Morgunblaðið - 02.11.2000, Page 1

Morgunblaðið - 02.11.2000, Page 1
252. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fitukeppir dregnir í líkamsrækt Shanghai. AFP. YFIRVÖLD í kínversku borg- inni Shanghai hyggjast skera upp herör gegn offitu og setja reglugerð sem miðar að því að fá makráða fitukeppi borgar- innar til að stunda líkamsrækt. Yfirvöldin ætla að nota ágóð- ann af happdrætti borgarinnar til að reisa stórar líkamsrækt- arstöðvar og brýna fyrir íbúun- um að stunda líkamsæfingar daglega líkt og á dögum menn- ingarbyltingarinnar þegar borgarbúarnir voru vaktir dag hvern með byltingarsöngvum úr hátölurum til að hefja morg- unæfingar. Síaukinn hagvöxtur í Shang- hai síðustu tvo áratugina hefur orðið til þess að rúmur helm- ingur íbúa borgarinnar á aldr- inum 35-69 ára telst of feitur, samkvæmt nýlegum rannsókn- um. Yfirvöldin hyggjast snúa þessari þróun við og skylda íyr- irtæki og stofnanir í borginni til að sjá til þess að starfsmenn þeirra geti stundað líkamsrækt á vinnutíma. Flóðin í Bret- landi færast í aukana UMHVERFISSTOFNUN bresku stjórnarinnar sagði í gær að flóðin í Bretlandi að undanfórnu væru hin mestu í hálfa öld og varaði við því að þau myndu færast í aukana á næstu dögum þar sem spáð væri rigningu. Stofnunin varaði við miklum vatnavöxtum í ellefu ám og sagði að flóðin gætu valdið mann- og eignaijóni á fjórtán svæðum á Englandi og í Wales. Hundruð húsa hafa skemmst af völdum flóða meðfram ánni Severn og vegir til bæjarins Shrewsbury á Vestur-Englandi hafa lokast. Slökkviliðsmenn bera hér konu út úr húsi hennar í þorpinu Bolton Percy nálægt York á Englandi. * Mikið mannfall í hörðum átökum Israela og Palestínumanna Flugskeytum skotið á palestínsk skotmörk Jerúsalem, Betlehem. Reuters, AP, AFP. ÍSRAELSKAR herþyrlur skutu flugskeytum á byggingu öryggis- sveita palestínsku heimastjómarinn- ar nálægt Jeríkó í gærkvöld eftir hörð átök sem kostuðu sex Palestínumenn og þijá ísraelska hermenn lífið. ísra- elsher hótaði einnig flugskeytaárás- um á palestínska sjónvarpsstöð í Hebron. Ehud Barak, forsætisráð- herra ísraels, hótaði í gærkvöld að grípa til enn harðari aðgerða ef Pal- estínumenn hættu ekki uppreisn sinni og Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráðherra ísraels, ræddi við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, til að freista þess að binda enda á blóðsúthellingamar. Sjónarvottar sögðu að mikill eldur hefði blossað upp í byggingu palest- ínsku öryggissveitanna eftir flug- skeytaárás herþyrlnanna. Ekki var vitað í gærkvöld hvort mannfall hefði orðið. Fyrr um daginn höfðu ísraelskir hermenn skotið að minnsta kosti sex Palestínumenn til bana á Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu. Þrír ung- ir Palestínumenn, tveir 15 ára og sá þriðji 17 ára, biðu bana þegar ísra- elskir hermenn skutu á palestínsk ungmenni sem grýttu þá á Gazasvæð- inu. Þrír Palestínumenn féllu og tólf særðust í hörðum skotbardaga milli ísraelskra hermanna og Palestínu- manna í þorpinu El-Khader á Vestur- bakkanum, nálægt Betlehem. Tveir ísraelskir hermenn féllu og fjórir særðust í El-Khader og þriðji her- maðurinn féll í öðram skotbardaga nálægt Jeríkó. ísraelskar herþyrlur skutu flug- skeytum sem lentu nálægt húsum í El-Khader. Talsmaður hersins sagði að þyrlumar hefðu verið notaðar til að flytja á brott