Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 56
)6 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Kolfinnsafkvæmin bættu stöðu föður síns í „brekkublupinu“ á árinu með frábærri frammi-
stöðu og Iíklega styrktu þau einnig stöðu hans í kynbótamatinu. Hér fer ein skrauttjöðrin í
þeim hópi, töltgyðjan Blæja frá Hólum sem Egill Þórarinsson situr.
Prúðleikinn er nú kominn inn í kynbótamatið og þar fara Laugvetningar fremstir meðal
jafningja. Þyrnir frá Þóroddsstöðum er verðugur fulltrúi þeirra með 10 fyrir prúðleika.
Daníel Jónsson situr klárinn.
Á
Kynbótamat Bændasamtakanna sannar gildi sitt sem leiðbeiningatæki
V eldi Orra dhaggað þótt
aðeins saxist á forskotið
Kynbótamat Bændasamtakanna var tekið
með hálfum huga á sínum tíma og gjarnan
bent á að tölvan gæti aldrei yfírtekið „rækt-
un“. Þetta hefur reynst rétt þótt matið hafí
sannað gildi sitt sem besta leiðbeiningar-
tækið sem völ er á. Valdimar Kristinsson
heldur hér áfram að velta fyrir sér frammi-
stöðu einstakra hrossa í matinu og tína til
ýmsa áhugaverða kosti þess.
EF byrjað er á toppnum þá stendur
að sjálfsögðu upp úr áframhaldandi
yfirburða staða Orra frá Þúfu sem
eins og áður liggur fyrst og fremst í
því hversu sterkur hann er í flestum
verðmætustu eiginleikunum. Það
;em vekur einnig athygli en kemur
kannski ekki á óvart er að Kolfinnur
frá Kjarnholtum er að hækka bæði í
stigum talið og eins um sæti. Sjálf-
sagt murtu marg.ip:;sgtjf;þetta í sam-
hengi við góða aíkvffirrtTasýningu á
landsmótinu en líklegrá er þó að hér
valdi meiru hið breytta Vægi eigin-
leikanna sem nú er tekið inn í matið.
Kolfinnur lækkar fyrir öll atriði
sköpulags í matinu nema réttleika
en hækkar hins vegar í stigum fyrir
öll atriði hæfileika nema tölt og
brokk þar sem hann lækkar lítillega.
Þetta hækkar hann upp um eitt stig
og hann fer úr fimmta sæti í þriðja
sætið og má segja að staða hans sé
býsna góð og ætla má að fyrir góða
frammistöðu afkvæmanna hafi þau
tryggt föður sínum mikla notkun
þau ár sem hann á eftir sem virkur
stóðhestur.
Hjá Orra er þessu öfugt farið,
hann hækkar fyrir fjögur atriði
sköpulags, lækkar fyrir tvö en fær
sömu einkunn fyrir hófa. I hæfileik-
um lækkar hann fyrir fimm atriði en
hækkar fyrir geðslag og skeiðið
stendur í stað. En þrátt fyrir að Orri
sé heldur að lækka er af miklu að
taka og þarf ekki að dejla um hver sé
kynbótamatskóngur íslands. Sem
dæmi um yfirburði hans má nefna að
hann fær yfir 140 stig fyrir fimm at-
riði og til samanburðar má geta þess
að af tíu efstu hestunum í þessum
flokki eru aðeins fjórar einstakar
einkunnir yfir 130 stig og þar er
hæst 135 fyrir baka og lend hjá
Snældu-Blesa. Veldi Orra er áfram í
fullu gildi og má ætla að svo verði um
sinn í það minnsta.
En það eru fleiri hestar á listanum
yfir hesta með 50 dæmd afkvæmi
eða fleiri og má nefna öskubusku-
hestinn Þokka frá Garði sem heldur
sínu vel, er í öðru sæti eins og undan-
farin ár en lækkar um eitt stig er nú
með 125. Hans hæstu einkunnir eru
127 fyrir tölt og geðslag og kemur
hann næstur Orra í tölti. Einn hest-
ur kemur nýr inn í 50 afkvæmalist-
ann en það er Baldur frá Bakka.
