Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ptargmilNUifeifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BREYTINGAR Á SKATTALÖGUM s árinu 1996 setti Alþingi inn í skattalög ákvæði, sem gera kleift að fresta skattlagn- ingu af söluhagnaði hlutabréfa nánast um aldur og ævi. Með þess- ari breytingu á skattalögum hefur Alþingi vafalaust ætlað að stuðla að aukinni fjárfestingu í íslenzku at- vinnulífi. Raunin hefur orðið allt önnur. Skattalagabreytingin frá 1996 kemur þannig út í framkvæmd, eins og rakið var ítarlega í grein hér í Morgunblaðinu í fyrradag, að aðili, sem selur t.d. hlutabréf í sjáv- arútvegsfyrirtæki getur frestað skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfunum með því að stofna eignarhaldsfélag í t.d. Lúxemborg og senda andvirði hinna seldu hlutabréfa þangað. Með því móti getur sá aðili með fullkomlega lög- legum hætti komizt hjá því að greiða einn eyri í skatt af söluhagn- aði hlutabréfanna á Islandi. Sendi hann arð hingað heim frá eignarhaldsfélaginu í Lúxemborg borgar hann 10% fjármagnstekju- skatt. En eigandi eignarhaldsfé- Iagsins getur líka ákveðið að senda engan arð heim til Islands og kom- ast þar með hjá öllum skattgreiðsl- um, hverju nafni, sem nefnast. Árið 1998 setti Alþingi lög, sem kveða á um, að erlendir aðilar greiði 20% skatt af söluhagnaði af hlutabréfum í íslenzkum fyrirtækj- um. Islenzk verðbréfafyrirtæki eiga samkvæmt þessum lögum að halda eftir sem staðgreiðslu þess- um hluta af söluhagnaði hlutabréfa erlendra aðila. Eignarhaldsfélag í eigu Islendinga í Lúxemborg flokk- ast í þessu samhengi sem erlendur aðili. Nánast má ganga út frá því sem vísu, að peningarnir sem send- ir voru út með löglegum hætti til þess að losna við skattgreiðslur verða ekki sendir heim aftur til þess að lenda í þessari tilteknu skattgreiðslu. I þessu felst, að þeir milljarða- tugir, sem á undanförnum árum hafa streymt út úr sjávarútvegi í gegnum kvótakerfið hafa verið sendir með löglegum hætti úr landi án þess að nokkur skattur væri greiddur af þeim á íslandi. Hið sama á að sjálfsögðu við um sölu- hagnað af hlutabréfum, sem menn hafa haft í viðskiptum með önnur hlutafélög en útgerðarfyrirtækin. Það má ganga út frá því sem vísu að þessir peningar komi aldrei aftur heim til íslands. Eigendur þeirra munu nota þá til fjárfestinga í at- vinnufyrirtækjum annars staðar. Eru einhver rök fyrir því að greiða með þessum hætti fyrir því, að söluhagnaður af hlutabréfum verði skattfrjáls um aldur og ævi á sama tíma' og atvinnufyrirtæki, sem rekin eru á Islandi greiða fulla skatta og launafólk greiðir fulla skatta af launatekjum sínum? Hér er ekki um að ræða neitt undanskot frá skatti. Hér er ekki um það að ræða, að þeir sem notið hafa söluhagnaðar af viðskiptum með hlutabréf hafi gert neitt sem er andstætt lögum. Þeir hafa ein- faldlega notfært sér íslenzka lög- gjöf með þessum hætti. Og það er Alþingi sem setti þessi lög. Áð vísu var ekki vel að verki staðið við þessa lagasmíð. Engin greinargerð fylgdi með tillögunni, henni var ekki fylgt úr hlaði og sáralitlar umræður urðu um hana. Alþingi hlýtur að skoða þetta mál ofan í kjölinn og gera ráðstafanir til þess að breyta löggjöf, sem aug- ljóslega hefur allt önnur áhrif en að var stefnt. SAMEINAÐ ÞÝSKALAND í TÍU ÁR Hvergi var skipting Evrópu jafn áberandi og