Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 5 1
________UMRÆÐAN_____
Bjartsýni o g svartsýni
í umhverfísmálum
„ÞAD er vel hægt að
vera umhverfissinnað-
ur án þess að vera
svartsýnn". Þessi orð
má finna í bók Björns
Lomborgs „Hið sanna
ástand heimsins", sem
kom nýlega út _ í ís-
lenskri þýðingu. I upp-
hafi bókarinnar rekur
Bjöm að þekking okkar
á heiminum ræðst af
því sem við lesum, sjá-
um og heyrum og
fjölmiðlar og kunningj-
arnir eru helstu heim-
ildir okkar heimsmynd-
ar. Sú mynd sem
þannig fæst er þó alltaf ófullkomin og
til þess að fá raunsanna mynd af
ástandi umhverfismála i heiminum
þarf að grípa til tölfræðinnar. Það
þarf að skoða með óyggjandi hætti
hvernig staðan er og hver þróunin
hefur verið. Það þarf að komast hjá
„að finnast eitthvað vera“, „að hafa
eitthvað á tilfinningunni" og „að telja
að eitthvað sé á einhvern hátt varið“
og þess í stað að afla rökstuddra stað-
reynda og draga niðurstöður af þeim.
Þetta er það sem Björn gerir í bók
sinni „Hið sanna ástand heimsins“.
Hann aflar talna um ástand umhverf-
ismála frá virtum alþjóðlegum stofn-
unum og notar þær til þess að rekja
þróun mála og vekur athygli á alþjóð-
legum rannsóknum á hvernig hægt
er að bregðast við aðsteðjandi vanda
á hinum ýmsu sviðum umhverfis-
mála. Bókin „Hið sanna
ástand heimsins“ er
samantekt á því sem
komið hefur í Ijós við
rannsóknir Bjöms. Til-
tækar áreiðanlegar
upplýsingar benda
eindregið til þess að
ástand heimsins batni
hvað umhvei'físmál
varðar og að lausn muni
finnast á þeim vanda-
málum sem við er að
glíma. Þessar stað-
reyndir eru raktar á
hátt á þriðja hundrað
blaðsíðum í bókinni og
vel rökstuddar með til-
vísunum í virtar alþjóðlegar stofnan-
ir og einstaklinga sem hafa látið að
sér kveða á þessu sviði.
Staðreyndir um umhverfismál
eiga ekki alls staðar upp á pallborðið.
Umhverfismál
Rökstudd bjartsýni í
umhverfismálum, segir
Pétur Bjarnason, er
bannfært sjónarmið.
Það er hægt að vera umhverfissinni
án þess að vera svartsýnn, en sú náð
er ekki öllum gefin. I þeirri umræðu,
sem fylgt hefur útkomu bókarinnar
hefur Birni verið borið á brýn að vera
óraunsær og ofurbjartsýnn og að
fara ranglega með staðreyndir. Ekki
hefur þó verið sýnt fram á að svo sé.
Þegar bókin kom út í Danmörku fór
af stað mikil umræða í fjölmiðlum þar
og þrátt fyrir margar þungar ásak-
anir var ekki hægt að hrekja neinar
niðurstöður bókarinnar sem ein-
hverju skipta. Staðreyndir mega sín
nokkurs gegn uppsöfnuðum tilfinn-
ingum, ef tilfinningarnar stangast á
við rök.
Það hefur lengi verið siður að
hegna sendiboða válegra tíðinda.
Nokkrir þeirra sem tekið hafa þátt í
umræðu um bók Björns Lomborgs
hafa séð ástæðu til þess að hnýta í
Fiskifélagsútgáfuna ehf fyrir að ráð-
ast í að gefa bókina út. Rökstudd
bjartsýni í umhverfismálum er sem
sagt bannfært sjónarmið. Það má
ekki ímyndina um að allt sé að
fara á verri veg í umhverfismálum
jafnvel þótt það stangist á við stað-
reyndir.
Fiskifélagsútgáfan efh hafnar
þessu viðhoi’fi. Það verður gerð krafa
til umhverfissinna - jafnt bjartsýnna
sem svartsýnna - um að rökstyðja
sín sjónarmið með staðreyndum.
Tími annarra aðferða er væntanlega
liðinn. Þessu þurfa umhverfissinnar í
svartsýna hópnum að átta sig á því
þrátt fyrir allt er þeirra þörf í um-
ræðunni.
Höfundur er framkvæmdastjóri og
stjórnarformaður Fiskifélags Is-
lands.
Pétur Bjarnason
Eru lyf óþörf ?
ÞAÐ væri gott ef
hægt væri að svara
þessu játandi, en er það
svo? Nýlega var gerð
skoðanakönnun um
m.a. afstöðu fólks tU
notkunar lvíja. Spurt
var hvort viðkomandi
teldi að hægt væri að
komast hjá lyfjanotkun
með því að beita öðrum
aðferðum til lækninga
t.d. skurðaðgerðum,
nálastungumeðferð,
líkamsrækt, hollu mat-
aræði eða með nattúru-
lækningalyfjum. Niður-
staðan úr þessari
könnun var ótvíræð því um 97% af
svarendum töldu að með fyrrnefnd-
um aðferðum væri alltaf, oft eða
stundum hægt að láta þær koma í
stað hefðbundinna lyfja! Það væri
freistandi að álíta að svarendur hefðu
misskilið spurninguna, svo ótrúleg er
útkoman úr þessaii könnun. Margar
aðrar spui'ningar vakna við þessi
svör. Álítur fólk almennt að lyf séu
aðeins af hinu vonda eða í flestum til-
fellum gagnslaus? I framhaldi af
þessu skoðaði ég söiu á lyfjum eftir
sjúkdómsflokkum og skoðaði sér-
staklega þá flokka sem segja mætti
að innihéldu ólæknandi sjúkdóma.
