Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 64
. >4 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000
FRÉTTIR
6DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Veita leiðsögn
um vistvernd
AKUREYRI, Hafnarfjörður,
Hveragerði, Reykjanesbær og
Reykjavík eru bæjarfélög sem vilja
styrkja stöðu umhverfisverndar
með samstarfi við Landvernd um
Vistvernd í verki.
Margir einstaklingar hafa hug á
að leggja sitt af mörkum til að
bæta umhverfíð. I því augnamiði
að virkja þennan vilja hafa framan-
greind bæjarfélög og Landvernd
tekið höndum saman um að veita
heimilum leiðsögn um hvað sé
hægt að gera í daglegu lífí til að
stuðla að vistvænni lífsháttum og
betra umhverfi. Verkefnið ber yfir-
skriftina Vistvernd í verki og felst í
því að virkja áhugafólk um vist-
vænt heimilishald til þátttöku í
námskeiðum sem fjalla um einfald-
ar og raunhæfar aðgerðir í daglegu
lífi sem bæði spara útgjöld og
draga úr álagi á umhverfið, segir í
fréttatilkynningu.
GAP byggist á hópstarfi þar sem
fulltrúar 5 til 8 fjölskyldna koma
reglulega saman til 7 fræðslufunda
yfir tiltekið tímabil. Hópurinn
ákveður sjálfur hversu langt er á
*r milli funda en yfirleitt er reiknað
með að verkefnið taki u.þ.b. 2 mán-
uði. Fundir hópanna eru notaðir til
að fara yfir ýmis atriði í rekstri
heimilanna og til að skoða hugsan-
legar leiðir til úrbóta. Fjallað er
sérstaklega um eftirfarandi efni:
Sorp, samgöngur, innkaup, vatn og
orku. Hverjum hópi fylgir einn
leiðbeinandi. Þátttakendur fá
handbók þar sem finna má ráð og
skrá árangur starfsins.
Skráning í verkefnið stendur yfir
til 1. október.
Á Akureyri fást upplýsingar í
Upplýsingaanddyri Akureyrarbæj-
ar, Geislagötu 9, og hjá verkefnis-
stjóra Staðardagskrár 21 fyrir Ak-
ureyri, Glerárgötu 26.
í Hafnarfirði fást upplýsingar
hjá Ái-manni Eiríkssyni, netfang
armanneir@hafnarfjordur.is.
I Hveragerði er upplýsingar að
fá hjá bæjarskrifstofunum, Hvera-
hlíð 24.
I Reykjanesbæ veitir Kjartan
Már Kjartansson upplýsingar og
er hann með netfangið kjart-
anm@icelandair.is
í Reykjavík fást upplýsingar í
félags- og upplýsingamiðstöðinni
Miðbergi, Efra-Breiðholti, í fjöl-
skylduþjónustunni Miðgarði, Graf-
arvogi, á Kjalarnesi hjá Steinunni
Geirdal í leikskólanum Kátakoti
ásamt Jónasi Vigfússyni í Bergvík.
Einnig er hægt að fá upplýsingar
hjá Hjalta J. Guðmundssyni, verk-
efnisstjóra Staðardagskrár 21 fyrir
Reykjavík, embætti borgarverk-
fræðings, Skúlatúni 2.
Ymsar upplýsingar um Vist-
vernd í verki er að finna á heima-
síðu Landverndar (www.land-
vernd.is/landvernd) undir GAP.
Þar er einnig hægt að skrá sig til
þátttöku.
Vilja tryggja flugsam-
göngur til Húsavíkur
Á FUNDI sínum á fimmtudag gerði
bæjarráð Húsavíkur svofellda álykt-
un:
„Bæjarráð Húsavíkur mótmælir
harðlega að þær flugleiðir sem eiga
undir högg að sækja skuli ekki allar
sitja við sama borð við útboð og
styrki til flugsamgangna, ekki síst
þar sem mannvirki og allar aðstæð-
ur eru fyrir hendi.
Bæjarráð skorar á samgöngu-
ráðherra, samgöngunefnd Alþingis
og þingmenn kjördæmisins að
standa þannig að málum að flugsam-
göngur verði áfram við Húsavík.
• Bæjarráð undrast þau ummæli
sem höfð eru eftir samgönguráð-
herra, að til greina komi að styrkja
flug til Siglufjarðar fram að áramót-
um, en alls ekki til Húsavíkur.
Bæjarráð telur að með því að flug
til Húsavíkur leggist af muni
búsetuskilyrði á svæðinu versna og
jafnframt valda fferðaþjónustufyrir-
tækjum erfiðleikum í uppbyggingu
og þjónustu. Það er ekki ásættan-
legt að slá eigi af flug inná eitt
mésta ferðamannasvæði landsins
þar sem uppbygging hefur verið
mikil.
