Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ
52 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000
UMRÆÐAN
-Vafasöm 1‘jár-
málastjórn
HUGSANDI Hafn-
íirðingar hafa í vaxandi
mæli áhyggjur af fjár-
málum bæjarins.
Skuldir eru miklar og
halda áfram að vaxa.
Hafnarfjörður er
^fjórða skuldugasta
sveitarfélag landsins í
hlutfalli af skatttekj-
um, skuldar nálega
tvöfaldar árstekjur
bæjarsjóðs.
Skuldir hækkuðu á
annan milljarð 1999 og
er útlit fyrir svipaða
aukningu á árinu 2000.
Nú nýlega var tekið
erlent lán, svokallað kúlulán, það er
að lánið er afborgunarlaust en á að
greiðast í einu lagi eftir 10 ár. M.ö.o.
að núverandi bæjarstjórn ætlar ekki
að koma nálægt því að greiða afborg-
anir af þessu láni heldur er því sópað
undir teppið til 10 ára geymslu. Það
sýnir að bæjarstjórn hefur gefist upp
•^v’ið að takast á við fjármál bæjarins,
það er öðrum ætlað.
Einkaframkvæmdir
En ekki er látið nægja að safna
skuldum heldur er nú samið um stór
verk í einkaframkvæmdum. Það get-
ur verið réttlætanlegt ef sérstaklega
þarf að ílýta framkvæmdum en alger
forsenda fyrir slíku er að auka ekki
skuldir heldur lækka þær þar sem
einkaframkvæmd þjónustufjárfest-
ingar er ávísun á tekjur fram í tí-
__jinann á sama hátt og lántökur. Þær
tekjur sem í framtíðinni fara til
greiðslu á einkaframkvæmdasamn-
ingum og til greiðslu vaxta og af-
borgana lána eru bundnar. Það getur
valdið því að ekki verði hægt að veita
bæjarbúum ungum og öldnum nauð-
synlega og lögbundna
þjónustu.
Allt fram til síðasta
kjörtímabils var það yf-
irlýst stefna sjálfstæð-
ismanna að komast út
úr skuldabyrðinni. Sú
stefna flokksins hefur
verið algerlega svikin.
Hvort það er vegna
þess að bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins
hafí það ógnarvald yfir
Sjálfstæðisflokknum að
hann ráði för eða orsak-
anna sé annars staðar
að leita skal ósagt látið.
En hvað sem því líður
stefnir í það að slegin verði öll fyrri
met í upphæðum skulda og skuld-
Bæjarmál
Vinna verður að því
föstum skrefum, segir
Páll V. Daníelsson, að
létta skuldabaggana.
bindinga í lok þessa kjörtímabils.
Má í þessu sambandi benda á
beinskeytt ummæli forsætisráð-
herra, Davíðs Oddsonar, um skort á
festu í fjármálum sveitarfélaga sem
hljóta að hitta Sjálfstæðismenn í
Hafnarfirði illa og þetta gerist á tím-
um mikillar þenslu sem veldur því að
allar framkvæmdir verða miklu dýr-
ari en ella.
Sjálfstæðisflokkurinn hér í bæ ber
ábyrgð á stjórn bæjarmálanna og
ætti því að taka slíkt stórmál eins og
fjármál bæjarins til opinnar umræðu
innan flokksins.
Pólitískur bæjarstjóri
Ef litið er yfir stjómmálasögu
Hafnarfjarðarbæjar koma fram skýr
einkenni og skiptist þar i tvö hom.
Það hefur alltaf reynst bænum illa að
vera með bæjarstjóra sem vom jafn-
framt bæjarfulltrúar eða mjög
tengdir bæjarpólitíkinni. Hins vegar
hefur það reynst mjög vel að ráða
menn í stöðu bæjarstjóra sem em
embættismenn og standa ekki í póli-
tískum slagsmálum.
Þeir hafa undantekningarlaust
komið festu á fjármálin og lækkað
uppsafnaðar skuldir pólitísku bæjar-
stjóranna.
Það er eins og pólitísku bæjar-
stjóramir eigi erfitt með að halda að-
skildum persónu- og flokkshagsmun-
um frá almannahagsmunum.
Hvað er
til ráða?
Nú er málum svo komið að tekjum
bæjarins er ráðstafað áratugi fram í
tímann. Jafnframt em lántökur
auknar. Kúlulán tekið í erlendri
mynt og enginn veit hvað það lán
kostar eftir 10 ára geymslu. Það
kemur til með að taka í einu lagi um
1/4 hluta af árstekjum bæjarsjóðs.
