Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ AP Vopn með nýtt hlutverk Upplestur danskra ljóðskálda Danska bókaútgáfan Borgen hefur öðrum fremur gefíð út ljóð. Nýlega sendi hún frá ______sér geisladiska með upplestri__ _____danskra skálda á eigin ljóðum.__ Örn Ólafsson fjallar um diskana. ÁRÞÚSUNDAKLUKKU banda- ríska list amannsins Bruce Hasson er hér komið fyrir á Campidoglio, ráðhústorgi Rómaborgar á Ítalíu. Klukkan er gerð úr bræddu TOJVLIST liangholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Kórtónlist eftir Ruth Watson Hend- erson. Kórar Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar sungu: Gradualekór, Gradualc Nobili, Kammerkór og Kór Langholts- kirkju. Ruth Watson Henderson lék með á orgel og píanó; Anna Guðný Guðmundsdóttir Iék með á píanó og Eiríkur Orn Pálsson og Freyr Guðmundsson Iéku með á tromp- eta. Einnig kom fram Bjöllukór Bústaðakirkju. Sunnudag kl. 17. Á TÓNLEIKUM sínum í Salnum í vor söng Gradualekór Langholts- kirkju nokkur lög eftir kanadíska tón- skáldið og píanóleikarann Ruth Wat- son Henderson. Nú hafa kórar kirkjunnar boðið tónskáldinu til frek- ara samstarfs, og á tónleikum á sunnudaginn sungu allir kórar kirkjunnar í dagskrá sem eingöngu var helguð verkum hennar. Það má reyndar vera að kórar kirkjunnar séu fleiri - kórstarfið í Langholtinu vex með hraða ljóssins og ekki man gagn- rýnandi eftir að hafa áður heyrt í stúlknakómum Graduale Nobili. Á fyrri hluta efnisskrárinnar voru and- legir söngvar, en eftir hlé var flutt verkið „Voices of Earth“ við samofna texta úr „Sólarljóðum" eftir Franz frá Assisi og úr ljóðum eftir Archibald Lampman. Ruth Watson Henderson er prýðis- gott tónskáld og eru kórverk hennar vel samin fyrir raddimar. Stíll hennar ber sterk einkenni bandarískrar kór- tónlistar. Það er mikið um að vera í tónlistinni. I pólýfónískum, mar- gradda köflum verkanna eru radd- færslur flóknar, og í hómófónískum, samhljómandi köflum þeirra er hljómaflóðið stórbrotið. Mikið er sam- járni, sem áður hafði verið notað í byssur og önnur vopn, en vopnin sem voru ólögleg höfðu áður legið í geymslu lögreglu San Fransisco og Oakland í Bandaríkjunum. ið í barbershop-stíl eða „close harm- ony“ eins og Ameríkanar kalla það þegar allar raddir hljómsins liggja þétt nálægt hver annarri. Mikið er lika gert úr mikilfengleik og stór- brotnu risi í verkunum og langflest verkanna sem kórinn söng enduðu í fortissimo. Ekki er hægt að segja annað en verk Ruth Watson Hender- son hafi verið kunnáttusamlega sam- in og mörg hver falleg. Hins vegar var þetta of mikið af því góða á einum tón- leikum. Þetta var eins og gamlárs- kvöld á hverju kvöldi í hálfan mánuð með tilheyrandi sprengjum og ljósa- dýrð í hvert sinn. Með örfáum undan- tekningum voru verkin hástemmd, tilbeiðslan yfirdiifin og mestallan tímann á forte eða fortissimo og jafn- vel enn sterkar í niðurlagshendingum þar sem orgelið kraumaði á fullu und- ir söngnum og trompetarnir voru báðir á fullu „blasti“. Undantekning var lagið „Music on the Waters“ sem Graduale Nobili söng, við texta eftir Byron lávarð. Undirspilið líkti eftir vaggandi bárum á sjó og söngurinn var þétthljómandi og yndislega fal- legur. Kórar Langholtskirkju voru allir í sínu besta formi á tónleikunum. Gradualekórinn söng geysivel og Graduale Nobili sannaði sig sem úr- valskór. Kammerkórinn galt nokkuð fyrir fáa karla. Karlaskortur virtist einnig hrjá stóra kórinn, en vegna stærðarinnar var það ekki eins áber- andi. Allt var hreint og fallega sungið, músíkalskt og skýrt. Verk Ruth Watson Henderson sem flutt voru