Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 15
f MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 15 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ i - Framkvæmdum við námsmannafbúðir seinkar Teikningar samræmd- ust ekki reglugerðum Garðabær FRAMKVÆMDIR við leigu- íbúðir námsmanna að Arnar- ási 9-11, sem upphaflega átti að bjóða út í júlí verða ekki boðnar út fyrr en í janúar á næsta ári, þar sem teikna þurfti íbúðarhúsnæðið upp á nýtt. Ingimundur Sigurpáls- son bæjarstjóri sagði að lög- menn bæjarins hefðu álitið að upphafleg teikning samræmd- ist ekki byggingarreglugerð- um fyrir heimavistarrými. „Nú erum við komnir með teikningu sem við sættum okkur alveg við og jafnhliða óskuðum við eftir því við um- hverfisráðuneytið að bygging- arreglugerðum yrði breytt þannig að ekki yrðu gerðar jafn stífar kröfur til heima- vistarrýmis og til almenns íbúðarrýmis," sagði Ingi- mundur. „Slík heimild er nú kominn inn í lögin, en við vor- um farnir af stað með okkar vinnu og búnir að teikna þetta hús upp á nýtt, þannig að við höldum okkar striki." Ibúðirnar tilbúnar vorið 2002 Ingimundur sagði að hús- næðið, sem er fjölbýlishús með 12 íbúðum, hefði ekki staðist sumar kröfur sem gerðar hefðu verið til heima- vistarrýmis, en ákveðnar kröfur eru í gildi um stærð á salerni, þvottarými og ¦ geymslum o.s.frv. Hann sagði að aukinn kostnaður fylgdi því að þurfa að hanna þetta upp á nýtt, því t.d. væri búið að stækka hverja íbúð um nokkra fermetra. Ingimundur sagði að hann myndi nú leggja útboðsskO- mála fyrir bæjarráð til af- greiðslu, en að gert væri ráð fyrir því að framkvæmdir hæfust næsta vor og að íbúð- irnar yrðu tilbúnar vorið 2002. Opinn dagur hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins Flugslys var sett á svið Reykjavík SLÖKKVILIÐ höfuðborgar- svæðisins var með opinn dag í fyrradag þar sem fólki var kynnt starfsemi þess. Að sögn Jóns Friðriks Jóhannssonar, sviðsstjóra slökkviliðsins, mættu fjölmargir, bæði ungir sem aldnir, í höfuðstöðvarnar við Skógarhlíð og var ýmis- legt gert til þess að bæði fræða fólk og stytta því stund- ir. „Við vorum með sýningu á sjúkrabílum og sjúkrabúnaði, sem við erum með í bflunum," sagði Jón Friðrik. „Við sýnd- um einnig körfubílana okkar og dælubflana og leyfðum fólki að fara upp í körfubflun- um, en það var náttúrulega aðallega gert fyrir krakkana. Eins leyfðum við krökkunum að síga niður úr turninum hjá okkur. Við sýndum hvernig við klippum bfla í sundur á slysstað til að ná fólki út og einnig settum við á svið lítið flugslys, þar sem lítil flugvél átti að hafa brotlent á bfl með þeim afleiðihgum að það kviknaði bæði í flugvélinni og bflnum. Við slökktum í bflnum og flugvélinni og björguðum einum manni úr vélinni." Fólk verður betur með- vitandi um starfsemina Jón Friðrik sagðist ekki vera í nokkrum vafa um að þeir sem mæta á svona uppá- komu drægju lærdóm af því. „Fólk er sér til dæmis betur meðvitandi um það hvaða störfum við sinnum öðrum en slökkvistörfum eftir svona dag. Það eru margir sem vita til dæmis ekki að við sinnum sjúkraflutningum, eiturefna- slysum, björgunarköfun, vatnslekum og fleiri störfum." Jón Friðrik sagði að tónlistar- maðurinn KK hefði einnig verið með tónlistaratriði, en hann ætlar í samvinnu við slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins í hringferð um landið, þar sem brýnt verður fyrir fólki að vera með eldvarnir á heim- ilum í lagi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Slókkviliðið setti á svið flugslys þar sem lítil flugvél átti að hafa brotlent á bíl. Umferðarvika í Hafnarfírði Morgunblaðið/Júlíus Fólki bauðst að fara upp í körfubílana og voru það helst krakkarnir sem tóku þvf boði, þó hinir eldri hefðu ekki síður sýnt starfsemi slökk vilídsins áhuga. Morgunblaðið/Júlíus Krakkarnir skemmtu sér vel í höfuðstððv- um slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og fengu m.a. að