Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Fyrirlitningin er viðfangsefni kvikmyndar Sturlu Gunnarssonar w Sturla Gunnarsson er margverðlaunaður leik- stjóri frá Kanada sem 7 bundinn er Islandi sterkum böndum. Hann ræðir um mynd sína Fyrirlitningu í spjalli við Pétur Blöndal, auk _- sjaldgæfra fugla, Guðs og Darrensins í mannskepnunni. ÞÚ VILT ekki brosa," spyr Ásdís ljósmyndari. „Það rímar ekki við þessa kvik- mynd," svarar Sturla Gunnarsson og brosir þó. Sturla er leikstjóri kanadísku myndarinnar Fyrirlitningar (Scom), sem sýnd er á Kvikmyndahátíð í Reykjavfk, og er heiðursgestur hátíðarinnar. Sturla talar íslensku þótt hann hafi aðeins verið sjö ára er hann fluttist til Vancouver, býr í Toronto, en á marga j^ættingja og vini á íslandi. Við rétt missum af morgunverðin- um, þótt við getum tínt til leifar af hlaðborðinu á Hótel Borg, og fáum okkur egg með síld. Blaðamaður byrj- ar á að spyrja af hverju Sturla hafi ráðist í gerð Fyrirlitningar. „Löngun- in gerði vart við sig þegar ég leik- stýrði Dagbók Evelyn Lau, sem sýnd var hérlendis. Sú mynd fjallar um sál- arlíf táningsstúlku sem var skáld og vændiskona," segir Sturla. „Mig langaði einnig tO að gera kvikmynd um táningsstrák og sá þá mynd af handtöku Darrens [Huene- mann] í blaðinu. Það sem mér fannst truflandi við þessa ljósmynd var að hann var á svipinn eins og í uppklappi á leiksýningu. Mér fannst það stang- ast á við þennan óskUjanlega glæp, að myrða þær konur sem voru honum nákomnastar, móður sína og ömmu. Þetta fangaði athygli mína og eftir því sem ég kafaði frekar ofan í málið varð það furðulegra og furðulegra." Hvaðþá? „Hann [Darren] varð hugfanginn af Caligula í leikriti Camus og spann eigin sögu í sínu eigin lífi út frá skiln- ingi sínum á verkinu. Hann setti sig í spor Guðs. Þegar Caligula syrgði systur sína komst hann að þeirri nið- „wurstöðu að Guð væri ekki til. Enn- fremur að menn væru svo njörvaðir niður af reglum og siðum, að eina leið- in til að ná ham- ______________ ingju væri að taka sér hlutverk Guðs. Caligula hefur löngum verið talinn geðsjúkur. Hann tók heiðursmenn af lífi, hækkaði glæpamenn í tign og braut gegn öllum gildum samfélags- ins. I lokin var hann ráðinn af dögum af undirforingja sínum. Það sem Darren áttaði sig ekki á er að þetta var harmleikur, gaumgæfing á þeim hörmungum sem fylgja guðlausri ver- öld. Hann sneri því upþ í réttlætingu á illyrmislegum tOhneigingum sínum." Lífhans verður eins og hlutverk á Jeiksyiði. „Eg varð einmitt sleginn yfir því að hann virðist ekki hafa neitt sjálf, held- ur setur hann sig í hlutverk og verður það sem hann langar til. Hann er samviskulaus. Og við því virðist ekk- ert að gera. Við komumst að því þegar við töluðum við sálfræðing Darrens að hann er ekkert einsdæmi. Því hef- ur verið fleygt að eins sé ástatt um fimmtung mannkyns; að vera sið- blindur og geta ekki fundið til með öðrum." Eru Darrenar þá allt í kring um okkurl • „Flestir þeirra leiðast ekki út í glæpi og eru jafnvel eftirsóttir í við- skiptalífinu," svarar Sturla. „AUir þekkja einhvern sem þannig er háttað um. Ég vildi forðast sálfræðilega greiningu sem myndi afmarka Darr- en og gefa öðrum tækifæri til að segja: „Þetta á ekki við um