Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 1
252. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fitukeppir dregnir í líkamsrækt Shanghai. AFP. YFIRVÖLD í kínversku borg- inni Shanghai hyggjast skera upp herör gegn offitu og setja reglugerð sem miðar að því að fá makráða fitukeppi borgar- innar til að stunda líkamsrækt. Yfirvöldin ætla að nota ágóð- ann af happdrætti borgarinnar til að reisa stórar líkamsrækt- arstöðvar og brýna fyrir íbúun- um að stunda líkamsæfingar daglega líkt og á dögum menn- ingarbyltingarinnar þegar borgarbúarnir voru vaktir dag hvern með byltingarsöngvum úr hátölurum til að hefja morg- unæfingar. Síaukinn hagvöxtur í Shang- hai síðustu tvo áratugina hefur orðið til þess að rúmur helm- ingur íbúa borgarinnar á aldr- inum 35-69 ára telst of feitur, samkvæmt nýlegum rannsókn- um. Yfirvöldin hyggjast snúa þessari þróun við og skylda íyr- irtæki og stofnanir í borginni til að sjá til þess að starfsmenn þeirra geti stundað líkamsrækt á vinnutíma. Flóðin í Bret- landi færast í aukana UMHVERFISSTOFNUN bresku stjórnarinnar sagði í gær að flóðin í Bretlandi að undanfórnu væru hin mestu í hálfa öld og varaði við því að þau myndu færast í aukana á næstu dögum þar sem spáð væri rigningu. Stofnunin varaði við miklum vatnavöxtum í ellefu ám og sagði að flóðin gætu valdið mann- og eignaijóni á fjórtán svæðum á Englandi og í Wales. Hundruð húsa hafa skemmst af völdum flóða meðfram ánni Severn og vegir til bæjarins Shrewsbury á Vestur-Englandi hafa lokast. Slökkviliðsmenn bera hér konu út úr húsi hennar í þorpinu Bolton Percy nálægt York á Englandi. * Mikið mannfall í hörðum átökum Israela og Palestínumanna Flugskeytum skotið á palestínsk skotmörk Jerúsalem, Betlehem. Reuters, AP, AFP. ÍSRAELSKAR herþyrlur skutu flugskeytum á byggingu öryggis- sveita palestínsku heimastjómarinn- ar nálægt Jeríkó í gærkvöld eftir hörð átök sem kostuðu sex Palestínumenn og þijá ísraelska hermenn lífið. ísra- elsher hótaði einnig flugskeytaárás- um á palestínska sjónvarpsstöð í Hebron. Ehud Barak, forsætisráð- herra ísraels, hótaði í gærkvöld að grípa til enn harðari aðgerða ef Pal- estínumenn hættu ekki uppreisn sinni og Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráðherra ísraels, ræddi við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, til að freista þess að binda enda á blóðsúthellingamar. Sjónarvottar sögðu að mikill eldur hefði blossað upp í byggingu palest- ínsku öryggissveitanna eftir flug- skeytaárás herþyrlnanna. Ekki var vitað í gærkvöld hvort mannfall hefði orðið. Fyrr um daginn höfðu ísraelskir hermenn skotið að minnsta kosti sex Palestínumenn til bana á Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu. Þrír ung- ir Palestínumenn, tveir 15 ára og sá þriðji 17 ára, biðu bana þegar ísra- elskir hermenn skutu á palestínsk ungmenni sem grýttu þá á Gazasvæð- inu. Þrír Palestínumenn féllu og tólf særðust í hörðum skotbardaga milli ísraelskra hermanna og Palestínu- manna í þorpinu El-Khader á Vestur- bakkanum, nálægt Betlehem. Tveir ísraelskir hermenn féllu og fjórir særðust í El-Khader og þriðji her- maðurinn féll í öðram skotbardaga nálægt Jeríkó. ísraelskar herþyrlur skutu flug- skeytum sem lentu nálægt húsum í El-Khader. Talsmaður hersins sagði að þyrlumar hefðu verið notaðar til að flytja á brott særða