Morgunblaðið - 02.11.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 02.11.2000, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Páll Pétursson um skipan í embætti hæstaréttardómara Dómsmála ráðherra braut ekki iafnréttislög PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra sagði á Al- þingi í gær að hann teldi ekki að Sól- veig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra hefði brotið jafnréttislög eða farið í bága við framkvæmdaáætl- un ríkisstjómar- innar í jafnréttismálum þegar hún tók þá ákvörðun að ráða Árna Kol- beinsson ráðuneytisstjóra í embætti hæstaréttardómara. Upplýsti ráð- herrann reyndar að hann væri sam- þykkur þeirri niðurstöðu sem dóms- málaráðherra komst að í þessum málum. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylk- ingu, hafði innt Pál eftir afstöðu hans en fram kom í máli hennar að hún teldi dómsmálaráðherra hafa brotið jafnréttislögin gróflega þegar hún réð Ama en ekki eina þeirra þriggja kvenna sem sóttu um stöðuna. Vildi hún m.a. vita hvort félagsmálaráð- herra, sem jafnframt er ráðherra jafnréttismála, væri sammála fram- kvæmdastjóra Jafnréttisstofu, sem látið hefði þá skoðun opinberlega í ljós að skipunin hefði verið brot á jafnréttislögum og farið í bága við ALÞINGI framkvæmdaáætl- un ríkisstjómar- innar. Páll svaraði því fyrst til að hann vissi ekki til þess að Valgerður H. Bjamadóttir, framkvæmda- stjóri jafnréttis- stofu, hefði haldið því fram fullum fetum að dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög með ráðningu Árna Kolbeinssonar. „Ég tel ekki að jafnréttislög hafi verið brotin, ég tel ekki að framkvæmdaáætlun um jafn- réttismál hafi verið brotin,“ sagði Páll síðar. „í öðm lagi get ég upplýst það hér að ég er samþykkur þeirri niðurstöðu sem hæstvirtur dóms- málaráðherra komst að. Ég tel að Ami Kolbeinsson sé hæfastur þeirra umsækjenda sem um stöðuna sóttu og geri ekki athugasemd við það þótt hann sé skipaður þarna.“ Lýsti Páll sig á hinn bóginn sam- mála þeirri túlkun á jafnréttislögun- um að sæki karl og kona með sömu hæfileika og menntun um starf í starfsgrein þar sem annað kynið er allsráðandi skuli það hljóta starfið sem er af því kyni sem er í minnihluta í starfsgreininni. Endurskoðun á skipulags- og bygg- ingarlögum í bígerð KOSTNAÐUR Skipulagsstofn- unar greiðist framvegis að öllu leyti úr ríkissjóði en ekki að hluta til af svokölluðu skipulagsgjaldi, verði stjórnarfrumvarp, sem lagt hefur verið fram á Álþingi, að Iögum. Á móti er lagt til að stofn- aður verði sérstakur gegnum- streymissjóður, skipulagssjóður, sem standi undir fjárframlögum ríkisins til skipulagsgerðar á vegum sveitarfélaganna. I greinargerð frumvarpsins kemur fram að frumvarþ til laga um breytingu á skipulags- og byggingarlögum hafi verið lagt fram á síðasta þingi en ekki náð fram að ganga. Nú hafi verið ákveðið með hliðsjón af umfangi þeirra athugasemda sem fram komu við frumvarpið þegar það var til meðferðar á Álþingi að taka út úr því það sem kallar á nauðsynlegar breytingar og leið- réttingar en jafnframt að hafin verði endurskoðun á lögunum í ljósi fenginnar reynslu og að frumvarp til heildarlaga verði lagt fram eigi síðar en á lög- gjafarþingi 2002-2003. Morgunblaðið/Kristinn Kjaramál kennara voru rædd á Alþingi í gær. Ræddu kjara- mál kennara UMRÆÐA varð á Alþingi í gær um málefni kennara vegna yfirvofandi verkfalls. Meðal þeirra sem tóku þátt voru Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málsheijandi, Sigríður Anna Þárðardóttir, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og Ógmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. 8% kvenna á aldrinum 20-30 ára eru erlend FJÖRUTÍU prósent þeirra kvenna sem komu hingað til lands fyrir fjór- um árum og fengu tímabundin at- vinnuleyfí vegna vistráðningar á einkaheimilum hafa ílengst í land- inu. Þetta kom fram í svari Páls Péturssonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, Samfylkingu, um „nýja stétt vinnu- kvenna" á Alþingi í gær. Ennfremur upplýsti ráðherrann að 8% af kon- um á aldrinum 20-30 ára á íslandi væru erlendar. Ráðherrann sagði sannarlega ástæðu til að ræða málefni þeirra kvenna sem hingað kæmu til lands til að vinna inni á einkaheimilum en þær eru sem kunnugt er oft af as- ísku bergi brotnar. Höfðu fyrir- spyrjendur lýst yfir áhyggjum af hag þessara kvenna, einkum og sér í lagi vegna þess að þær væru oftar en ekki „ósýnilegar“ í íslensku sam- félagi og nytu ekki fullra réttinda. Páll upplýsti að 17 aðfluttar kon- ur hefðu fengið atvinnuleyfi vegna vistráðningar á einkaheimilum árið 1997, 15 árið 1998, 16 árið 1999 en 26 það sem af væri þessu ári. Sagð- ist hann ekki hafa svo miklar áhyggjur af þeirra hag en öðru gilti um þær sem ekki sæktu um at- vinnuleyfi heldur kæmu t.d. hér í skjóli ættingja. Ekkert væri vitað um það hvernig kjör þær byggju við og erfitt að tryggja að þær nytu fullra réttinda. Kom enn fremur fram í máli ráð- herra að nefnd á vegum félagsmála- ráðuneytisins kannar nú aðstöðu, réttindi og skyldur þessara kvenna en kveðið var á um skipun slíkrai' nefndar í þingsályktun um fram- kvæmdaáætlun til fjögurra ára til að ná fram jafnrétti kynjanna sem samþykkt var á Alþingi 28. maí 1998. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í dag kl. 10.30 og fer fyrst fram utan- dagskrárumræða um laxeldi íMjóa- firði. MálsheQandi er Jón Bjarnason, Vinstrihreyfingunni - grænu fram- boði, en Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra verður til andsvara. Dag- skrá er annars þessi: 1. Laxeldi í Mjóafirði, utandag- skrárumræða. 2. Skráning skipa, 1. umræða. 3. Varanlegar samgöngubætur á Vcstfjörðum, fyrri umræða. 4. Ferjuaðstaða við Bakkafjöru undan Vestmannaeyjum, fyrri umræða. 5. Loftferðir, 1. umræða. 6. Flutningur eldfimra eftia um jarðgöng, fyrri umræða. 7. Fjarskipti, 1. umræða. 8. Heilsuvemd í framhaldsskólum, fyrri umræða. 9. Virðisaukaskattur, 1. umræða. 10. Almannatryggingar, 1. umræða. 11. Umboðsmaður aldraðra, fyrri umræða. 12. Umferðarlög, 1. umræða. 13. Greiðslur hlunninda og bif- reiðastyrkja í ríkiskerfinu, fyrri umræða. 14. Ábyrgðarmenn, 1. umræða. 15. Umgengni um nytjastofna sjáv- ar, 1. umræða. 16. Tekjuskattur og eignarskattur, 1. umræða. 17. Bætt staða námsmanna, fyrri umræða. Alþingi Stutt Nefnd kanni efnahagsleg völd kvenna og karla RÍKISSTJÓRNIN skipaði á haustdögum nefnd sem ætlað er að Ieggja fram tillögu að rann- sóknarverkefni um efnahagsleg völd kvenna og karla í íslensku samfélagi og skipa nefndina þau Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur, Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur og Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur. Þetta kom fram í svari Davíðs Oddssonar forsætisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í gær. Þórunn Sveinbjarnardóttir og Svanfríður Jónasdóttir, Sam- fylkingu, höfðu spurst fyrir um það hjá forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin hefði látið fram- kvæma áðurnefnda rannsókn í samræmi við þingsályktun um framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna sem sam- þykkt var á Alþingi í maí 1998. Sagði Þórunn þessa rannsókn mikilvæga því ljóst væri að mik- ill munur væri enn á launum og efnahagslegum völdum karla og kvenna. Davíð sagði könnunina hafa verið setta af stað á haustdög- um og nefndarstarf væri því nýhafið. Hann sagði að í skip- unarbréfi nefndarinnar kæmi fram að verkefni hennar skipt- ist í tvo megináfanga. í fyrsta lagi myndi nefndin leggja fyrir forsætisráðuneytið skilgrein- ingu á verkefninu og gera til- lögu um hvernig í það skuli ráðist. Ljóst væri að verkefnið væri víðfeðmt í eðli sínu og því bæri að skipuleggja það af kost- gæfni. I öðru lagi væri nefndinni síð- an ætlað að hafa umsjón með hinni endanlegu framkvæmd verkefnisins en forsætis- ráðherra sagði að til greina kæmi að fela t.d. stofnunum há- skólans og sjálfstæðum aðilum að vinna þá þætti könnunarinn- ar sem ákveðið verður að ráð- ast í á grundvelli tillagna nefndarinnar. Davíð sagði mið- að við að fyrri áfanga lyki í kringum næstu áramót og verk- efninu öllu fyrir lok ársins 2001. Boðar skýrslu um meðferð þingsályktana DAVÍÐ Oddsson forsætis- ráðherra greindi frá því á Al- þingi í gær að hann hygðist beita sér fyrir því að tekin verði saman skýrsla um með- ferð ályktana Alþingis. Sagði hann að það væri í anda vand- aðra vinnubragða að Alþingi fengi upplýsingar um meðferð og framkvæmd þeirra ályktana sem það hefði samþykkt. Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokksformaður Samfylk- ingar, hafði innt ráðherrann eftir því hvort hann hygðist leggja fyrir Alþingi skýrslu um framkvæmd ályktana Alþingis á síðustu löggjafarþingum cins og gert hefði verið fyrir nokkrum árum síðan. Fram kom í svari Davíðs að þessi skýrslugerð hefur fallið niður um fjögurra ára skeið og sagði hann að þar væri ekki öðrum skýringum fyrir að fara en önnum í ráðuneytunum. Hann sagði hins vegar að í til- efni þessarar fyrirspurnar hygðist hann beita sér fyrir því að ráðist yrði í slíka skýrslugjöf og að hún verði reglulegri en hún hefur verið til þessa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.