitið upplýsinga í síma 520 2040
www.atlantsskip.is
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍUl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK.
ATR-vél Flugfélags Islands með 35 farþega lenti á öðrum hreyfli í Reykjavík í gærkvöldi
Bilun hafði áð-
ur tafið flug-
tak um 4 tíma
MIKILL viðbúnaðm- var á Reykja-
víkurflugvelli á ellefta tímanum í
gærkvöldi þegar ATR-vél frá Flugfé-
lagi íslands kom inn til lendingar með
bilaðan hreyfil og 35 farþega innan-
borðs. Vélin fór írá Vestmannaeyjum
kl. 21.58 en brottförin hafði þá tafist
um fjórar klukkustundir eftir að bilun
■*%kom upp í startara, að sögn Sigurðar
Kr. Sigurðssonar, starfsmanni Flug-
félags íslands í Vestmannaeyjum.
Farþegar sem Morgunblaðið talaði
við á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi
töluðu um að brunalykt hefði fundist í
flugtaki. Hluti farþeganna hafði beðið
í flugstöðinni í um fjórar klukku-
stundir vegna fyrri bilunarinnar.
Varð virkilega hræddur
Sal Boucai, kaupsýslumaður frá
Boston, var meðal 10 félaga í
/,__.skemmtiferð. Hann sagði við Morg-
unblaðið að í upphaflega flugtakinu
hefði verið búið að loka vélinni og
ræsa hreyfilinn þegar kona stóð upp
og sagði að eitthvað væri að og far-
þegar þyrftu að fara út. „Við fórum út
og biðum í um fjóra klukkutíma í flug-
stöðinni. Þá fórum við um borð og allt
var sagt í lagi en svo stöðvaðist hreyf-
illinn og ég vissi ekki hvað var að og
varð virkilega hræddur. En allt fór
vel og við lentum örugglega.“
Sal Boucai var í skoðunarferð í Eyjum og hafði brottförin til Reykjavík-
ur tafist um fjórar klukkustundir vegna bilunar í startara vólarinnar.
Anna Margrét Sigurðardóttir var
að leika handknattleik í Eyjum með
kvennaliði IR í gærkvöldi og var á
leið heim. Hún og stöllur hennar í lið-
inu sögðu við blaðamann að „ógeðsleg
lykt, rosaleg brunalykt“ hefði fundist
í farþegarýminu áður en vélin fór í
loftið og að þær hefðu rætt um það sín
á milli. „Fimm mínútum áður en við
lentum sagði flugstjórinn okkur að
annar mótorinn væri farinn en þetta
væri allt í lagi,“ sögðu stúlkurnar.
Þær sögðu að þeim hefði orðið
hugsað til þess að nýlega hefði orðið
flugslys í flugi milli lands og Eyja og
að þeim hefði brugðið að sjá viðbún-
aðinn við lendinguna en slökkvibílar,
sjúkrabílar og lögreglubílar um-
kringdu flugvallarsvæðið.
„Vélin var óvenju óstöðug í lend-
ingu en svo þegar hún var lent lang-
aði mann bara að koma sér strax út,“
sagði Anna Margrét.
Kristinn Jónsson, þjálfari kvenna-
liðs í R, sagðist hafa setið fremst í vél-
inni og ekki orðið var við brunalykt-
ina en hafa tekið eftir smábreytingu á
hljóði þegar hert var á hreyflingum
Morgunblaðið/Þorkell
Inga Jóna Ingimundardóttir, Anna Einarsdóttir, Anna Margrét Sigurð-
ardóttir og Sigrún Lára Sverrisdóttir fundu brunalykt í flugtaki.
hægra megin til að vega upp aflmiss-
inn frá vinstri hreyflinum. „Eg var af-
skaplega rólegur, fannst þetta vera
mikið öryggi og var aldrei hræddur.
Þetta var mjög rólegt og yfírvegað
hjáokkur."
Ámi Baldursson, aðalvarðstjóri
hjá flugstjóm á Reykjavíkurflugvelli,
sagði að vélin hefði verið komin í að-
flugsstefnu og í samband við
flugtuminn í Reykjavík þegar flug-
stjórinn tilkynnti um hreyfílbilunina.
