Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Umferðarslys í Hörgárdal ÖKUMENN tveggja bíla sluppu ótrúlega vel í hörðum árektri tveggja bfla við Vindheima í Hörgárdal um miðjan dag á sunnudag. Annar bfll- inn valt við áreksturinn og báðir höfnuðu bflarnir utan vegar. Bflarnir eru báðir taldir ónýtir og voru þeir dregnir af vettvangi með kranabfl. Ökumaður bfls á leið suður Hörg- árdal hugðist taka vinstribeygju inn á afleggjara en á sama tíma reyndi ökumaður bfls sem þar kom á eftir að taka framúr. Aftari bíllinn skall aftan á fremri bflnum með þeim afleiðing- um að hann valt en í kjölfarið höfn- uðu báðir bflarnir utan vegar sem fytr sagði. Ökumenn bflanna voru einir á ferð og báðir í öryggisbelti. Ökumaður aftari bflsins slapp nánast ómeiddur en ökumaður bílsins sem valt hlaut lítilsháttar höfuðmeiðsl og var flutt- ur á slysadeild FSA til aðhlynningar, að sögn lögreglu. Brotist inn í húsnæði HA BROTIST var inn í húsnæði Háskól- ans á Akureyri við Þingvallastræti aðfaranótt sl. sunnudags og stolið þaðan smávegis af peningum, sam- kvæmt upplýsingum frá rannsókn- ardeild lögreglunnar á Akureyri. Farið var inn um glugga á húsinu og tveir skápar brotnir upp en frek- ari skemmdir ekki unnar. Málið er óupplýst en í rannsókn. Akureyrarbær auglýsir hér með eftir athugasemdum við tillögu teiknistofunnar Arkitektur.is að endurhönnun göngugötunnar í Hafharstræti, Skátagils og Ráðhústorgs sem kynnt var á almcnnum kynningarfundi 28. september síðast- liðinn. Uppdráttur er sýnír tillöguna ásamt greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis í Upplýsingaanddyri Akureyrar að Geislagötu 9 til föstudagsins 13. októ- ber 2000 og á heimasíðu Akureyrar http://ww\v.akurevri.is/. þannig að þeir, sem þess óska, geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemda- frestur er til kl. 16.00 föstudaginn 13. október 1999. Athugasemdum skal skila til Umhvcrfisdcildar Akureyrarbæjar í Geislagötu 9. Á sama stað liggur einnig frammi til kynningar hugmyndatillaga teiknistofunnar Arkitektur.is að „Nýjum miðbæ" og tekur hún til reits sem afmarkast af Hafnar- stræti, Skipagötu, Ráðhústorgi og Kaupvangsstræti. Arkitektar frá Arkitektur.is munu svara fyrirspumum um tillögumar í Upplýs- ingaanddyri Akureyrar, Geislagötu 9, þriðjudaginn 10. október nk. kl. 15 - 17. Deildarstióri Umhverfísdeildar Akurevrar Akureyrarbær auglýsir Endurhönnun göngugötunnar í Hafn- arstræti, Skátagils og Ráðhústorgs. Átta hand- teknir ÁTTA manns voru handteknir í heimahúsi á Akureyri aðfaranótt sunnudags vegna fíkniefnamáls. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri lagði hald á nokkurt magn e-taflna í kjölfar þessa máls. Neysla fíkniefna fór fram í húsinu. Tveimur úr hópnum var sleppt strax og fjórum að loknum yfír- heyrslum daginn efth’. Tveir þeirra voru aftur á móti úrskurðaðir í gæsluvarðhald til föstudags, 6. októ- ber næstkomandi. Morgunblaðið/Kristján, Sameinað orkufyrirtæki Akureyrar Norðurorka skai það heita STJÓRN veitustofnana Akureyrar- bæjar samþykkti á fundi sínum ný- lega að veitur bæjarins, sem hafa verið sameinaðar, heiti framvegis Norðurorka. Þetta er eitt af þeim 50 nöfnum sem bárust í tillögupott um nafn á veiturnar. Höfundur nafnsins er Hlynur Kristjánsson og verði nafngiftin samþykkt í bæjarstjórn Akureyi’ar í dag, mun veitustjórn veita honum viðurkenningu fyrir tillögu sína. Franz Amason framkvæmdastjóri hins nýja orkufyrirtækis sagði að í kjölfarið yrði efnt til samkeppni um merki og undirtitil fyrirtækisins. Hita- og vatnsveita Akureyi’ar og Rafveita Akureyrar sameinuðust 1. ágúst sl. en fjárhagsleg sameining veitnanna verður um næstu áramót. Starfsemi fyrirtækisins verður öll á Rangárvöllum. í