Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 66

Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 66
66 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Verndarar kvenlegra hannyrða; gríska gyðjan Aþena og rómverska gyðjan Mínerva HELSTA heimild um grísk trúarbrögð eru hin miklu söguljdð eftir Hómer, Ilíonskviða og Odysseifskviða sem voru rituð á 8. öld fyrir Krists- burð. Þessi söguljóð eru elstu sigildu bókmenntir Vesturlanda. A þeim tímum sem þau voru rituð var útlit guðanna mannlegt og hegðun þeirra einnig en þeir voru þó ódauðlegir og gæddir því sem margur maðurinn þráir, eilífri æsku. Helstu guðirnir áttu heima á Ólympsfjalli sem er hæsta fjall Grikklands í samnefndum fjallgarði í Þessalíu. Hin gríska gyðja Aþena, ásamt rómverskri hliðstæðu sinni Mínervu, er „hagvirk hannyrðagyðja, og sjálf hefur hún af hugviti sínu fundið upp ýmiss konar verkfæri og áhöld til þess að efla velferð manna með þeim íþróttum og menningargreinum sem til friðarins heyra; flautan er frá henni komin, og lúðurinn; hrífan, klafinn og beislið; vagninn og skipið. Aþena er höfundur tölvísinnar og þeirra iðna, sem konum sæma, til að mynda spuna vefnaðar og matseldar." (Heimild: Óðurinn um Evu eftir Mascetti.) Henni eru eignaðir bæði kvenlegir og karllegir eiginleikar ef svo mætti að orði komast því hún er stríðsgyðja en gagnstætt guðin- um Aresi, sem geysist um eins og berserkur í trylltu æði í ógnun bar- dagans, er Aþena gyðja skipulegs hernaðar sem er háður af viturleik og ráðkænsku. Hún leysir úr deilum með sáttum og viðheldur lögum án ofbeldis. Það þarf því ekki að spyrja að hinum kvcnlegu kostum. Til er skemmtileg sögn um tilurð þessarar áhugaverðu gyðju. „Goð- sögn ein hermir, að Seifur hafi fyrst gengið að eiga Metis (viskuna). Er Uranos og Ge (himinn og jörð) höfðu kunngert honum, að Metis mundi fyrst ala dóttur, er verða mundi jafnoki föður síns að mætti og visku, og sfðan son, er konungur yrði guða og manna, gleypti Seifur Metis, þegar hún var þunguð orðin, því að hann óttaðist, að spádómurinn rættist. Nokkru seinna fékk Seifur afleitan höfuðverk. Kallaði hann á Hefaistos smíðaguð og skipaði honuin að opna á sér höfuðið með exi. Spratt Aþena þá með alvæpni út úr höfði Seifs og æpti heróp. Ólymps- fjall nötraði, og öll náttúran lék á þræði. Aþena er Seifi kærari en nokkur hinna guðanna. Hún fær stundum eldinguna að láni hjá honum, og eins og hann ber hún ægisskjöldinn, er fylgdi myrkur, þrumur og eldingar.“ (Heimild: Goðafræði grikkja og rómverja eftir Jón Gislason.) Þess má geta að Háskóli íslands hefur andlit gyðjunnar Aþenu í skjald- armerki si'nu, enda er hún líka gyðja visku, vísinda og lista. Það er því óhætt að segja að það séu kröftug og hvetjandi skilaboð til allra kvenna. I nóveinber-Spuna er boðið upp á girnilega og fljótprjónaða peysu, húfu, trefil og olnbogahli'far úr mjúku Funny-pelsgarni og Kitten mohair-garni sem herskáum gyðjum hæfír til að hrista af sér töfra Vet- urs konungs. Einnig er boðið upp á mjúka og hlýlega hettupeysu úr pels-garni til að umvefja litlu krflin okkar. Það er ekki dónalegt að hefjast handa við sköpun af þessu tagi vitandi að kraftur gyðjunnar Aþenu verndar verkið og finna að auðvitað hefur tilvist hennar sprottið fram vegna þess að hún býr í öllum konum. Peysa úr þreföldu garni Peysa prjónuð úr þrem mismunandi þráðum sem gefa skemmtileg litbrigði. I nóvemberspuna er boðið upp á hettupeysu handa litlu krflunum ásamt peysu, trefli, húfu og olnbogahlífum, úr mjúku Kitten Mohair- garni og