Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Landslið píanó- leikara Morgunblaðið/Ásdís „Tónleikar EPTA í Operunni voru góð skemmtun og vonandi að píanókennarar bjóði upp á fleiri slíkar í vetur.“ TOJVLIST í s I e n s k a « p e r a n PÍANÓTÓNLEIKAR Píanótónleikar Evrópusambands pianókennara, EPTA. Pfanóleikar- ar: Anna Guðný Guðmundsdóttir, Richard Simm, Halldór Haraldsson, Peter Máté, Miklós Dalmay, Helga Bryndís Magnúsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Jónas Ingi- mundarson sem jafnframt var kynnir. Laugardag kl. 16. EVRÓPUSAMBAND píanókenn- ara efndi til glæsilegra tónleika í óp- erunni á laugardagskvöldið. Þar komu fram níu píanóleikarar, sem léku sígild verk píanóbókmennt- anna. Efnisskráin hefði átt að falla öllum aðdáendum slaghörpunnar í geð, prýdd verkum eftir alla helstu snillinga hljómborðsins: Beethoven, Liszt, Kreisler/Rakhmaninoff, Bart- ók, Schubert, Chopin, Brahms, Tsjaíkovskíj, Granados og Bartók. Aðeins eitt íslenskt tónskáld hlaut þá náð að vera þarna á meðal, Sigvaldi Kaldalóns, en Riehard Simm lék feiknarskemmtilega útsetningu sína á lagi Sigvalda ,Á Sprengisandi“. Jónas Ingimundarson kynnti efnis- skrána, og lék í upphafi tónleika í forföllum Gisla Magnússonar „Til Elísu“ eftir Beethoven. Það má segja að Jónas hafi verið með uppistand milli atriða, því að hann gerði meira en bara að kynna, hann sagði píanó- sögur, brandara og sögur af hjartans lyst. Anna Guðný Guðmundsdótth- lék Impromptu nr. 2 í Es eftir Franz Schubert. Glæsilegur leikur hennar einkenndist af mikilli mýkt í hröðum tónstigahlaupum hægri handar; það vai- mjög fallega gert. í millikaflan- um var leikur hennar mátulega létt- ur - ekki eins þungur og mettaður af pedalnotkun og maður heyrir þetta stundum spilað - hún lék þetta með þeirri dansandi lipurð sem fæst með réttri dýnamík í áherslunni á fyrsta slagið. Miklos Dalmay lék „Inter- mezzo“ og „Capriccio" opus 116 nr. 6 og 3 eftir Jóhannes Brahms. Sjaldan hef ég heyrt Miklós Dalmay leika jafn vel. Brahms er greinilega hans maður og leikur hans var þrunginn Brahmsískri tilfinningu og dýpt. Helga Bryndís Magnúsdóttir er einn af okkar bestu píanóleikurum. Hún lék þrjú verk eftir Chopin, Pól- ónesu í d-moll opus 71 nr. 1, Vals í f- moll opus 70 nr. 2 og Etýðu í c-moll opus 75 nr. 12. Helga Bryndís nálg- aðist Chopin af yfirvegun og sterkri tilfinningu fyrir músíkölsku litrófi tónlistar hans. Laglínan í pólónes- unni var syngjandi björt og afar fal- lega leikin; þokki og mýkt einkenndu vaisinn, en í etýðunni sýndi Helga Bryndís mikil tilþrif og fingi-afimi í þrælerfiðum, hlaupandi brotnum hljómum yfir syngjandi bassalínu. Þetta var glæsilegur flutningur. Halldór Haraldsson lék Dumka opus 59 eftir Tsjaikovskíj, eitt af meistarastykkjum tónskáldsins fyrir píanóið. Verkið er í þjóðlegum stíl eins og nafnið gefur til kynna - Dumka er tónsmíð gjarnan byggð á angurværu þjóðlagi, en hefst svo upp í mikil umbrot og fútt. Það vantaði meiri tregatilfinningu í upphafið, leikurinn i hraða kaflanum var of harður og það vantaði meiri lipur- leika og snerpu í dansinn. Að öðru leyti lék Halldór þetta vel og undur- fallegt píanissimó í niðurlagi verks- ins var sérstaklega