Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra opinn fyrir fjárfestingum erlendra aðila í sjávarútvegi ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráð- herra minnir á að hann hafi áður sagt það opinberlega, nú síðast í lið- inni viku, að hann sé tilbúinn til að skoða þá möguleika að heimila út- lendingum að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. „Við verðum að meta stöðuna á hverjum og einum tíma og hlutirnir geta hafa breyst frá því að við komumst að þessari niðurstöðu fyrir nokkrum árum [að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í sjávar- útvegi]. Sérstaklega í ljósi þess hversu mikið við erum að sækja í það að reka sjávarútveg erlendis. Umræddar breytingar gætu styrkt okkur í því." Arni bendir þó á að verði ákveðið að leyfa erlendar fjár- festingar í sjávarútvegi sé það um- hugsunarefni hvernig eigi að koma þeim breytingum á og þá einnig hversu hratt eigi að koma þeim á. „Það hefur út af fyrir sig ekki farið fram nein sérstök umræða um þessi mál en sjálfsagt er að gera það nú í samhengi við þá endurskoðun sem nú er í gangi um lögin um stjórn fiskveiða." Segir Arni enn fremur aðspurður að honum fyndist það mjög líklegt að endurskoðunarnefnd um fiskveiðistjórnunarlögin muni skoða það hvort skynsamlegt væri að heimila erlendum aðilum að fjár- festa í sjávarútvegi. Ekki síst í ljósi þess að hann og Halldór Asgrímsson hafi báðir lýst því yfir að þeir væru tilbúnir til að skoða þá möguleika að heimila erlendum aðilum að fjár- festa í sjávarútvegi. Auðvelt fyrir risa eins og Unilever Kristján Ragnarsson, formaður Landssamtaka íslenskra útvegs- manna, segist mjög undrandi á þeirri afstöðu utanríkisráðherra að vera ekki lengur andvígur því að er- lendir aðilar fjárfestu í sjávarútvegi hér á landi. „Ég hef alltaf litið á þetta sem grundvallaratriði frá því við börð- umst fyrir að færa út landhelgina, að íslendingar myndu njóta afraksturs hennar, þeirrar útfærslu og vernd- unar fiskistofnanna, einir og sér og við myndum ekki færa það útlend- ingum," sagði Kristján í gær í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að við værum agnar- smáir þegar við bærum okkur sam- an við aðrar þjóðir og hann talaði nú ekki irai önnur fyrirtæki á hliðstæðu sviði. í því sambandi þyrfti ekki ann- að en að nefna risa eins og UniJever- en auðvelt væri fyrir þá að kaupa uppyerulega hagsmuni hér á landi. „Ég hins vegar játa að með til- styrk fískveiðistjórnunarkerfisins hafa fyrirtæki okkar orðið öflugri og minni hætta á því að við værum háð- ir því að erlendir aðilar keyptu þau en það breytir ekki minni afstóðu til þess að ég tel þetta vera alveg frá- leitt," sagði Kristján. Hann vísaði jafnframt til fisk- veiðistjórnunarkerfisins þar sem Stjórnarandstaðan ekki ginnkeypt fyrir hugmyndum ráðherra Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra og formaður Framsóknar- flokksins lýsti því yfír á Bifröst í síðustu viku að hann væri ekki lengur mótfallinn því að erlendir aðilar fjárfestu í íslenskum sjáv- arútvegi. Morgunblaðið leitaði álits stjórnarandstöðunnar og aðila ______tengdum sjávarútvegi á þessum ummælum Halldórs.