Greiðsluþol hans er því spennt til
hins ítrasta langt fram í tímann og sú
hætta vofir yfir að það geti brostið.
Það leiðir til lakari þjónustu fyrir
bæjarbúa. Þegar svona stendur á
verða bæjafulltrúar að láta af inn-
byrðis átökum og sameinast um að
bjarga bænum út úr ógöngunum.
Núverandi meirihluti fékk saman-
lagt 37,4% atkvæða af kjósendum á
kjörskrá og með tilliti til þess er
óeðlilegt að beita það veiku valdi af
mikilli hörku. Ef vel á að fara verður
að grípa til róttækra aðgerða. Það
getur kostað sársauka og það kostar
mikla vinnu. Það verður að draga úr
stjórnunarkostnaði, stöðva skulda-
söfnun og koma festu á fjármálin.
Síðan verður að vinna föstum skref-
um að því að létta skuldabaggana
sem búið er að binda fæddum og
ófæddum um áratugi.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Er aðkoma að skólum al-
mennt örugg fyrir börn?
VEGNA afskipta
minna af öryggismál-
'*r um barna í lengri tíma
hef ég komið í flesta
grunnskóla landsins í
þeim erindum að at-
huga hvernig öryggis-
málum þeirra er hátt-
að.
Eitt af því sem skoð-
að hefur verið er að-
koma barna að skólan-
um og ætla ég að gera
hana að umfjöllunar-
efni í þessari grein.
Aðkoma gangandi
eða akandi að skólum
er mjög misjöfn um
landið. Sumstaðar er aðkoman til
fyrirmyndar en annars staðar er
^►ástandið afar slæmt.
Mikilvægt er að gerð sé könnun á
því með hvaða hætti nemendur
koma í skólann en í kjölfar hennar
sé gerð úttekt á því hvort aðstæður
fyrir akandi og gangandi séu full-
nægjandi.
Lausleg könnun sem gerð var
fyrir nokkru meðal nemenda víðs
vegar á landinu leiddi í Ijós að flest-
um nemendum er ekið í skólann
jafnvel þó um stutta gönguleið sé að
ræða. Margir af skólum landsins
voru byggðir á þeim tíma þegar að
bílaeign landsmanna var minni. Það
%iá því leiða að því hugann hvort
aðkoma við suma skóla þoli þá
miklu umferð sem getur myndast
við þá og hvort ekki þurfi að gera
i breytingar i takt við þann fjölda
í bíla sem þangað kemur daglega.
Til að skipuleggja örugga að-
komu barna að skólum er mikil-
».vægt að taka eftirtalda þætti til
greina. Góð lýsing þarf að vera í
kringum skóla. Aðskilja þarf um-
ferð gangandi og ak-
andi vegfarenda. Fyrir
þá foreldra sem aka
börnum sínum í skól-
ann er nauðsynlegt að
koma upp merktu
svæði sem foreldrar
geta stöðvað bílinn
meðan barninu er
hleypt út. Til að slíkt
fyrirkomulag komi að
gagni er mikilvægt að
foreldrar hleypi börn-
unum einungis út á
þessum stöðum. Þar
sem slíkt eða svipað
fyrirkomulag er við
skóla er aðkoman ekki
vandamál því að umferðin rennur
létt og örugglega í gegn.
Þar sem ástandið er slæmt
blandast umferð gangandi og ak-
andi saman. Við suma skóla aka for-
eldrar inn á lóð skólans eða að um-
ferðinni er beint inn á bílastæðin
við skólann. Slíkt er mjög hættu-
legt. Lítil börn eru oft að skjótast
innan um bíla sem eru að bakka eða
aka í burtu og oftar en ekki er lýs-
ing einnig bágborin. Við svona að-
stæður er óhætt að segja að börnin
séu í bráðri lífshættu.
Annað dæmi um slæma aðkomu
er þegar að foreldrar stoppa nánast
hvar sem er nálægt skólanum,
börnunum er hleypt út á umferðar-
götu eða þegar að bíl er lagt er upp
á gangstétt þannig að gangandi
börn þurfa að fara út á götuna til að
komast fram hjá honum.
Foreldrar þurfa að gefa sér góð-
an tíma þegar að börnum er ekið í
skólann og sjá til þess að börnin
komist á sem öruggastan hátt að
byggingunni.
Fyrir þau börn sem ganga í skól-
Umferð
Börnin, segir Herdfs L.
