Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KIRKJUSTARF Námskrárdeild stofnuð í menntamálaráðuneytinu NÝ deild, námskrárdeild, hefur verið stofnuð innan menntamálaráðuneyt- isins til að vinna að þróun og endur- skoðun námskráa fyrir leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og tón- listarskóla. Hörður Lárusson verður deildar- stjóri námskrárdeildarinnar en aðrir starfsmenn hennar verða þau Krist- rún ísaksdóttir, Ólafur Jónsson og Elín Skarphéðinsdóttir. Þau eru öll starfsmenn ráðuneytisins en með nýju deildinni er áréttuð sú stefna Björns Bjamasonar menntamálaráð- herra, að námskrár þessara skóla- stiga þurfi að vera í sífelldri þróun. Nýjar námskrár tóku gildi fyrir leikskóla, grunnskóla og bóknáms- og listnámsbrautir framhaldsskóla á síð- asta ári og er unnið að því að hrinda þeim í framkvæmd. Ný námskrá fyrir tónlistarskóla tók gildi á þessu ári. Unnið er að því að endurskoða námskrár fyrir starfsnám í fram- haldsskólum eða semja námskrár fyrir nýjar starfsnámsbrautir en starfsgreinaráð gera tillögur um inn- tak þessara námskráa. Um sömu mundir og nýju nám- skrámar tóku gildi lýsti menntamála- ráðherra yfir því að breytt yrði um vinnubrögð við námskrárgerð á þann veg, að horfið yrði frá því ráði, að líta til þess verkefnis eftir áralöng hlé og þess í stað skyldi námskrárstarfið verða sífellt verkefni á vettvangi ráðuneytisins undir stjóm sérstakrar deildar innan þess. Jafnframt skyldi stefnt að ýtarlegri og markvissari umfjöllun um námskrámar undir for- ystu ráðuneytisins. Námskrárdeild menntamálaráðu- neytisins á að fylgjast með fram- kvæmd námskráa, hafa fmmkvæði að breytingum á þeim, taka við tillögum um nýjar námskrár og um breytingar á gildandi námskrám og leggja mat á þær. Deildin mun annast kynningu á námskrám, svara fyrirspumum um námskrármálefni og úrskurða um álitaefni. Deildin verður samstarfsað- ili ráðuneytisins við starfsgreinaráð, samtök kennara og aðra sem áhuga hafa á námskrármálum eða hafa hagsmuna að gæta á því sviði. Námskrárdeild tekur til starfa 1. október2000. Alþj óðaviðskiptastofnunin Island aðili að samningi um opinber innkaup ÍSLAND gerðist fyrir helgi aðili að samningi Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar, WTO, um opinber innkaup. Að- ildin var samþykkt samhljóða á fundi sérstakrar nefndar aðildarríkja samningsins. I GATT-samningnum frá 1947 var ekkert ákvæði um opinber innkaup. Það var að mati margra aðildarríkj- anna ekki viðunandi því opinber inn- kaup eru stór hluti viðskipta sem fram fara í landi hverju. Samhliða Urúgvæ-viðræðunum fóru því fram viðræður milli aðildar- ríkja GATT sem leiddu til þess að undirritaður var samningur um opin- ber innkaup á sama tíma og samning- urinn um Alþjóðaviðskiptastofnunina þ. 15. apríl 1994. Samningurinn um opinber innkaup tók gildi 1. janúar 1996 og er einn af fjórum samningum WTO sem aðildarríki stofnunarinnar eru ekki skyldug til að vera aðilar að. í honum er lögð áhersla á að innlendir og erlendir aðilar hafi jafnan aðgang að opinberum innkaupum í aðildar- ríkjunum og að reglur um opinber innkaup séu skýrar. Samningurinn tryggir þannig aðgengi íslenskra fyr- irtækja að innkaupum opinberra stofnana í þeim ríkjum sem eiga aðild að honum. Aðildarríki samningsins eru skuldbundin til að gera viðeigandi ráðstafanir til að taka ákvæði hans inn í löggjöf sem gildir um opinber innkaup í viðkomandi ríki og verður frumvarp þess efnis lagt fram á haustþingi. Hagsmunaaðilum verður kynnt efni samningsins á næstunni, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Vilja tafarlaus- ar úrbætur í sérkennslu- málum FELAG grunnskólakennara hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Félag grunnskólakennara telur mjög brýnt að stjórnvöld beiti sér tafarlaust fyrir úrbótum í sérkennslumálum. í ályktun stjórn- ar félagsins er lýst yfir áhyggjum af minnkandi gæðum skólastarfs vegna skorts á menntuðu fólki til starfa við sérkennslu í skólum landsins. Ályktun Félags grunn- skólakennara er samhljóða ályktun Norrænu sérkennarasamtakanna sem samþykkt var á ráðstefnu þeirra í Vaasa í Finnlandi síðastlið- ið sumar en Félag íslenskra sér- kennara er aðili að þeim samtökum. Félag grunnskólakennara tekur undir stefnu 'stjómvalda sem fram kemur í Almennum hluta aðalnám- skrár grunnskóla, um „einn skóla fyrir alla. Á hinn bóginn bendir fé- lagið á að ekki sé nægilegu fjár- magni varið til sérkennslumála til þess að umræddu markmiði verði náð. Ur þessu verður að bæta segir BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn Sandgerði Sl. miðvikudag var íyrsta kvöldið í haustsveitakeppninni hjá okkur. Spilaður er einn 28 spila leikur á kvöldi og munu kvöldin því verða sjö. Akveðið var að hafa þetta firma- keppni.