Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þingmenn telja ástæðu til að endurskoða tekjufærslu söluhagnaðar af hlutabréfum
Fj ármálaráðherra
boðar breytingar á
tekjuskattslögum
Fjármálaráðherra er með í undirbúningi
breytingar á tekj uskattslögum þar sem m.a.
verður ijallað um tekjufærslu söluhagnaðar
af hlutabréfum. Samfylkingin ætlar að
leggja fram frumvarp á næstu dögum
um sama mál. Þá hefur Ögmundur Jónas-
son lagt fram fyrirspurn á Alþingi um
afleiðingar þeirrar breytingar á skatta-
löfflim sem gerð var 1996.
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
segir að á næstunni verði lagt fram
frumvarp sem m.a. fjalli um vanda-
mál sem tengjast skattlagningu
söluhagnaðar af hlutabréfum. Vil-
hjálmur Egilsson, formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþingis,
telur að vísasta leiðin til stöðnunar í
atvinnulífi landsmanna væri að af-
nema í skattalögum heimild til að
fresta skattlagningu söluhagnaðar
af hlutabréfum. Þingmenn Samfylk-
ingarinnar ætla að leggja fram
frumvarp um málið og Ogmundur
Jónasson hefur lagt fram á Alþingi
fyrirspurn til fjármálaráðherra um
sama mál.
I sunnudagsblaði Morgunblaðs-
ins var fjallað ítarlega um afleiðing-
ar skattalagabreytinga frá árinu
1996 og 1998. Annars vegar er um
að ræða heimild fyrir einstaklinga
til að fresta skattlagningu sölu-
hagnaðar af hlutabréfum með því
að fjárfesta í öðrum félögum. Hins
vegar er ákvæði sem skyldar er-
lenda aðila til að greiða 20% skatt
af söluhagnaði hlutabréfa í íslensk-
um hlutafélögum.
Innan fjármálaráðuneytisins hef-
ur verið starfandi starfshópur sem
m.a. er ætlað að taka á þeim vanda-
málum sem tengjast skattlagningu
söluhagnaðar af hlutabréfum. Að
sögn Geirs H. Haarde fjármála-
ráðherra verður fljótlega lagt fram
á Alþingi frumvarp um þetta mál.
Hann kvaðst að öðru leyti ekki
treysta sér til að tjá sig um málið á
þessu stigi, enda hefði hann ekki
haft tækifæri til að kynna sér um-
fjöllun Morgunblaðsins.
Afnám heimildarinnar er
vísasti vegurinn til stöðnunar
í atvinnulífinu
Vilhjálmur Egilsson sagði að
draga mætti þá ályktun af umfjöll-
un Morgunblaðsins að það þyrfti að
gera ýmsar breytingar á skattaum-
hverfínu hér á landi með það að
markmiði að gera það meira aðlað-
andi.
„Það þarf að gera ísland sam-
keppnishæfara um fjármagn er-
lendis frá. Þar þarf að skoða atriði
eins og skattlagningu á arð sem fer
úr landi og stöðu eignarhaldsfélaga
á íslandi. Þar erum við ekki sam-
keppnisfærir. Við getum horft til
frænda okkar Dana í þeim efnum,
sem hafa nýlega sett upp sam-
keppnishæfa eignarhaldsfélagalög-
gjöf eins og er í Lúxemborg, Hol-
landi og víðar.