Strax var haft samband við Neyð-
arlínuna, sem virkjaði almannavama-
kerfið, vegna fjölda farþega um borð.
Ami sagði að þær ráðstafanir hefðu
hins vegar verið afturkallaðar nánast
jafnóðum því svo skammur tími leið
áður en vélin hafði lent heilu og
höldnu. Þá var klukkan 22.23.
Ámi sagði að rannsóknanefnd
flugslysa og flugmálastjóra hefði ver-
ið tilkynnt um atburðinn.
Varðstjóri hjá Neyðarlínunni sagði
að sett hefði verið í gang ákveðið kerfi
viðbragða. Slökkviliðið kallaði út allt
sitt lið og voru 9 slökkvi- og sjúkrabíl-
ar tiltækir við lendinguna. Lögregla
lokaði eftir föngum aðkomuleiðum að
flugvellinum en vélin kom inn til lend-
ingar úr norðri yfir Tjörnina og
Hringbraut. Almannavamir ríldsins
vom settar í viðbragðsstöðu en að-
eins liðu 6-7 mínútur frá því þetta
ferli fór í gang klukkan 22.18 þar til
tilkynning hafði borist um að vélin
væri lent heilu og höldnu.
ATR-vélin, sem er í eigu íslands-
flugs, en ber liti Flugfélags íslands,
var dregin í flugskýli íslandsflugs og
þar vora flugvirkjar að undirbúa
skoðun um klukkan 11 í gærkvöldi.
Geir H. Haarde segir afgang á fjárlagafrumvarpi 2001 meiri en nokkru sinni
Tekjuafgangur 80
milljarðar frá 1999
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sagði á fundi með blaðamönnum í gær,
þegar hann íylgdi fjárlagafrumvarpi ársins 2001 úr hlaði, að framvarpið væri
í raun einstakt í íslenskri hagsögu. Vel hefði tekist að halda áfram aðhalds-
samri stefnu í ríkisfjármálum. Það væri hagsmunamál þjóðarinnar að ríkis-
sjóður skilaði afgangi. Frumvarpið er lagt fram með 30 milljarða króna
rekstrarafgangi, sem er meira en nokkra sinni áður og svarar til 4% af lands-
framleiðslu. Þetta er þriðja árið í röð sem horfúr eru á tekjuafgangi meira en
•■►sem nemur 20 milljörðum, eða samanlagt um 80 milljarðar frá 1999. Fram-
varpið var lagt fram á Alþingi í gær en fyrsta umræða fer fram á fimmtudag.
Geir sagði að slíkur afgangur, miðað
við landsframleiðslu, væri óþekktur í
nágrannalöndunum, nema Noregi.
Hann benti á kerfislægan tekjuaf-
gang, 2% af landsframleiðslu, og þá
væra áhrif þenslu undanskilin. Það
sýndi að þótt harðnaði á dalnum væri
tekjuafgangur vel viðunandi.
0
G4 Cube.
Meistarahönnun á
heimsmælikvarða.
soo
Skaftahlið 24 . Slml 530 1800 ■ Fax 530 1801
„Þetta er lifandi framvarp, með
fullt af nýjum atriðum þó um leið sé
verið að þrengja að og passa upp á út-
gjöldin. Þetta er íhaldssamt frum-
varp að mörgu leyti en þó ekki aftur-
haldssamt í þeim skilningi að ekkert
sé að gerast. Heilmikið er að gerast,"
sagði Geir og nefndi m.a. 600 m.kr.
aukið framlag tU bamabóta, aukin
framlög til fæðingarorlofs, fram-
kvæmdir við vegi og hafnir, sem ekki
verða skomar niður, og margt fleira.
Varðandi auknar bamabætur sagði
Geir að endanleg útfærsla lægi ekld
íyrir, en eftir væri að kynna hana for-
ystumönnum ASI. Fyrr yrði ekki
upplýst um tUhögunina og t.d. hvort
bamakortin, sem Framsóknarflokk-
urinn lagði til, yrðu með í dæminu.
