Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 47
<: BÍWKtrUNJiJUAtílt) -PKIDJ UJUA’fcHJK'.S. UK.WBi!jK:íSOUO ‘il MINNINGAR HALLGRIMUR ÁRNIVIGFÚSSON + Hallgrímur Árni Vigfússon fædd- ist í Bakkagerði í Borgarfirði eystra 30. nóvember 1950. Hann lést á Vífils- staðaspítala 13. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavog- skirkju 22. septem- ber. Elsku Grímur okk- ar. í dag eru liðin 22 ár síðan við hittum þig í fyrsta sinn. Þá vorum við aðeins fjögun-a og sex ára gamlar og munum við eftir þeim degi eins og hann hafi verið í gær. Þessi dagur var mjög sérstakur, því að við vor- um að upplifa svo margt nýtt. Við fórum í flugvél í fyrsta sinn, flutt- um í fyrsta sinn og hittum þig í fyrsta sinn. Þú tókst á móti okkur á flugvellinum á Egilsstöðum. Það- an fórstu með okkur til systur þinnar og kynntir okkur fyrir hennar fjölskyldu. Við vorum hálf- feimnar og vissum ekki hvað biði okkar. Um kvöldið fórum við síðan til Borgarfjarðar. Við héldum að þú værir að fara með okkur á hjara veraldar þegar við keyrðum skrið- urnar. Það var ekki fyrr en morg- unin eftir að við gerð- um okkur grein fyrir að við vorum komnar í mikla paradís. For- eldrar þínir tóku fal- lega á móti okkur og leið okkur strax eins og við hefðum ávallt verið hluti af fjöl- skyldunni. Fljótlega urðu kynni okkar náin og við fengum við þörf fyrir að kalla þig „pabba“. En þegar við spurðum þig þá út- skýrðir þú fyrir okkur á fallegan hátt að við ættum bara einn pabba en að þú værir okkar „fósturpabbi". Þú gafst þér ávallt svo mikinn tíma til að sinna okkur og sýndir okkur ást, skilning og umhyggju. Við munum svo vel þegar þú eyddir heilu stundunum með okkur að spila og spjalla, þolinmæði þín virtist endalaus. Þegar við meiddum okkur, varst það þú sem hlúðir að okkur og tókst alla hræðslu með orðum þín- um og gjörðum. Það var svo gaman að vera með þér á flugvellinum og fá að hjálpa þér í vinnunni, við upplifðum svo mikið traust frá þér. Það var ekki lítið sem við brölluðum saman. Við tókum á móti flugvélunum með þér, mældum hnútana, fylltum út fylgibréf og annað sem þú treystir okkur til. Við brunuðum líka með þér í rauða Subarunum um völlinn að leita af kríueggjum. Þau kvöld voru síðan haldin kríueggjaveisla að þínum hætti. Þú gast látið eins einfalda athöfn og að poppa verða að helgiathöfn þar sem þú varðst æðstiprestur. Poppað var í sérstökum potti við sérstakar aðstæður og engum var treystandi nema þér, enda var þetta heimsins besta popp. Þegar óboðnir áttfættir gestir birtust á heimili okkar var iðulega öskrað og fengum við það verkefni að bjarga þér frá þessum óarga- dýrum. Minningarnar um þig eru ótæm- andi og koma til með að veita birtu inn í líf okkar og okkar fjölskyldu um ókomna tíð. Við munum ávallt vera þakklátar því að hafa kynnst þér og fengið að alast upp hjá þér. Við værum ekki þær sem við erum í dag ef þú hefð- ir ekki verið hluti af lífi okkar. Það var svo gaman að sjá hvernig hrifning okkar endurspeglast í augum þeirra barna sem tengst hafa þér síðustu ár. Sál þín skein af kærleik og feg- urð sem ekki aðeins við fengum að njóta heldur allir þeir sem í kring- um þig voru. Ast þín var svo óeig- ingjörn og endalaus sem gerði öll- um svo auðvelt að elska þig og virða. Sigríður (Sigga) og Elisabet (Ella). KONRAÐ ODDGEIR JÓHANNSSON + Konráð Oddgeir Jóhannsson fæddist 9. apríl 1943. Hann lést 6. septem- ber síðastliðinn og fór útfór hans fram í kyrrþey frá Dóm- kirkjunni 18. sept- ember. Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta. (Sálm. 90,12) Einu sinni er ég að tala við kunn- ingja minn, sem segir þá eftir stutta þögn: „Ég á eiginlega engan vin.“ Nú þegar Konráð vinur minn, sem ég kalla svo, er horfinn yfir móðuna miklu koma þessi orð mér í huga. Konni hefur tapað orrustu og þurft að lúta í lægra haldi fyrir ill- vígri ótukt, en stríðið heldur áfram og það er hvergi nærri tapað. Það sem við Konni gerðum einir saman - gerðum við bara einu sinni. Við fórum einu sinni í fjall- göngu. Að vori til gengum við í einni striklotu upp að Hraunsvatni í Öxnadal. Ekkert í farteski okkar, enda ærið nóg að tala um og stú- dentspróf mitt í jarðfræði fór fyrir lítið. Grjót - sem fyrir mér var næstum því bara grjót og fram- hlaup, sem ég hafði óljóst heyrt um - varð í munni Konna að stórmerki- legu jarðfræðilegu fyrirbæri. Við fórum einu sinni á anda- og gæsaskytterí, og það var lífs- reynsla. Ekki skriðið eftir skurð- um, eða gúmmígæsum stillt upp. „Ef þú fæst við veiðar, þá veiðir þú,“ sagði Konni. Utskýrði svo hvernig ætti að nálgast bráðina. „Stokkönd á sjó heldur sig ekki langt frá ferskvatni, því hún verður að afsalta sig tvisvar á sólarhring. Einbeitum okkur að þessum við lækinn, frekar en þeim sem eru við skurðinn - vindáttin er þannig. Ef þú nú röltir þarna með barðinu og stanzar af og til - þá náum við þremur eða fjórum.“ Við fórum einu sinni í sel eins og það heitir. Keyrðum út Eyjafjörð- inn að austanverðu og í hlaðið á Höfða, en þar hafði Konni verið í sveit hjá frændfólki sínu - fyrst sex ára. Einu tók ég eftir í fari Konna, sem margir nota en fór honum einstaklega vel. Þótt langt væri um liðið mætti hann og talaði við fólkið á bænum eins og hann hefði alltaf verið þeirra á meðal - en rétt snöggvast brugð- ið sér frá. Við hittumst einu sinni á fjöllunum, þeg- ar Konni var landvörð- ur í Hvannalindum. Ókum við þá um allt svæðið hans. Hlupum upp á Lindakeili, keyrðum að Kreppuhrygg og inn í Grágæsadal og í Kverkfjöll. I baka- leiðinni stöldruðum við við í bústað Fjalla-Eyvindar. Þótt komið væri að tómum kofanum hjá Eyvindi var ekki þar með sagt, að komið væri að tómum kofunum hjá Konna. Svo vel lýsti hann staðháttum útlagans og aðbúnaðinum sem hann bjó við, að kalt vatn rann milli skins og hör- unds. Þegar við stöndum svo yfir beinahaug, sem allur hafði verið brotinn til mergjar, verður okkur samtímis að orði: „Þannig hverfur dýrð heimsins." Ég upplýsi Konna um, að útlaginn gæti hafa verið skyldur mér, þar sem ég reki allar mínar ættir til Árnes- og Rangár- vallasýslna. „Ekki ónýtt,“ segir hann og heldur stuttan fyrirlestur um listhneigð útlagans. Um leið og ég þakka segist ég fyrir löngu vera búinn að gera mér grein fyrir af- burða listhneigð hans sjálfs og hans fólks - hún sé ekki lítil. Hönd er lögð um bak bróður, svona til að þykjast í úfnu hrauninu - en hvarmur er eldsnöggt strokinn. Við fórum einu sinni