Þýðing þess að menn geti frestað
skattlagriingu af söluhagnaði í
hlutafélögum með því að fjárfesta í
öðrum hlutabréfum er afar mikil og
hefur gert það að verkum að það
hefur komist margfalt meiri hreyf-
ing á hlutabréf og fyrirtæki en var
áður. Þetta hefur verið eitt af lyk-
ilatriðunum í að hvetja til uppstokk-
unar í atvinnulífinu, kynslóðaskipta
í fyrirtækjum, sameiningu fyrii--
tækja o.s.frv. Þetta hefur líka verið
eitt af lykilatriðunum við að byggja
upp það áhættufjármagn sem nú er
til staðar í atvinnulífinu. Síðustu
3-4 ár hafa verið einstök í atvinnu-
sögu landsins að því jeyti að ný-
sköpunarfyrirtæki á Islandi hafa
aldrei áður haft jafngóðan aðgang
að áhættufé. Ástæðan er sú að
menn hafa getað losað fjármagn
með auðveldum hætti úr félögum án
þess að það hafi haft með sér
skattalegar skuldbindingar. Skil-
virkasta leiðin til að setja í gang
nýtt stöðnunartímabil í atvinnulíf-
inu væri að afnema þessa heimild til
frestunar," sagði Vilhjálmur.
Vilhjálmur sagði að hugsun
löggjafans með skattalagabreyting-
unni frá 1996 hefði verið sú að
menn gætu flutt fjármunina frá
einu fyrirtæki til annars fyrirtækis.
En ekki væri hins vegar hægt að
koma í veg fyrir að menn færu með
peningana úr landi, t.d. í eignar-
haldsfélög erlendis. „í sjálfu sér er
ekkert að því að menn fari með
fjármagnið úr landi. Þeir sem eiga
fjármagn, hvort sem það eru lífeyr-
issjóðir eða einstaklingar, reyna
eðlilega að vera með áhættudreif-
ingu í sínum fjárfestingum. Það er
athyglisvert að þessar fjárfestingar
erlendis hafa gert það að verkum að
erlend eignastaða þjóðarbúsins hef-
ur verið að styrkjast þrátt fyrir við-
varandi viðskiptahalla. Eg tel að
það sé jákvætt að við séum að
mynda eignir erlendis á móti skuld-
um okkar. Við megum hins vegar
ekki vera með girðingar sem koma í
veg fyrir að erlent fjármagn leiti
hingað til baka.“
Vilhjálmur sagðist geta tekið
undir að ástæða væri til að endur-
skoða ákvæði skattalaga um að er-
lendir aðilar greiði 20% skatt af
söluhagnaði í íslenskum hlutafélög-
um. Hann benti á að enginn skattur
sé greiddur af vaxtatekjum er-
lendra aðila sem lána til íslenskra
aðila. Hann sagði að því hefði gjarn-
an verið borið við að með því að af-
nema þetta ákvæði værum við að
skemma fyrir okkur í tvísköttunar-
samningum við aðrar þjóðir. „Ég
held hins vegar að þetta sé mis-
skilningur og að við myndum gera
landið miklu meira aðlaðandi fyrir
erlenda aðila. Ég tel því ástæðu til
að breyta þessu,“ sagði Vilhjálmur.
Fyrirspurn uni málið
lögð fram á Alþingi
Ögmundur Jónasson, fulltrúi
Vinstrihreyfmgarinnar í efnahags-
og viðskiptanefnd, sagði augljóst að
brýnt væri að endurskoða þau lög
sem sett voru 1996 og heimiluðu
frestun á skattgreiðslu söluhagnað-
ar af hlutabréfum.
„Ég hef þegar lagt fram á Alþingi
fyrirspum til fjármálaráðherra um
afstöðu hans til þessa máls, sem á
rót í skattabreytingu frá árinu 1996.
Mér finnst sýnt að það þurfi að taka
þessi lög tU endurskoðunar. Þing-
flokkur Vinstrihreyfingarinnar-
Græns framboðs mun hafa frum-
kvæði að því að Alþingi gangist fyr-
ir slíkri lagabreytingu, en áður en
við leggjum fram frumvarp þessa
efnis finnst okkur rétt að fá fram
afstöðu fjármálaráðherra.
Ég held sannast sagna að fáir
hafi haft hugmyndaflug til að sjá
fyrir hvað raunvemlega myndi ger-
ast með þessari breytingu. Það var
örugglega ekki hugsun löggjafans
að auðvelda undanskot frá sköttum
með þessum hætti og að stuðla að
flæði fjármagns úr landinu," sagði
Ögmundur.