hermenn. Þá skutu ísraelskir skriðdrekar sprengj- um á skotmörk í'palestínska þorpinu Beit Sahour, sem er einnig nálægt Reuters Þúsundir Palestínumanna komu saman á Gazasvæðinu í gær þegar fjórir ungir Palestínumenn, sem biðu bana í átökum við fsraela, voru bomir til grafar. Vopnaðir Palestínumenn hrópa hór vígorð gegn Israelum. Betlehem. Alls hafa að minnsta kosti 163 beðið bana í átökunum síðustu fimm vikur. Langflestir hinna föllnu vora Palestínumenn. Ehud Barak sakaði leiðtoga Pal- estínumanna um að hafa hvatt til upp- reisnar gegn ísraelum og sagði það geta leitt til „harðra aðgerða sem Pal- estínumenn munu sjálfir eiga sök á og ekki geta kennt öðram um“. Shimon Peres fór á fund Arafats í Gazaborg í gærkvöld til að ræða átök- in. Barak sagði að Peres hefði fært Arafat „skýr skilaboð um að hann yrði að binda strax enda á ofbeldið". Peres og Arafat fengu friðarverð- laun Nóbels árið 1994 ásamt Yitzhak Rabin, fyrrverandi forsætisráðherra, eftir að hafa náð friðarsamkomulagi árið áður. Amnesty gagnrýnir Israela Fulltrúi mannréttindasamtakanna Amnesty Intemational í Miðaustur- löndum, Claudio Cordone, gagnrýndi í gær ísraela fyrir „gróf mann- réttindabrot sem gætu jafngilt stríðs- glæpum" í átökunum við Palest- ínumenn. Hann gagnrýndi flug- skeytaárásir ísraelskra herþyrlna á palestínsk skotmörk og skoraði á ísra- elska hermenn að beita ekki skot- vopnum gegn bömum. „Ef bam grýt- ir ykkur, en líf ykkar er ekki í hættu, þá ættuð þið ekki að skjóta það,“ sagði hann. Bush reynir að auka for- skotið á lokasprettinum Washington. Reuters. GEORGE W. Bush, forsetaefni repúblikana, hóf í gær ferð um nokk- ur ríki, sem gætu ráðið úrslitum í bandarísku forsetakosningunum, í von um að ná veralegu forskoti síð- ustu sex dagana fyrir kosningarnar. Flestar skoðanakannanir benda til þess að Bush hafi nú ívið meira fylgi en A1 Gore varaforseti, forsetaefni demókrata. Samkvæmt nýjustu könnun Reut- ers hefur Bush náð fimm prósentu- stiga forskoti í landinu öllu og er það mesta forskot hans frá því kannanir fréttastofunnar hófust 29. september. Um 4% aðspurðra sögðust ætla að kjósa Ralph Nader, forsetaefni Græna flokksins, en fylgi hans er nógu mikið til að skaða Gore í nokkr- um ríkjum þar sem hann er talinn verða að sigra, meðal annars Minnes- ota, Oregon og Washingtonríki. Gore sækir þó í sig veðrið í nokkr- um mikilvægum ríkjum, meðal ann- ars á Flórída þar sem Bush þarf að sigra til að geta náð kjöri að mati margra stjómmálaskýrenda. Vara- forsetinn er nú með 12 prósentustiga forskot á Flórída, einkum vegna mik- ils stuðnings aldraðra kjósenda. Bush hefur lengi verið talinn sigurstrang- legri á Flórída, þar sem bróðir hans, Jeb Bush, er ríkisstjóri. Fær Bush meirihluta atkvæða án þess að ná kjöri? Frambjóðendurnii' þurfa að fá 270 kjörmenn til að ná kjöri. Stjómmála- skýrendur telja nú hugsanlegt að Bush fái mehihluta atkvæðanna í kosningunum, einkum vegna mikils fylgis í suðurríkjunum, en fái samt ekki nógu marga kjörmenn til að ná kjöri. Þeir telja jafnvel líklegt að Bush hætti ekki kosningabaráttunni ef þetta gerist í von um að fá kjör- menn til að skipta um skoðun og greiða honum atkvæði sitt þegar kjörmannasamkundan kemui' saman eftir kosningamar. ■ Atkvæðaskipti/28 MORGUNBLAÐK) 2. NÓVEMBER 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.