í Þýskalandi á með- an á kalda stríðinu stóð og Berlínar- múrinn varð að tákni grimmdarinnar og mannfyrirlitningarinnar er ein- kenndi stjórnarfar kommúnista í aust- urhluta álfunnar. í vesturhluta Þýskalands dafnaði efnahagslífið og þýska efnahagsundrið skipaði Vestur-Þýskalandi sess meðal helstu iðnríkja heims. Vestur-Þjóð- verjar tóku upp náið samstarf við nágrannaþjóðir sínar með það að markmiði að efla samstarf og lýðræði í Evrópu. í austurhlutanum koðnaði efnahags- lífið hins vegar smám saman niður og mannlífið einkenndist af drunga og eymd. Leyniþjónustan Stasi kom sér upp víðtæku neti uppljóstrara og hélt spjaldskrá um einkalíf borgaranna. Hver sá sem reyndi að yfírgefa ríkið átti á hættu að verða skotinn. Allt breyttist á nokkrum dögum haustið 1989 þegar almenningur í Austur-Þýskalandi bauð stjórnvöldum birginn. Sumarið þetta sama ár höfðu íbúar Tékkóslóvakíu og Ungverja- lands náð að fá því framgengt að landamæri ríkjanna til vesturs yrðu opnuð. Fæstir áttu hins vegar von á því að stjórnvöid í Austur-Þýskalandi myndu láta undan með sama hætti en múrinn féll fyrr en nokkurn grunaði. Það tók um ár frá því að múrinn féll þar til að þýsku ríkin sameinuðust formlega á ný. Vissulega voru ekki allir sammála um ágæti þess og jafnt innan Þýskalands sem utan mátti heyra raddir er vöruðu við hættunni er myndi stafa af öflugu og samein- uðu Þýskalandi. Nú tíu árurn síðar eru þeir fáir er óttast hið sameinaða Þýskaland. Sameiningin hefur þvert á móti orðið til að koma samskiptum Þýskalands við nágranna sína í eðlilegt horf. Þýskaland gegnir nú lykilhlutverki við að sameina austur- og vesturhluta Evrópu sem rétt eins og þýsku ríkin þróuðust með mismunandi hætti um áratuga skeið. Á tíu ára afmæli hins sameinaða Þýzkalands samgleðjumst við Islend- ingar Þjóðverjum með þann mikla ár- angur, sem þeir hafa náð á stuttum tíma. Og horfum til þess að eiga náið samstarf við þessa öflugustu þjóð Evrópu í stjórnmálum, viðskiptamál- um og menningarmálum. ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 39 !■■■■■■■■!!-!■ I I I I M ■■■■ .!■■■■■■■■■ j ■ Tíu ár eru liðin frá því þýsku ríkin sameinuðust formlega eftir fjögurra áratuga skiptingu Þýskalands og Evrópu Sundruð þjoð vex saman Þjóðverjar halda upp á það í dag að tíu ár eru liðin frá sameiningu Austur- og Vest- ur-Þýskalands. Davíð Kristinsson í Berlín veltir fyrir sér ýmsum málum sem enn er verið að ræða í tengslum við sameininguna. MEÐ falli Berlínarmúrs- ins hinn 9. nóvember 1989 féll seinna þýska einræðisríki 20. aldar- innai-. Einræði austur-þýskra kommúnista hnmdi líkt og spila- borg í kjölfar hinnar friðsamlegu byltingar austur-þýsks almennings. Byltingin var upphafið að hruni sós- íalískra ríkja Mið- og Austur- Evrópu, og þannig fyrsti liðurinn í hruni járntjaldsins milli austurs og vesturs. Ólíkt aðskilnaðarstefnu innan fyrrverandi kommúnískra ríkja Sovétríkjanna, Tékkóslóvakíu og Júgóslavíu náði sameiningarstefnan yfirhöndinni innan Þýskalands sem hafði verið skipt í Austur- og Vest- ur-Þýskaland í rúma fjóra áratugi. Eftir fall múrsins gerðust hlutimir hratt og innan árs voru ríkin sam- einuð við hátíðlega athöfn. Sjaldan hafa tvö jafn ólík samfélög (hvað stjórnmál, efnahag og þjóðfélag varðar) sameinast á jafn skömmum tíma. Fljótlega varð til gjörbreytt samfélagskerfi innan