Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 53 UMRÆÐAN Að skamma markaðinn SÚ VENJA hefur komist á hérlendis að ávarpa „markaðinn" sem sjálfstæða veru og virðist tilgangur þessa fyrirbæris óljós. Orðið „markaður“ þýðir þó aðeins svæði sem hefur verið markað af til kaupskapar og er sú merking enn rétt á okkar tímum. Innan markaðanna er síðan fólk. Það er því ekkert markaðinum að kenna í sjálfu sér. Hann er að- eins spegill þjóðfélags- ins sem hefur jafnmikið siðferði og mannúð og þjóðin sjálf. Þessi hugtakabrenglun hefur orðið til skaða fyrir pólitíska umræðu. Sá misskilningur er hvimleiður að valið standi á milli markaðar og samhjálp- ar. Á móti eru síðan þær hugmyndir á kreiki að markaðurinn sé ósnertan- legur og standi ofar mannlegu sam- félagi. Hið rétta eðli markaðarins er hins vegar mun hversdagslegra og ópólitískara heldur en margir vilja vera láta. Að slá sendiboðann Þegat til lengri tíma er litið geta breytingar á smekk og tæknistigi komið illa við suma hópa. Þannig hefur það alltaf verið. Þegar Guten- berg hóf að prenta bækur um árið 1450 missti fjöldi skrifara atvinnuna. Hið sama gerðist þegar breskir kola- námumenn urðu úrelt starfstétt vegna þess að náttúrugas kom fram sem ódýrari og vistvænni orkugjafi. Svipaðir hlutir eiga sér stað allt í kringum okkur. Markaðurinn er yf- irleitt í hlutverki sendiboða sem dreifir nýrri tækni á lægra verði til gagns fyrir þjóðfélagið. Oft er hann samt gerður að blóraböggli og hon- um kennt um að hafa komið fólki á Jónsson vonarvöl, rænt störfum og svo framvegis. En ef markaðirnir eru hindr- aðir er jafnframt verið að stöðva tæknifram- farir og neyða fólk til þess að kaupa verri og dýrari vörur. Slíkt hef- ur oft gerst. Tyrkja- veldi bannaði prent- smiðjur og kolanámur soga til sín stóran hluta af fjárlögum Rúss- lands. Á hvorugum staðnum hefur það orð- ið til góðs að stöðva hjól tímans. Þetta þýðir þó ekki að almannavaldið eigi að sitja aðgerðarlaust, en það er ekki sama hvernig staðið er að mál- um. Markaður og veiferð Flestir átta sig á mikilvægi mark- aða fyrir hagvöxt, en færri gera sér grein fyrir tengslunum við almenna velferð. í fyrsta lagi skilar hagvöxtur auknum skatttekjum sem síðan geta gengið til góðra verka. Ástæða þess að velferðarþjónusta er betri nú en fyrir öld er ekki sú að þjóðin hafi ver- ið illa innrætt. Hendur manna voru einfaldlega bundnar því þjóðarauður var miklu minni. Markaðsfrelsi er því skilyrði þess að hægt sé að bæta velferðarkerfið til framtíðar, standi óskir manna til þess. En í öðru lagi eru markaðsaðgerðir mannúðleg leið til samhjálpar vegna þess að valfrelsi er viðurkennt og fátæku fólki er ekki sýnt gerræði. Hægt er taka dæmi af Bandaríkjunum. Þar tíðkaðist lengi að byggja stórar félagsmálablokkir (e. projects) fyrir þá sem ekki höfðu ráð á húsnæði. Þannig var fólki sem hafði farið halloka í lífinu komið fyrir í gettóum sem jafnframt þjónuðu sem gróðurhús fyrir félagsleg vandamál. Markaðslausn á sama Efnahagsmál Liðsmenn nær allra flokka, segir Ásgeir Jónsson, virðast vera fastir í því að tala um markaðinn sem hulduvætt. vanda er að láta umræddan hóp fá beinar greiðslur og leyfa honum síð- an að versla frjálsum á húsnæðis- markaðinum. „Gutenberg-vanda“ á öllum tímum skal leysa með því að veita skrifurunum styrk til þess að endurmenntast, skipta um starf eða fara á eftirlaun, en ekki stöðva prentsmiðjurnar. Markaðslnngrip Það er ekkert sem bannar mark- aðsinngrip með beinum framlögum ef markmiðin eru skýr, kostnaður opinber og þjóðin samþykk. Til að mynda viðheldur Seðlabanki íslands ákveðnu gengis- eða vaxtastigi með því að kaupa eða selja gjaldeyri og ríkisvíxla eins og hver annar