Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIt)J U L)A(j UK 3. UK'l URHiK 3UUU MUKUUINKLiAiJlt) FRÉTTIR Forseti Alþingis við setningu 126. löggjafarþings í gær Rangt að þingið hafí Qarlægst þjóðina ALÞINGI íslendinga, 126. löggjaf- arþing, var sett í gær að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hall- dór Blöndal var endurkjörinn forseti Alþingis á fyrsta fundi þingsins. I ávarpi til þingmanna fjallaði hann m.a. um atriði, sem fram komu í inn- setningairæðu forseta fslands við upphaf kjörtímabils hans 1. ágúst sl. Halldór sagði að ekki væri fótur fyrir ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, sagði m.a. í ávarpi við setn- ingu Alþingis, 126. löggjafarþings, í gær að til álita kæmi að breyta þingsköpum Alþingis þannig að er- lendir þjóðhöfðingar, sem þangað koma í heimsókn, geti ávarpað þingið á sérstökum þingfundi. Sagði Ölafur Ragnar að sú skipan gæti gert heimsókn í Aiþingi að hápunkti opin- berra heimsókna erlendra þjóðar- leiðtoga hingað til lands. Ólafur Ragnar sagði að það væri sér gleðiefni að á undanfömum fjórum árum hefði tekist að festa í sessi þann sið að erlendir þjóð- höfðingjar heimsæktu Alþingi og ræddu við forsetanefnd og alþing- ismenn. Sagði Ólafur Ragnar að þessum gestum hefði þótt mikilsvert að heimsækja þannig með form- því að þingið hefði fjarlægst þjóðina. Þingsetningin hófst með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni þar sem sr. Flóki Kristinsson, prestur í Hvann- eyrarprestakalli, predikaði og þjón- aði fyrir altari ásamt biskupi ís- lands, sr. Karli Sigurbjörnssyni. Síðan gengu forseti íslands, al- þingismenn, biskup og gestir til AI- þingishússins. legum hætti elsta þjóðþing veraldar. „Kemur jafnvel til álita að Alþingi hugleiði að gera þær breytingar á þingsköpum sem opnuðu leiðir til að bjóða erlendum þjóðarleiðtogum að ávarpa Alþingi með formlegum hætti á sérstökum þingíúndi líkt og tíðkast víða um lönd,“ sagði Ólafur Ragnar. Bætti hann því við að sú skipan gæti gert heimsókn í Alþingi að hápunkti Islandsdvalar og veitt hinum erlendu áhrifamönnum tækifæri til að lýsa stefnu sinni og viðhorfum á vettvangi sem hefði einstæðan sess í lýðræðis- sögu veraldarinnar. „Slíkar ræður erlendra þjóðhöfð- ingja á Alþingi íslendinga gætu einnig lagt sjónarmiðum okkar og hagsmunum aukið Iið og eflt veg- semd og gildi þingsins sjálfs,“ sagði Ólafur Ragnar ennfremur. Þar lýsti forseti íslands þingið sett og eftir að þingheimur hafði minnst fósturjarðarinnar með húirahrópum tók Páll Pétursson, aldursforseti Alþingis, við fundar- stjórn og bauð hann þingmenn vel- komna til starfa að nýju. Var gert síðan gei-t hlé á þingfundi, og fóru þá fram þingflokksfundir, en þegar fundi var fram haldið var Halldór Blöndal endurkjörinn forseti Alþing- is mótatkvæðalaust. Atkvæðagreiðsla gegnum Netið ekki lýðræðisleg Halldór sagði í ávarpi að lokinni kosningu að hann hefði orðið var við að sú hugsun hefði komið fram að Alþingi væri að verða úrelt þing af því að upplýsingatækninni hefði fleygt svo mjög fram og af því að auðvelt væri að koma skilaboðum frá einum stað til annars með því að ýta á takka. „Hugmyndin virðist vera sú,“ sagði Halldór, „að einstakl- ingamir, hvar sem þeir eni staddir, eigi að koma sínum skilaboðum á framfæri, við hvern er óljóst, nema tæknin eigi að vinna úr þeim. En tæknin hefur engan miðpunkt og enga framkvæmd af sjálfri sér. Það er þess vegna ekki hægt að reiða sig á hana. Maðurinn verður að koma til skjalanna og vinna úr upplýsingun- um. Við stöndum þess vegna í sömu Eldri borgar- ar mótmæltu við þinghúsið MÓTMÆLI eldri borgara settu svip á setningarfund Alþingis í gær en um átta hundruð eldri borgarar komu saman við þinghúsið í gær til að lýsa óánægju með kjör sín. Bene- dikt Davíðsson, formaður Lands- sambands eldri borgara, afhenti Davíð Oddssyni forsætisráðherra mótmælaskjal við þinghúsið en Bcnedikt hafði áður rifjað upp í ávarpi til viðstaddra að eldri borg- arar hefðu fyrir þremur árum hald- ið fund á sama stað og þá hefði ríkis- stjómin sagt að kjör ellilífeyrisþega myndu a.m.k. taka sömu breyting- um og almennt á vinnumarkaði. Benedikt sagði að lífeyristrygg- ingar almannatrygginga hefðu lækkað á sl. níu ámm um fimmtung sem hlutfall af almennum verka- mannalaunum á höfuðborgarsvæð- inu og hann gagnrýndi einnig mik- inn skort á hjúkrunarrými fyrir aldraða. Sagði Benedikt að hægt hefði verið að rétta hlut aldraðra án þess að tmfla þau markmið stjórn- valda að borga upp skuldir ríkisins. Fram kom í máli forsætisráð- herra, þegar hann veitti kröfugerð- inni viðtöku, að málið yrði rætt á næsta fundi ríkisstjórnar, sem fram fer í dag. Stefnuræða forsætisráð- herra í kvöld DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Sýnt