Samgönguráðherra, samgöngu-
nefnd og þingmönnum kjördæmis-
ins ætti að vera ljóst hvaða þýðingu
það hefur fyrir Húsavík og Þingeyj-
arsýslur að flugsamgöngur séu í
góðu lagi.“
Fundur um
ESB-einangrun
Austurríkis
í TILEFNI af því að nýlega lauk
pólitískum einangrunaraðgerðum
þeim, sem 14 ríki Evrópusam-
bandsins höfðu í sjö mánuði beitt
fimmtánda aðildarríkið, Austurríki,
vegna stjórnarþátttöku Frelsis-
flokksins þar í landi, boðar Félag
j. stjórnmálafræðinga í dag til spjall-
fundar með dr. Helmut Wessely,
sendiherra Austurríkis, um þá lær-
dóma sem draga má af þessum um-
deilda kafla í sögu ESB.
Fundurinn fer fram miðvikudag-
inn 4. október, í húsakynnum
Reykjavíkurakademíunnar á efstu
hæð JL-hússins, Hringbraut 121, og
hefst kl. 17. Eru allir áhúgasamir
hvattir til að láta sjá sig og taka þátt
í umræðum. Nýlagað kaffi verður á
könnunni og meðlæti í boði.
n Vilja bætt kjör
kennara
KENNARAFUNDUR í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja sem hald-
inn var 29. september sl. samþykkti
eftirfarandi ályktun:
„Fundurinn krefst tafarlausrar
leiðréttingar á áorðnum launamun
■'kennara og sambærilegra stétta í
þjónustu ríkisins. Ennfremur skor-
ar fundurinn á samninganefnd rík-
isins og um leið fjármálaráðuneyti
og menntamálaráðuneyti að starfa
með samninganefnd framhalds-
skólakennara að endurskilgrein-
ingu þess starfs sem kennarar í
framhaldsskólum eru að inna af
hendi. Við hvetjum þessa aðila til
að vinna um leið af heilum hug að
kjarasamningum sem endurspegla
þær grunnbreytingar sem hafa orð-
ið á hlutverki framhaldsskólakenn-
ara og þær auknu kröfur sem verið
er að gera til starfs þeirra, bæði
vegna breytinga á aðalnámskrá og
vegna mikillar tæknivæðingar
skóla bæði nú og í náinni framtíð.
Fundurinn lýsir yfir miklum
áhyggjum sínum af því áhugleysi
sem virðist ríkja um þetta alvarlega
mál og hvetur til þess að til þessar-
ar vinnu verði gengið nú þegar.“
Lýst eftir
vitnum
EKIÐ var á gráa Volkswagen Polo
■fólksbifreið laugardaginn 30. októ-
ber milli kl. 15.30 og 18.30 þar sem
hún stóð mannlaus á bifreiðarstæði
við Glaðheima 22, Reykjavík.
Tjónvaldur ók af staðnum. Þeir
sem kynnu að hafa verið sjónarvott-
ar að nefndum árekstri eru vinsam-
lega beðnir að hafa samband við lög-
regluna í Reykjavík.
VELVAKAMII
Svarað í sima 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til fostudags
Sólskinsferð í
súld og regrii
ÞRIÐJUDAGINN 26.
september sl. bauðst okk-
ur hjónunum tækifæri til
að fara í ferð með (heldri)
borgurum í Grafarvogi að
heimsækja Sögusetrið á
Hvolsvelli og aka síðan um
Njáluslóðir í Fljótshlíð-
inni. Lagt var af stað frá
Grafarvogskirkju í stórri
rútu því þátttaka var mjög
góð. Vorum við undir ör-
uggum verndarvængjum
starfskvenna kirkjustarfs-
ins og tveggja prestanna
okkar af þremur, þeim
séra Vigfúsi Þór og séra
Önnu Pálsdóttur. Veðrið
hefði mátt vera hagstæð-
ara því það var hálfgerður
dumbungur en hlýtt samt.
Drungalegt veðrið kom þó
ekki að sök því séra Vigfús
sá sól og heiðríkjubelti
víðsvegar á himinhvolfinu
sem hann var óspar að
benda okkur hinum á og
smituðumst við ferðafélag-
arnir alveg af honum enda
er presturinn sannfærandi
og orðlagður bjartsýnis-
maður.