landamæra Austur-Þýskalands. Þýskir sjónvarpsáhorfendur hafa á undanfömum áratug ítrekað séð endursýndar myndir frá sameining- arathöfninni hinn 3. október 1990. Forsetinn og kanslarinn standa með öðmm forystumönnum þjóðarinnar fyrir framan sambandsþingið, him- ininn er upplýstur af flugeldum. Brosandi einstaklingar í gleðivímu, sumir fella tár. Því oftar sem mynd- irnar em sýndar þvi fjarlægari verður atburðurinn sjálfur og í dag era þessar myndir orðnar tíu ára gamlar. Á sínum tíma var það vilji meirihluta austur-þýski-a borgara sem ýtti undir þróunina í átt að sam- einingu. En sameiningin átti sér líka andstæðinga innan Þýskalands jafnt sem utan, og hún var ekki frjálst val þýskra borgara heldur háð samþykki sigurveldanna. Óttinn við sameinað Þýskaland Árið 1990 var brosað að þáverandi aðalritara franska kommúnista- flokkins, Georges Marchais, þegar hann hvatti menn til að vígbúast þar sem Fjórða ríkið væri í uppsiglingu. Þótt fáir hafi tekið svo sterkt til orða var þessi hugsun þó ekki fjarlæg í huga margi'a vestrænna stjórn- málamanna þegar ljóst var að hratt stefndi í sameiningu Þýskalands. Frakkar höfðu áhyggjur af þvi að hin áttatíu milljóna manna þjóð ætti eftir að drottna yfir Evrópu pólitískt jafnt sem efnahagslega. Þeir óttuð- ust annað Prússland en í huga þeirra jafngilti Prússland stríði. Líkt og margir evrópskir stjórn- málamenn af eldri kynslóðinni höfðu Frakkar ekki gleymt stórveldistil- burðum Þjóðverja á fyrri hluta ald- arinnar. I desembermánuði 1989 fór Frangois Mitterrand, Frakklands- forseti, til Austur-Þýskalands og hvatti síðustu ríkisstjóm „Sósíalíska einingarflokksins" (SED) til að koma á lýðræðislegu en sjálfstæðu Austur-Þýskalandi. Nági'annalönd á borð við Holland og Pólland, sem orðið höfðu útþenslustefnu nasista að bráð, vom lengi hikandi í afstöðu sinni til sameiningarinnar. Andstaðan við sameininguna var þó einna sterkust í London. Það sem af var 9. áratugnum höfðu samskipt- in milli Vestur-Þýskalands og Bret- lands ekki verið upp á marga fiska. Þessi staðreynd endurspeglaðist í stirðum samskiptum Kohls við Margaret Thatcher. Líkt og Mitt- errand vildi , járnfrúin" áframhald- andi tilvist Austur-Þýskalands. Fjórtán ára gömul upplifði hún loft- árásir Þjóðverja á heimaborg sína Grantham. Thatcher var enn á móti sameiningunni eftir að „tíu liða“- áætlunin var lögð fram 28. nóvem- ber 1989. Hún leit svo á að samein- ing þýsku ríkjanna kæmi ekki til greina fyrr en eftir tíu til fímmtán ár. Henni tókst þó hvorki að fá stuðning ráðamanna í Washington né Moskvu og vist er að hún vanmat vilja Gorbatschovs til að styðja sam- eininguna í þeirri von að Þýskaland yrði tengiliður við Evrópu í framtíð- inni. í lok ársins 1989 leit George Bush, Bandaríkjaforseti, svo á að sameiningin væri óhjákvæmileg. Hann vai' fyrstur til að veita samein- ingunni samþykki sitt og í kjölfarið fylgdu Mitterrand og Míkhaíl Gorb- atsjov í byrjun ársins 1990. Það var ekki fyrr en 6. febrúar sem Thather viðurkenndi á þinginu að sameining- in væri óhjákvæmileg eins og málin hefðu þróast. Hún hafði þó enn mikl- ar áhyggjur af því að Kohl yrði ekki tilbúinn að viðurkenna vesturlanda- mæri Póllands. I viðtali í júlí 1990 setti þáverandi verslunar- og iðnað- annálai'áðherra Bretlands, Nichol- as Ridley, Helmut Kohl á sama stall og