Hraða þarf sölu Landssímans
„Efnahagslega séð er mikilvægt,
og ánægjuefni íyrir mig, að skila
þessum tekjuafgangi til að ganga á
skuldirnar og skila af okkur til næstu
kynslóða," sagði Geir.
I framvarpinu er reiknað með um-
talsverðum tekjum á næstu áram af
einkavæðingu. Um sölu ríkiseigna
sagði fjármálaráðherra að stjómar-
flokkamir ættu eftir að komast að
endanlegri niðurstöðu í einkavæðing-
unni. Reiknað væri með áframhald-
andi sölu á litlum hlutum í bönkunum
tveimur og Landssíminn væri kominn
á stefnuskrána. Geir taldi ekki ólík-
legt að Landssíminn yrði seldur á
næsta ári. Það þyrfti að hafa hraðan á
þar sem tækniþróunin væri ör. Verð-
mæti fyrirtækja eins og Landssímans
breyttist ört. Hann sagði að ríkis-
bankana hefði átt að vera búið að
selja íyrir áratugum. En betra væri
seint en aldrei. Koma þyifti sem
mestu af eignum ríkis og almennings
í verð. Hann sagði að til greina kæmi
að breyta vaxtabótakerfinu. Það væri
flókið og skuldhvetjandi. Þjóðhags-
legur spamaður væri lítill og það
væra ekld bestu skilaboðin til ungs
fólks að skuldsetja sig til að fá vaxta-
bætur.
I fjárlagafrumvarpinu kemur fram
að það sé raunhæft markmið að
greiða niður skuldir ríkissjóðs þannig
að peningalegar eignir verði meiri en
skuldir á áranum 2003 til 2004. Að
þessu markmiði verði stefnt, enda
sagði Geir á fundinum að vissulega
væri betra að nýta afganginn í eitt-
hvað „uppbyggilegra" en niður-
greiðslu skulda. Nærtækast væri að
lækka skatta á einstaklinga og fyrh--
tæki er niðurgreiðslu skulda lyki.
■ Fjárlagafnimvarpið/Bl-4
700 milljónir
undir sendi-
ráð í Tókýó
SÆKJA á um 700 milljóna króna
aukafjárveitingu á þessu ári vegna
kaupa á húseign undir nýtt sendiráð
íslands í Tókýó í Japan. Þetta kemur
fram í íylgiskjali með íjárlagafram-
varpi fyrir árið 2001. Samkvæmt upp-
lýsingum úr utanríkisráðuneytinu er
fasteignaverð í Tókýó veralega hátt
og telst þessi upphæð í lægri kantin-
um. Var þá búið að kanna kosti þess
að leigja húsnæði. Húseignin sem
kaupa á mun bæði hýsa skrifstofur
sendiráðsins og bústað sendiherrans.
í framvarpinu er reiknað með 92
milljóna króna framlagi vegna rekstr-
ar sendiráðsins, sem opna á 1. maí ár-
ið2001.
Upphaflega átti að opna sendiráðið
1. mars en það frestast um tvo mán-
uði. Við það sparast 14 m.kr., að því er
fram kemur í frumvarpinu. Miðað við
rekstur yftr heilt ár mun kostnaður
verða 113 m.kr.
Sendiráð í Ottawa kostar 35
millj. kr. á ársgrundvelli
Sendiráðum og fastanefndum ís-
lands fjölgai- um tvö milli ára, sam-
kvæmt fjárlagaframvarpinu, og verða
18 á næsta ári. Viðbótin era sendiráð-
in 1 Tókýó og Ottawa í Kanada.
Heildarframlög til sendiráða og
fastanefnda nema 1,2 milljörðum, um
170 m.kr. meira en á fjárlögum þessa
árs. Framlag til rekstrar eykst um
201 m.kr. en lækkar um 32 m.kr.
vegna framkvæmda.
Utgjöld vegna nýja sendiráðsins í
Ottawa aukast um 20 m.kr. en það
verður opnað 1. maí 2001 og mun
kosta 35 milljónir á ársgrandvelli.