Funny-pelsgarni, sem hæfir herskáum gyðjum til að hrista af sér töfra veturs konungs. Ath.: Ekki þarf meira garn en vanalega þó þráðurinn sé þre- faldur. Prjónað er með tveimur þráðum af Kitten Mohair og einum þræði af Funny-pelsgarni sem gefur skemmtileg litbrigði. Hönnun: Olaug Kleppe Uppl. um gam í síma: 565-4610 Stærðir: (S) M (L) XL Yfirvídd: (110) 118 (126) 134 sm Sídd: (67) 69 (71) 73 sm Ermasídd: (48) 49 (50) 51 sm Garn: Kitten mohair Dokkufjöldi: Kirsuberjarautt 4517: (3) 4 (4) 4 Appelsínugult 3308: (3) 4 (4) 4 Funny pelsgarn: Rautt 4109: (7) 8 (8) 9 Prjónar: Hringprjónn og sokka- prjónar nr. 9 Prjónfesta: 10 lykkjur í sléttu prjóni með þreföldu gami á prjóna nr. 9 = 10 sm. Bolur: Fitjið upp með einum þráð af hverjum lit (= þrefalt garn) á hringprjón nr. 9 (110) 118 (126) 134 lykkjur. Prjónið slétt prjón í hring. Þegar bolurinn mælist (42) 43 (44) 45 sm er bolnum skipt í tvennt með (55) 59 (63) 67 lykkjum á hvom stykki. Prjónið hvort stykki íyrir sig. Bakstykki: Prjónið fram og til baka þar til bakstykkið mælist (22) 23 (24) 25 sm frá skiptingu. Fellið af (13) 13 (15) 15 lykkjur í miðju = hálsmál. Prjónið hvora hlið fyrir sig, takið jafnframt úr á öðmm hverjum prjóni 2 lykkjur tvisvar sinnum = (17) 19 (20) 22 lykkjur á öxl. Prjónið þar til handvegur mæl- ist (25) 26 (27) 28 sm. Fellið af Framstykki: Prjónað eins og bakstykki þar til bolurinn mælist (58) 60 (62) 64 sm. Fellið af (7) 7 (9) 9 lykkjur í miðju = hálmál. Prjónið hvora hlið fyrir sig, takið jafnframt úr á öðmm hverjum prjóni 3 lykkj- ur einu sinni, 2 lykkjur einu sinni og 1 lykkju tvisvar. Prjónið þar til réttri sídd er náð. Fellið af. Ermar: Fitjið upp með einum þráð af hverjum lit (= þrefalt gam) á sokkapijóna nr. 9 (22) 22 (24) 24 lykkjur. Prjónið slétt prjón í hring. Athugið: Síðasta lykkjan á hringn- um er alltaf prjónuð bmgðin = merkilykkja. Aukið í 1 lykkju báð- um megin við hana með ca 3 sm millibili þar til (50) 52 (54) 56 lykkj- ur era á erminni. Prjónið þar til ermin mælist (48) 49 (50) 51 sm. Fellið af. Prjónið hina ermina eins. Frágangur: Saumið axlir saman. Hálslíning: Prjónið upp með þre- földu garni á prjóna nr. 9 ca 4-5 lykkjur á hverja 5 sm. Prjónið í hring (7) 7 (8) 8 sm. Fellið laust af frá röngu með sléttum lykkjum. Saumið ermarnar í. Húfa Garn: Funny-pelsgam Rautt 4109:2 dokkur Prjónar: Sokkaprjónar eða lítill hringprjónn nr. 4 Prjónfesta: 20 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 4 = 10 sm. á breidd. Fijið upp á prjóna nr. 4,90 lykkj- ur. Prjónið slétt prjón í hring þar til húfan mælist 22 sm. Takið úr þannig: 2 lykkjur slétt saman, 13 lykkjur slétt, endurtakið allan hringinn. Prjónið eina umferð án úrtöku. Takið úr í næstu umferð þannig: 2 lykkjur slétt saman, 12 lykkjur slétt, endurtakið allan hringinn. Prjónið eina umferð án úrtöku. Takið þannig úr í annarri hverri umferð með einni lykkju færri á milli þar til eftir era 30 lykkjur. Takið nú úr í hverri um- ferð þar til 6 lykkjur em eftir. Slítið frá, dragið bandið í gegnum lykkj- urnar og herðið vel að. Trefill Gam: Kitten niohair Stærð: ca 33 x 170 sm. Rautt 4219:1 dokka Kirsuberjarautt4517:1 dokka Appelsínugult 3308:1 dokka Prjónar: Sokkaprjónar eða hringprjónn nr. 9 Prjónfesta: 11 lykkjur í garðaprjóni á prjóna nr. 9 = 10 sm. Fitjið upp með rauðu á prjóna nr. 9 37 lykkjur. Prjónið fram og til baka, slétt pijón á réttu og slétt pijón á röngu = garðaprjón. Ath. trefíllinn er röndóttur: *6 umf. með rauðu, 6 umf. með kirsuberjarauðu, 6 umf. með appelsínugulu*. Endur- takið