Hann skýst beint upp í fjórða sæti
með 120 stig en var með 123 í fyrra.
Agúst Sigurðsson hrossaræktar-
ráðunautur segir að fram hafí komið
mikið af góðum hrossum undan
Baldri á árinu. Þau séu skemmtileg
hross með fallegar hreyfingar og góð
skil milli gangtegunda. Það sem
skyggir hins vegar nokkuð á góða
frammistöðu Baldurs er ófrjósemi
hans í gegnum tíðina. Ágúst segir að
margir óvissuþættir séu í mati á frjó-
semi en þetta sé þáttur sem verði að
gefa aukinn gaum. Hvað Baldur
varðar sé áríðandi að skoða frjósemi
afkvæma hans því ef þessi galli skili
sér til þeirra sé varhugavert að nota
þau til áframhaldandi ræktunar.
Þess sé þó að gæta að ýmsir þættir í
umhverfinu geti haft veruleg áhrif á
frjósemi hrossa. Segir hann að það
Staða Orra er ennþá mjög sterk í kynbótamatinu þótt örlítið hafi flisast
úr undirstöðunum. Fróðlegt verður að sjá á næstu mánuðum hvernig
fjárhagsleg staða hans muni þróast á næstu mánuðum en hún hefur ekki
síður verið sterk sem hefur endurspeglast í háu verði afkvæma hans og
rándýrum folatollurn.
væri mjög ærkilegt ef hægt væri að
taka frjósemi inn í kynbótamatið en
á því séu mörg vandkvæði. Erfitt sé
að fá ábyggilegar upplýsingar og svo
spili umhverfið þarna mjög sterkt
inn í. Taldi hann að útreiknað arf-
gengi frjóseminnar yrði mjög lágt.
Hrafn frá Holtsmúla er enn inn í
topp tíu listanum yfir hesta með 50
afkvæmi eða fleiri, kominn í áttunda
sæti en var í sjötta sæti í fyrra. Hinir
föllnu höfðingjar stika hægt en ör-
ugglega niður stigann eðli málsins
samkvæmt en Hrafn á þrjá syni á
þessum lista þá Þokka, Kolfinn og
Snældu-Blesa. Þá á hann einn dótt-
urson, Baldur frá Bakka og ekki má
gleyma því að Hrafn er langafi Orra
frá Þúfu og svo á hann urmul sona og
annarra afkomenda neðar á þessum
lista og öðrum listum kynbótamats-
ins og því má fullyrða að ódauðleiki
Hrafns frá Holtsmúla í íslenskri
hrossarækt hefur verið tryggður um
ókomin ár.
35 dæmd afkvæmi á árinu
Kynbótamatið gefur margvíslegar
nytsamlegar upplýsingar sem rækt-
endur geta moðað úr. Með því að
bera saman lista síðasta ár má finna
út hversu mörg ný afkvæmi hvers
hests eða hryssu hafi skilað sér til
dóms á árinu. Það eitt út af fyrir sig
segir allnokkuð um gæði afkvæm-
anna. Ef skoðaður er topp tíu listinn
yfir 50 afkvæma hesta út frá þessum
punkti kemur í ljós að þar er Orri frá
Þúfu í algerum sérflokki með 35 af-
kvæmi og sá er næstur kemur ekki
einu sinni hálfdrættingur á við kóng-
inn. En listinn er á þessa leið:
dæmd afkvæmi
Orri frá Þúfu 35
Baldur frá Bakka 17
Hrafn frá Hotlsmúla 12
Kolfmnur frá Kjamh. 10
Stígur frá Kjartansst. 9
Ofeigur frá Flugumýri
Þokki frá Garði 6
Stígandi frá Sauðárkr. 4
Kjarval frá Sauðárkr. 2
Snældu-Blesi frá Árg>:.0
Upplýsingar eins og þessar þarf
að sjálfsögðu að skoða nokkuð í sam-
hengi við aðrar staðreyndir eins og
til dæmis það að Orri frá Þúfu hefur í
stórum stíl fengið úrvals hryssur til
sín síðastliðin tíu ár og talið er eðli-
legt og sjálfsagt að afkvæmi hans
séu góð og öll fari í dóm. Fróðlegt
væri ef halda á áfram samanburði að
fá meðaleinkunn hvers afkvæma-
hóps sem fram kemur á hverju ári.