á handfæri, og vitjuðum um kolanetin í leiðinni. Á meðan hann segir mér frá sjó- mannsferli sínum, sem hófst vel innan við fermingu, horfi ég á hann með undraverðri leikni kútta kol- ann, og ég sé enn fyrir mér hvað vasahnífurinn er lítill í hendi hans. Við áttum einu sinni saman stund í hjólhýsinu á Gásum. Var þá nota- legt og róandi að sitja í hlýjunni og fylgjast með öldunni, og við rædd- um um lífið og tilveruna. „Veistu, að það er ekkert hinum megin,“ segir Konni. Ég inni hann eftir því, hver sé svona fróður. „Vinur minn er búinn að vera mikið veikur og honum er haldið lifandi. Það er búið að sýna honum í tvo heimana, og hann segir að það sé bara svart sem tekur við.“ Mér er eiginlega öllum lokið. Minni hann samt á, að trú eigi maður ekki, nema maður efist, og það hafi Meistarinn sjálfur gert á krossinum. „Já,“ segir Konni og slær mig aftur út af laginu með orðunum: „Getur alfullkominn maður efast?“ Konni hafði ótrúlega gott minni og honum hitnaði oft í hamsi. Þegar þetta tvennt fór saman gátu fáir brugðið sannleiksgildi á frásagnir hans, og þannig vill undirritaður muna hann. Um leið og við vottum Lillu og börnum samúð okkar er Konna þökkuð nærri tuttugu ára samfylgd með orðum Hjálmars Gullbergs, í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar: Ef í eyðiskóg angist kvöl þér bjó, fundur á fómum vegi færði lausn og ró. Skrafa um skyggni og átt, skilja í friði og sátt, - svo skal maður manni mæta á réttan hátt. Einlæg orð, en fá, örva sporin þá. Endir allra funda ætti að vera sá. Helgi Sigfússon, Hrísey. SELMA G UÐMUNDSDÓTTIR + Selma Guð- mundsdóttir fæddist í Keflavík 20. október 1937. Hún lést á heimili sínu 16. september síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum 23. septem- ber. Með nokkrum orð- um minnist ég elsku- legi-ar mömmu minnar. Þú varst á margan hátt stórbrotinn pers- ónuleiki. Ákveðin varstu og hrein- skilin, gekkst hreint og beint til verka og unnir þér helst ekki hvíldar fyrr en að verki loknu. Listfengin varstu með afbrigðum og naustu þín vel í öllu handverki, saumi, glerskreytingum og listmál- un. Kímnigáfa þín og orðheppni var einstök. Einkenndist hún oft á tíðum af beinskeyttum og meinhæðnum at- hugasemdum. Allt eru þetta kostir sem prýða góða manneskju. Þú kynntist ung illvígum sjúk- dómum og að þeirri lífsreynslu bjóst þú alla tíð. Þú varst fyrirmynd, ekki svarthvít heldur máluð litrófinu öllu. Ég sótti í þig hugmyndir, visku, kosti og galla. Sumt hlaut ég í vöggu- gjöf, annað tileinkaði ég mér eftir því sem ég hafði þroska til. Allt þetta gerði mig að því sem ég er í dag. Það var mikil gæfa þegar kynni tókust með ykkur Þóroddi Vil- hjálmssyni. Afraksturinn lét ekki á sér standa þegar svo listfengar og handlagnar manneskjur leggjast á eitt. Húsið var lagfært að utan sem innan, og stór og myndarlegur garð- ur er orðinn bæjarprýði í Höfnum. Þar sem vinnuþrek þitt þraut kom verklagni og dugnaður Þórodds að góðum notum. Mikilvægast var þó einlægt samband ykkar og veit ég að þama varst þú eins og blómi í eggi. Fljótlega var ljóst hve heppin þú varst og góðan félaga þú áttir. Mér er það minnisstætt þegar ég mætti á heimili ykkar í þeim tilgangi að kynna fyrir