Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 67 -
FÓLK í FRÉTTUM
Corman gerði The Pit and the Pendulum eftir sögu Edgars
Allans Poes.
Corman (lengst til vinstri) við tökur á Bloody Mama (’70).
Ásamt stjörnunni Shelley Winters. Tökumaðurinn til
vinstri er enginn annar en John Alonzo (Chinatown, Scar-
face, Norma Rae), einn margra stórmenna sem fengu sitt
kvikmyndalega uppeldi hjá Corman.
Upprunalegt kynningarspjald fyrir myndina Hrafninn með
Boris Karloff, Vincent Price og Peter Lorre.
AFKÖST, einstök fundvísi á unga
og upprennandi hæfileikamenn og
ótvíræð snilligáfa sem fólst í að
ryðja úr sér stöðugu flóði ótrúlega
góðra afþreyingarmynda á örfáum
dögum fyrir smáaura, eru yfirdrifið
nægir kostir fyrir Roger Corman til
að komast á blöð kvikmyndasögunn-
ar. Frá því rétt fyrir 1960 og allt
framundir 80, var hann einn þeirra
leikstjóra sem höfðu hvað mest
áhrif á samtfð sína. Hérlendis voru
áhrif hans áberandi í bíóheiminum
þar sem fjölskiTiðug B-myndverk
hans nutu mikilla vinsælda í Hafnar-
bíói. Likt og margir starfsbræður
hans hafði Corman lokið námi á allt
öðru sviði er hann fékk óskiptan
áhuga á kvikmyndagerð á fyrri
hluta sjötta áratugarins. Corman,
sem er fæddur 1926, útskrifaðist í
verkfræði frá hinum virta Stanford
háskóla og var reyndar byijaður að
nema enska bókmenntasögu f
Oxford, er kvikmyndaveiran heltók
hann og ekki varð til baka snúið.
Cormanmaskínan fór í gang er
hann seldi smáfyrirtækinu Allied
Artists handrit árið 1952. Úr varð
Highway Dragnet, smámynd sem
markaði lítil spor í kvikmyndasög-
' una, en tvennt kom handritshöfund-
inum unga á óvart: Bæði var nafni
þess breytt og afar fijálslega farið
með efnið. Þetta fyrsta skref dugði
þó til að Corman hækkaði í tign og
var framleiðandi The Monster From
the Ocean Floor (’54) næstu myndar
sem byggð var á handriti eftir hann.
The Fast and the Furious (’54),
fylgdi í kjölfarið og státaði af Dor-
othy Malone og John Ireland, fram-
bærilegum leikurum. Ircland var
einnig annar leikstjóranna. Mynd-
mni dreifði American Releasing
Corp., frísklegt fyrirtæki Samuels
H. Arkoff og James Nicholson, sem
breyttu nafninu nokkru síðar í Am-
erican International Pictures. Á ör-
ROGER CORMAN
skömmum tíma varð
það að langöflugasta,
óháða kvikmynda-
framleiðslufyrirtæki í
Bandaríkunum. Ekki
síst fyrir atbeina
Cormans, sem fór nú
að leikstýra og fram-
leiða af slíkum ofúr-
krafti að hann á sér
ekki hliðstæðu. A.m.k.
ekki þegar haft er í
huga að nánast allar
myndir hans skiluðu
vænni fúlgu í kassann
hjá AIP. Þetta er ekki
síst athyglisvert í ljósi
þess að á þessum tíma,
um miðjan sjötta ára-
tuginn, var kvik-
myndaiðnaðurinn að
ganga í gegnum Sjónvarpið í stór-
sókn og lítil, rótgróin kvikmyndaver
og - fyrirtæki, einsog Republic og
RKO gáfust upp unnvörpum.
Um þetta tímabil sagði Corman,
sem skyndilega og án teljandi kunn-
áttu í leikstjóm, var orðinn eins-
manns kvikmyndasmiðja: „Flestar
myndir mínar voru gerðar fyrir
smáupphæðir. Ég fékk engu ráðið
um það. Fyrir mér vakti að gera
kvikmyndir og hafa gaman af því.