Úrslit urðu sem hér segir: Hekla - Toyota 25 - 4 Guðfmnur - Þroskahjálp 13 - 17 Nesfiskur-Röstin 22-8 Sveit Jóns Erlingssonar sat yfir 1. sætiHeklameð 25 stig 2. sæti Röstin með 22 stig í ályktun Félags grunnskólakenn- ara því að kennara með menntun á sviði sérkennslufræða vanti til starfa á öllum skólastigum. Bent er á að hér á landi sem og annars staðar á Norðurlöndum sé námsframboð í sérkennslufræðum takmarkað. Þrátt fyrir of fá náms- pláss vekur það athygli að umsókn- um um nám í sérkennslufræðum hefur fækkað miðað við það sem áð- ur var. Eins og viðhorf stjórnvalda eru í dag til sérkennslu virðist framhaldsnám í sérkennslufræðum ekki vera að sama skapi eftirsókn- arvert og áður og hið sama gildir um störf við sérkennslu. Kynningar- fundur hjá JC Reykjavík JUNIOR Chamber Reykjavík er félagsskapur fyrir fólk á aldrinum 18-40 ára. Tilgangurinn með þvi er að þjálfa fólk í samskiptum, fram- komu, ræðumennsku og stjórnun. Kynningarfundur verður haldinn í kvöld, þriðjudagskvöld, í Hellu- sundi 3, Þingholtunum, kl. 20- 21.30. Heimasíðan er www.jc.is 3. sæti Jón Erlings (e. yfirsetu) með 18 stig 4. sæti Þroskahjálp með 17 stig í Heklusveitinni spila þeir Karl G. Karlsson, Guðlaugur Sævarsson, Reynir Karlsson, Gísli Torfason og Jóhann Sigurðsson. Gestir og áhorfendur ávallt vel- komnir og munið að það er alltaf heitt kaffi á könnunni. Minningarmót um Einar Þorfínnsson Árlegt minningarmót um Einar Þorfinnsson sem Bridsfélag Selfoss stendur fyrir verður haldið í Brids- höllinni Þönglabakka laugardaginn 7. nóvember og hefst spilamennskan kl. 10 um morguninn. Keppnisstjóri verður Sveinn Rún- ar Eiríksson og verður spilað un silf- Námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudag- inn 4. október kl. 19. Kennsludagar verða 4., 9. og 11. október frá kl. 19- 23. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri en námskeiðið telst verða 16 kennslustundir og verður haldið í Fákafeni 11,2. hæð. Kennd verður blástursmeðferð, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna, beinbrotum, blæðingum úr sárum. Að námskeiðinu loknu fá nemendur skfrteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Önnur nám- skeið hjá deildinni eru um sálræna skyndihjálp, slys á bömum og hvem- ig á að taka á móti þyrlu á slysstað. Kertafleyting í Hafnarfirði KERTUM verður fleytt á tjöminni við Hafnarfjarðarkirkju í kvöld kl. 20 til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum á árinu. Athöfnin er liður í umferðarviku í grunnskólum Hafnarfjarðar. Prestar Hafnarfjarð- arkirkju, Víðistaðakirkju, Fríkirkj- unnar og kaþólsku kirkjunnar taka þátt í dagskránni sem hefst með bænastund og tónlistarfiutningi í kirkjunni. Síðan verður logi af altar- iskertum borinn út og tendraður á kertum sem fleytt verður á tjöminni. LEIÐRÉTT Rangt eftirnafn í formála að minningargrein um Andreu Helgadóttur í blaðinu sl. sunnudag urðu þau mistök að sagt var að maki Helga Pálmarssonar, sem er einn sona Andreu, hefði verið Erla Guðmundsdóttir. Hið rétta er að Erla var Guðnadóttir. Hlutaðeig- endur em beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Röng undirskrift undir minningargrein Undirskrift á minningargrein um Guðjón Inga Sigurðsson í síðasta sunnudagsblaði misritaðist. Þar stóð Valdimar og Gunna en átti að vera Þorvaldur og Guðrún. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. urstig. Skráning er hjá Bridssam- bandinu eða Garðari Garðarssyni í síma 482-2352/482-1770. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK spilaði tvímenn- ing á níu borðum (átján pör) fimmtu- daginn 28. september sl. Miðlungur 168. Beztum árangri náðu: NS SigurðurBjömss.-ValdimarLáruss. 199 Unnur Jónsdóttir - Heiður Gestsdóttir 198 AndrésBertelsson-BragiMelax 196 AV Halldór Jónsson - Stefán Jóhannsson 209 Guðm.Á.Guðmundss.-JónAndréss. 199 Kristjana Halldórsd. - Eggert Kristinss. 