Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 76
76 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Ljósahátíð norrænu menningarborganna gengur í garð
Ljósin
ÞESSA helgina er haldin í Reykjavík svokðlluð ljósahá-
tíð sem er hluti af dagskrá menningarborgarinnar árið
2000. Norrænu menningarborgirnar þrjár, Reykjavík,
Helsinki og Bergen, standa að hátíð sem hefur það að
markmiði að lýsa upp myrkrið og einnig að beina aug-
um manna að öllu því sem myrkrið gerir okkur kleift
að njóta. Ljósahátíðin er samvinnuverkefni Reykjavík-
í norðri
ur, Helsinki og Bergen en listamenn frá þessum borg-
um taka þátt í hátíðinni með listviðburðum innan húss
og utan. Auk menningarborganna þriggja standa
Orkuveita Reykjavíkur, Norræna húsið, Borgarleik-
húsið og Listaháskóli Islands að Ljósum í norðri. Nán-
ari upplýsingar má finna á heimasíðu menningarborg-
arinnar, www.reykjavik2000.is.
Annarleg
skamm-
degis-
birta
A svæðinu milli Njarð-
argötu og Norræna
hússins hafa nokkrir
----------------t-
nemar á lokaári LI
komið upp ljósabekkj-
um og ætla að bjóða
gestum Ljósahátíðar í
Ijós í svartasta skamm-
deginu. Unnar Jónasson
reið á vaðið.
ÞAÐ ERU þau Gunnhildur Hauks-
dóttir, Elín Helena Evertsdóttir,
Sigrún Sirra og Vilhjálmur Egill
Harðarson sem ætla að hleypa týr-
unni inn í líf landsmanna á svo ný-
stárlegan hátt en þau eru öll nem-
endur í Listaháskóla íslands. En
hvað vakir fyrir þeim?
Ljósabekkir á víðavangi
Gunnhildur: „Þetta er verk sem
fjallar um sólarleysi Islendinga á
veturna og þörf allra íslendinga fyr-
ir að fara í ljós. En það eru ekki nógu
margir sem nýta sér þann munað að
fara í Ijós, til dæmis hefur Tumi
Magnússon, einn af kennurunum
okkar, aldrei farið í Ijós. Verkið sam-
anstendur einmitt af 9 ljósabekkjum
sem verða útí mýri á norðaustur-
horni túnsins við Norræna húsið,
nær Njarðargötu. Hefurðu ekki ann-
ars tekið eftir því hvað við erum geð-
veikt brún og sælleg, en ekki eins og
einhverjir mýrardraugar?"
Elín: „Já, hann Svavar í Heimasól
í Hveragerði lánar okkur einmitt
ljósabekkina í verkið. Hann kemur
með sólskin í heimahús fyrir íbúa
fyrir austan fjall og víðar.“
Sirra: „Líka í bænum.“
Bíddu, ætlið þið að hafa ljósabekk-
ina útiá víðavangi?
Elín: „Já, bekkirnir verða undir
beru lofti, en að sjálfsögðu verðum
við með flíkur sem við klæðum þá í til
verndar veðri og vindum og Segla-
gerðin Ægir útvegar."
Sirra: „Svo er líka sér manneskja í
að passa þá, það verður kveikt á
þeim um leið og Ijósastaurunum og
það slokknar líka á þeim um leið og
það fer að birta og slokknar á ljósa-
staurunum."
Getur fólk þá bara brugðið sér í
ljós?
Sirra: „Nei, þetta er meira bara
svona „visualt11, skúlptúr."
Elín: „Það verður eins konar
„cyberbirta“ þarna, fyrir grasið. “
Gunnhildur: „Og gæsir eins og
mig.“
Ljósin í Reykjavík úr lofti
Sirra: „Svo erum við líka með
ljósaflug."
Gunnhildur: „Já, við ætlum að
bjóða Reykvíkingum í kvöldflug yfir
borgina, til að skoða ljósin sem eru
þar fyrir. Þau eru svo falleg, séð úr
lofti. Fólk á bara að njóta þess sem
það hefur.“
Elín: „Einmitt. Engin veit hvað átt
hefur fyrr en séð hefur.“
Hvernig kemst maður í svoleiðis
flug?