Undh’ slíka flokkun get-
um við verið sammála
um að heyri sjúkdómar
eins og sykursýki, og
margir aðrh’ alvarlegir
efnaskiptasjúkdómar,
hjartasjúkdómar, vissir
alvai’legir gigtarsjúk-
dómar, alvarlegir geð-
sjúkdómar, krónískir
verkh’ og svo mætti
lengi telja. Þegar ég
síðan lagði saman lyfja-
kostnaðinn sem heyrir
undir þessa sannar-
legu alvai’legú sjúk-
dóma þá kom í ljós að
mjög stór hluti svar-
enda hefur ekki gert sér grein fyrir
gífurlegu mikilvægi lyfja í okkar dag-
lega lífi og við getum alls ekki verið
án.
Ég vil svo sannarlega ekki gera lít-
ið úr fyrirbyggjandi aðgerðum, t.d.
með heilnæmu fæði, líkamsrækt og ef
til vill öðnim óhefðbundnum aðferð-
um, en þær koma ekki í veg fyrir að
viss hluti samferðamanna okkar eða
við sjálf fáum „ólæknandi" sjúkdóma
sem aðeins nýtísku lyf geta haldið
niðri. Með bólusetningum hefur einn-
ig tekist að útrýma' eða draga stór-
lega úr dauðsföllum af völdum
mai'gra alvai’legra sjúkdóma. I dag
Lyf
Lyf sem meðferðar-
úrræði við sjúkdómum,
segir Stefán Bjarnason,
er og verður áfram mik-
ilvægur hluti af okkar
heilbrigðisþjónustu.
lítur heimurinn með óþreyju til lyfja-
fyrirtækjanna í von um að þau komi
með lyf sem geti stöðvað krabbamein,
illvíga smitsjúkdóma o.s.fiv. En það
er ein staðreynd sem blasir við okkur
og það er hinn gífurlegi kostnaður við
að finna upp eitt nýtt lyf og koma því
á markað. í dag er talið að þessi
kostnaður sé að meðaltali 47 milljarð-
ar kr. Þennan kostnað þarf að lækka
með öllum tiltækum ráðum jafnframt
sem allri framþróun verði flýtt. Ein
hugmynd er að lengja einkaleyfi á
lyfjum þannig að þróunarkostnaður
þeirra dreifðist á fleiri ár. Lyf sem
meðferðarúrræði við sjúkdómum er
og verður áfram mikilvægur hluti af
okkar heilbrigðisþjónustu, og það er
von okkar sem störfum á þessum
markaði að umfjöllun um þessi mál sé
byggð á faglegum grunni, þannig
næst mestur árangur.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Flug og bíll í borg og bæ
c£°tt vercí
¥
I?. ii jjaé eppí-Gar d-in. nr-XJTLiLara.r
^KRISTALL
Kringlunni - Faxafeni
AV/S
Sími: 533 1090
Flug frá Egilsstöðum
eða Reykjavík
og bíll á aðeins
kr. 13.080,-
Lágmarksdvöl ein nótt
Verð miðað við 2 í bil/einn dag
Flug frá Akureyri eða
Reykjavík
og bíll á aðeins
kr. 11.780,-
4
FWGfítM ÍSÍANDS
Alr Itrlmmá
Sími 570 30 30
Windows samhæfður
TOK piús viðskiptabugbunaður er
Windows samhæfður rrieö nýju og
vingjamlegu riótendaviðmótl. Skjárnyndir
TOK plús er sórstaklega auðvelt að læra
á og fullkornin hjálp er til staðar hvar serrr
notandlnn er staddur.
Mlcroaoft SQL gagnagrunnur
Gagnavinnsla TOK plús er byggð á
Microsoft SQL gagnagrunnl sem tryggir
rneíri hraða og fjölbreyttari rriöguleika við
gagnameðhöndlun og uppfærslur á
gagnalausnum. TOK plús er tilbúið til
tengingar við SQL gagnagrunna eins og
t.d. Microsoft SQL 7 eða Oracle 8.
Fyrir Iftll og meðalstór fyrirtæki
TOK plús viðskiptahugbúnaður hentar
litlum og rneðalstórum fyrirtækjum Þar
sem samtímariotendur eru á bilinu 1 til
10. Möguleikar á kerfisstækkunn og
fjölgun notenda em nánast óendanlegir.
H U G B Ú N A Ð A R H Ú S
Skeifunni 8 -108 Rvk. • S.: 545 1000 ■ Fax: 545 1001 • ax@ax.is
TOK
/cz
vopn í viöskiptum
einfalt og öruggt
i.'mlújfelul 'id 'iubmsUiU
lilLB