186 Eldri borgarar spila í Gullsmára 13 mánudaga og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12.45. Spil hefst kl. 13.00 Grafarvogskirkja Safnaðarstarf Starf eldri borgara í Graf- arvogskirkju STARFIÐ hófst með ferð eldri borgara á Njálu slóðir s.l. þriðju- dag. Næsta samvera er í dag 3.októ- ber og hefst kl. 13:30 Hver fundur hefst með helgistund þar sem Sig- hvatur Jónasson organisti stjórnar tónlistinni. Síðan er föndrað og spil- að, einnig eru kaffiveitingar. Umsjón með starfinu hafa Edda Jónsdóttir, Unnur Malmquist og Þórunn Arnardóttir. Síðastliðinn laugardag var opnuð myndlistarsýning á verkum Bryn- dísar Bjömsdóttur. Bryndís tekur virkan þátt í starfi eldri borgara í Grafarvogskirkju. Allir velkomnir. Kyrrðarstundir í Grafarvogs- kirkju Kyrrðarstundir eru á miðviku- dögum kl. 12:00 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á létt- an hádegisverð á vægu verði að lok- inni kyrrðarstund. Allir velkomnir. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa í safnaðarheimilinu kl. 10-14. Léttur hádegisverður framreiddur. Mömmu- og pabbastund í safnaðar- heimilinu kl. 14-16. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12.10. Orgelleikur, ritning- arlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheim- ilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til bænagjörðar í hádeginu alla virka daga. Laugarneskirkja. Kirkjuklúbbur (8-9 ára) kl. 14.30. TTT (10-12 ára) kl. 16. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Markviss kennsla um trú. Sóknar- prestur kennir. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21 þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörð við und- irleik Gunnars Gunnarssonar. Sr. Bjarni Karlsson flytur Guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í kirkjuskipi í umsjá bænahóps kirkjunnar sem Margrét Scheving veitir forstöðu. Neskirkja. Foreldramorgunn mið- vikudag kl. 10-12. Kaffi og spjall. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30-18. Stjórnandi Inga J. Backman. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hitt- umst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Æsku- hlýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldr- aðra. Leikfimi ÍAK kl. 11.20. Sam- vera, léttur málsverður, kaffi. Eldri barnastarf KFUM&K og Digra- neskirkju (10-12 ára) kl. 17. Fella- og Hólakirkja. Foreldra- stundir kl. 10-12. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 17-18. Æskulýðsfé- lag fyrir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Alltaf eitthvað got t með kaffinu. Kirkjukrakkar í Rimaskóla kl. 18- 19 fyrir börn á aldrinum 7-9 ára. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kdpavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10-12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Foreldramorgnar. Op- ið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Viðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfíarðarkirkja. Opið hús fyr- ir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Frikirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Lágafellskirkja. Fjölskyldumorgn- ar í safnaðarheimilinu frá 10-12. Kirkjukrakkar; fundir fyrir 7-9 ára kl. 17.15-18.15. Húsið opnað kl. 17 fyrir þá sem vilja koma fyrr. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT tíu-tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15-19. Utskálakirkja. Safnaðarheimilið Sæborg. NTT-starf (9-12 ára) er hvem þriðjudag í vetur kl. 17. Allir krakkar 9-12 ára hvattir til að mæta. Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið Sandgerði. NTT-starf (9-12 ára) er hvern þriðjudag í vetur kl. 17 í safn- aðarheimilinu. Allir krakkar 9-12 ára hvattir til að mæta. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudaga kl. 10-12. Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur op- inn kl. 14-16 með aðgengi í kirkjuna og Kapellu vonarinnar eins og virka daga vikunnar. Aðgengi frá Kirkjuteig. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Ferming- arundirbúningur kl. 14.10-16.25 í Kirkjulundi. Sorgarhópur í Kirkju- lundi kl. 20.30-22 (eitt skipti). Ætl- aður þeim sem eru að takast á við sorg og missi. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 KKK Kirkjuprakkarar 7-9 ára. Leikir, föndur og lífleg stund. Boðunarkirkjan. Á morgun, mið- vikudaginn 4. okt., verður 4. hluti spennandi námskeiðs Boðunar- kirkjunnar. Efni kvöldsins er: Jesús Rristur. Dr. Steinþór Þórðarson sýnir þátttakendum hvernig á ein- faldan hátt er hægt að merkja bibl- íuna og hvernig á að leita í henni að ákveðnu efni. Eftir slíkt námskeið verður Biblían aðgengilegri. Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur kostar ekkert. Ffladelfía. Samvera eldri borgara kl. 15. Allir hjartanlega velkomnir. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.