Ögmundur sagðist ekki gera sér
grein fyrir af hverju þessi laga-
breyting var gerð á Alþingi vorið
1996. Hann sagði að þingmenn
Vinstri-grænna hefðu oft varað við
því að slakað væri of mikið á eftirliti
með fjármagni. Það væri greinilegt
að full þörf væri á að herða eftirlit
með fjármagni.
AlvarlegJ ef bankakerfið er að
stuðla að því að skattar séu
ekki greiddir
Hjálmar Árnason, annar fulltrúi
Framsóknarflokksins í efnahags-
og viðskiptanefnd, sagðist telja þörf
á að skoða þessi mál ítarlega. „Ef
bankakerfið er farið að stuðla að því
að fólk geti komist hjá því að greiða
skatta hér á landi með því að reisa
sér útibú erlendis þá er ástæða til
að hafa áhyggjur og bregðast við.
Ég tala nú ekki um þegar í hlut eiga
ríkisbankar. Þegar um er að ræða
frjálst flæði peninga er vissulega
erfitt við að eiga en sé það rétt sem
kom fram í umfjöllun Morgunblaðs-
ins um helgina er full ástæða til að
bregðast við.
Það var aldrei hugsun löggjafans
að menn gætu komið sér undan
skattgreiðslum með því að fjárfesta
í eigin eignarhaldsfélögum erlendis.
Þarna er smuga í skattalöggjöfinni
sem menn hafa fundið. Þetta er að
mínu mati alvarlegt gat og upp í
það þarf að stoppa," sagði Hjálmar.
Samfylkingin tilbúin
með frumvarp
Svanfríður Jónasdóttir, alþingis-
maður Samfylkingarinnar, sagði að
nokkrir þingmenn flokksins myndu
á næstu dögum leggja fram frum-
varp þar sem gert væri ráð fyrir
breytingum á þeirri grein tekju-
skattslaganna sem heimilar frestun
á skattlagningu söluhagnaðar af
hlutabréfum.
„I vor lagði Samfylkingin fram
frumvarp um breytingu á lögunum
um stjórn fiskveiða þar sem við
lögðum til svokallaða útboðsleið,
sem nú er kölluð fyrningarleið í
skýrslu auðlindanefndar. Við skoð-
uðum í tengslum við það mál hvaða
fleiri breytingar við þurftum að
gera á löggjöfinni. Niðurstaða okk-
ar var að við þyrftum m.a. að
breyta 17. grein tekjuskattslag-
anna. Ég lét útbúa frumvarp til
breytinga á 6. og 8. málsgrein 17.
greinar sem eru þær málsgreinar
sem komu inn í lögin 1996 og heim-
ila þessa frestun á tekjufærslunni.
Það var hins vegar svo langt liðið á
vorið að ég gat ekki lagt það fram
nema til þess eins að kynna það, en
ég tilkynnti í umræðum á Alþingi
að málið yrði lagt fram í haust og
það verður gert,“ sagði Svanfríður.
Það sjónarmið kemur fram í um-
fjöllun Morgunblaðsins um helgina
að lögin hefðu haft aðrar og víðtæk-
ari aíleiðingar en ætlast var til í
upphafi. Svanfríður sagði að hún
hefði heyrt þetta sjónarmið úr fleiri
áttum. Meirihluti Alþingis hefði
aldrei ætlast til að lagaákvæðið
hefði þessar afleiðingar. Hún sagð-
ist því trúa því að alþingismenn
fögnuðu því að fá tækifæri til að
endurskoða þetta. Hún sagðist hafa
í höndum samantekt um hvernig
þessu væri fyrirkomið í nágranna-
löndum okkar. „Við samanburð á
okkar löggjöf við löggjöf þeirra
landa sem við berum okkur gjarnan
saman við kemur í ljós að okkar
löggjöf er alveg einstök. Það er
hvergi sem menn komast upp með
þá hluti sem þeir komast upp með
hér á landi. Það gefur okkur viðbót-
arástæðu til að endurskoða þetta
ákvæði,“ sagði Svanfríður.