fallega gert. Mik- lós Dalmay og Peter Máté léku saman fjórhent Kampavínsrag eftir Josef Lamp. Þeir Miklós og Peter léku af mikilli gleði og fjöri þetta káta verk. Steinunn Birna Ragnai’- sdóttir lék fyrir tónleikagesti Andal- úsíuþáttinn úr Spænskri svítu eftir Granados. Þetta vinsæla verk var frábærlega leikið af Steinunni Birnu, ofurmúsíkalskt og hlaðið spænskri munúð. Peter Máté tróð upp með tvo Ungverja, Liszt og Bartók. Ástar- draum Liszts nr. 3 þekkja allir sem á annað borð hafa lagt eyru við klass- íska tónlist. Það var mikil tilfinning í túlkun Peters á þessum hjartfólgna ljúflingi Liszts. í verki Bartóks kveður við allt annan tón; Allegro barbaro er litríkt og sterkt verk, hratt og ákaft; andi ungverskra þjóð- laga er nærri í kraftmikilli hrynjandi verksins og Peter Máté lék þetta af skörungsskap. Sigvaldi Kaldalóns fékk óvænt sæti við borð meista- ranna - það var Richard Simm sem leiddi hann þangað þegar hann lék fantagóða útsetningu sína á laginu Á Sprengisandi. Ákafinn og óþreyjan sem í ljóðinu búa voru líka til staðar í leik Richards og er þessari útsetn- ingu hér með spáð miklum vinsæid- um. Richard Simm lék líka frægan fingurbrjót: útsetningu Rakhmanin- ovs á Ástaryndi Fritz Kreislers. Riehard Simm var í miklum ham og spilagleðin skilaði honum meira en heilum á húfi úr brotsjóum Rachm- aninoffs - „Ástaryndið" var listavel spilað. Þær Steinunn Birna og Anna Guð- ný léku á tvö píanó „Scaramousse“, svítu eftir Darius Milhaud. Þær voru vel samstilltar, en einhvern veginn lifnaði Scaramousse aldrei almenni- lega. Flutningurinn var ívið of hæg- ur og vantaði meiri snerpu til að ná flugi. Tónleikunum lauk með frá- bæru aukalagi; útsetningu Richards Simm á lagi Beethovens, Til Elísu, en útsetningin bar yfirski’iftina „For teachers who need a break“. Þeir Richard og Jónas Ingimundarson léku fjórhent. Þarna voru tilbrigði og fúga og var afar snyrtilega og smekklega farið með hina nokkuð út- jöskuðu og sjúskuðu Elísu sem allir vildu kveðið hafa. Hún fékk þarna ný og betri föt - kannski grímubúning - en hann fór henni í það minnsta fjarska vel. Þessum smelli Richards Simm er einnig spáð vinsæidum. Það úrval píanóleikara sem lék á þessum tónleikum sýndi að ekki þarf að ör- vænta um framgang píanóleiks í landinu. Standardinn er hár og hver píanisti hafði sér margt til ágætis. Gaman hefði verið að heyra í fleiri píanóleikurum; - við eigum nógan efnivið í tvenna eða jafnvel þrenna tónleika af sama standard. Ég sakn- aði þess mest að heyra ekki meira ís- lenskt. Það er okkur hollt að setja okkar tónlist í samhengi við aðra, en ekki alltaf að hafa hana eina og sér. Píanótónleikar EPTA í óperunni voru góð skemmtun og vonandi að píanókennarar bjóði upp á fleiri slík- ar í vetur. Bergþóra Jónsdóttir AÐ LEIKA SEM BEST TðNLIST Neskirkja SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljdmsveit áhugamanna undir stjórn Ingvars Jónassonar flutti þrjú verk eftir J.S. Bach. Einieikarar voru Áshildur Haraldsdóttir, Hildur Ársælsdóttir og María Huld Markan Sigfúsdóttir. Laugardagurinn 30. september 2000. ORÐIÐ „orhcestra“, sem er komið úr grísku og þýðir danspall- ur, var notað yfir þann stað leiksv- iðins þar