frá *-* allan tímann. Klippið þræðina eftir hverja litaskiptingu. Prjónið þar til mælist 170 sm eða þá lengd sem óskað er eftir. Fellið af. Athugið: Felið endana í sama lit. Olnbogahlífar Garn: Funny-pelsgarn Sömu stærðir og peysa. Rautt 4109: 2 dokkur í allar stærðir. Fitjið upp með rauðu á prjóna nr. 4 (38) 40 (40) 42 lykkjur. Prjónið slétt pijón í hring. Þegar hlífamar mælast 16 sm em lykkjurnar felld- ar af. Barnajakki með hcttu: Hönnun: Ingjerd Thorkildsen Uppl. um gam í síma 565-4610 Stærðir: (1/2) 1 (11/2) 2 (4) ára Yfirvídd: (66) 70 (74) 78 (82) sm. Ermasídd með uppábroti: (20) 22 (25) 28 (32) sm. Garn: Funny-pelsgarn Gult 2337: (6) 7 (8) 9 (10) d. Prjónar: Hringprjónn nr. 4 Tölur: (4) 4 (4) 5 (5) stk. Prjónfesta: 20 lykkjur í sléttu pijóni á breiddina á prjóna nr. 4 = 10 sm. Slétt prjón = prjónið slétt á réttu og bragðið á röngu. Bolur: Fitjið upp á hringprjón nr. 4 (133) 141 (149) 157 (165) lykkj- ur. Prjónið 1 prjón slétt = rangan, pijónið áfram slétt prjón fram og til baka. Athugið: Fyrsta og síðasta lykkjan er alltaf prjónuð slétt = kantlykkja. Prjónið þar til bolurinn mælist (16) 18 (20) 22 (25) sm. Skiptið boln- um í þrennt með (33) 35 (37) 39 (41) lykkju á hvoru framstykki og (67) 71 (75) 79 (83) lykkjur á bakstykki. Prjónið hvert stykki fyrir sig. Framstykkin: Prjónið þar til handvegur mælist (11) 12 (13) 14 (15) sm. Fellið af fyrir hálsmáli við kantinn (6) 7 (7) 8 (8) lykkjur einu sinni, síðan á öðmm hverjum prjóni 2 lykkjur einu sinni og 1 lykkju tvisvar = (23) 24 (26) 27 (29) lykkj- ur á öxl. Prjónið þar til handvegur mælist (14) 15 (16) 17 (18) sm. Fell- ið af. Bakstykki: Prjónið þar til fullri sídd er náð. Fellið frá réttu fyrstu (23) 24 (26) 27 (29) lykkjurnar - geymið næstu (21) 23 (23) 25 (25) lykkjur á nælu - fellið af síðustu (23) 24 (26) 27 (29) lykkjurnar. Ermar: Fitjið upp á prjón nr. 4 (40) 42 (44) 46 (46) lykkjur. Pijónið 1 prjón slétt. Prjónið slétt prjón fram og til baka, þegar ermin mæl- ist (4) 4 (5) 5 (5) sm er aukið í einni lykkju á hvom hlið. Endurtakið þessa útaukingu með 2 sm millibili þar til (56) 60 (64) 68 (72) lykkjur em eftir. Prjónið þar til ermin mælist (20) 22 (25) 28 (32) sm með uppábroti. Fellið passlega laust af. Frágangur: Saumið axlir saman. Hetta: Fitjið upp 10 lykkjur á prjón nr. 4. Takið síðan í framhald- inu upp lykkjurnar í kringum háls- inn frá réttunni (47) 51 (51) 55 (55) lykkjur, fitjið síðan upp 10 lykkjur = (67) 71 (71) 75 (75) lykkjur. Setj- ið merki í miðjuna á baki hettunnar með (33) 35 (35) 37 (37) lykkjum á hvorri hlið. Prjónið slétt prjón fram og til baka og aukið í 1 lykkju sitt hvom megin við miðjulykkjuna á öðmm hverjum prjóni (5) 5 (6) 6 (6) sinnum, síðan á 4. hverjum pijóni (3) 3 (4) 4 (4) sinnum = (83) 87 (91) 95 (95) lykkjur á prjóni. Þegar hett- an mælist frá öxl (22) 23 (24) 24 (25) sm. er fellt passlega laust af. Saumið hettuna saman í toppinn. Brettið kantinn upp og saumið hann niður neðst við hálslíninguna. Listar að framan: Byrjið neðst á hægra framstykki og prjónið upp alla hliðina með tvöföldu garni á prjóna nr. 4 ca 5 lykkjur á hverja 3 sm. Snúið við hjá hálslíningu og fellið passlega laust af frá röngunni með sléttum lykkjum. Prjónið vinstra lista eins. Saumið niður (4) 4 (4) 5 (5) krækjur á kant hægra framstykkis og tilsvarandi tölur á þann vinstri. (Athugið: Hægt er að nota garnið sjálft eins og það er, einnig er gott að hekla úr garninu nokkra sm af loftlykkjum og búa til krækjur úr því.) Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.