mig." Ég nálgaðist því viðfangsefnið út frá því tívernig hann hefði leiðst út á þessa braut, en ekki af hverju, og tek tíma- Sturla Gunnarsson Að setja sig í spor Guðs KVIKMYNDAHATIÐ I REYKJAVIK bilið frá því fyrstu morðhugleiðingar gera vart við sig og þangað til fer að molna úr draumaveröld hans. Þess vegna tókum við viðtöl við hann í fangelsinu, til að rýna í atburðina út frá hans sjónarhóli." Sturla fær sér kaffisopa, rýnir á blaðamann og segir: „Þetta er svolítið hrollvekjandi saga, er það ekki?" Blaðamaður kinkar kolli og sér enn fyrir sér geðveik- isglampann í aug- um aðalsógu- persónunnar fré því á sýningunni kvbldið áður. Sturla heldur áfram: „Eftir frumsýninguna var framleiðandinn spurður af móður sinni: „Myndirðu nokkuð kála mér?" og svaraði: „Mamma, þú átt ekki nógu mikla pen- inga."" Þúátt sjálfur strák á unglingsaldri. „Jú, ég á 13 ára son og veit að tán- ingsaldurinn getur verið erfiður," svarar Sturla, sem sjálfur var eflaust einhvern tíma unglingur. „Táningar hrærast í heimi goðsagna og ímynd- unar, hverfa um tíma á framandi stað og þá getur reynst erfitt að ná sam- bandi við þá." Hann brosir út í annað: „Þeir tala ekki mikið." Svo heldur hann áfram: „Eftir mislangan tíma snúa þeir aftur í raunheiminn sem ungir menn. Það hefði sjálfsagt gerst líka í tilfelli Darrens, ef hann hefði ekki hitt hina strákana. Ef... Ef... Að sex mánuðum liðnum hefði hann ef til vill orðið eðlilegur geðsjúklingur og plumað sig ágætlega í samfélaginu." Hvernig er hann ídag? „Caligula var miðpunktur í tilveru Darrens og því leið honum eins og á valdi örlaganna þegar hann var hand- tekinn. Hann talar ennþá um sig í þriðju persónu og lítur á veröldina sem leiksvið. En eftir að hann áttaði sig á harðneskju tugthúslífsins fór mesti gljáinn af tilverunni og hann fór að sakna móður sinnar, sem var svo- lítið erfitt þar sem hann hafði nú einu sinni myrt hana. En hann var ekki sá Úr myndinni Fyrirlitning eða Scorn sem nú er sýnd á Kvikmyndahátíð í Reykjavík. sem framkvæmdi morðin. Þótt hann hafi gert tilraunir með ömmu sína hallast ég að því að hann hefði ekki getað myrt þær" sjálfur. En nú er hann kominn í hlutverk fanga sem trúir því ekki sem hann gerði. Hann getur ekki lifað án handrits og þetta er nýja hlutverkið." Hefur hann séð myndina? „Nei, og hann fær ekki að sjá hana fyrr en hún verður frumsýnd í mars," svarar Sturla. „Við erum þegar á hál- um ís, því fólk hefur gagnrýnt okkur fyrir að gera honum hátt undir höfði. Af hverju verið sé að gera lffi hans skil í kvikmynd. En það var ljóst frá upp- hafi að Darren hafði ekkert um gerð myndarinnar að segja og hann verður að bíða eins og allir aðrir." Að hve miklu leyti er Fyrirlitning heimildarmynd? „Hún er 100 prósent heimildar- mynd og 100 prósent skáldskapur," svarar Sturla. „Hvergi er vikið frá at- burðarásinni, en sjónarhorn Darrens er skáldað; við urðum að móta pers- ónurnar eftir þeim heimildum sem lágu fyrir. Þar á meðal var bók sem fjallaði um atburðina og var með við- tölum, m.a. við fjölskylduna og Am- öndu. Það kom sér ágætlega því hún hafði verið skoðuð af lögfræðingum fyrir útgáfuna [til að forðast meið- yrðamál] og gerði það okkur auðveld- ara fyrir." Hefur fósturfaðir Darrens einhver