Elín: „Fólk getur hringt í sérstakt
símanúmer á hátíðardögunum.
Ljósaflugsnúmerið er 595-2025 og
það verður hægt að hringja dagana
sem hátíðin stendir yfir, frá föstu-
degi til mánudags, á milli kl 14-16 á
meðan sæti eru laus, annars kemur
símsvari."
Gunnhildur: „En hátíðin veltur
auðvitað öll á því að veðrið verði
sæmilegt."
Oghvað kostar að fara íljósaflug?
Elín: „Það verður ókeypis fyrir
alla að fara í ljósaflug því Ljósahá-
tíðin er styrkt af einhverjum sam-
norrænum sjóði og svo stendur
LHÍ við bakið á okkur og Leiguflug
LIO er líka listavinur og gefur fal-
legan afslátt."
Gunnhildur: „Við erum sem sagt
með tvö verk núna um helgina, ann-
arlega íslenska skammdegisbirtu og
ljósaflug, flug yfir borginni. Það eru
allir velkomnir að koma og kíkja á
ljósabekkina við Norræna húsið og
af hverju ekki að skella sér í ljósa-
flug um helgina?“
Morgunblaðið/Bjargey
Bjargey klófesti vampíra í sænskum skdgi.
Eg veiddi vampíru
í Svíþjóð
í SKÓGINUM örskammt frá
Gautaborg veiddi Bjargey Ól-
afsdóttir myndlistannaður
vampíru sem hún sýnir
fólki núna um helgina niðri
á hafnarbakka fyrir fram-
an Kolaportið. En af
hverju að sýna vampíru,
eitt ljósfælnasta afbrigði
mannskepnunnar sem til
er, á hátíð ljóssins?
Sænsk vampíra með
ferðaþrá
„Égvará
ferðalagi um Sví- . . 1
þjóð og rakst þá
á hana ein-
hversstaðar í
skóginum þama
í suðri en ég var
þar við sveppa-
tínslu eins og tíðkast í Svíþjóð. Hún
var ekkert mjög mannfælin og alls
ekkert óvinveitt í íyrstu. Ég trúði nú
varla mínum eigin augum þegar ég
tók eftir því að hún var vampíra og
þá ákvað ég að reyna að lokka hana
til mín og það tókst og náði ég þá að
klófesta hana með miklum erfiðis-
munum. Hún heitir Caisa Stina og er
af gamalli skandinavískri ætt vamp-
íra sem heitir á latínu „desmondus
diphylla scandinavus" og er frekar
meinlaus miðað við austur-evrópsku
ættkvíslina. Hún er mjög ljósfælin en
samt alveg ótrúlega ljóshærð og hvít
á hörund þannig að það skín eigin-
lega af henni og þegar ég fékk það
verkefni að vinna verk íyrir ljósahá-
tíðina hér í Reykjavík var hún nátt-
úrulega það fyrsta sem kom uppí
hugann,“ segir Bjargey.
Bjargey og vampíran eru núna
orðnar hinir mestu mátar. I eitt
skipti voru þær að ræða ferðalög og
annað slíkt og þá komst
Bjargey að því að það hef-
ur alltaf blundað í Caisu
ferðaþrá og að ísland
var ofarlega á lista
yfir lönd sem hana
langaði til að heim-
sækja. Núna er þessi
draumur hennar orð-
inn að veruleika. „Ég
ætla að sýna henni
landið okkar og
munum við
ferðast að
næturlagi og
skoðaein-
hverjar af
perlum Suð-
urlands. Þeg-
ar ég sýni
hana al-
menningi
verður hún í búri þannig að fólk þarf
ekkert að óttast um heilsu sína en
hún getur verið hættuleg bæði sér
og öðrum þannig að það borgar sig
að hafa allan vara á. Annars líður
henni mjög vel, hún hefur sína eigin
kistu til þess að sofa í og er í ágætis
sambandi við fjölskyldu sína. Hún
skrifast á við þau og það kemur líka
fram í bréfum hennar að henni líður
alveg prýðilega hér. Núna dafnai’
hún líka vel og svo er stefnan tekin á
Ljósahátíðina í Helsinki því þangað
hefur hún heldur aldrei komið."