Hitler. Þótt Thatcher hafi reynt að verja Ridley neyddist hann til að segja af sér. Meirihluti almennings á Bretlandseyjum var þó velviljaður i garð sameiningarinnar og sömu sögu er að segja af þinginu. Bretar höfðu lengi áhyggjur af því að - Þýskaland mundi leita til austurs í kjölfar sameiningarinnai' en það hefur ekki orðið raunin. Ottinn við mögulega árásargirni stærsta og efnahagslega máttug- ______________ asta ríkis Evrópu virðist eftir á að hyggja ekki hafa átt við rök að styðj- ast. Þótt hið fullvalda og sameinaða Þýskaland sé fyrirferðarmeira í utan- ríkismálum en gamla Vestur-Þýska- land hafa Persaflóastríðið og átökin á Balkanskaga þó sýnt að vægi Þjóðverja í utanríkis- og hemaðar- málum er takmarkað. Þjóðverjar hafa þannig unnið sér traust vest- rænna ríkja í utanríkismálum. Þótt síðustu tveir kanslarar Þýskalands hafi sannfært Evrópubúa um að ástæðulaust sé að óttast árásargirni „Evrópu-risans" em varkái-ustu stjórnmálamenn þó enn áhyggju- Austur-þýskir landamæraverðir horfa í gegnum gat á Berlínarmúrnum eftir að almenningur hafði rifið niður hluta hans skammt frá Brandenborgarhliðinu í nóvember árið 1989. A-Þýskalandi var í raun skeytt við ríkið í vestri fullir við tilhugsunina um að eftir tvo áratugi gæti herskár kanslari kom- ist til valda í Þýska sambandslýð- veldinu. Andstaða þýskra vinstrimanna Á sínum tíma deildu þýskir vinstrimenn áhyggjum Mitterrands. í millitíðinni er efi þessi gleymdur og grafinn, og vinstriflokkarnir við stjómvölin í hinu sameinaða Þýska- landi. Á fagnaðarappákomum Kristilega demókrataflokksins á undanförnum dögum hefur kanslar- inn fyrrverandi, Helmut Kohl, ítrek- að rifjað upp í ræðum sínum and- stöðu vinstrimanna við sam- einingunnni. Svo virðist sem Kohl nái að bægja athyglinni frá fjár- málahneyksli CDU með því að snerta veikan blett stjórnarflokk- anna sem reyna að verjast þessum ásökunum með því að breyta um umræðuefni og segja Kohl einungis vera að beina athyglinni frá fjár- málahneykslinu. Forystumenn stjórnai'flokkanna virðist ekki treysta sér til að útskýra fyrir borg- umm hins sameinaða Þýskalands hvers vegna vestur-þýskir vinstri- flokkar höfðu uppi efasemdir um sameininguna fyrir rúmum áratug. Vinstrimenn í Vestui'-Þýskalandi litu svo á að með Auschwitz hefði Þýskaland' glatað réttinum til að vera þjóðríki. Aðskilnaður þýsku ríkjanna var álitinn réttlát refsing fyrir hörmulegar afleiðingar þýskr- ar útþenslustefnu. Gagnrýni af þessu tagi kom sjaldnast frá for- ystumönnum Jafnaðarmanna- flokksins heldur frekar frá mennta- mönnum á borð við hinn heim- spekinginn Júrgen Habennas. í bók sem Joschka Fischer sendi frá sér árið 1994 (Þýska hættan) rekur hann þýsku árásargirnina aftur til Friðriks hins mikla, Pmssakon- ungs. Líkt og margir evrópskir stjómmála- menn áleit Fischer sam- eininguna ýta undir prússnesku hættuna, þ.e. hernaðarstefnu þá sem gerir Bismarck að forföður Hitlers. I samræmi við hefð þýskra vinstrimanna áleit Fischer óviðeigandi að þýskar hersveitir yi’ðu sendar á stríðsvettvang í fram- tíðinni. Miklar breytingai' áttu sér stað eftir að vinstriflokkamir kom- ust til valda og þegar á reyndi töldu bæði Fischer og Habermas nauð- synlegt að senda þýskt herlið til Kosovo til varnar mannréttindum. í kjölfar árásargjai-nrar þjóðernis- hyggju nasista litu vestur-þýskir !j_ AP Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, og Hans Modrow, forsætisráðherra A-Þýskalands, á leið á blaða- mannafund í Dresden 19. desember 1989. Þar var tilkynnt að sameiningarviðræður þýsku ríkjanna væru hafnar. vinstrimenn svo á að þjóðernis- hyggja væri nátengd árásargirni. Þýsk þjóðemishyggja var því talin vafasöm afstaða. Efth' hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnai' tak- markaðist þessi afstaða þó ekki ein- ungis við vinstrimenn. Það þótti t.d. allt að því óviðeigandi að vestur- þýskir landsliðmenn hreyfðu varirn- ar þegar þjóðsöngurinn var leikinn við upphaf fótboltalandsleiks. Sú af- staða var ekki úr lausu lofti giipin því að leikina sóttu einnig þýskir nýnasistar sem görguðu þjóðsöng- inn með hendina útrétta í Hitlers- kveðju. Eftir að múrinn féll höfðu þýskii' vinstrimenn varann á sér gagnvart þjóðernishyggju þeirri sem fylgdi sameiningaráfonnunum. Flestir jafnaðarmenn fylgdu Oskar Lafontaine og gi'eiddu atkvæði gegn mynt- og efnahagssambandinu við Austur-Þýskaland. Helsta undan- tekningin var Willy Brandt, fyrrver- andi kanslari, sem var fylgjandi sameiningunni. Ungir jafnaðar- menn litu svo á að „sá gamli“ væri orðinn þjóðernissinnaður með árun- um. I ljósi þessa er þvískiljanlegt að Kohl noti nú tækifærið og fullyrði að CDU haíi aldrei gefið upp vonina um sameiningu þýsku ííkjanna, að Schröder sé einn föðurlandssvikar- anna og að sameiningin hefði ekki komið til ef núverandi stjómar- flokkar hefðu verið við stjórnvölin í lok 9. áratugaiins. Á sama tíma talar Kohl af vh-ðingu um Willy Brandt sem lést árið 1992. Nýlendan Austur-Þýskaland Þótt það hljómi betur að segja að Austur-Þýskaland hafi sameinast Vestur-Þýskalandi var þó raunin sú að því var skeytt við ríkið í vestri. Slíkt er líklegast óhjákvæmilegt þegai' sá veiki sameinast þeim sterka. I samanburði við Vestur- Þýskaland var hið sextán milljóna- manna Austur-Þýskaland smáríki. Þeir sem litu svo á að austur-þýski sósíalisminn hefði átt sér jákvæðar hliðar vonuðust til þess að samein- ingin yi'ði þess valdandi að ákveðnir hlutir tækju breytingum í Vestur- Þýsklandi. En uppbyggingunni í austri fylgdu mjög takmarkaðar breytingar í vestri. Hvað gátu Vest- ur-Þjóðverjar lært af Austur-Þjóð- verjum? Ekkert! En Austur-Þjóð- verjar af bræðum sínum í vestri? Allt! Sýni skoðanakannanir að Aust- ur-Þjóðverjar hugsi enn frábragðið Vestur-Þjóðverjum er litið á það sem frávik sem muni smám saman færast í rétt horf. Vestur-Þjóðverjar höfðu ekki áhuga á breytingum á borð við nýja stjórnarskrá. Austur- Þjóðverjar fengu stjórnarskrá, rótt- ar- og fjölmiðlakerfi Vestur-Þjóð- verja. Árið 1991 var austur-þýska sjónvarpið lagt niður og aðlagað að vestur-þýska sjónvarpinu (ARD). Fyrrverandi Austur-Þjóðverjar era enn í miklum minnihluta þehTa sem starfa í sjónvarpi og á dagblöðum. Þetta gerir að verkum að Austur- Þjóðverjar hafa í samanburði við Vestur-Þjóðverja takmörkuð tæki- færi til að láta eigin skoðanir í ljós. Eftir síðari heimsstyrjöld vora það sigurveldin sem höfðu mest að segja um það hvernig skrifa ætti sögu fortíðarinnar. Eftir fall múrs- ins stóðu Vestur-Þjóðverjar uppi sem sigurvegarar og _____________ höfðu í kjölfar samein- ingarinnar meira að segja um túlkun fortíð- arinnai' en Austur-Þjóð- verjar. Sem dæmi um ójafn- vægi þetta má nefna