Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VILT Fáið sendan myndalista •r Myndsaumur ÚR VERINU Gunnar Jóakimsson hættur hjá SÍF hf. GUNNAR Jóakims- son, innkaupa- og sölustjóri SIF hf., hætti fyrir helgi og gerði starfslokasamn- ing við fyrirtækið. Hann segir að vegna skipulagsbreytinga hjá fyrirtækinu hafi hann talið þetta góðan tíma til að hætta og snúa sér að einhverju öðru. Gunnar hefur starf- að við sölu- og mark- aðsmál varðandi sfld- arafurðir í tvo áratugi. Hann var lengst hjá Síldarútvegsnefnd og var framkvæmdastjóri hennar og eftir að Síldarútvegsnefnd var breytt í Islandssíld var hann fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins þar til það sameinaðist SÍF í fyrra. Hann var fram- kvæmdastjóri hjá Síld- arútvegsnefnd og Is- landssíld 1993 til 1999 en síðastliðið ár hefur hann verið markaðs- stjóri fyrir saltfisk og síld hjá SÍF. Að sögn Gunnars er viðskilnaðurinn eins góður og hann mögu- lega getur verið. Skipulagsbreytingar hjá SÍF og uppstokk- un hafi legið í loftinu Gunnar og sennilega væri Jóakimsson þetta besti tíminn til að nota tækifærið og söðla um. „Ég óska SÍF og starfs- fólki fyrirtækisins alls hins besta í framtíðinni og skil sáttur við sam- steypuna," sepir Gunnar. Nýr björgun- arbátur til Isafjarðar NYTT björgunarskip kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Isafirði á laugardag. Um er að ræða sér- smíðaðan rúmlega 35 tonna björg- unarbát sem smíðaður er árið 1978. Báturinn er af Arun-gerð, smíðaður úr plasti og hefur verið í notkun í Bretlandi frá upphafí. Báturinn fékk sama nafn og sá sem fyrir var, Gunnar Friðriksson, og var það Gunnar Friðriksson sjálfur, fyrrum forseti Slysavarna- félagsins, sem afhjúpaði nafnið. Nýja skipið er mun öflugra en það eldra en það hefur nú verið selt til Noregs. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri ísafjarðarbæjar og formaður Björgunarbátasjóðs Vestfjarða, og Jón Gunnarsson, formaður Slysa- varnafélagsins Landsbjargar fluttu ávörp við komu skipsins og sr. Magnús Erlingsson flutti bless- unarorð. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjöms Björgunarskipið Gunnar Frið- riksson kemur til Isafjarðar. Skipið er 22 ára, sérsmíðað úr plasti og hefur alla tíð verið björgunarskip í Bretlandi en þaðan kom það. Gunnar Frið- riksson, fyrrverandi forseti Slysavarnafélags íslands, af- hjúpaði nafnið. Morgnnblaðið/Jón Svavarsson Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Darri Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri InterSeafood.com, við opnunina. Viðskipti með sjávarafurðir á íslenskum vef ÁRNI M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra, opnaði vefsíðuna InterSeafood.com í Sjóminjasafn- inu í Hafnarfirði á laugardag. Þetta er fyrsta íslenska vefsíðan sem helgar sig alþjóðlegum við- skiptum með sjávarafurðir. InterSeafood.com er er mark- aðs-, frétta-, upplýsinga- og þjón- ustuvefur fyrir sjávarútveginn en byggður verður upp þjónustu- og gagnagrunnur fyrir fyrirtæki í sjávarút.vegi og fyrirtæki sem þjóna honum. Notendur hafa yfirlit yfir fram- boð og eftirspurn staðlaðra sjáv- arafurða á vefnum, þeir geta gert tilboð og gagntilboð og gengið frá samningum. Darri Gunnarsson er fram- kvæmdastjóri InterSeafood.com, Eiríkur S. Eiríksson er frétta- stjóri og Örn Arason sér um þró- un vefjarins og tæknimál. Sérmerktar Húfur og HANDKLÆÐI Hellisgata 17,220 Hafnarfjöröur, sími 565 0122, fax 565 0488. Netverslun: www.myndsaumur.is Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði! Umsóknarfrestur til 10. október nk. 2ja herb. Breiðavík 7, Reykjavík 61m2íbúð,304 Alm.Ián Búseturéttur kr. 796.387 Búsetugjald kr. 42.931 Afhending ímarslok 3ja herb. Garðhús 8, Reykjavík 80m2 íbúð,302 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.624.642 Búsetugjald kr. 33.901 Afhending 7. desember 4ra herli. Skólatún 4, Bessast.hreppi 114m2 íbúð,202 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.668.008 Búsetugjald kr. 43.976 Afhending strax íbúðir með leiguíbúðalánum veita rétt til húsaleigubóta. íbúðir með almennum lánum veita rétt til vaxtabóta. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið virka daga frá 8:30 til 15:30 nema 1. þriðjudag í mánuði frá 8:30 til 12:00. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila launaseðlum sfðustu sex mánaða og síðustu skattskvrslu. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 11. október kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. SJALFSTRAUST P\TT? I<YNN1NGARFUNDUR FIIVHVrTUDAG KL20:30 *í=|j]fr DaLE ptRNBSir FÓLK-ÁÍÍANGUR-HAGNAOUR 0 581 2411 STJORNUNARs KÓLINN SOGAVEGI 69 • !Ö8 REYKJAVÍX • S'f MI 581 2411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.