Um leið og ég byijaði að leikstýra
hélt ég áfram uns myndinnni var
lokið. Gerði glæpamyndir, hroll-
vekjur, vísindaskáldsögulegar
myndir, ævintýri, hvaðeina. Lagði
mig allan fram við hveija einustu
mynd, hversu lítið sem hún kostaði,
hversu lítinn tfma sem ég hafði til að
ljúka henni. Á mcðan ég gerði ódýr-
ar myndir vann ég fyrir aðila sem
leyfðu mér að ráða öllu. Er ég fór að
Vincent Price Iék í
mörgum af betri
hrollvekjum Cor-
mans.
SIGILD MYNDBOND
the masque of the red
DEAD (1964)
★ ★★‘/2
Tekin á söguslóðum í Bretlandi,
fátíður lúxus á ferli Cormans. Aukin-
beldur nýtur hann góðs af leiktjöld-
um og munum sem hann fann á
haugunum hjá Paramount, úr mynd-
inni Becket. Útkoman firna góð
hrollvekja fyrir augu og eyru. Fylgir
sögu Poe um illmenni, prins (Vincent
Price), sem gerir samkomulag við
Djöfulinn og kvelur lífið úr þegnum
sínum - þeim fáu sem lifa af hræði-
lega plágu. Með Jane Asher og 'Pat-
rick Magee. Ein heilsteyptasta og
fullkomnasta hrollvekja sögunnar.
HRAFNINN - THE RAVEN
(1963)
★ ★★'/2
Sögufræg mynd með þremur af
ókrýndum meisturum hrollvekju-
leiksins: Boris Karloff, Peter Lorre
og Vincent Price. Þar að auki einum
frægasta stórleikara allra tíma, Jack
Nicholson. Einhverntíma var sungið
gera milljón dala
myndir, hættu menn að
taka tillit til minna
sjónarmiða og skoð-
ana...
Fráþví um 1956 -’61,
gerði Corman um 5
myndir á ári. Af öllum
stærðum og gerðum,
en allar ódýrar og
íburðarlausar og flest-
ar ágætar til afþrey-
ingar. Kostuðu frá 80 -
100 þúsund dali og
tökutíminn fór aldrei
framúr 10 dögum! Það
hjálpaði mikið að
Corman hafði harð-
snúið lið sér til fullting-
is: Tökustjórann Loyd
Crosby, handrits-
höfundinn Charles Griffith og list-
ræna stjórnandann Daniel Ileller.
Þessi mannskapur hjálpaði honum
að ná oftast frækilegum árangri.
Corman öðlaðist leikni og tælni á
undraskömmum tíma sem skilaði
sér í sjálfsöryggi sem leiddi til þess
að myndir hans fóru að njóta góðs af
kaldhæðinni kímnigáfu höfundar,
sem kom m.a. fram í gagnrýni á
bandarískt þjóðfélag á ofanverðum
sjötta áratugnum. Ein fyrsta mynd-
in þar sem hann fléttar saman hryll-
ing og skop er Not of this Earth
(’56). Aðrar magnaðar myndir höf-
undar frá sjötta áratugnum eru first
og fremst The Wasp Woman (’59),
skopleg ádeila á þráhyggju kvenna
að eldast ekki; War of the Satellites
(’57), þótti mjög forvitnileg, sömu-
leiðis krimminn Machine Gun Kelly
(’58), með Charles Bronson í titil-
hlutverkinu, einu sínu alfyrsta aðal-
um tímann „þegar Ómar hafði hár“.
Hér er Nicholson hinsvegar ungur
og hraustur - og hárprúður. Og ekk-
ert of góður í stóru hlutverki. Þeir
gömlu stela senunni í mynd byggðri
á ljóði Poe sem Einar Benediktsson
þýddi af snilld.
LITLA HRYLLIN GSBÚÐIN -
THELITTLE SHOP OF
HORRORS (1964)
Myndin átti eftir að draga dilk á
eftir sér. Aðra dýrari og miklum
mun verri (86), og, öllu frekar, söng-
leik sem sló í gegn um allar jarðir á
níunda áratugnum. Hvort tveggja
byggt á handritinu frá 64, um aula-
legan afgi’eiðslumann í blómabúð
sem verður að sinna fæðuöflun
mannætublóms í búðarholunni. Jack
Nicholson fer á kostum í hlutverki
sjúklings haldins kvalalosta. Af-
burða fyndin og hress skemmtun
sem Corman skellti saman á tveim
eða þrem dögum!