Storgaard, ráða einfald-
lega ekki við óvæntar
aðstæður í umferðinni.
ann er mikilvægt að foreldrar séu
búnir að kanna öruggustu leiðina
fyrir börn sín og að þeim sé kennt
að fara yfir örugglega yfir göturn-
ar. Nýlega var gerð rannsókn í
Kanada á gönguleiðum skólabarna
og hegðun þeirra í umferðinni. Nið-
urstöður rannsóknarinnar leiddu í
Ijós að ekki var óhætt að láta börn
undir níu ára aldri ganga ein í skól-
ann ef þau þurftu að fara yfir fleiri
en þrjár fjölfarnar umferðargötur.
Börnin réðu einfaldlega ekki við
óvæntar aðstæður í umferðinni.
Sjálfsagt er að íslenskir foreldrar
geri sér grein fyrir því að sama get-
ur átt við um íslensk börn.
Ekki er úr vegi að minna á notk-
un endurskinsmerkja, þó að hún sé
þokkaleg hjá yngstu börnunum
mættu þau eldri vera sýnilegri í
umferðinni.
Að lokum vil ég hvetja sveitar-
félög, skólayfirvöld og foreldra sem
kannast við þær slæmu aðstæður
sem lýst hefur verið hér að framan
að gera eitthvað í málinu sem fyrst.
Það er engin ástæða að sannreyna
að aðkoman að skólanum sé hættu-
leg með því að bíða eftir að barn
verði fyrir alvarlegu umferðarslysi.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Árvekni - átaksverkefnis um
slysavamir barna og unglinga.
Herdís L. Storgaard
Lögheimili
garðyrkj unnar
er ódýrt í
rekstri
í GREIN Árna Her-
mannssonar, kennara
við Verslunarskólann, í
Mbl. 1. okt. sl. er vikið
að fjárveitingum í skóla
landbúnaðarins og
garðyrkjunnar í land-
inu. Hvað snertir Garð-
yrkjuskólann á Reykj-
um veður Árni í
djúpum misskilningi
sem mér er bæði ljúft
og skylt að leiðrétta.
Ami segir útgjöld til
Garðyrkjuskólans
„hlutfallslega þau
hæstu á framhalds-
skólastiginu í landinu".
Þetta er ekki rétt. Það
er að vísu rétt að Garðyrkjuskólinn
er formlega á framhaldsskólastigi
enn sem komið er, líkt og Hólaskóli
og hluti náms við Landbúnaðarhá-
skólann á Hvanneyri. Garðyrkju-
skólinn, líkt og Hólaskóli, er þó í
reynd á milli háskólastigs og fram-
haldsskólastigs sé litið til eðlis náms-
ins og undirbúnings og reynslu nem-
enda. Margir nemendur eru með
stúdentspróf er þeir hefja nám, nám-
ið er mjög sérhæft og krefst víðtæks
verklegs og bóklegs undirbúnings.
Báðir skólarnir undirbúa námsfram-
boð á háskólastigi og Hólaskóli er nú
þegar með námsbraut sem metin er
inn í háskóla. Þetta er þó ekki versti
misskilningur Áma Hermannsson-
ar. Hitt er verra að hann freistast til
að taka heildarframlög ríkisins til
viðkomandi stofnunar og deila ein-
faldlega með nemendafjöldanum. Án
tillits til þess að þessar stofnanir era
með umfangsmikla starfsemi og
skyldur á sínum herðum þar sem
skólahald er einungis hluti af þeirri
starfsemi. Vonandi kennir Árni ekki
nemendum sínum slíka útreikninga í
Verslunarskólanum.
Garðyrkjuskólinn er lögheimili
garðyrkjunnar í landinu og hefur
verið það allt frá árinu 1939. Skólinn
er mennta- og þróunarstofnun ís-
lenskrar garðyrkju, atvinnugreinar
sem veltir u.þ.b. 7-10 milljörðum ár-
lega, veitir um 2.000 störf og með
gríðarleg sóknarfæri. Garðyrkju-
skólanum er ætlað að bjóða upp á
sérhæft nám á sem flestum sviðum
garðyrkju - í fögum eins ólíkum og
skrúðgarðyrkju og blómaskreyting-
um svo dæmi séu tekin. Skólanum er
jafnframt ætlað að stunda rannsókn-
ir og tilraunir í garðyrkju og bjóða
upp á endurmenntunarnámskeið
fyrir fagfólk og áhugafólk. Skólanum
er einnig ætlað að viðhalda sögu- og
ferðamannastaðnum Reykjum sem
nær yfir 550 ha lands auk annarra
jarða sem heyra undir skólann. Árið
1999 fékk skólinn 71,2 milljónir á
fjárlögum til rekstrar stofnunarinn-
ar. Af því fóm um 33,9 milljónir í
sjálft skólahaldið og bókasafn sem
nýtist heilli atvinnugrein. Afgang-
inum var varið í rannsóknir, rekstur
tilraunastöðvar, viðhald bygginga og
véla, nýbyggingar, endurmenntun-
amámskeið og fræðslufundi hvers
konar, rekstur útisvæða og önnur
þau verkefni sem skólanum er ætlað
að sinna samkvæmt lögum og reglu-
gerðum. Skólinn hafði um 40 nem-
endur að jafnaði árið 1999 auk um
700 nemenda á endurmenntunar-
námskeiðum skólans. Sérfræðingar
með kennsluskyldu vom fjórir, fjöldi
annarra stöðugilda var um fimmtán.