særða hermenn. Þá skutu ísraelskir skriðdrekar sprengj- um á skotmörk í'palestínska þorpinu Beit Sahour, sem er einnig nálægt Reuters Þúsundir Palestínumanna komu saman á Gazasvæðinu í gær þegar fjórir ungir Palestínumenn, sem biðu bana í átökum við fsraela, voru bomir til grafar. Vopnaðir Palestínumenn hrópa hór vígorð gegn Israelum. Betlehem. Alls hafa að minnsta kosti 163 beðið bana í átökunum síðustu fimm vikur. Langflestir hinna föllnu vora Palestínumenn. Ehud Barak sakaði leiðtoga Pal- estínumanna um að hafa hvatt til upp- reisnar gegn ísraelum og sagði það geta leitt til „harðra aðgerða sem Pal- estínumenn munu sjálfir eiga sök á og ekki geta kennt öðram um“. Shimon Peres fór á fund Arafats í Gazaborg í gærkvöld til að ræða átök- in. Barak sagði að Peres hefði fært Arafat „skýr skilaboð um að hann yrði að binda strax enda á ofbeldið". Peres og Arafat fengu friðarverð- laun Nóbels árið 1994 ásamt Yitzhak Rabin, fyrrverandi forsætisráðherra, eftir að hafa náð friðarsamkomulagi árið áður. Amnesty gagnrýnir Israela Fulltrúi mannréttindasamtakanna Amnesty Intemational í Miðaustur- löndum, Claudio Cordone, gagnrýndi í gær ísraela fyrir „gróf mann- réttindabrot sem gætu jafngilt stríðs- glæpum" í átökunum við Palest- ínumenn. Hann gagnrýndi flug- skeytaárásir ísraelskra herþyrlna á palestínsk skotmörk og skoraði á ísra- elska hermenn að beita ekki skot- vopnum gegn bömum. „Ef bam grýt- ir ykkur, en líf ykkar er ekki í hættu, þá ættuð þið ekki að skjóta það,“ sagði hann. Bush reynir að auka for- skotið á lokasprettinum Washington. Reuters. GEORGE W. Bush, forsetaefni repúblikana, hóf í gær ferð um nokk- ur ríki, sem gætu ráðið úrslitum í bandarísku forsetakosningunum, í von um að ná veralegu forskoti síð- ustu sex dagana fyrir kosningarnar. Flestar skoðanakannanir benda til þess að Bush hafi nú ívið meira fylgi en A1 Gore varaforseti, forsetaefni demókrata. Samkvæmt nýjustu könnun Reut- ers hefur Bush náð fimm prósentu- stiga forskoti í landinu öllu og er það mesta forskot hans frá því kannanir fréttastofunnar hófust 29. september. Um 4% aðspurðra sögðust ætla að kjósa Ralph Nader, forsetaefni Græna flokksins, en fylgi hans er nógu mikið til að skaða Gore í nokkr- um ríkjum þar sem hann er talinn verða að sigra, meðal annars Minnes- ota, Oregon og Washingtonríki. Gore sækir þó í sig veðrið í nokkr- um mikilvægum ríkjum, meðal ann- ars á Flórída þar sem Bush þarf að sigra til að geta náð kjöri að mati margra stjómmálaskýrenda. Vara- forsetinn er nú með 12 prósentustiga forskot á Flórída, einkum vegna mik- ils stuðnings aldraðra kjósenda. Bush hefur lengi verið talinn sigurstrang- legri á Flórída, þar sem bróðir hans, Jeb Bush, er ríkisstjóri. Fær Bush meirihluta atkvæða án þess að ná kjöri? Frambjóðendurnii' þurfa að fá 270 kjörmenn til að ná kjöri. Stjómmála- skýrendur telja nú hugsanlegt að Bush fái mehihluta atkvæðanna í kosningunum, einkum vegna mikils fylgis í suðurríkjunum, en fái samt ekki nógu marga kjörmenn til að ná kjöri. Þeir telja jafnvel líklegt að Bush hætti ekki kosningabaráttunni ef þetta gerist í von um að fá kjör- menn til að skipta um skoðun og greiða honum atkvæði sitt þegar kjörmannasamkundan kemui' saman eftir kosningamar. ■ Atkvæðaskipti/28 MORGUNBLAÐK) 2. NÓVEMBER 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.