Fólki býðst því einstakt tækifæri
til að sjá sænska vampíru núna um
helgina á fóstudag, laugardag og
sunnudag klukkan 19 og 21 niðri við
Reykjavíkurhöfn þegar farið er að
dimma því að hún þolir víst mjög illa
dagsbirtu en hefur vanist rafmagns-
Ijósum þannig að fólk getur séð hana
í fullum skrúða og það kostar ekkert.
'
Vampíran, Caisa Stina sýnir tennurnar.
Eru norðurljósin
hættuleg
mannkyninu?
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Trans Light hdpurinn sem ætlar að fanga ljósið innra með íslendingum.
Á MORGUN, föstudaginn 3. nóv-
ember, klukkan 23:00 opnar Trans
Light-hópurinn nýjan næturklúbb í
kjallara Kaffi Thomsen, Hafnar-
stræti 17. Klúbburinn, sem heitir
„Photosynthesis" er liður í Ljósa-
hátíð Reykjavíkur Menningarborg-
ar Evrópu 2000 og verður opinn
aðeins þetta eina kvöld, en frá
Thomsen mun Trans Light ferðast
til Helsinki og halda þar áfram
rannsóknum sínum.
Táknræn ljóstillífun
„Photosynthesis" er ekki hefð-
bundinn næturklúbbur heldur
einskonar umbreyting á nætur-
klúbbaumhverfi með sterkum til-
vísunum í eiginleika ljóssins og
eðli klúbbamenningarinnar. Verk-
ið er unnið í samvinnu við Orku-
veitu Reykjavikur, Slökkvilið
Reykjavikur og Sláturfélag Suð-
urlands og verður opið augum al-
mennings til klukkan 2 á föstu-
daginn.
„Nýlegar vísindakannanir gerð-
ar á norðurhveli jarðar sýna fram
á að norðurljósin hafa heilsuspill-
andi áhrif á þá einstaklinga sem
njóta þeirra," segir Ásmundur
Ásmundsson einn af meðlimum
hópsins. „Þetta ku vera orðið al-
varlegt vandamál í afskekktum
héruðum norðursins. Við í Trans
Light-hópnum höfum mikla vantrú
á þessari kenningu og höfum því
hafið leit að öðrum fyrirbrigðum í
náttúrunni sem við teljum hina
raunverulegu orsök fyrir heilsu-
leysi þessa minnihlutahóps. Við
teljum að ástæðurnar megi rekja
til viðbragða alheimsandans við al-
þjóðlegum kenningum um gróður-
húsaáhrif og sé því nokkurskonar
myndlíking fyrir hreina allegoríska
eða táknræna ljóstillífun."
Næturklúbbur sem er
nær sannleikanum
Trans Light er hópur listamanna
sem vill breyta rétt og í honum eru
fjórir menn; Ásmundur Ásmunds-
son, sem nam listir í Reykjavík og
New York og hefur haldið nokkrar
einkasýningar og tekið þátt í fjölda
samsýninga, Magnús Sigurðarson
sem nam listir í Reykjavík og New
Jersey og hefur haldið nokkrar
einkasýningar og tekið þátt í fjölda
samsýninga, Ingirafn Steinarsson
sem útskrifaðist frá LHÍ 1999 og
hefur tekið þátt í fjölda samsýn-
inga og Pétur Eyvindsson sem er
sjálfmenntaður tónlistarmaður og
hefur starfað með hljómsveitinni
Vindva Mei síðan 1994.
Vindva Mei gaf nýlega út frum-
raun sína On Fire sem hefur hlotið
afbragðs dóma víða í heimsþorp-
inu. Hljómsveitin hefur haldið
fjölda tónleika bæði hér heima og
erlendis. „Trans Light er ekki bara
myndlistarlegur gjörningur heldur
miklu frekar almenn upplifun
mannsandans, sem er staðráðinn í
að fanga ljósið sem býr hið innra
með sérhverri manneskju. Við
byggjum aðgerðir okkar á laus-
beislaðri festu, með áherslu á hinn
altæka kraft sem birtist okkur á
hraða Ijóssins. Þess vegna trúum
við að við séum nær sannleikanum
en nokkru sinni fyrr, bæði hvað
varðar lífeðlisfræðilegar upplifanir
og andlegar stökkbreytingar," seg-
ir Ásmundur að lokum.