síga úr turninum, sem notað- ur er við slökkviliðsæfingar. r Reykjavík BORGARYFIRVOLD hafa ákveðið að ganga til samn- inga við Skýrr hf. um kaup á nýju launaafgreiðslu- og starfsmannakerfi en heildar- kostnaður kerfisins er um 135 milljónir króna. Þorlákur Þorláksson, verkefnisstjóri við val og innleiðingu á kerfinu, sagði að kerfið yrði væntanlega Borgin kaupir tölvu- kerfi fyrir 135 m.kr. tekið í notkun í öllum stofn- unum og fyrirtækjum borg- arinnar árið 2002. Hann sagði að í raun væri um tvö kerfi að ræða, þ.e. eitt sem kæmi til með að sjá um launamál og annað sem kæmi til með að halda utan um starfsmannamál. Þorlákur sagði að launaaf- greiðslukerfið væri viðamik- ið kerfi sem myndi sjá um útreikninga og afgreiðslu launa til um 10.000 starfs- manna á mánuði. Varðandi starfsmannakerfið sagði hann að í dag væri nánast hver stofunin og hvert fyrir- tæki borgarinnar með sér- kerfi en nýja kerfið myndi leysa þau alfarið af hólmi. Því væri um heildarlausn að ræða og mun auðveldara yrði að halda utan um öll starfsmannamál eftir að nýja kerfið yrði tekið í notk- un. Morgunblaðið/Árni Sæberg Katrín Hallgrímsdóttir og Gunnhildur Rut Kristinsdóttir voru sammála um að ökumenn ækju stundum of hratt. Hvað er hættulegast í umferðinni? Hafnarfjörður NEMENDUR í 4. bekk BG í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði virtust kunna góð skil á um- ferðarreglunum þegar hafn- firskir lögreglumenn ræddu við bekkinn um hætturnar í umferðinni í gær en heim- sókn lögreglumannanna var liður í umferðarviku í Hafn- arfirði. Afar mikilvægt að spenna beltin Umferðarvikan er sam- starfsverkefni lögreglu, grunnskóla, foreldrafélaga og æskulýðssamtaka í Hafn- arfirði og er ætlað að vekja börn og fullorðna til umhugs- unar um þær hættur sem leynast í umferðinni. Nemendurnir í 4. bekk BG hafa rætt umferðarmálin með kennaranum sínum, Bjarnheiði Guðmundsdóttur, og reynt að svara þeirri spurningu hvað sé hættuleg- ast í umferðinni í Hafnar- firði. Meðal þess sem þau tóldu allra mikilvægast í um- ferðinni væri að spenna sig í bílbeltin því annars væri hætta á því að „fljúga út um gluggann" ef bíllinn lenti í árekstri. Það væri líka mjög mikilvægt að æða ekki út á götuna án þess að líta til beggja hliða og hlusta. Valgarður Valgarðsson lögregluvarðstjóri minnti þau á að það yrði líka að stoppa áður en þau færu yfir götur. Valgarður sýndi bekknum glærur og myndir og ræddi lengi við þau um hvernig ætti að haga ser í umferðinni. Notkun bflbelta og endurskinsmerkja var mikið rædd og töldu nem- endur sig fara afar vel eftir þeim reglum. Ökumenn keyra of hratt Katrín Hallgrímsdóttir og Gunnhildur Rut Kristins- dóttir sögðust báðar passa sig á því að spenna beltin og hlaupa ekki fyrir bfla. En ökumennirnir þurfa líka að passa sig. „Þeir keyra of hratt," sagði Katrín og Gunnhildur benti á að þeir færu líka stundum yfir á rauðu Ijósi. Þær sögðu þó að foreldrar þeirra beggja ækju á löglegum hraða og færu eftir umferðarreglunum. I bekknum eru tveir nem- endur sem hafa lent í alvar- legum umferðarslysum og því hafa þessi mál verið rædd fram og til baka í bekknum. Brynjar Víkingsson og Atli Páll Helgason töldu sér þó ekki mikla hættu búna á leið- inni í skólann enda búa þeir báðir í nágrenni hans og þurfa ekki að fara yfir miklar umferðargötur. Þeir ætluðu þó að nota endurskinsmerkin sem lögreglumennirnir dreifðu til þeirra í gær. Kertafleyting í kvöld Umferðarátakið í Hafnar- firði hófst á föstudaginn og stendur í viku. Lögreglu- menn heimsækja alla grunn- skóla í Hafnarfirði og ræða umferðarmál við nemendur í 2., 4, 6., 9. oglO. bekk. í kvöld kl. 20 verður kerta- fleyting á tjörninni við Hafn- arfjarðarkirkju til að minn- ast þeirra sem hafa látist í umferðinni. .¦-.¦¦¦¦¦¦ wh| BB'--^' Valgarður Valgarðsson varðstjóri sýndi glærur og myndir og brýndi fyrir börnunum að fara varlega í umferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.