Svona er hægt að leika sér með upp-
lýsingar úr kynbótamatinu. I útgáfu
Bændasamtakanna á kynbótamat-
inu hafa verið birtir listar yfir efstu
hesta í einstökum atriðum og verður
fróðlegt að líta á þá síðar.
Prúðir Laugvetningar
Nú í fyrsta sinn er gefinn upp listi
yfir efstu hesta fyrir fet, hægt tölt og
prúðleika. Þarna er um tvo frekar
„dýra“ eiginleika að ræða og einn
frekar „ódýran“ sem er fetið. I prúð-
leikanum trónir efstur með 127 stig
Þyrnir frá Þóroddsstöðum sem fékk
10,0 fyrir prúðleika í vor og þarf eng-
um að koma á óvart að Laugarvatns-
hestur sé þarna efstur. Albróðir
Þyrnis, Hamur, er ekki langt undan í
6. til 7. sæti ásamt Andvara frá
Skáney með 125 stig. Líklega hefur
engin ræktun á landinu náð jafn heil-
steyptum árangri í ræktun prúðleika
og Laugvetningar. En Orri og hans
slekti er fyrirferðarmikið á þessum
lista því hann sjálfur er í 5. sæti, syn-
ir hans Ypsilon frá Holtsmúla í 2.
sæti, Starri frá Hvítanesi í 3. sæti,
Glampi frá Kjarri í 4. sæti og Skorri
frá Blönduósi í 10. sæti. Kalman frá
Lækjamóti er í 9. sæti.
Töltjöfurinn Orri
Á hægatöltslistanum er Orri og
synir hans enn fyrirferðarmeiri.
Sjálfur kóngurinn í 1. sæti með 133
stig. Þá koma tveir synir hans Ögri
frá Hvolsvelli og Skorri frá Blöndu-
ósi með 128 stig. Töfri frá Kjartans-
stöðum er í 4. sæti með 126 stig
ásamt Orrasonunum Skorra frá
Gunnarsholti og Glaumi frá Auðs-
hoitshjáleigu. Bróðir þeirra Glampi
frá Kjarri er skammt undan með 125
stig og jafnir í níunda sæti með 124
stig eru Tývar frá Kjartansstöðum
og töltjöfurinn mikli Víkingur frá
Voðmúlastöðum.
Brjóstvit, staðreyndir
og hljómlaus klukka
í dag virðist raunin vera sú að
menn noti niðurstöður kynbótamats-
ins á fjölbreytilegan máta. Þegai’
leitað er eftir stóðhesti til að leiða
undir er gjarnan notast við eigin
sjónmat, einstaklingsdóma og jafn-
vel brekkudóma í bland, persónuleg
kynni af einstökum hestum, áhuga
fyrir einstökum ræktunarlínum.
Einnig spila oft sterkt inn í skarpar
tískusveiflur eða það sem einhverjir
kjósa að kalla múgsefjun. Kynbóta-
matið kemur svo inn sem stað-
reyndagrunnur sem er þó langt í frá
óskeikull leiðarvísir. Eða eins og
einn góður hrossaræktandi sagði
fyrir nokkrum árum. Kynbótamatið
án brjóstvitsins verður eins og
hljómlaus klukka.