______ væru nýtingarheimildir á fiskveiði- rétti og að hann væri algerlega and- vígur því að þær yrði hægt að selja útlendingum. Hann bætti því við að í skýrslu utanríkisráðherra til Al- þingis fyrir mjög stuttu kæmi ræki- lega fram að hindrun á fjárfesting- um erlendra aðila á íslandi geti verið það grundvallaratriði sem við myndum aldrei fá hnikað gagnvart Evrópusambandinu. „Ég óttast að þetta sé einhver vísbending um vilja til að tengjast bandalaginu frekar en við höfum gert en því er ég líka and- vígur," sagði Kristján. Hann benti á aðspurður að við hefðum framfylgt reglum um eign- arhald útlendinga í sjávarútvegi hér á landi síðan þær hefðu verið settar og það hefði verið alveg erfiðleika- laust. Þetta væri borið saman við það að íslendingar væru að fjárfesta í útlöndum og þess vegna ættum við að heimila fjárfestingar með sama hætti. Mismunurinn væri hins vegar sá að við værum alls staðar vel- komnir vegna þekkingar okkar á sjávarútvegi þar sem þetta væri al- vöru atvinnuvegur hér á landi sem hann væri víðast hvar ekki. Við þyrftum hins vegar ekki á neinum útlendingum að halda til þess að hjálpa okkur við fiskveiðar og fisk- vinnslu. Við værum alveg fullfærir í þeim efnum og yrðum það vonandi áfram. Verður rætt á aðalfundi SF Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sagði að það hefði verið samstaða um það í sjávarútvegi og hjá stjórnvöldum að takmarka aðgang erlendra aðila í sjávarútveginn. Að baki því hefðu legið þau sjónarmið að ekki glataðist til útlendinga það sem meðal annars hefði áunnist í landhelgisdeilunum, þannig að ráðstöfunarréttur aflans yrði fyrst og fremst hjá innlendum aðilum. Síðan hefðu árin liðið og fyrirtækin stækkað og farið í auknum mæli á markað auk þess sem alþjóðavæðingin héldi áfram. Samtök fiskvinnslustöðva hefðu ákveðið fyrir nokkru að taka meðal annars þessi mál til umræðu á aðal- fundi Samtakanna eftir viku en inn í umræðu um þessi mál hlyti auðvitað að dragast EES-samningurinn og fleiri tengd atriði. „Við munum í framhaldi af því fjalla um það hvort ástæða sé til þess að gera þarna nokkrar breyt- ingar. Við höfum auðvitað nokkra reynslu af þessu og þetta er gífur- lega mikilvægt atriði fyrir okkur að geta haldið en engu að síður finnst okkur eðlilegt að þetta sé skoðað," sagði Arnar. Hann sagði að gefa þyrfti sér ákveðinn tíma til að skoða þetta og sú endurskoðun gæti farið fram á svipuðum tíma og skoðað yrði hvað EES-samningurinn hefði dugað okkur vel og hvort það væri kannski lfka fullkomin ástæða til þess að skoða breytingar á honum. Arnar nefndi einnig að bent hefði verið á að þegar Norex-samstarfið yrði tekið upp milli kauphallanna á Islandi, í Svíþjóð og í Danmörku þyrfti að koma skýrt fram að útlend- ingum væri ekki heimilt að fjárfesta í sjávarútvégsfyrirtækjum sem væru bæði í veiðum og vinnslu held- ur eingöngu í framhaldsvinnslu og það með öðru gerði þetta tímabær- ara umræðuefni en ella. „Eftir stendur sú skoðun hjá sjáv- arútveginum að þetta hafi verið nauðsynleg aðgerð á sínum tíma en auðvitað eigum við að vera tilbúnir að ræða hvort það er ástæða til að breyta þessu. Tímarnir hafa breyst og fyrirtækin stækkað og eflst og við þurfum bara að setjast niður og skoða þetta," sagði Arnar. Engin ástæða Steingrímur Sigfússon, formaður vinstri grænna, segist ekki sjá neina ástæðu til þess að aflétta einhliða þeim takmörkunum sem settar hefðu verið á varðandí það að er- Forseti Islands heimsækir Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu FORSETI Islands, Olafur Ragnar Grímsson, fer í opinbera heimsókn í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu í dag og á morgun. Heimsóknin hefst á sýslumörkum við Hítará þar sem Ólafur K. Ólafsson sýslumaður tekur á móti forseta og fylgdarliði. Þá