samskipti við hann ? „Hann vildi ekki trúa því að Darren væri sekur og studdi við bakið á Darr- en alyeg fram að réttarhöldum," svar- ar Sturla. „Þau tóku mjög á hann, því þá kom í ljós að enginn vafi lék á sekt Darrens. Fósturfaðir hans varð því að sætta sig við sannleik málsins og þeg- ar við töluðum saman var hann ekki enn búinn að gera upp þennan kafla í lífi sínu. Hann lokaði þeim kafla, gift- ist aftur og eignaðist fjölskyldu á ný. Hann vonaðist til að myndin vekti umræður um hvenær sakbornmgar væru ósakhæfir vegna geðveiki, því hann vill meina að Darren hafi fæðst svona gerður, en það hafi ekki orsak- astafuppeldinu." Hvert verður næsta verkefni sem þúræðstí? „Rare Birds [Sjaldgæfir fuglar]," svarar Sturla. „Hún er afskaplega Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir frábrugðin þessari," bætir hann við og brosir. „Myndin er byggð á skáld- sögu, er á gamansömu nótunum og fjallar um miðaldra mann með gráa fiðringinn. Hann segir upp starfi sínu og stofnar franskan veitingastað í krummaskuði á Nýfundnalandi. Eins og nærri má geta fer reksturinn illa af stað, konan skilur við hann, og hann byrjar að drekka sem mest hann má úr vínkjallaranum til að forða því að vínflöskurnar verði gerðar upptækur af lögreglunni. Einn heimamanna, harðjaxl sem mótaður er af ævilangri glímu við náttúruöflin, ákveður að hjálpa honum og senda þeir út til- kynningu um að sést hafi fáséður fugl. Fuglaskoðarar hvaðanæva úr heimin- um mæta á staðinn og vænkast hagur veitingastaðaeigandans. Auðvitað er líka kona í spilinu, auk kókaínsmygl- ara og fransks herramannsmatar." Hvaða böndum binstþú Islandi? „Ættjörðin er Kanada en ættflokk- urinn er íslenskur," svarar hann. „Mér liður einsog ég sé í faðmi fjöl- skyldunnar á íslandi, bróðurpartur hennar býr hér og ég tala islensku. Bæði börnin mín hafa komið hingað og konan mín var að koma hingað í fyrsta sMpti. Kanada er póstmódern- ískt land að því leyti að þar býr ekM ein þjóð eins og á Islandi; þar er sam- ansafn innflytjenda. Ég hugsa að flestir Kanadamenn fari hjá sér þegar þeir syngi þjóðsönginn. Það má segja margt gott um Kanada, stórbrotna náttúruna og það svigrúm sem ein- staklingurinn fær, en sútilfinning sem fylgir því að koma tO íslands er einstök." En hvernig kom það til aðþú lagðir kvikmyndagerðfyrir þig? „Eg lærði stjórnmálafræði í há- skóianum og eftir útskrift ferðaðist ég um Evrópu, fór tO Krítar, Hjalt- landseyja og var eina vetrarvertíð á báti frá Stokkseyri sem gerður var út frá Þorlákshöfn. Ég komst að því að þetta frjálsa líferni átti vel við mig og ákvað að fara í meistaranám í kvOí- myndagerð, það byði upp á fjölbreyti- leOta í starfi. Ég var svo lánsamur að útskriftarmyndin mín var margverð- launuð og fyrir vikið bauðst mér að gera fleiri myndir." Að lokum, hvað hefurðu haft fyrir stafni hérlendis? „Ég sýndi konunni minni [Judy Koonar] Þingvelli, við fórum á hest- bak og hún hitti fjölskylduna mína í fyrsta skipti," svarar Sturla. „Henni finnst landið stórbrotið, byggingarn- ar litríkar, arkitektúrinn fjölbreyti- legur, auk þess sem henni finnst gam- an að umgangast aUt þetta fólk sem er eins og ég," svarar hann og hlær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.