ykkur Guðlaugu unn- ustu mína og stjúpböm mín, Om og Hildi. Þá kom glögglega í ljós hversu stórt hjarta þú hafðir og þú tókst þeim frá fyrstu kynnum sem hluta af sjálfri þér. Þú lagðir mikla vinnu og natni í handavinnu fyrir okkur og börnin. Það var mikil gleði þegar Kolfinna, dóttir okkar Guðlaugar, fæddist, og mér er það mikill harm- ur hve stuttri samveru okkur var út- hlutað að þessu sinni. Ég hlakkaði til að deila með þér fyrsta afmælisdegi Kolfinnu en ég trúi þvi að þú fylgist með henni vaxa úr grasi þaðan sem þú ert nú. Þú sýndir mér ávallt hlýju, traust og væntumþykju. Okkar síðasta samtal undirstrikaði það og gleymi ég því aldrei. Ég hafði á orði að það væri munur ef svona símtöl fengi maður oftar. Kaldhæðni örlaganna MARGRETLARA RÖGNVALDSDÓTTIR + Margrét Lára Rögnvaldsdóttir fæddist í Ólafsdal í Dalasýslu 30. októ- ber 1935. Hún lést á heimili sínu 12. sept- ember síðastliöinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 20. septem- ber. Nú hefur Margrét okkar fengið hvíldina eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún kom að vinna sem handa- vinnuleiðbeinandi á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir sex árum full af lífsorku og áhuga. Hún var ein- staklega handlagin og vandvirk og naut mik- illa vinsælda. Þín er sárt saknað. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig kæra vinkona. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þökkum hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist ekki og gæfa var það öilum sem fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) sá til þess að þetta var okkar síðasta samtal. Kveðjustundin er þungbær og ég sakna þín sárt. Þinn sonur, Kolbeinn. Elsku mamma. Þótt ég hafi alist upp hjá ömmu Kristínu og afa Guðmundi þá var alltaf passað upp á að við héldum sambandi. Þú 4 kallaðir mig alltaf Mó- línu til að aðskilja okk- ur Selmurnar, mig og þig. Þú varst flink mamma, saumað- ir grímubúninga á okkur systurnar og hélst flott grímuböll fyrir krakk- ana í nágrenninu. Þú söngst og spil- aðir á gítar. Hæfileikarnir voru miklir, þú varst góður listmálari og brúðarkjóllinn sem þú saumaðir á Birnu systur var eins og í ævintýri. Þú gast verið mjög kaldhæðin, með mikinn húmor og skaust föstum skotum þegar sá gállinn var á þér, nákvæm og smámunasöm. Svo þeg- ar maður eldist sér maður hlutina í öðru ljósi. Þú varst líkamlega sterk að upplagi en glímdir við sjúkdóm sem einungis einbeiting og sjálfsagi getur haldið niðri og ekkert fær grandað áreitni hans að fullu. Þegar þið Þóroddur komuð í afmælið mitt í desember sl. geislaði af þér glæsi- leikinn og ánægjan og eins þegar þú komst með humarinn til mín í vinn- una og við kvöddumst svo innilega. Ekki grunaði mig að þetta yrði sein- asta skiptið sem við sæjumst. Elsku mamma mín, þrátt fyrir rifrildin og stóru orðin, sættirnar og tárin, þá gleymi ég þér aldrei. Þín dóttir, Selma (Mólína). Legsteinar í Lundi SÓLSTEINAR við Nýbýlaves, Kóuavogi Simi 564 4566 Varanleg minning er meitluð ístein. Innilegar samúðarkveðjur fjölskyldu og ástvina. Ingibjörg, Hjördís og Jónína. til M S. HELGAS0N HF STEINSMIÐJA Skemmuveqi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.