sem dansai-arnir (kórinn) og líklega hljóðfærleikarar voru staðsettir. Á tímum J.S. Bach var eiginleg stöðluð hljómsveit vart komin til og afmörkun hljóðfæra- hópa var aðeins miðuð við samleik allra og sólóþætti smærri hópa þótt stundum væri ritað fyrir eina sólór- ödd sem bæði tók þátt í samleik og lék einleik með hópnum. Á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar áhuga- manna sl. laugardag í Neskirkju voru leiknar tvær fyrstu af fjórum hljómsveitarsvítunum eftir J.S.Bach og tvfleiksfiðlukonsertinn frægi í d-moll. Fyrsta hlómsveitarsvítan er skrifuð fyrir tvö óbó, fagott og strengi. Obóleikararnir voru Guð- rún Másdóttir og Sveinn Guðmun- dsson en á fagott lék Sigríður Kristjánsdóttir og var leikur þeirra sérlega áheyrilegur. Strengiasveit- in, undir forustu Helgu R. Oskars- dóttur, var ótrúlega góð og samspil- ið á milli hljóðfærahópanna vel útfært. Stjómandinn Ingvar Jónas- son stýrði sínu fólki af öryggi og mátti heyra, að í heild hafði verið vel æft sem ekki er vandalaust verk þegar unnið er með áhugafólki og nemendum þó að með í hópnum hafi verið atvinnumenn. Forleikur- inn er viðamesti þátturinn í hljóm- sveitarsvítunum og þar er fylgt hinu franska formi forleiksins sem skiptist í hæga-hraða-hæga niður- röðun og hjá J.S. Bach er hraði þátturinn fúga en í seinni hæga þættinum er oftast brugðið upp breyttri mynd af upphafskaflanum. Aðrir kaflar verksins eru hefð- bundnir barokkdansþættir. Það mun ekki vera fjarri lagi, að tvífíðlukonsertinn, og tveir fiðlu- konsertar eftir J.S. Bach, séu elstu fiðlukonsertamir sem fluttir em á almennum tónleikum og líklega er tvífiðlukonsertinn í d-moll einkan- lega frægur fyrir hæga kaflann þótt verkið í heild sé ein samfelld snilld. Tveir ungir fiðlunemar, þær Hildur Ársælsdóttir og María Huld Mark- an Sigfúsdóttir, léku einleikinn í þessu fagra verki og þó að ekki sé venja að fjalla um nemendur verður ekki annað sagt en að leikur þeirra var allur hinn glæsilegastisem er vitnisburður um að þær hafi notið góðrar kennslu frá byrjun og síð- ustu árin hjá Guðnýju Guðmunds- dóttur konsertmeistara. Það var sérlega gott jafnvægi í samspili hljómsveitar og einleikara, sérstak- lega í hæga þættinum þar sem sam- pil ungu einleikaranna blómstraði í hinum undarlega fagra tvöfalda konrtapunkti hæga kaflans. Tónleikunum lauk með annarri svítunni og þá kom til leiks Áshiid- ur Haraldsdóttir og er það í raun frábært, að snillingar eins og Ás- hildur skuli líta til með áhugafólki og þar með gefa leik þess þann myndugleik atvinnumennsku sem er í raun keppikefli áhugamanna. Það var auðheyrt á hljómsveitinni að hér var vel unnið og samleikur sveitarinnar og Áshildar hreint ág- ætur og einnig að leikur hennar var sérlega fallega aðlagaður leik áhugafólkins svo að oft var unun á að hlýða. Hljómsveit áhugamanna er að verða mjög góð og starfsemin nýtur vaxandi gengis fyrir góðan leik. Að þessu sinni tókst sérlega vel til og í raun merkilegt hversu sjaldan var að heyra hik og hættuleg augnablik og einnig hvað hljómur sveitarinn- ar var í heild sérlega hreinn svo að hvergi hattaði fyrir að nemi. Þó að- hver einasti hljóðfæraleikari sveit- arinnar eigi þarna hlut að, má vel gefa