Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 10

Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Páll Pétursson um skipan í embætti hæstaréttardómara Dómsmála ráðherra braut ekki iafnréttislög PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra sagði á Al- þingi í gær að hann teldi ekki að Sól- veig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra hefði brotið jafnréttislög eða farið í bága við framkvæmdaáætl- un ríkisstjómar- innar í jafnréttismálum þegar hún tók þá ákvörðun að ráða Árna Kol- beinsson ráðuneytisstjóra í embætti hæstaréttardómara. Upplýsti ráð- herrann reyndar að hann væri sam- þykkur þeirri niðurstöðu sem dóms- málaráðherra komst að í þessum málum. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylk- ingu, hafði innt Pál eftir afstöðu hans en fram kom í máli hennar að hún teldi dómsmálaráðherra hafa brotið jafnréttislögin gróflega þegar hún réð Ama en ekki eina þeirra þriggja kvenna sem sóttu um stöðuna. Vildi hún m.a. vita hvort félagsmálaráð- herra, sem jafnframt er ráðherra jafnréttismála, væri sammála fram- kvæmdastjóra Jafnréttisstofu, sem látið hefði þá skoðun opinberlega í ljós að skipunin hefði verið brot á jafnréttislögum og farið í bága við ALÞINGI framkvæmdaáætl- un ríkisstjómar- innar. Páll svaraði því fyrst til að hann vissi ekki til þess að Valgerður H. Bjamadóttir, framkvæmda- stjóri jafnréttis- stofu, hefði haldið því fram fullum fetum að dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög með ráðningu Árna Kolbeinssonar. „Ég tel ekki að jafnréttislög hafi verið brotin, ég tel ekki að framkvæmdaáætlun um jafn- réttismál hafi verið brotin,“ sagði Páll síðar. „í öðm lagi get ég upplýst það hér að ég er samþykkur þeirri niðurstöðu sem hæstvirtur dóms- málaráðherra komst að. Ég tel að Ami Kolbeinsson sé hæfastur þeirra umsækjenda sem um stöðuna sóttu og geri ekki athugasemd við það þótt hann sé skipaður þarna.“ Lýsti Páll sig á hinn bóginn sam- mála þeirri túlkun á jafnréttislögun- um að sæki karl og kona með sömu hæfileika og menntun um starf í starfsgrein þar sem annað kynið er allsráðandi skuli það hljóta starfið sem er af því kyni sem er í minnihluta í starfsgreininni. Endurskoðun á skipulags- og bygg- ingarlögum í bígerð KOSTNAÐUR Skipulagsstofn- unar greiðist framvegis að öllu leyti úr ríkissjóði en ekki að hluta til af svokölluðu skipulagsgjaldi, verði stjórnarfrumvarp, sem lagt hefur verið fram á Álþingi, að Iögum. Á móti er lagt til að stofn- aður verði sérstakur gegnum- streymissjóður, skipulagssjóður, sem standi undir fjárframlögum ríkisins til skipulagsgerðar á vegum sveitarfélaganna. I greinargerð frumvarpsins kemur fram að frumvarþ til laga um breytingu á skipulags- og byggingarlögum hafi verið lagt fram á síðasta þingi en ekki náð fram að ganga. Nú hafi verið ákveðið með hliðsjón af umfangi þeirra athugasemda sem fram komu við frumvarpið þegar það var til meðferðar á Álþingi að taka út úr því það sem kallar á nauðsynlegar breytingar og leið- réttingar en jafnframt að hafin verði endurskoðun á lögunum í ljósi fenginnar reynslu og að frumvarp til heildarlaga verði lagt fram eigi síðar en á lög- gjafarþingi 2002-2003. Morgunblaðið/Kristinn Kjaramál kennara voru rædd á Alþingi í gær. Ræddu kjara- mál kennara UMRÆÐA varð á Alþingi í gær um málefni kennara vegna yfirvofandi verkfalls. Meðal þeirra sem tóku þátt voru Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málsheijandi, Sigríður Anna Þárðardóttir, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og Ógmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. 8% kvenna á aldrinum 20-30 ára eru erlend FJÖRUTÍU prósent þeirra kvenna sem komu hingað til lands fyrir fjór- um árum og fengu tímabundin at- vinnuleyfí vegna vistráðningar á einkaheimilum hafa ílengst í land- inu. Þetta kom fram í svari Páls Péturssonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, Samfylkingu, um „nýja stétt vinnu- kvenna" á Alþingi í gær. Ennfremur upplýsti ráðherrann að 8% af kon- um á aldrinum 20-30 ára á íslandi væru erlendar. Ráðherrann sagði sannarlega ástæðu til að ræða málefni þeirra kvenna sem hingað kæmu til lands til að vinna inni á einkaheimilum en þær eru sem kunnugt er oft af as- ísku bergi brotnar. Höfðu fyrir- spyrjendur lýst yfir áhyggjum af hag þessara kvenna, einkum og sér í lagi vegna þess að þær væru oftar en ekki „ósýnilegar“ í íslensku sam- félagi og nytu ekki fullra réttinda. Páll upplýsti að 17 aðfluttar kon- ur hefðu fengið atvinnuleyfi vegna vistráðningar á einkaheimilum árið 1997, 15 árið 1998, 16 árið 1999 en 26 það sem af væri þessu ári. Sagð- ist hann ekki hafa svo miklar áhyggjur af þeirra hag en öðru gilti um þær sem ekki sæktu um at- vinnuleyfi heldur kæmu t.d. hér í skjóli ættingja. Ekkert væri vitað um það hvernig kjör þær byggju við og erfitt að tryggja að þær nytu fullra réttinda. Kom enn fremur fram í máli ráð- herra að nefnd á vegum félagsmála- ráðuneytisins kannar nú aðstöðu, réttindi og skyldur þessara kvenna en kveðið var á um skipun slíkrai' nefndar í þingsályktun um fram- kvæmdaáætlun til fjögurra ára til að ná fram jafnrétti kynjanna sem samþykkt var á Alþingi 28. maí 1998. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í dag kl. 10.30 og fer fyrst fram utan- dagskrárumræða um laxeldi íMjóa- firði. MálsheQandi er Jón Bjarnason, Vinstrihreyfingunni - grænu fram- boði, en Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra verður til andsvara. Dag- skrá er annars þessi: 1. Laxeldi í Mjóafirði, utandag- skrárumræða. 2. Skráning skipa, 1. umræða. 3. Varanlegar samgöngubætur á Vcstfjörðum, fyrri umræða. 4. Ferjuaðstaða við Bakkafjöru undan Vestmannaeyjum, fyrri umræða. 5. Loftferðir, 1. umræða. 6. Flutningur eldfimra eftia um jarðgöng, fyrri umræða. 7. Fjarskipti, 1. umræða. 8. Heilsuvemd í framhaldsskólum, fyrri umræða. 9. Virðisaukaskattur, 1. umræða. 10. Almannatryggingar, 1. umræða. 11. Umboðsmaður aldraðra, fyrri umræða. 12. Umferðarlög, 1. umræða. 13. Greiðslur hlunninda og bif- reiðastyrkja í ríkiskerfinu, fyrri umræða. 14. Ábyrgðarmenn, 1. umræða. 15. Umgengni um nytjastofna sjáv- ar, 1. umræða. 16. Tekjuskattur og eignarskattur, 1. umræða. 17. Bætt staða námsmanna, fyrri umræða. Alþingi Stutt Nefnd kanni efnahagsleg völd kvenna og karla RÍKISSTJÓRNIN skipaði á haustdögum nefnd sem ætlað er að Ieggja fram tillögu að rann- sóknarverkefni um efnahagsleg völd kvenna og karla í íslensku samfélagi og skipa nefndina þau Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur, Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur og Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur. Þetta kom fram í svari Davíðs Oddssonar forsætisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í gær. Þórunn Sveinbjarnardóttir og Svanfríður Jónasdóttir, Sam- fylkingu, höfðu spurst fyrir um það hjá forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin hefði látið fram- kvæma áðurnefnda rannsókn í samræmi við þingsályktun um framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna sem sam- þykkt var á Alþingi í maí 1998. Sagði Þórunn þessa rannsókn mikilvæga því ljóst væri að mik- ill munur væri enn á launum og efnahagslegum völdum karla og kvenna. Davíð sagði könnunina hafa verið setta af stað á haustdög- um og nefndarstarf væri því nýhafið. Hann sagði að í skip- unarbréfi nefndarinnar kæmi fram að verkefni hennar skipt- ist í tvo megináfanga. í fyrsta lagi myndi nefndin leggja fyrir forsætisráðuneytið skilgrein- ingu á verkefninu og gera til- lögu um hvernig í það skuli ráðist. Ljóst væri að verkefnið væri víðfeðmt í eðli sínu og því bæri að skipuleggja það af kost- gæfni. I öðru lagi væri nefndinni síð- an ætlað að hafa umsjón með hinni endanlegu framkvæmd verkefnisins en forsætis- ráðherra sagði að til greina kæmi að fela t.d. stofnunum há- skólans og sjálfstæðum aðilum að vinna þá þætti könnunarinn- ar sem ákveðið verður að ráð- ast í á grundvelli tillagna nefndarinnar. Davíð sagði mið- að við að fyrri áfanga lyki í kringum næstu áramót og verk- efninu öllu fyrir lok ársins 2001. Boðar skýrslu um meðferð þingsályktana DAVÍÐ Oddsson forsætis- ráðherra greindi frá því á Al- þingi í gær að hann hygðist beita sér fyrir því að tekin verði saman skýrsla um með- ferð ályktana Alþingis. Sagði hann að það væri í anda vand- aðra vinnubragða að Alþingi fengi upplýsingar um meðferð og framkvæmd þeirra ályktana sem það hefði samþykkt. Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokksformaður Samfylk- ingar, hafði innt ráðherrann eftir því hvort hann hygðist leggja fyrir Alþingi skýrslu um framkvæmd ályktana Alþingis á síðustu löggjafarþingum cins og gert hefði verið fyrir nokkrum árum síðan. Fram kom í svari Davíðs að þessi skýrslugerð hefur fallið niður um fjögurra ára skeið og sagði hann að þar væri ekki öðrum skýringum fyrir að fara en önnum í ráðuneytunum. Hann sagði hins vegar að í til- efni þessarar fyrirspurnar hygðist hann beita sér fyrir því að ráðist yrði í slíka skýrslugjöf og að hún verði reglulegri en hún hefur verið til þessa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.