Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 260. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Óopinberar tölur benda til að Bush hafí sigrað naumlega í Flórída Undirbýr stj órnarmy ndun en talning heldur áfram Washington, West Palm Beach. AP, AFP. Reuters George W. Bush og varaforsetaefni hans, Dick Cheney, áttu fund með Larry Lindsay og Condeleezza Rice, sem bæði eru orðuð við embætti í ríkisstjórn rcpúblikana. ENN er óljóst hver telst vera sigur- vegari bandarísku forsetakosning- anna sem fram fóru sl. þriðjudag. Forsetaframbjóðendurna George W. Bush og A1 Gore greinir á um stöðu mála, Bush hefur þegar hafíð undir- búning stjómarmyndunar en Ijóst þykir að Gore ætli ekki að játa sig sigraðan fyrr en endanleg niðurstaða hefur fengist. Bandaríska frétta- stofan AP greindi frá því í gær að George W. Bush, frambjóðandi repúblikana, hefði hlotið 327 atkvæð- um meira en Gore í Flórída. Karen Hughes, talsmaður Bush, sagði að á grundvelli þessa yrði að líta á hann sem sigm’vegara. Þessar tölur fengust hins vegar ekki staðfestar vegna þess að Kath- leen Kroll, dómari í Flórída, stöðvaði endurtalningarferlið í ríkinu. Fjór- tán sýslur eiga eftir að skila form- legum niðurstöðum endurtalningar, sem lauk í gær. Kroll úrskurðaði að ekki mætti birta endanlega niður- stöðu endurtalningarinnar fyrr en dómsmál, sem stuðningsmenn Gores hafa höfðað fyrir ríkisdómstól í Flór- ída, verður tekið fyrir í næstu viku. Átta mál höfðuð í Palm-Beach-sýslu Átta mál hafa verið höfðuð vegna atkvæðagreiðslunnar í Palm Beach- sýslu í Flórída, þar sem kjósendur voru ósáttir við uppsetningu at- kvæðaseðils og töldu hana villandi. Stuðningsmenn Ais Gore hafa krafíst þess að kosið verði að nýju í sýslunni en mai-gir þeirra segjast hafa greitt Pat Buchanan, frambjóðanda Um- bótaflokksins, atkvæði sitt fyrir mis- skilning. Endurtalning hefst í Palm Beach og fleiri sýslum í dag og verð- ur hluti atkvæðanna handtalinn. Niðurstaða kosninganna í Flórída mun ráða úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna, en sá sem sigrar í ríkinu fær 25 kjörmenn. George W. Bush sagðist í gær vera að undirbúa væntanlega ríkisstjórn sína, svo hún „gæti tekið við stjómar- taumunum og verið tilbúin til for- ystu. Atkvæðin hafa verið talin tvisv- ar og ég er ánægður með niður- stöðuna," sagði Bush. Hann sagði frekari fundahöld fyrirhuguð til að undirbúa stjórnarskipti í Wash- ington. I herbúðum Gore var hins vegar engan uppgjafartón að heyra í gær. William Daley, kosningastjóri demó- krata, sagði að ef vilji þjóðarinnar fengi að ráða myndi Gore verða næsti forseti Bandaríkjanna, vegna þess að hann hefði fengið fleiri at- kvæði á landsvísu. Munurinn minnkar í Nýju-Mexíkó Flórída er ekki eina ríkið þar sem sigur annars frambjóðandans er dreginn í efa. Að lokinni endurtaln- ingu í Nýju-Mexíkó hefur munurinn á milli Gore og Bush minnkað í 164 atkvæði, en áður hafði verið greint frá því að Gore hefði sigrað með 6.825 atkvæða mun. Lýsti sjónvarpsstöðin CNN því yfir í gærkvöldi að ekki væri lengur hægt að ganga út frá því að Gore hefði sigrað í Nýju-Mexíkó. Repúblikanar hafa hótað að krefj- ast endurtalningar í fleiri ríkjum við- urkenni Gore ekki ósigur. T.d. gæti farið svo að þyrfti að endurtelja í Or- egon ef munur verður minni en 1% atkvæða, eða 2.800. Þegar 40.000 at- kvæði eru ótalin, aðallega í sýslum þar sem repúblikanar eru fjölmennir, hefur Gore 8.485 atkvæða forskot. Repúblikanar kanna einnig mögu- leikann á því að krefjast endurtaln- ingar í Iowa, en þar sigraði Gore með tæplega 5.000 atkvæða mun. Einnig íhuga þeir að krefjast endurtalningar í Wisconsin, þar sem Bush tapaði með 6.000 atkvæða mun. í flestum ríkjum á að auki eftir að telja utankjörstaðaratkvæði en að mati sérfræðinga nema þau um fimm milljónum, einungis í Kaliforníu er talið að ein milljón atkvæða eigi enn eftir að berast. Bandarískir stjórnmálasérfræð- ingar sögðu í samtali við AFPfrétta- stofuna að það myndi að öllum líkind- um taka mjög langan tíma að greiða úr öllum flækjum forsetakosning- anna. John Jay Douglas, prófessor í Houston, telur að demókratar muni samþykkja úrslitin í Flórída þegar þau verða gerð opinber, sem er í næstu