Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 70
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hundalíf JELLV (70U6MNUT5 MAKE VOU FEEL GOOP ALL OVER.. UUMEN NOTMING 15 GOOP FOR YOU, VOU MAVE TO PRETENP TMAT EVERVTHING IS 600P FOR VOU í Þetta var sé besti kleinuhringur með sultu sem ég hef smakkað. Ekkert kallar fram betri líðan en kleinuhringur með sultu. Þegar allt sem maður borðar er óhollt, verður maður að láta sem allur matur sé hollur. gllorgvmMafráfr BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Rautt ginseng frá Kóreu Frá Kristínu Kui Rim: EG sem þessar línur skrifa er fædd og uppalin í litlu þorpi á miðhálendi Kóreu rétt sunnan landamæra kór- esku ríkjanna. Allir vita að það er óravegur milli æskustöðva minna og íslands, en færri vita að þjóðarvitund okk- ar á ýmislegt sameiginlegt. Eg hef jafnvel freist- ast til að yflrfæra orð Tómasar Guðmundssonar um hjörtun í Súdan og Grímsnesinu yfir á litla fjalla- þorpið mitt og Mosfellsbæ. Þótt kóreska þjóðin sé ríflega 250 falt fjölmennari en íslendingar, lítur hún á sig sem smáþjóð í þeim skiln- ingi að hún er friðsöm og á tvo vold- uga nágranna annan í norðri en hinn í suðri. Rétt eins og íslendingar, hafa Kóreubúar sótt styrk sinn og sjálfsvitund í fornbókmenntir og ævagamla sagnahefð, þar sem mikið er lagt upp úr því að allir kunni að lesa og skrifa. Náttúrulækningar eru órjúfanleg- ur hluti af mannlífinu eins og hjá öðr- um gömlum menningarþjóðum. Hvert mannsbam þekkti t.a.m. gin- sengrótina (mannsrótina) og vissi eitt og annað um notagildi hennar. Verðmætast allra ginsengtegunda er rauða ginsengið, sem eingöngu er framleitt af ríkinu og þykir mikil gersemi. Það gladdi mitt hjarta þegar ég komst að því, að hægt var að kaupa þessa merkilegu afurð hér á landi. Með sama hætti rann mér það til rifja þegar ég sá að ólíkar vörur eru hér á markaði, en allt selt sem rautt ginseng frá Kóreu. Saga ginsengnotkunar spannar vel yfir 4000 ár, en elstu heimildir um rautt ginseng eru 1000 ára. í gömlum kínverskum lækningabók- um, er talað um að nota ginseng við magnleysi, þreytu, streitu, depurð og fyrirbyggjandi gegn umgangs- pestum. Ginsengjurtin frá Kóreu nefnist Panax Ginseng og hún hefur sérstaka eiginleika vegna staðbund- inna aðstæðna í veðurfari og jarð- vegi og er besti hluti rótarinnar not- aður til að framleiða rautt ginseng, undir umsjón og eftirliti kóreska rík- isins. Rautt ginseng er mikilsmetið nátt- úrulyf í Asíu og víða um heim, en af landfræðilegum ástæðum er hvergi hægt að rækta kóreskt ginseng, sem gefur það efnainnihald og þar með þá verkun, sem rautt kóreu-ginseng á að hafa, nema í Kóreu. Frá fornu fari gilda strangar reglur í Kóreu um framleiðslu á rauðu ginsengi. I gömlum austur- lenskum lækningabókum, sem fjalla um ginseng til heilsubótar eða lækn- inga kemur greinilega fram að átt er við vöru sem unnin er úr sjálfri gin- sengrótinni, en ekki öðrum jurta- hlutum s.s. blómum, blöðum, stöngl- um eða rótarendum. Leifar af rótinni, sem ekki eru nýttar, þegar rautt ginseng er unnið, er hægt að nýta til framleiðslu á ginseng tei og einnig í aðrar ódýrari afurðir, þar sem einkum er verið að sækjast eftir hinu sérkennilega ginseng bragði. í Kóreu er takmarkað kjörlendi, til ræktunay á ginsengi í hæsta gæðaflokki. Á hinn bóginn er vax- andi eftirspurn eftir þessari vöru á Vesturlöndum. Það virðist vera freistandi fyrir aðila utan Kóreu, sem framleiða ginseng í hylkjum, að nota ódýrara hráefni en umbúðir vörunnar gefa til kynna. Þess eru dæmi hér á landi og á því er hér með vakin athygli. KRISTÍN KUI RIM, Álmholti 13, Mosfellsbæ. Kristín Kui Rim Synd og skömm Frá Gunnari Friðberg Jóhannssyni: ÉG SAT í hádeginu við matarborðið og fjölskyldan var að ræða um Ól- ympíumót fatlaðra og að Kristín Rós hefði fengið enn eitt gullið sitt í sundi. Svo hlustuðum við á fréttirnar á RÚV og biðum eftir því hvort nokkuð myndi verða sagt frá árangri hennar og ég varð fyrir frekar mikl- um vonbrigðum að frétt um ein- hverja úldna önd sem seld hafði ver- ið í Frakklandi kom á undan. Og mér finnst það verulega lélegt að þegar Ólympíuleikarnir stóðu yfir var dagskrá Ríkissjónvarpsins breytt til þess að koma að beinum út- sendingum en ekki er eytt nema rétt rúmum hálftíma í að sýna smá yfirlit frá Ólympíumótinu. Hvers vegna er það? Er það vegna þess að það eru færri keppendur frá Islandi? Eða er það vegna þess að fatlaðir þykja ekki nógu merkilegir til að fjallað sé um árangur þeirra í íþróttum? Ég veit það ekki en mér finnst þetta skömm og svívirða að íslenskir fjölmiðlar veiti fatlaða íþróttafólkinu okkar ekki meiri athygli. Vala Flosadóttir fékk lof á lof ofan fyrir að ná þriðja sæti í stangarstökki og hún fékk því sem næst heilan Kastljóssþátt útaf fyrir sig og sinn árangur. Ékki það að mér líki neitt illa við hana Völu, hún stendur sig vel og mér finnst hún alveg eiga skilið lof fyrir. En Kristín Rós hefur þrátt fyrir fötlun sína fengið tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun og úldin önd er tekin fram fyrir hana. Mér finnst þetta mjög ósann- gjarnt og ég vil koma því á framfæri við íslenska fjölmiðla og alla íslensku þjóðina að fatlaðir íþróttamenn eiga skilið jafn mikla, og ef ekki meiri at- hygli fyrir árangur sinn því þeir eru að berjast við fötlun sína jafnt því að æfa íþróttir af kappi. Legg ég því til að íslenskir fjölmiðlar gefi sér ærlegt spark í aft- urendann og einbeiti sér að því að dreifa athygli sinni jafnt milli fólks- ins. GUNNAR FRIÐBERG JÓHANNSSON, Kirkjuvegi 53, Vestmannaeyjum. AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.