verður beint í Ríkissjónvarpinu frá umræðum um ræðu forsætis- ráðherra og hefst útsending kl. 19.50. Verður einnig útvarpað beint frá umræðunum. Almenn þingstörf hefjast síð- an á Alþingi á morgun, mið- vikudag, en á fimmtudag fer fram fyrsta umræða um fjár- lagafrumvarpið, sem dreift var til þingmanna í gær. Morgunblaðið/Ásdía Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Karl Sigurbjörnsson bisk- up á leið til Alþingis að afiokinni guðsþjónustu. BDKJffi Besti ferðafélaginn til London? Allt sem forvitnir ferðalangar þurfa að vita um London - og meira til. Mál og mennlngl malegmenrtlna.l# I Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síöumúla 7 • Sími 510 2500 Ávarp forseta íslands við þingsetningu Erlendum þjóðhöfð- ingjum gert kleift að ávarpa Alþingi? Morgunbiaðið/Porkell Halldór Blöndal, forseti Alþingis, ávarpar þingheim. hefði það þvert á móti mikinn styrk sem það sækti til þjóðarinnar sjálfrar. Þingmenn hefðu lagt sig fram um að eiga náið persónu- legt samband við sem flesta heim í sitt kjör- dæmi. Gerði Halldór hér að umtalsefni sömu atriði og forseti íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, þegar hann var settur í embætti í sumar, en þá sagði Ólafur Ragnar að vandi stjórnmálaflokk- anna væri einkum sá að þeir virtust í vaxandi mæli eiga erfitt með að ná hjartslætti tímans og takast á við þau nýju viðfangsefni sem nú bæri að höndum. Hin skapandi umræða væri óðum að flytjast á ann- an völl og þingið sjálft væri ekki sama spegil- mynd og öriagavaldur og áður. Kosið um varaforseta sporum og áður nema það hefur bæst við, að of mikil tækni, of mikið upplýsingaflæði, getur orðið mann- inum ofviða, nema farið sé með gát.“ Hann sagði að atkvæðagreiðsla gegnum Netið væri ekki í samræmi við lýðræðislega hugsun af því að hin persónulega leynd hvers einstakl- ings væri ekki tryggð. Halldór sagði einnig að ekki væri fótur fyrir því að þingið hefði fjar- lægst þjóðina og að það væri ekki lengur spegilmynd hennar. Hann sagði að ekki væri hægt að halda því fram að Alþingi væri veikt heldur Eftir að þingforseti hafði lokið máli sínu fór fram kosning fjögurra varaforseta Alþingis. Guðmundur Arni Stefánsson, Samfylkingu, var endurkjörinn fyrsti varaforseti, Guð- jón Guðmundsson, Sjálfstæðisflokld, verður áfram annar varaforseti, Is- ólfur Gylfi Pálmason, Framsóknar- flokki, verður þriðji varaforseti Al- þingis og Árni Steinar Jóhannsson, Vinstrihreyfingunni - grænu fram- boði, fjórði vai’aforseti. Loks var gengið frá kjöri í fastanefndir Al- þingis og alþjóðanefndir og síðan hlutað um sæti þingmanna. Morgunblaðið/Ásdís Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, og Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir (t.v.), afhentu Davíð Oddssyni for- sætisráöherra og Ingpbjörgu Pálinadóttur heilbrigðis- og trygginga- ráöherra kröfugerðina í gær. Andlát ÁRNISIGURJÓNSSON ÁRNI Siguijónsson, íyrrverandi fulltrúi lög- reglustjórans í Reykja- vík og forstöðumaður útlendingaeftirlits, lést á heimili sínu í Kópa- vogi síðastliðinn sunnu- dag, 75 ára að aldri. Hann fæddist í Vest- mannaeyjum 27. sept- ember 1925, sonur hjónanna séra Sigur- jóns Þorvalds Ámason- ar og Þórunnar Eyjólfs- dpttur Kolbeins. Ámi fluttist írá Vest- mannaeyjum þegar hann hóf menntaskólanám og útskrif- aðist frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1947. Hann stundaði verkfræði- nám í Vancouver-háskóla í Kanada í einn vetur en lauk síðan prófi í for- spjallsvísindum og fyrrihlutaprófi í lögfræði frá Háskóla Islands. Á starfsferli sínum sótti Árni einn- ig ýmis námskeið í lögreglumálum í Bandaríkjunum, Englandi, Dan- mörku og Þýskalandi. Ámi hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík í júní 1948; varð varðstjóri 1962 og fulltrúi lögreglustjóra 1969. Hann varð forstöðumaður útlend- ingaeftirlits árið 1970 og gegndi því starfi uns hann lét af störfum vegna aldurs 1995. Ami sat í stjóm Slysavamafélags ís- lands og var gjaldkeri þess frá 1966-1974. Þá var hann um skeið for- maður í Akoges og meðal stofnfélaga í Rot- aryklúbbi Kópavogs. Hann annaðist rekstur Félagsheimilis Kópa- vogs og Leikfélags Kópavogs í nokkur ár. Ama var veittur heiðurspeningur forseta íslands árið 1980 og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1989. Þá hlaut hann heiðursmerki og orður frá Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Lúxemborg, Spáni, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi og Hollandi í viðurkenningarskyni fyrir störf sín. Eftirlifandi eiginkona Áma Sigur- jónssonar er Þorbjörg Kristinsdóttir, fyrrverandi kennari við Menntaskól- ann í Reykjavík. Þau gengu í hjóna- band 1949 og eignuðust fimm börn, sem öll lifa föður sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.