liggur leið í Snorra- staði í Kolbeinsstaðahreppi þar sem Haukur Sveinbjarnarson og annað heimilisfólk tekur á móti forseta. Næst heldur forseti að Laugagerðis- skóla í Eyja- og Miklaholtshreppi, kynnir sér skólastarfíð og situr há- degisverð með nemendum, starfsfólki og öðrum íbúum í Kolbeinsstaða- hreppi og Eyja- og Miklaholtshreppi. í Dalsmynni sýna Svanur Guð- mundsson og Halla Guðmundsdóttir íþróttir smalahunda. Að Lýsuhóli í Snæfellsbæ tekur bæjarstjórnin á móti forseta og nemendur og kennar- ar Lýsuhólsskóla sjá um dagskrá. Þaðan heldur forseti að Arnarstapa og Björgunarskóla Slysavarnarfé- lagsins Landsbjargar að Gufuskálum. Síðdegis heimsækir forseti íslands Gmnnskólann á Hellissandi og leik- skólann Krílakot í Ólafsvfk. Loks mun forseti koma í Fiskmarkað Breiða- fjarðar í Ólafsvfk, kynna sér vettvang fyrirtækisins og skoða sýningu á nytjafískum sem nemendur í Grunn- skólanum í Ólafsvík hafa undirbúið í húsakynnum markaðarins. Að kvöldi fyrri dags heimsóknar forseta í Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu verður fjölskylduhátíð í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík með fjölbreyttri dagskrá. Sveitarstjórn Eyrarsveitar tekur á móti forseta á miðvikudagsmorgun í Grundarfjarðarkirkju þar sem sr. Karl Valgarður Matthíasson stýrir morgunbæn. Þaðan fer hann í Fisk- vinnslu Guðmundar Runólfssonar og ísverksmiðjuna Snæís hf. Heimsókn- inni til Grundarfjarðar lýkur með dagskrá í Grunnskóla Eyrarsveitar. Þá fer forseti að Bjarnarhöfn í Helgafellssveit, skoðar þar bænda- kirkjuna og kynnir sér hákarlaverkun og annan búskap á bænum. Heimsókn forseta til Stykkishólms hefst með siglingu um Breiðafjörð á báti Sæferða í föruneyti bæjarstjórn- ar. Eftir hana liggur leiðin í Grunn- skóla Stykkishólms þar sem nemend- ur og kennarar hafa undirbúið dagskrá. í St. Fransiskuspítalanum hittir forseti príorinnuna og Jósep Örn Blöndal yfirlækni. Þá heimsækir forsetinn leikskólann í StykMshólmi sem einnig er til húsa í klaustrinu. Næst er haldið í rækjuvinnslu Sig- urðar Ágústssonar ehf. þar sem Rak- el Ólsen tekur á móti íbrseta. Loks skoðar forseti íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi og heimsækir skrifstof- ur sýslumanns. Heimsókn forseta ís- lands í Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu lýkur með samkomu í félags- heimilinu í Stykkishólmi. lendir aðilar gætu fjárfest í sjávar- útvegi og góð pólitísk samstaða hefði verið um síðan. „Mér er ekki kunngt um að það sé verið að þrýsta neitt sérstaklega á um það utan frá að þessu sé breytt. Þetta var og er fyrirbyggjandi ráð- stöfun af okkar hálfu til þess að hindra að útlendingar komist hér bakdyramegin inn í landhelgina og ég tel að við eigum að flýta okkur mjög hægt í því að fara að gera þar á breytingar. Og ég sé ekki hvað fyrir mönnum vakir og þar á meðal Hall- dóri Ásgrímssyni með því að vera að taka þetta upp nema ef þetta á að vera liður í aðgei-ðum til þess að taka niður allar girðingar fyrir fram í vegi aðildar að Evrópusamband- inu. Oneitanlega er maður hugsi yfir þeim mikla leiðangri sem Halldór Asgrímsson hefur verið í að undan- förnu í þessum Evrópumálum og ég set þetta helst í samhengi við það," sagði Steingrímur. Hann benti á að reynslan af opnun á þessu sviði hefði ekki verið góð og nefndi reynslu Breta í því sambandi. Þess vegna teldi hann að við ættum að halda í reglur af þessu tagi eins lengi og hægt væri. Ekki