mark- aðsaðili. Það er þó ekki langt síðan handjárnum var beitt til þess að ná sömu markmiðum, gjaldeyrir skammtaður, innflutningur hindrað- ur og menn lögsóttir sem okurlánar- ar. Slíkar aðferðir eru ekki aðeins óhagkvæmar, þær spilla siðferði þjóðarinnar með því að ýta undir lög- brot. Enda hafa nær allir andstyggð á þeim nú eftir að hafa reynt mark- aðsaðgerðir í raun. Hið sama ætti að eiga við um aðra þætti þjóðlífsins, s.s. menntun, byggðamál eða fátækt. Auðvitað verða einhverjar aukaverk- anir því peningar úr ríkissjóði geta haft slæm áhrif á sjálfs- bjargarviðleitni einstaklinga og fyr- irtækja. En aðalatriðið er að mark- aðsinngrip eru besta og hagkvæmasta leiðin sem ríkið getur farið til þess að koma markmiðum sínum fram, hvernig sem þau eru síðan skilgreind. Um leikreglur Hins vegar er skilvirkni markaða háð því að samningar standi, eignar- réttur sé virtur og jafnræði ríki. Þannig að enginn markaðsaðili geti stærðar eða stöðu sinnar vegna kúg- að aðra til hlýðni. Á þessu ríkir lítill skilningur hérlendis. Menn segjast styðja samkeppni í orði en á borði er fákeppni látin viðgangast. Þess vegna ræður einn aðili matvörumarkaðinum í Reykjavík. Erlendum flugfélögum er bannað að hafa áætlunarflug milli Islands og Ameríku og Flugleiðum því gefið sjálfdæmi um miðaverð á þessari leið. Og svo mætti lengi telja. Frjálsri samkeppni er best líkt við íþróttaleika þar sem allir leikmenn keppa undir ákveðnum reglum sem koma í veg fyrir svindl. Fákeppni og einokun eru því ekki rök gegn mark- aðsfrelsi, heldur aðeins nauðsyn þess að framfylgja réttum leikregl- um. En samt sem áður er ófullkom- inn markaður betri en enginn. Af hulduvættum íslensk stjórnmál ættu ekki að snúast um hver sé með eða á móti mörkuðum. Hrein markaðshyggja er aðferðafræði sem byggir á valfrelsi og jafnræði, en felur ekki í sér póli- tískt gildismat. í raun ættu allir að vera markaðssinnar en deila aðeins um hvaða markmiðum almannavald- ið eigi að beita sér fyrir og hvort inn- grip séu nauðsynleg. En í stað þess virðast liðsmenn nær allra flokka vera fastir í því að tala um markað- inn sem hulduvætt. Þau til hægri hafa hann sem hentivin sem hægt er að skjóta fyrir sig í rökræðum en ýta síðan til hliðar ef aðrir hagsmunir kalla. Þau á miðju og vinstri kanti tala um hann sem óvætt með kaldar hendur sem beri að særa burt. Oft snýst þetta upp í hálfgerðan skrípa- leik þar sem menn reyna að sanna að þeir séu mannúðarsinnar með því að lýsa því af nógu mikilli ákefð að þeir séu á móti „markaðinum". Markað- urinn í eintölu er þó aðeins annað orð yfir íslensku þjóðina þegar hún kaupir og selur. Höfundur er hagfræðingur. (á*a' 3 hreinsunin gSm897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Oðuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 0) ts o HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykjavík Sími: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verösamanburð Tölvupústur: sala@hellusteypa.is Hann fékk annað líf” „Sonur minn greindist með sykursýki og þarf að fá insúlín tvisvar á dag um ókomna framtíð. Segja má að insúlinið hafi gefið honum annað líf. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvemig væri komið fyrir okkur, ef þessi lyf væru ekki til.“ Lyf skipta sköpum! Samtök verslunarinnar, sími: 588 8910 á moðan birgðir endast Fæst eingöngu t apótekum / lyfjaverslunum. Fræðsluhópur lyfjafyrirtækja Austurbakki ht. • Delta hf. • Farmasía ehf. • Glaxo Wellcome ehf. • Gróco ehf. • ísfarm ehf • Lyfjaverslun íslands hf. Medico ehf. • NM Pharma ehf. • Omega Farma ehf. • Pharmaco hf. • Thorarensen Lyf ehf. EFLIR I HNOTSKÓOUR LF 301-00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.