Það var aldeilis tekið vel
á móti okkur á Sögusetrinu
af Arthúri Björgvini Bolla-
syni og skálinn með lang-
borðunum og snarkandi
eldi, þar sem birkikvistar
brunnu, gaf rétta stemmn-
ingu og rétta andrúmsloft-
ið. Brátt komu „griðkonur"
færandi hendi með hrok-
aða matardiska með sýnis-
hornum af þeim góða mat
sem mest var borðaður í
fornum sið en er enn góður
og gildur hátíða- og þorra-
blótsmatur. Eftir að fólk
var orðið mett og vel það
tók Arthúr Björgvin til við
að leiða okkur gegnum
Njálusöguna, sýningu set-
ursins og gerði öllu afskap-
lega greinargóð skil með
góðum talanda og
skemmtilegri framsetn-
ingu. Síðan var stigið upp í
rútuna og haldið til
kirkjunnar á Breiðaból-
stað. Séra Önundur
Björnsson tók ákafiega
hlýlega á móti okkur og
sagði sögu þessarar fögru
kirkju og frá prestum er
þar höfðu þjónað. Merki-
legasta grip Breiðabólstað-
arkirkju kvað hann vera
kaleik einn er við sáum og
hefði það orð á sér að hon-
um fylgdi lækningamáttur
fyrir þann er af honum
bergði. Hefur erlent safn
boðið bikar úr skíra gulli í
skiptum fyrir þennan en
því boði var ekki tekið.
Þegar við kvöddum
Breiðabólstað héldum við
áfram Fljótshlíðina til
Hlíðarenda og alltaf
fræddi Arthúr Björgvin
okkur jafnt ogþétt, fléttaði
saman sögum að fornu og
nýju svo lipur- og áheyri-
lega að undrum sætti.
Endaði svo þessi afbragðs-
ferð með því að fara með
kvæðið Gunnarshólma og
stóðst það á endum, að í
síðasta orði renndum við í
hlað á Sögusetrinu þar
sem nú beið okkar indælt
kaffi með kleinum og
pönnukökum áður en við
færum heim. Þessi litla
ferðasaga er sett saman til
að þakka fyrir okkur hjón-
in. Ferðin var frábær fróð-
leiks- og skemmtiferð og
við mælum ábyggilega fyr-
ir munn allra ferðafélag-
anna þegar við staðhæfum
að forstöðumaður Söguset-
ursins, Arthúr Björgvin
Bollason, er öllum frábær-
um kostum búinn sem
þurfa að prýða þann sem
gegnir þessu starfi. Þar
getur enginn verið honum
fremri.
Með kærri þökk,
Álfheiður Bjarnadóttir og
Sævar Guðmundsson,
Funafold 67, Reykjavík.
Dýrahald
Ung’ur skógarköttur
fannst við Gnoðarvog
UNGUR skógarköttur,
læða, greinilega heimilis-
köttur fannst við Gnoðar-
vog laugardaginn 30. sept-
ember sl. Hún er dökkgrá
og dökkbrún með hvíta
bringu, ómerkta rauða ól
og merkt í eyra með
óskýru blágrænu bleki.
Upplýsingar í síma 553-
4823.
Lítil, svört læða
er týnd
MÝSLA er ekki með ól,
hún er úr sveit og týndist
úr austurbæ Kópavogs
fyrsta daginn sinn í borg-
inni. Ef einhver veit um
ferðir hennar, vinsamleg-
ast hafið samband í síma
554-4560 eða 862-4086.
Lítill, gulur og hvítur
kettlingur fannst
á Hellu
LITILL, gulur og hvítur
kettlingur fannst á Hellu
þriðjudaginn 26. septem-
ber sl. Hann fannst undir
vélarhlífinni á bfi sem
nýkominn var úr Reykja-
vík. Gæti hafa komið í bfi-
inn á Austurbrún, á Lauga-
vegi eða í Breiðholti.
Upplýsingar í síma 487-
5129.
Mía er týnd
MIA er svört og hvít læða
og hún hvarf frá heimili
sínu að Geithálsi fyrir um
það bil fjórum vikum. Sá
sem getur gefið upplýsing-
ar um ferðir hennar er
vinsamlegast beðinn að
hafa samband í síma 561-
4418.
Eins árs fress
hvarf að heiman
EINS árs fress, svartur og
hvítur, hvarf frá Háaleitis-
braut miðvikudaginn 27.
september sl. Fólk er
vinsamlegast beðið að hafa
augun opin. Upplýsingar í
síma 699-4999 Guðrún.
Tapað/fundid
Brúnt seðlaveski
tapaðist
BRÚNT seðlaveski, með
öllum persónuskflríkjum,
tapaðist. Gæti hafa tapast á
McDonald’s í Austur-
stræti eða í versluninni Top
Shop í Lækjargötu. Upp-
lýsingar í síma 553-0094.
SKAK
Umsjún Ilclgi Áss
Grétarsson
STAÐAN kom upp á
Norðurlandamóti taflfé-
laga sem haldið var á Net-
inu fyrir skömmu. Hvítt
hafði Helgi Áss Grétars-
son (2563) gegn Carl EIi
Samuelsen (2055). 21.