Ingvari Jónassyni hrós fyrir að hafa haldið þessum hópi í stefnu á það markmið, að leika sem best. Jón Ásgeirsson Sjö lúðra hljómur TðlVLIST Bústaðakirkja KAMMERTÓNLIST Einar Jóhannesson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Richard Talkowsky og Folke Grasbeck fluttu verk eftir Shostakovitsj, Stravinskí og Messiaen. Sunnudagurinn l.október 2000. VERK eftir þrjá af áhrifamestu tónskáldum tuttugustu aldarinnar, Shostakovitsj, Sfravinskí og Mess- iaen, voru á efnisskrá kammertón- leika Kammermúsikklúbbsins í Bú- staðakirkju sl. sunnudag og hófust þeir á píanótríói eftir Shostakovitsj, samið 1923. Það er merkt vera átt- unda verk höfundar en til eru nokkur píanóverk og þrír hljómsveitarþættir frá 1918 og það elsta frá því að Shostakovitsj var 12 ára. Hann var ákaflega bráðger enda rétt 19 ára er hann hlaut heimsfrægð fyrir útskrift- arsinfóníu sína. Það er ljóst af þeim tríóþætti, sem leikinn var á tónleikum Kammermúsikkiúbbsins, að á ferð- inni er efnilegt tónskáld þó nokkuð sé lauslega bundið um ýmis skil í þessu þó stemmningsríka tónverki er var að mörgu leyti vel leilrið. Tríóútfærsla Stravinskís á sögu hermannsins er mun minni að vöxtum en svonefndur ballett sem er saminn fyrir sjö hljóðfæraleikara, sögumann og dansmey. Upprunalegu sögunni hefur oft verið breytt en sagan eins og C.F. Ramuz hefur hana, byggða á rússneskri þjóðsögu, fjallar um her- mann á leið heim úr stríðinu er mætir djöflinum dulklæddum eins og hefð- armanni. Djöfsi fær hermanninn til að skipta á fiðlunni sinni og bók sem í eru svör við öllu. Hermaðurinn tekur boð- inu og fer á flakk um heiminn, verður ástfanginn af prinsessu, missir hana og þegar hann loksins heldur heim á leið, knúinn heimþrá, gómar djöfsi hann við landamærin og er lokamars- inn í verkinu sigurdans djöfsa. Þetta er lærdómssaga um að mönnum beri að gæta vel að sálarheill sinni og er fiðlan tákn sálarinnar en bókin, sem allt veit, vegvísir á vegleið hégómans.Verkið var að mörgu leit vel fiutt en það vantaði í flutningin það „íróníska" háð og undirliggjandi sagnahúmor sem Stravinskí hélt sjálfur fram að væri baksvið þessarar sögu. Lokaverkið á tónleikum var hug- leiðslumeistaraverkið Kvartett um endalok tímans sem að efni til er sótt í Opinberunarbók Jóhannesar. Þama getur að heyra dulúðug blæbrigði, sönglag vafið inn í regnboga-glit- hljóma píanósins, hyldjúpa og sárs- aukafulla einsemdina í klarínettleikn- um, glettni til að umskapa sorgina, djúpraddaðan söng fluttan á selló með síendurteknum samhljómum sem tákngildi óendalegrar gæsku frelsarans, ofsafenginn einraddaðan sjö lúðra þrumgný, staðfestu enda- loka tímans og þá horfið til hinnar frelsandi eilífðar. Verkið er í raun hafið yfir trúar- brögð og fæst við þau gildi sem eru sameiginleg öllu lifandi lífi. Þetta mikla skáldverk var sannarlega vel flutt þar sem heyra mátti glitfagi’a tóna píanósins hjá Grasbeck, dulúð- uga og áhrifamikla túlkun Einars, hægferðuga hugleiðslu Talkowskys og þrunginn tón Sigrúnar og auk þess oft snilldarsamspii, ekki síst í ein- raddaða kaflanum (nr.6) sem er stór- kostleg tónsmíð sterkra andstæðna og ótrúlega áhiifamikill. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.