frumdrögum að fjárhagsáætlun hins nýja orkufyrirtækis fyrir næsta ár kemur fram að heildartekjur eru áætlaðai’ tæpar 1.150 milljónir króna, rekstrargjöld tæpar 1.100 milljónir króna, vaxtagreiðslur uin 116 milljónir króna og hagnaður ár- sins um 6 milljónir króna. Ráðgert er að starfsmannafjöldi hjá sameinuðu fyrirtæki verði svip- aður og var hjá HVA og RA fyrir sameiningu, eða tæplega 50 manns. Svanbjörn Sigurðsson hefur látið af starfi rafveitustjóra en hann starfaði í yfír 45 ár hjá RA og þar af sem rafveitustjóri í 17 ár. Svanbjörn hef- ur verið ráðinn til annarra starfa inn- an bæjarkerfisins. Endurskoðuð fjárhagsáætlun Hita- og vatnsveitunnar Heildarfjárfesting hækk- ar um tæpar 60 milljónir Morgunblaðið/Kristján Ný dælustöð Hita- og vatnsveitu Akureyrar stendur á horni Þórunnar- strætis og Glerárgötu. VAXTAGREIÐSLUR og afborgan- ir iána hjá Hita- og vatnsveitu Akur- eyrar hækka um samtals 43 milljónh’ króna á þessu ári, vegna óhagstæðr- ar gengisþróunar. Alls greiðir HVA því um 392 milljónir króna í vexti og afborganir lána á árinu. Þetta kemur fram í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sem framkvæmdastjóri HVA kynnti í stjórn veitustofnana. Þar kemur einnig fram að heildar- fjárfesting ársins verður upp á tæpar 174 milljónir króna í stað 116,5 mil- ljóna króna eins og upphaflega var ráðgert. Skýrist það m.a. af færslu lagna og byggingu dælustöðvar á Gleráreyrum og borunum og virkjun borholu á Laugalandi á Þelamörk, að sögn Franz Árnasonar, fram- kvæmdastjóra HVA. Fjárfestingaliðurinn vatnsöflun og rannsóknir hækkar úr 69 milljónum króna í tæpar 132 milljónir króna. Þar af um 36 milljónir króna vegna meiri borana en áætlað var og um 10 milljónir króna vegna virkjunar hob unnar á Laugalandi á Þelamörk. í tengslum við byggingu verslunar- miðstöðvai- á Gleráreyrum þurfti HVA að færa lagnir og flytja dælu- stöð sem var í útbyggingu gömlu dúkaverksmiðjunnar á Gleráreyrum. Byggð hefur verið ný dælustöð á homi Þórunnarstrætis og Glerár- götu. Kostnaður við færslu lagna og byggingu dælustöðvarinnar hljóðar upp á samtals 21 milljón króna og skiptist nokkuð jafnt á milli þessara verkþátta. Hin nýja dælustöð þykir stinga nokkuð í stúf á nýja staðnum og hafa margir bæjarbúar haft á orði að stöð- in hefði verið betur komin í jörð eða á öðrum stað. Franz sagði að ekki hafí komið til greina að grafa dælustöðina í jörð, til þess sé hún of stór og mikið mannvirki. Þá hafí verið tæknilega ómögulegt að flytja stöðina annað vegna mikils kostnaðar við lagnir. „Við reyndum að ná samningum við forsvarsmenn Glerártorgs um að stöðin fengi að vera kyrr á sínum stað eða yrði flutt í verslunarmið- stöðina en um það náðust ekki samn- ingar,“ sagði Franz. Stöðin dælir ba- krásarvatni úr miðbæ, Oddeyri og neðri hluta Glerárhverfis og upp í dælustöð efst við Þórunnarstræti. í endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins kemur ennfremur fram að áætlað er að tekjur HVA hækki um 4% frá fyrri áætlun og verði í heild tæpar 659 milljónir króna. Rekstrar- gjöld verða sem næst því sem áætlað var og fjármagnstekjur óbreyttar. Þá er gert ráð fyrir að hagnaður ár- sins verði sem næst upphaflegri áætlun, eða 8,6 milljónir króna. Hátíðar- stemmning á Sunnubóli BÖRN og starfsfólk á Sunnubóli á Akureyri voru í hátíðarskapi sl. föstudag en þá var haldið upp á eins árs afmæli leikskólans. Foreldrum barnanna var boðið í afmæliskaffi og foreldrafélagið færði skólanum fiskabúr með tveimur gullfiskum. Sunnuból hefur nokkra sérstöðu leikskóla í bænum, þar eru 35 börn í vist á aldrinum eins til þriggja ára. Börnin báru kórónur í tilefni dags- ins og sungu af hjartans lyst. I Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.