Bxh6! Bxb2 Biskupinn var
friðhelgur þar sem eftir
21.. .Bxh6 22. Hh4! verður
svartur mátaður innan
skamms tíma. 22. Hbl Bc3
22.. . Dxc2 hefði ekki held-
ur bjargað miklu þar sem
hvítur verður a.m.k. manni
yfir eftir 23. Dxc2 Hxc2
24. Hh4! 23. Df4! Ba8 23...
Bxa5 hefði einnig leitt til
máts eftir 24. Dxf7 + Kxh6
25. Hh4+ Kg5 26. f4# 24.
Dxf7+ Kh8 25. Hh4 og
svartur gafst upp enda
verður hann mát í næsta
leik.
Hvítur á leik.
Ég vil fá skilnað. Þessi gamli hjólbeinótti asni held-
ur því fram að ég hafi aldrei virt hann.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI keyrir oft eftir
Reykjanesbrautinni. Honum
finnst sú breyting, sem gerð hefur
verið með svokölluðum vegöxlum,
mikil bót. Malbikuð viðbótin er í raun
eins og breikkun á brautinni og greið-
ir fyrir umferðinni þar sem hægfara
bflar geta vikið fyrir þeim sem hraðar
fara í stað þess að halda langri lest
bfla á eftir sér með tilheyrandi fram-
úrakstri og hættunni sem því fylgir.
Þegar Víkverji ók eftir brautinni síð-
astliðinn föstudag kom þetta greini-
lega í Ijós en tvívegis viku þungir og
hægfara bflar fyrir annarri umferð
sem fyrir vikið gekk greiðlega fyrir
sig. í þriðja tilfellinu var því hins veg-
ar ekki að skipta. Þá hélt ökumaður
afar hægfara flutningabfls sig kyrfi-
lega á sinni akrein og safnaði á eftir
sér langri röð bfla. Hann hafði greini-
lega ekki hugmynd um það hvemig
nota átti vegaxlimar, eða kannski var
þeirrar skoðunar að enginn ætti að
keyra hraðar en á 70 eftir brautinni.
Þótt vegaxlimar komi að góðum
notum er það þó alveg Ijóst að mati
Víkverja að tvöföldun þessa fjölfarn-
asta vegar landsins er algjör nauðsyn.
Það yrði einhver bezta samgöngubót
sem völ er á og myndi örugglega
fækka slysum veralega. Það verður
alltaf þannig að einhverjir kjósa að
fara sér hægt en öðram liggur meira
á og þá era tvær akreinar í hvora átt
nauðsynlegar. Það sést bezt á leiðinni
milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.
Þar gengur umferðin oftast greiðlega
fyrir sig en reyndar finnst Víkverja
það einkennilegt að á þessum eina
þjóðvegi með tvær akreinar í báðar
áttir skuli aðeins vera leyft að keyra á
70 kílómetra hraða en 90 á þröngum
vegum annars staðar úti á landi.
XXX
NU mun það vera ljóst að engar
beinar útsendingar verða frá
knattspyrnu í ríkissjónvarpinu í vet-
ur. Knattspyrna er vinsælasta íþrótt
á íslandi og það er með eindæmum að
ekki skuli vera boðið upp á þá
skemmtun í því sjónvarpi sem allir
sem eiga sjónvarp era skyldaðir til að
greiða áskrift að, hvort sem þeir
horfa á ríkissjónvarpið eða ekki. Vík-
verji efast um að það standist lög nú-
tímans að skylda fólk til slíkrar
áskriftar og Víkverji er sannfærður
um að það er algjör tímaskekkja að
hið opinbera skuli standa í því að reka
sjónvarp og útvarp og það með
skylduáskrift. Það stenzt varla sam-
keppnislög að veita ríkisstyrktum
fjölmiðli slíkt forskot á aðra keppi-
nauta. Á sínum tíma var þessi einok-
un réttlætt með því öryggisatriði að
ef mikið bæri til gætu yfirvöld komið
skilaboðum til allra landsmanna í
gegn um ríkisútvarpið. Þau rök
standast engan veginn því það er
langt í frá að allir landmenn sitji við
viðtækin og hlusti á ríkisútvarpið. Þai-
fyrir utan geta Almannavarnir öragg-
lega farið inn á hvaða útvarpssend-
ingu sem er til að koma áríðandi skila-
boðum til landsmanna. Víkverji vonar
að stjórnvöld sjái að sér og hætti út-
varps- og sjónvarpsrekstri sem fyrst.
XXX
AÐ er stundum skrítið orðalag í
íþróttafréttum. „KR-ingar
fundu aldrei sinn leik,“ stóð í íþrótta-
frétt í DV í gær. Það er ekki nema von
að þeir hafi tapað leiknum, því tæp-
lega hafa þeir mætt til leiks fyrst þeir
fundu hann ekki en hvar þeir leituðu
að honum kemur reyndar ekki fram í
blaðinu.