Sæbjörn Valdimarsson
V/SA
VAKORT
Eftirlýst kort nr.
4543-3700-0029-4648
4543-3700-0036-1934
4543-3700-0034-8865
4507-4100-0006-6325
4548-9000-0056-2480
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
fyrir að klófesta kort
og vísa á vágest
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavfk.
Sími 525 2000.
hlutverki. Annar leikari sem átti eft-
ir að öðlast frægð og frama en fékk
sitt fyrsta alvörutækifæri hjá Cor-
man sjötta áratugarins var Robert
Vaughn í Teenage Caveman (’58).
Síðar átti hann eftir að gefa ótrú-
legum fjölda verðandi stórmenna
fyrsta tækifærið. Leikstjórum á
borð við Francis Ford Coppola,
Martin Scorsese, Peter Bogdan-
ovich, Jonathan Demme, Joe Dante;
leikurunum Jack Nicholson,
Richard Dreyfuss; handritshöfun-
dinum Robert Towne. Þetta er að-
eins brot af Iöngum og tilkomumikl-
um nafnalista.
Myndin sem markaði tímamót á
ferli B-my ndasmiðsins var Litla
hryllingsbúðin - The Little Shop of
Horrors (’60). Sló gjörsamlega í
gegn lijá öllum aldui’shópum og
flestum gagnrýnendum. Farið var
að líta til Cormans með virðingu,
verk hans að njófa sannmælis. Við
tók glæsilegt tímabil þar sem Edgar
Allan Poe, Peter Lorre, Basil Rath-
bone og fleiri góðir menn komu við
sögu. Þetta var blómatfmi á ferli
leiksljórans Cormans, og AIP: The
House of Usher, The Pit and the
Pendulum, The Tales of Terror,
Hrafninn - The Raven, The Tomb of
Ligeia, svo nokkrar séu nefndar af
perlunum sem troðfylltu Hafnarbíó
vikum saman á sjöunda áratugnum.
Verk hans snerust ekki eingöngu
um hrollinn, Corrnan var iðinn við
að skipta um gír, yfir í ævin-
týramyndir, spennutrylla og vís-
indaskáldsögur, þó hryllingurinn
væti mest áberandi efnisflokkurinn.
Corman var jafnan framleiðandi
mynda sinna og var orðinn vel stæð-
ur við upphaf áttunda áratugarins
og stofnaði þá sitt eigið framleiðslu-
og dreifingaríyrirtæki, New World
Pictures, sem var ipjög virkt alla þá
tíð sem það var í eigu Cormans.
Framleiðslan fór hinsvegar að
verða slfpaðri og hráslagalegi AIP
sjarminn fór minnkandi. Seinni árin
hefur Corman lítið komið nærri
leikstjóm og ekkert gert eftir-
minnilegt en verið því afkastameiri
sem framleiðandi. Hann nýtur sér-
stöðu í kvikmyndaborginni því hann
kemur með fjármagn í myndir sínar
- líkt og Amold Milchan. Til dæmis
um afkastagetu mannsins má nefna
að hann stóð að baki hvorki fleiri né
færri en 136 kvik- og sjónvarps-
mynda á sfðasta áratug.
Á Corman er því engan bilbug að
finna þó hann verði hálfáttræður á
næsta ári.
London
14.900 kr.
í október með Heims
ferðum
Tryggðu |iér Iðga
verðið meðan
enn er laust
Nú seljum við síðustu sætin í október á hreint
frábærum kjörum og bjóðum þér topphótel I
hjarta heimsborgarinnar. Londonferðir Heim-
ferða hafa fengið ótrúleg viðbrögð og nú þegar
er uppselt í fjölda brottfara, bókaðu því strax og tryggðu þér sæti meðan
enn er laust.
Flugsæti til London
Verð kr.
14.900
Verð kr.
29.990
Flugsæti fyrir mánudaga
til fimmtudags.
Skattar kr. 3.790.-, ekki innifaldir.
Verð kr.
19.900
Fiug og liótel í 4 nætur, helgarferð
12. og 19. okt.
Ferð frá tlmmtudegi til mánudag,
AMBASSADOR hótelið í
Kensington m.v. 2 i hcrbergi með
morgunmat.
Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.600.
Flugsæti, flmmtudaga til mánudags.
Verð kr. 19.900
Skattar kr. 3.790.-, ekki innifaldir.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is