ginnkeyptur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa verið ginnkeyptur fyrir því að út- lendingar fjárfestu í útgerð á ís- landi. Það hefði ekki síst stafað af óvissunni sem hefði verið um eignar- hald á auðlindum. Hann tekur hins vegar fram í samtali við Morgun- blaðið að ef hægt væri að kippa burt þeirri óvissu með því að skýra eign- arhaldið betur í lögunum horfði mál- ið öðruvísi við. „Ég tala nú ekki um ef það væri hægt að taka inn sér- stakt ákvæði í stjómarskrá þar sem fiskimiðin eru klárlega þjóðareign eins og lagt var til af auðlindanefnd- inni í dag (í gær)," segir Össur og heldur áfram. „Og ef það skref yrði til dæmis stigið líka að fara þá leið sem við jafnaðarmenn í Samfylking- unni höfum lagt til að þegar fram í sækti yrðu allar veiðiheimildir á markaði þannig að enginn gæti eign- ast þær heldur einungis fengið af þeim tímabundin afnot gegn gjaldi, þá eru líka aðstæður breyttar og sjálfsagt að skoða þetta upp á nýtt." Að lokum minnir Össur á að þrátt fyrir að hann hafi ekki verið ginn- keyptur fyrir fjárfestingum er- lendra aðila í útgerðinni að öllu óbreyttu hafi þingmenn Samfylking- arinnar, með Svanfríði Jónasdóttur í broddi fylkingar, lagt fram á síðasta löggjafarþingi frumvarp til laga sem miðar að því að heimila erlendum aðilum beinar fjárfestingar í íslensk- um fiskiðnaði. Þá hefði landhelgis- deilan verið til lítils Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir þessar hugmyndir Halldórs Ásgrímssonar um að heimila erlendum aðilum að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi vera fráleitar. „En ég þykist sjá hverju gegnir," segir Sverrir. „Sjáv- arútvegurinn er orðinn stórskuldug- ur og skuldir hans vaxa hröðum skrefum af því að þeir sem hafa fengið þjóðareignina gefins eru að selja hana fyrir eigin pung. Og þar með hrúgast upp skuldir sjávarút- vegsins. Það kemur að því fljótlega að bankar og sjóðir hér munu neita að lána meiri peninga og geta ekki lánað meiri peninga út á kaup á kvóta á aflaheimildum. Þess vegna þurfum við að fá Unilever hingað heim með nóg af peningum og þess vegna þarf að opna fyrir auðmenn erlenda sem hafa mátt á að kaupa milljarðinn af honum Halldóri As- grímssyni þegar hann erfir móður sína í Höfn í Hornafirði," segir Sverrir. „Við eigum lfklega ein dýrmæt- ustu fiskimið heims. Sjávarfang verður æ dýrmætara og ég tala ekki um það frábæra sjávarfang sem við eigum og erum ekki búnir að fullnýta því alltaf eru að koma fram á ári hverju nýjar og nýjar tegundir sem við getum nýtt. Ef við ætlum svo að hleypa erlendum auðjöfrum í þessa auðlind með þeim hætti sem verið er að fitja upp á hefur verið til lítils barist í landhelgismálum. Ég sé að það kann líka að vera þáttur í þessari nýju stefnubreyt- ingu að þegar þeir verða komnir inn hvort sem er hvað munar okkur þá um að ganga undir jarðarmen Evrópusambandsins í sjávarútvegs- málum. Þetta er kannski að opna leiðina fyrir okkur þangað inn þótt ég hafi ekki trú á að hann meini mik- ið með nýjum viðhorfum sínum í sambandi við Evrópusambandið." Segist Sverrir að síðustu vera þeirr- ar skoðunar að íslendingar geti ekki gengið í Evrópusambandið vegna þeirra reglna sem þar gildi um sjáv- arútvegsmál. í ökuferð Morgunblaðið/Jóra HANN er ekki hár í Ioftinu þessi bílstjóri sem var á ferð á Eiríks- götunni nýlega. Handtökin voru fumlaus, aksturinn óaðfinnan- legur og grannt fylgst með ann- arri umferð í götunni. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.