Fjöldi stundakennara er ráðinn
tímabundið eins og vera ber í sér-
hæfðu námi. Ég fæ því út að kostn-
aður á nemenda hafi verið um 848
þúsund krónur árið 1999 og em þá
700 nemendur á endurmenntunar-
námskeiðum skólans ekki taldir.
Þetta kann að vera há tala ef menn
kjósa samanburð við framhaldsskóla
en ekki háskóla eða
ýmsa sérskóla. Hins
vegar má færa sterk
rök fyrir því að þessi
upphæð ætti að vera
enn hærri þar sem hluti
námsins er verklegur
og verknám kostar, eðli
sínu samkvæmt, mun
meira en bóknám.
Þessi staðreynd er
flestum ljós. Þess ber
einnig að geta að ég tók
við rekstri skólans í
ársbyrjun 1999 og
rekstrarkostnaður
skólahaldsins á eftir að
lækka í framtíðinni,
m.a. vegna nýrrar nám-
skrár.
Það er hins vegar rétt að Garð-
yrkjuskólinn verður að bjóða sam-
keppnishæf laun þar sem sérfræð-
ingar með háskólamenntun í
garðyrkju og skyldum greinum em
fáir. Samkeppnin um góða starfs-
menn er hörð á þessu sviði sem öðr-
um. Skólinn er þar að auki staðsettur
úti á landsbyggðinni og verður að
keppa við aðdráttarafl Reykjavík-
ursvæðisins. Stéttarfélag náttúm-
Garðyrkjuskólinn
í stað þess að sjá ofsjón-
um yfír viðunandi kjör-
um náttúrufræðinga og
rangtúlka opinberar
tölur, segir Sveinn
Aðalsteinsson, ætti
Arni Hermannsson að
gera mikilvægi starfs
síns enn sýnilegra
almenningi.
fræðinga þ.m.t. sérfræðinga (kenn-
ara) skólans, Félag íslenskra
náttúrufræðinga (FÍN), hefur lyft
grettistaki í samningum sínum við
ríkið og einkaaðila og félagsmenn
njóta nú viðunandi kjara fyrir störf
sín. Eimreiðin, sem knýr það launa-
skrið, em einkafyrirtæki eins og Is-
lensk erfðagreining sem hefur
breytt launalandslaginu hjá íslensk-
um náttúmfræðingum, þökk sé
þeim. Kannski ættu Árni og félagar
að fara á endurmenntunarnámskeið
hjá FÍN?
Garðyrkjan er ein af fáum grein-
um landbúnaðarins sem vaxa að um-
fangi á ári hverju og það algerlega
án ríkisstyrkja. Nokkrar greinar
garðyrkjunnar njóta tollaverndar
hluta ársins, aftur á móti er annar
innflutningur landbúnaðarvara
óheimill ef frá em talin nokkur kíló
af osti og fáeinar jógúrtdollur. Árni
kýs þó af einhverjum ástæðum að
gera árstíðabundna tollavernd inn-
lendrar grænmetisframleiðslu að
skotmarki í grein sinni. Er þá mála-
tilbúnaður allur, þar sem verið er að-
ræða slök kjör kennara, orðinn ærið
langsóttur.
Framhalds- og grunnskólakenn-
arar eiga allan stuðning skilinn í viðj
leitni sinni fyrir bættum kjömm. I
stað þess að sjá ofsjónum yfir viðun-
andi kjöram náttúmfræðinga og
rangtúlka opinberar tölur ætti Árni
Hermannsson að gera mikilvægi
starfs síns enn sýnilegra almenningi.
Og fá einhvern annan til að sjá um
útreikningana.
Höfundur er skólameistari
Garðyrkjuskólans.
Sveinn
Aðalsteinsson