hina 180.000 hillumetra af leyniskjölum sem Stasi, austur-þýska leyniþjónustan, safnaði á meðan hún var starfandi. Ólíkt fylgisveinum nasismans, sem var hlíft í Þýskalandi fram til ái'sins 1968, var strax hafist handa við að nota skjöl Stasi gegn fyrrverandi borguram Austur-Þýskalands. Stór hluti ásakananna átti við rök að styðjast en skjalasafnið hefur einnig verið misnotað í pólitískum tilgangi. Munurinn á A- og V-Þjóðverj- um áfram um- ræðuefni Á sama tíma hefur lítið sem ekkert verið fjallað um njósnara Stasi í Vestur-Þýskalandi sem talið er að hafi verið um 80 talsins. Margir þessara einstaklinga vora háttsettir í vestur-þýsku samfélagi og ein- hveijir era það líklegast enn. Austur-Þjóðverjar fengu heldur ekki miklu ráðið um dagsetningu þjóðhátíðardagsins. í fljótu bragði virðist augljóst að dagur hinnai’ frið- sælu byltingar, 9. nóvember, hefði verið viðeigandi þjóðhátíðardagur. Dagsetningunni fylgh' þó söguleg byrði á borð við valdaránstilraun Hitlers árið 1923 og árásir nasista á gyðinga kristalsnóttina 1938. Það var því ákveðnum erfiðleikum bund- ið að gera daginn sem múrinn féll að sameiningardegi. Þrátt fyrir það hefði verið mögulegt að heiðra afrek austur-þýsks almennings með því að gera 9. október að þjóðhátíðardegi, daginn sem 70.000 manns mótmæltu í Leipzig gegn einræðisstjóminni. I stað þess varð 3. október fyi-ir valinu sem minnir ekki á neitt nema ríkis- hátíðarhöldin fyrir tíu áram. Það að hin lýðræðislega bylting falli í skuggann á afrekum einstakra vest- ur-þýskra stjórnmálamanna sýnir betur en nokkuð annað hverjir ráða mestu um túlkun fortíðai'innar. Austui'-Þjóðverjar urðu að láta sér nægja að slagorð uppreisnai' þeirra, „Við eram fólkiðl", lenti aftan á símakortum vestur-þýska símafyi’- irtækisins Telekom. Austur-Þjóðverjum er sjaldan boðið í spjallþætti sjónvarpsins þar sem rætt er með fremur niðrandi hætti um hugarfar hinna svonefndu Austur-Þjóðverja (Ossis). Og þegai' byggð er hraðbraut í sambandslönd- unum í austri er litið á það sem styrk frá vestrinu. Væri sambærileg hrað- braut byggð í sambandslöndum í vestri teldust það eðlileg útgjöld rík- _________ isins. Þar sem ekki hef- ur myndast áhrifamikil stétt fyrrverandi Aust- ur-Þjóðverja í hinu nýja Þýskalandi eiga Austm-- Þjóðverjar sér hlutfalls- lega fáa talsmenn á op- inberum vettvangi. Þó ber að nefna Wolfgang Thierse (SPD), forseta sambandsþingsins, sem tekið hefur upp hanskann fyrir Austur-Þjóð- verja þegar kristilegir demóki'atar hafa gengið of langt í að eigna sér sameininguna. Annar fynverandi Austur-Þjóðverji sem náð hefur langt í heimi stjórnmálanna, Angela Merkel (leiðtogi CDU), hefur þurft að eyða allri orku sinni í að verja af- rek Kohls gegn gagnrýni stjórnar- flokkanna og lítið getað talað máli fyrrverandi Austur-Þjóðverja. Brostnar vonir og fortíðarþrá Hin opinbera ríkiskenning sósíal-. ísku einræðisstjónai' Austur-Þýska- lands fordæmdi efnishyggju. Eftir fall múrsins litu margir Austur- Þjóðveijai' á Vestur-Þýskaland sem land efnahagsundursins. Ofáir gerðu sér vonir um að ekki liði á löngu þar til hin nýju sambandslönd tækju að blómstra. Gleðivíman stóð þó ekki lengi. Fljótlega kom í ljós að ástand austur-þýska iðnaðarins var verra en áætlað hafði verið í fyrstu. Margir misstu vinnu sína og á sum- um svæðum fór atvinnuleysið upp fyrir 