Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 77
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 7? FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAH ® ® © Jón Gunnar Geirdal hefur verið að hlusta á Saints and Sinners, nýju plötuna með All Saints. ★★★☆☆ Pottþétt popp AÐ er víst alveg ábyggilegt að það var ekki auðvelt fyr- ir dömurnar í All Saints að koma fram á sjónarsviðið í kjölfar gríðarlegra vinsælda Spice Girls - enn eitt stelpnabandið frá Bret- landi sem ætlaði að slá í gegn á léttum popplögum og glæsilegu út- liti. Dömurnar þurftu heldur betur að sanna sig til að þagga niður gagnrýnisraddirnar og það gerðu þær svo um munaði. Þær slógu í gegn og eitt af betri popplögum síðasta áratugar er án efa metsölu- lagið „Never Ever“ sem kom döm- unum á tónlistarkortið og á topp vinsældalista um heim allan. Eftir fylgdu minna vinsæl lög en það skipti engu því stelpurnar voru komnar til að vera og það sem hef- ur eflaust hjálpað þeim er stans- laus umfjöllun í slúðurblöðum Evrópu þar sem karlafari þeirra eru gerð góð skil enda helstu popparar búnir að sjást með stúlk- unum eins og t.d. „góðvinirnir" Robbie Williams og Liam Gallagh- er úr Oasis. Annarrar plötu All Saints hefur verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu í Bretlandi og víðar og nú loksins er hún komin í verslanir. Aðdáendur fengu reyndar forskot á sæluna í sumar þegar lagið „Pure Shores" fyrsta lagið á plöt- unni, heyrðist í DiCaprio myndinni The Beach, varð mjög vinsælt um alla Evrópu og gerði sér lítið fyrir og skellti sér á topp breska listans. Hér er á ferðinni frábært lag í stórgóðri útsetningu snillingsins William Orbit sem m.a. vann með Madonnu að meistarastykkinu Ray of Light. Næsta smáskífa af plöt- unni, „Black Coffee", kom út ekki alls fyrir löngu og það fór sömu leið og strandarsmellurinn, beint á toppinn í Bretlandi og er búið að heyrast á popp-útvarpsstöðvum landsins - alls ekki slæm byrjun hjá All Saints og William Orbit. En það er ljóst að þeir sem sáu um að velja fjrrstu lög í spilun hjá þeim dömum eiga mikinn heiður skilinn því „Pure Shores“ og „Black Coffee“ eru meðal bestu laga á diskinum. Önnur lög sem eiga eflaust eftir að heyrast á næstu mánuðum eru sennilega „AIl Hooked Up“, grípandi gott lag, og „Dreams", sem er rólegt og þægilegt. Önnur lög á diskinum rúlla áfram án þess að skilja mikið eftir en þetta eru ágætis lagasmíð- ar, grípandi viðlög og hörkusöng- ur; ávísun á pottþétta popphljóm- sveit sem á að vera skemmtileg og það eru All Saints svo sannarlega. Hér er á ferðinni hljómsveit sem er orðin svo vinsæl að hún er orðin áskrifandi að stanslausri útvarps- spilun laga sinna og er ísland eng- in undantekning. Þetta er FM 95.7/ Pottþétt safndiska-hljómsveit í orðsins fyllstu merkingu og það ætti að segja allt sem segja þarf um þessa ágætu hljómsveit. Saints and Sinners verður ekki minnst fyrir einhverja meistarasmíðina heldur fyrir skemmtanagildi sitt og léttleika og þar skila dömurnar vinnu sinni vel og þú færð peninga þinna virði af ágætri popptónlist. Að mati Jóns Gunnars er alveg þokkalegt krydd í nýju plötu All Saints. MESSAGE SIEMENS C35 Þyngd nog „Dual Band" 900 mhz og 1800 mhz Innbyggt mótald Rafhlaða endist í allt að 5 klst. í notkun og 180 klst. í bið Hægt að senda myndir í stað texta Titrari, reiknivél, gjaldeyrisreiknivél og skeiðklukka Innbyggð klukka með vekjara og dagsetningu Innbyggð dagbók LÉTTKAUPSÚTBORGUN: 7.980 kr.* Heildarverð 19.980 kr. Staðgreiðsluverð 18.981 kr. Motorola t2288 Þyngd140 g MIMh 700 mAh rafhlaða sem endist í allt að 3,5 klst. í notkun og 210 klst. í bið „Dual Band" 900 mhz og 1800 mhz LÉTTKAUPSÚTBORGUN: 1 kr.* Heildarverð 12.001 kr. Staðgreiðsluverð 11.401 kr. Motorola P7389 Þyngd140 g „Tri Band" 900,1800 og 1900 mhz Raddstýring Upptökubúnaður Titrari Innrautt tengi Innbyggt mótald til gagnaflutnings Sérstakurtakki fyrir talhólf LÉTTKAUPSÚTBORGUN: 11.300 kr.* Heildarverð 23.300 kr. Staðgreiðsluverð 22.135 kr. NOKIA 6210 „Dual Band" 900 og 1800 mhz Þyngd: 114 g Valmyndakerfi á íslensku Símaskrá geymir allt að 500 nöfn Geymir allt að 150 SMS skilaboð Titrari Raddstýrð hringing LÉTTKAUPSÚTBORGUN: 20.980 kr.* Heildarverð 32.980 kr. Staðgreiðsluverð 31.331 kr. ■u WAP da^ar | íverslunijm Símans til 4. nóvember Þeir sem einu sinni kynnast WAP símum uppgötva af hverju þeir hafa verið að missa. f gegnum wap gátt símans FÆRÐU AÐGANG AÐ NETINU OG ÓTRÚLEGUSTU FRÉTTA- OG UPPLÝSINGABRUNNUM. Vertu með. Notaðu WAP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.