viku. Jeffry Berry, prófessor í stjórnmálafræði í Boston, telur hins vegar að demókratar muni ekki við- urkenna ósigur sinn svo hæglega. Samkvæmt stjómarskrá skal for- seti sverja embættiseið 20. janúar. Kjörmenn munu koma saman 18. desember til að velja hann. Fari hins vegar svo að ekki verði hægt að skera úr um sigurvegara í Flórída og kjör- menn geti ekki valið forseta mun það verk falla í hlut bandaríska þingsins. ■ Þrýst á Gore/ 30 Barak vondaufur fyrir viðræður Jerúsalem. AP, AFP. ÞRÍR Palestínumenn voru skotnir til bana, tveir á Gaza og einn á Vesturbakkanum, auk þess sem einn ísraelskur hermaður lést eftir að hafa verið skotinn í hnakkann í gær. Palestínumenn höfðu lýst yfír „degi reiðinnar" í hefndarskyni vegna falls skæruliðaforingjans Hussein Abayat í fyrradag. Hann lést er ísraelsk árásarþyrla skaut eldflaug að bifreið sem hann var í. Þar með hafa nær 200 manns lát- ist á þeim sex vikum sem átök hafa staðið yfir. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær að hann teldi möguleika á að taka upp friðar- viðræður litlar. Barak heldur til Washington í dag og mun ræða við Bill Clinton Bandaríkjaforseta á morgun. „Tilgangur fararinnar til Washington er að umfram allt að binda enda á ofbeldið. Það er Ijóst að við verðum að fara samninga- leiðina en ástandið er viðkvæmt og getur versnað," sagði Barak. Clinton ræddi við Arafat í fyrra- dag. Arafat sagði að á fundi sínum með Clinton hefði hann ítrekað kröfu sína um að friðargæslusveitir SÞ yrðu sendar til svæða Palest- Reuters Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, var þungur á brún er hann ræddi við Shaul Mofaz, yfirmann herstöðvar á Vesturbakkanum, í gær. ínumanna. Arafat átti einnig fund með öryggisráði SÞ í gær og ræddi þessa tillögu. Bandaríkin styðja ekki tillöguna auk þess sem Israelsmenn hafa mótmælt henni harðlega. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hef- ur sagt að ekki sé mögulegt að senda sveitir SÞ á vettvang án samþykkis Israela. Klebanov segir herinn ekki leyna gögnum Bréf sjó- liða sagt skýra ör- lög Kúrsk Moskvu. AFP. RÚSSNESKA dagblaðið Izvestía sakaði rússnesk stjórnvöld um það í gær að halda leyndu innihaldi bréfs, sem sjóliðinn Dimitrí Kolesníkov, skrifaði um borð í kjarnorkukafbátnum Kúrsk eftir að hann sökk 12. ágúst sl. Er því hald- ið fram að í bréfí sjóliðans sé að finna skýringar á því hvers vegna kafbáturinn sökk. Dagblaðið hefur þetta eftir nokkrum yfírmönnum í Norðurflot- anum, sem óska nafnleyndar. Bréf- ið var annað tveggja sem Dimtrí Kolesníkov skrifaði. Sagt var frá fyrra bréfi Kolesní- kovs í lok október, en lík hans er eitt þeirra sem flutt var úr kafbátn- um. Fundur bréfsins sýndi að ekki höfðu allir um borð í kafbátnum lát- ist samstundis. I seinna bréfinu segir Kolesníkov ekki einungis frá því hvernig hann tók við stjórn Kúrsk eftir að kafbáturinn fórst heldur hvað olli því að hann sökk, segja heimildamenn blaðsins. Varaforsætisráðherra Rússlands, Ilja Klebanov, vísaði því á bug í gær að nokkur skjöl sem skýrðu frekar slysið hefðu fundist í Kúrsk. Yfirmenn rússneska hersins telja enn að líklegasta skýi'ing á því að Kúrsk sökk sé árekstur við annan kafbát. Þeii' fóru á fimmtudag fram að fá að skoða kafbáta aðildarlanda NATO til að sannreyna fullyrðing- ar þeirra um að kafbátar þeirra hefðu ekki valdið slysinu. NATO hafnaði þessari beiðni í gær. ----------------------- Skaðabótamál í Noregi Tóbaksfyrir- tæki sýknað NORSKA tóbaksfyrirtækið J.L. Tiedemanns Tobaksfabrik AS var í gær sýknað í héraðsrétti í Orkdal af máli sem Robert Lund, sem nú er látinn, höfðaði gegn fyrirtækinu vegna heilsutjóns af völdum fram- leiðsluvörunnar, að sögn dagblaðsins Aítenposten. Lund, sem átti heima í Syðri- Þrændalögum, lést úr lungna- krabbameini í lok október. Fjöl- skylda hans hyggst halda áfram með málið ef hún fær áfram gjafsókn. Lögmaður sækjanda, Edmund As- bpll, segir að veiting gjafsóknar hafi komið of seint frá dómsmálaráðu- neytinu til að koma að nægilegu gagni og fullyrðir að J.L. Tiede- manns Tobaksfabrik hafi varið 2,5 milljónum króna, um 20 milljónum ísl. kr., í vörnina. MORGUNBLAÐH) 11. NÓVEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.