Ekki greiddur skattur
af gjafakvótanum
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, sagði að
þessar aðferðir manna til að komast
hjá skattgreiðslum, sem raktar
væru í umfjöllun Morgunblaðsins,
væru með öllu ólíðandi.
„Það er ekki nóg með að menn
selji gjafakvótann sem þeir hafa
fengið án endurgjalds fyrir eigin
reikning heldur stelast þeir burt úr
landi með fúlgurnar án þess að
greiða af þeim skatt til samfélags-
ins. Þetta er með ólíkindum, en það
er engin tilviljun að þessu skuli
vera svona varið. Þessir nýríku
kapítalistar hafa fengið að fara sínu
fram og þetta er eitt dæmi um það.“
Rrkisskattstjori um skattgreiðslu erlendra aðila af söluhagnaði hlutabréfa
INDRIÐI H. Þorláksson ríkis-
skattstjóri segir að íslenskum verð-
bréfafyrirtækjum sem hafi milli-
göngu um sölu hlutabréfa í eigu
erlendra aðila beri skylda til að
halda eftir 20% af söluhagnaðinum.
Hann segir að misbrestur hafi orðið
á að þetta sé gert og að það sé eitt
af þeim verkefnum skattaeftirlits-
ins sem bíði úrlausnar. í þeim til-
fellum þar sem þessum skatti hafi
ekki verið skilað hljóti að vakna upp
spurningar um ábyrgð verðbréfa-
fyrirtækjanna.
Indriði sagði að vandkvæðin við
framkvæmd á þessu ákvæði skatta-
laga væru ekki síst þau að eriendir
aðilar væru ekki framtalsskyldir
Ber skylda til að halda
eftir staðgreiðslu
hér á landi og því gæti verið erfitt
um vik að fylgjast með því að skatt-
inum væri skilað.
Indriði sagði einnig að erlendir
aðilar gætu falið verðbréfafyrirtæki
að selja hlutabréf án þess að fyrir-
tækið hefði nokkra hugmynd um
hvert væri stofnverðið. Skattstofn-
inn væri þá óljós. Auk þess gæti
sala átt sér stað án milligöngu inn-
lendra verðbréfafyrirtækja.
Indriði sagðist ekki telja að fella
ætti þetta ákvæði úr skattalögum.
„Ég tel ekki eðlilegt að breyta
þessu. Það er algeng regla í skatta-
löggjöf í Vestur-Evrópu að ríkin
áskilja sér rétt til að skattleggja
tekjur sem verða til í landinu, hvort
sem þær verða til af atvinnurekstri
eða eign. Þarna er litið á eign er-
lends aðila í hlutabréfum í íslensku
félagi sem ávísun á arðsuppsprettu.
Það er mjög almenn regla og ég tel
að hún sé eðlileg í sjálfu sér.
Viðfangsefnið ætti fremur að
vera hvernig menn tryggja fram-
kvæmdina. Þar getur verið spurn-
ing um eðlilega upplýsingamiðlun
milli landa, sem er nokkur í þessum
efnum. Ef aðilar eiga eignir og eru
skattskyldir í löndum sem við höf-
um tvísköttunarsamninga við, þa
eiga þessar upplýsingar að berast
að einhverju marki.
í tvísköttunarsamningum haía
löndin samið um hvernig þau skipta
þessum skattlagningarrétti á milli
sín og þá er niðurstaðan oft sú að
landið þar sem viðkomandi að.ili er
búsettur og þar með félag, ef því er
að skipta; fær þennan skattlagning-
arrétt. Eg held að við myndum
setja okkur í verri stöðu að öllu
leyti ef við myndum afnema þessa
reglu,“ sagði Indriði.