25 prósent. Þar sem gömlu var skipt út fyrir nýtt var stöðum fækk- - að. Draumurinn um ótakmarkaða neyslu með hjálp vestur-þýska marksins reyndist atvinnulausum Austur-Þjóðveijum skammgóður vermir og gullna vestrið missti glansinn í hugum margra. Fólks- flutningurinn frá austri til vesturs náði lágmarki árið 1997 en hefur síð- an aukist jafnt og þétt, og er nú um 50.000 á ári. Það er fyrst og fremst unga fólkið sem flyst til Vestur- Þýskalands í leit að vinnu. Austm'-þýska ííkið, heimaland 16 milljóna Þjóðverja, gufaði upp á inn- an við ári. Austur-Þjóðverjar hafa þurft að lifa án Austur-Þýskalands í tíu ár. Enn era til Austur-Þjóðverj- ai' sem myndu vilja sjá múrinn end- urreistan, og helst helmingi hærri en áður. Þeir sem haldnir eru for- tíðarþrá Iíta svo á að „allt hafi ein- hvem veginn verið betra“ í Austur- Þýskalandi. I huga þessa fólks var Austur-Þýskaland land öryggisins þar sem fólk hafði öragga vinnu, unga fólkið fékk vinnu, húsnæði kostaði lítið sem ekkert og allir höfðu gi-eiðan aðgang að heilbrigðis- kerfinu. Fólkið hafði lítið en það sem það hafði var öraggt. Eflaust er erf- itt fyrir mai'ga Austur-Þjóðverja að kyngja því að frá sjónarhóli Vestur- Þjóðveijans hafi lífið í Austur- Þýskalandi verið svartnættið eitt. Dagblöð sem era arftakar austur- þýskra fjölmiðla taka að mjög tak- mörkuðu leyti á fortíðinni. Sama er að segja um arftaka austur-þýska sósíalistaflokksins, PDS, sem nýtur góðs af fortíðarþrá fyrrverandi Austur-Þjóðverja og leitast við að komast hjá gagnrýnu uppgjöri við fortíðina. Þrátt fyrir vonbrigði og fortíðar- þrá vilja aðeins 6 prósent fyrrver- andi Austur-Þjóðverja að sósíalíska ríkið væri enn til staðar. Þrátt fyrir að margt hefði mátt betur fara líta flestir á sameininguna sem ávinn- ing. Tekjur Austur-Þjóðverja eru enn að meðaltali 30 prósent lægri en tekjur Vestur-Þjóðveija og mörg ár era í að sambandslöndin í austri eigi eftir að geta staðið á eigin fótum án fjánnálaaðstoðar sambandsland- anna í vestri. Líklegaþai'f að bíða önnúr tíu ár þar til ójafnvægið milli Austur- og Vestur-Þýskalands, ný- lendunnar og nýlenduherrans, heyr- ir sögunni til. Ástandið í sambands- löndunum í austi’i fer batnandi en næst ekki í sambandi Austur- og Vestur-Þýskalands fyrr en Austur- Þjóðverjar þéna jafn mikið og Vest- ur-Þjóðverjar, þegar þeir fjárfesta jafn mikið í Vestur-Þýskalandi og Vestur-Þjóðverjai’ í Austur-Þýska- landi og þegai' það þykir ekki lengui^ fréttnæmt að formaður stjórnmála- flokks hafi alist upp í Austur-Þýska- landi. Þótt rannsóknir sýni að þæi klisjur sem era í gangi um Austur- Þjóðverja standist ekki nánari at- hugun munu líklegast líða önnur tíu ár þar til Þjóðverjar hætta að ræða muninn á Áustur- og Vestur-Þjóð- verjum og láta sér nægja að tala bai-a um Þjóðverja. Enn eru þeir sem spyija sig hvort mögulegt hefði verið að veita Aust- ur-Þjóðverjum stæn’a hlutverk í sameiningarferlinu, hvort samein- ingin hafi gengið of hratt fyrir sig eða hvort gerð hafi verið mistök við hina efnahagslegu sameiningu. En hefur það eitthvað upp á sig að velta sér upp úi’ slíkum spurningum á tíu ára brúðkaupsafmæli Austur- og Vestur-Þýskalands? Að minnsta kosti er víst að þær ákvarðanir, sem enn er verið að gagnrýna, verða fjarlægari með hvei'ju árinu. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.