á tónleikunum í Langholts- kirkju njóta sin án efa best eitt í senn í messuumgjörð eða við önnur trúarleg tækifæri. Til þess að þau þyldu að standa svona mörg saman vantaði í þau miklu meiri bh'ðu, hógværð og sannfærandi einlægni trúarinnar. Is- lensk tónskáld hafa fyrir löngu lært að það þarf ekki hávaða til að himna- smiðurinn heyri. Bergþóra Jónsdóttir í VETUR leið birtist tveggja diska safn ljóða Bennys Andersens í tilefni sjötugsafmælis hans, og nú á dögun- um kom diskur með ljóðum Piet Hein. Margt er líkt með ljóðum þessara skálda, þau eru jafnan á ein- földu hversdagstalmáli, mikið er í þeim af lífsvisku, sem birtist í kímni og mótsögnum. Upplestur beggja er skýr, tilgerðarlaus, en þó blæbrigða- ríkur eftir efni, Piet Hein (1905-1996) var kunnur bæði sem hönnuður og skáld. Fræg- ur varð ofursporbaugur hans (super- ellipse) sem setti svip á borð fyrir um það bil fjörutíu árum. Sama mót var einnig á skálum og á málmeggi, sem lá á borðinu og var svo sem ekki til neins. Áratugum saman birti Piet Hein í dagblöðum smákvæði ásamt ein- földum teikningum sín- um. Þessi kvæði voru yfirleitt 4-8 línur, köll- uðust gruk, en höfund- urinn Kumbel. Kvæðin minna mikið á limrur, þótt ekki fylgi þau þeim bragarhætti. Því þetta eru almennar hugleiðingar, yfirleitt með óvæntri lokalínu, og oftast kímilegri. Fyrsta safn grúka birt- ist 1940, og síðan kom hefti nánast árlega, tuttugu voru þau orðin á árinu 1963. Fimm hefti úrvals þeirra birtust svo 1960-1999. Hein sendi frá sér fleiri ljóðabækur og 1962-3 komu tvær hæggengar plötur með upplestri hans sjálfs á 25 ljóðum og helmingi fleiri grúkum, auk tveggja sagna. Þessar plötur eru nú komnar saman á einum geisladiski, sem tekur rúm- an klukkutíma í flutningi. Furðumikið hefur birst af grúkum í þýðingu, a.m.k. á hollensku og ensku, og er þó vandasamt að þýða þessa fáorðu rímhnúta. Ég reyni að snara fáeinum í lausamáli. Frá apríl 1940 er þetta, sem kallað hefur verið lykill allra verka Piet Hein: Að skilja grín sem grínið tómt en alvarlegt bara’ alvarlega það er að misskilja hvorttveggja hrapallega Yngri era eftirfarandi þrjú grúk: Gæfan er gáta dulin og augljós hverful sem óljós spuming án svars. Hún er eitthvað sem einhver veit að er annarra eign. Hinir alvitru Sumt fólk fyllir huga minn • ÚT ER komin ný útgáfa hljóm- diska með verkum Jóhanns Sebast- íans Bachs. Hljómdiskarnir eru gefnir út í til- efni 250 ára ártíðar Jóhanns Sebast- íans Bachs og 25 ára afmælis Sumar- tónleika í Skálholtskirkju. Hljómdiskamir era: Goldberg-tilbrigðin sem Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal. Sex sónötur fyrir fiðlu og sembal (tveir diskar) en þar leikur Hollend- ingurinn Jaap Schröder á barokk- með meðaumkun. Þau fífl sem era sérhæfð í alvisku. Loks er grúk sem snertir þjóð- söng Islendinga: Um afstæði tímans Hvað varðar okkar flýti og fum era þúsund ár sem dagur. En með tilliti til þess sem næst er dagur einn sem þúsund ár. Benny Andersen les Ijóð sín á tveimur diskum, sem taka saman- lagt nær tvo og hálfan tíma. Þetta eru 93 ljóð, valin úr flestum ljóða- bókum skáldsins, frá 1960 til 1996. Þannig er þetta mjög ríkulegt úr- val og góð leið til að kynnast verkum skáldsins. Heildar- ljóðasafn þess (Saml- ede digte) birtist 1998, næstum þúsund blað- síður af fyndni og and- ríki fyrir lágt verð. Megineinkenni er fundvísi á margræðni orða, dulda merkingu þeirra, og glöggt auga fyrir samfélaginu. Grípum fáein Ijóð- anna á flugi, fyrst tvö úr Einkaskjöl- um (Personlige papirer, 1974): Lífsgátan ráðin Litla stelpan hrópaði til konu minnar: SJÁÐU, ég SIPPA! Ég KANN það EKKI en ég GERI það SAMT! Því við fáum GESTI í kvöld og ég HLAKKA til og ég get ekki BEÐIÐ svo ég SIPPA! Enda þótt ég eigi erfitt með að ímynda mér sippandi skapara sló það mig um leið að nokkumveginn á sama hátt hlýtur lífið að hafa orðið til. Tekið til í lyfjaskáp Litlar flöskur og túpur með lykt af löngu gleymdum kvillum krem gegn horfnum líkþornum sterkir vökvar gegn innri ama sem altók hug einsog líkama daga og nætur en nú er á bak og burt seinni kvillar hafa leyst hann af. Dropar til fróunar ungum augum sem nú hafa séð of mikið þó ekki nóg. Töflur sem annaðhvort hafa haft áhrif einhvem tíma Nýjar geislaplötur fiðlu en Helga Ingólfsdóttir á sembal. Jóhann Sebastían Baeh samdi Goldberg-tilbrigðin á seinni árum ævi sinnar. Hafði hann þá um hríð unnið að hljómborðsverkum, ekki síst verkum fyrir sembal, sem náðu hátindi í Goldberg-tilbrigðunum. Ekki er vitað með vissu hvenær Bach samdi sónötumar sex fyrir fiðlu og sembal, en víst er að hann samdi fyr- ir hljóðfærin tvö á nýstárlegan hátt og lauk m.a. upp með þeim nýjum kafla í tónlistarsögunni. eða einmitt ekkert dugað altént era þær ekki lengur teknar. og tilgangur þeirra er frá - liðin hitasótt visnaður hósti uppgufaður sársauki Hégómi hégómi burt með það allt Víkið fyinr komandi kvillum. Hér byggist grínið á nærtækum, undirfurðulegum líkingum, talað er um hóstann sem plöntu, en sárs- aukann sem einhverskonar vökva, gæti verið hóstasaft! Og tvítekningin á orðinu hégómi minnir á orðskviði Salómons í Biblíunni, sem virðist hlálega hátíðlegt við svo hversdags- legar aðstæður. Úr Ijóðabókinni Undir báðum augum, 1978 er eftirfarandi ljóð, sem sýnir ýmislegt af því sem gerir Andersen vinsælan. Gamansemin birtist í andstæðum stíls, skýrslu- gerðarformi og tali um hvers kyns óviðkomandi dagleg fyrirbæri gagn- vart tilfínningaofsa, og einnig er það, að allt fellur í ljúfalöð að lokum. Til manns sem kastaði stól Þú stóðst með stólinn á lofti þegar ég kom. Ég var móður. Þú hafðir hringt til mín Augu þín voru útstæð og tennur þínar þegar þú hrópaðir „Fjórum áram af ævi minni hef ég eytt í hana! Er nokkuð eins kalt og kona sem annars er hlý! í fjögur ár hef ég elskað hana!“ Ég náði ekki að segja neitt. Svo æptir þú: „Út úr lífi mínu!“ og hentir stólnum. Ekki gluggann! náði ég að hugsa. Hér er svo listinn yfir það sem ég náði ekki að segja: 1) Fjögur ár þurfa ekki að hafa farið til spillis líttu á þau sem gjöf sem þú annars hefðir misst af 2) Ég á tvo miða á Count Basie 3) Mig vantar einmitt svona stól 4) Einhverntíma eigum við eftir að hlæja að þessu 5) Stattu kyrr svona, þá sæki ég myndavélina mína 6) Geturðu lánað mér 5.000 krón- ur 7) Þú heldur vitlaust á þessum stól 8) Þegar tveir speglar spegla hvor annan spegla þeir þá eigin spegilmynd eða spegla þeir endurspeglun spegilmyndar hins spegilsins? 9) Buxnaklaufin þín er opin En mikilvægast var að ég náði fram rétt áður en stólnum var hent og brotinn á veggnum milli tveggja glugga. Mildlvægast er tryggur vinur sem horfir á þegar maður hendir stólnum sínum. Helga Ingólfsdóttir lék Goldberg- tilbrigðin á Sumartónleikum í Skál- holtskirkju 1993 og 1999, en Jaap Schröder og Helga fiðlusónötur Bachs 1994 og 1998. Hijómdiskarnir eru teknir upp í Skálholtskirkju ogsá Halldór Vík- ingsson um upptöku og hljóðvinnslu. Utgefendur eru Smekkleysa ogArs- is. Japis dreifir á Islandi. Goldherg- tilbrigðin kosta 2.199 kivnur og són- öturnar2.999 krónur (tvöfaldur disk- ur). Hástemmdir lofsöngvar Benny Andersen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.