Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 5Sí AÐALHEIÐUR BÁRA HJALTADÓTTIR + Aðalheiður Bára Hjaltadðttir fæddist á Breiðabliki í Nauteyrarhreppi 11. október 1922. Hún andaðist að heimili sínu, Selja- landsvegi 78, hinn 1. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Rjalti Sesel- íus Jónsson, f. á Skarði á Snæfjalla- strönd 23.10.1896, d. 10.4. 1976, og Ást- hildur Magnúsdóttir, f. 2.5. 1901, á Skarði Skarðsströnd, d. 10.10. 1968. Börn Hjalta og Ásthildar voru þrjú. Pét- ur Friðrik Hjaltason, f. 16.6. 1928, kvæntur Kristínu Gunnlaugsdótt- ur, eiga þau þrjá syni; Dóróthea Helga Hjaltdóttir, f. 21.6. 1930, m. Sigurður K.S. Margeisson, f. 31.5. 1920, d. 15. 8. 1983. Eignuðust þau þrjú börn. Bára giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Þórði Ingólfi Júlíus- syni, hinn 30. apríl 1946. Foreldr- ar: Júlíus Geirmundsson, f. 26.5. 1884, d. 6.6. 1962 og Guðrún Jóns- dóttir, f. 18.6. 1884 d. 24.3. 1951, ábúendur á Atlastöðum í Fljótavík. Þórður og Bára eignuðust átta börn. Þau eru: 1) Ásthildur Cesil, f. 11.9. 1944, m. Elías Skaftason, f. 18.6.1944. Börn: Ingi Þór Stefáns- son, f. 26.6; 1967, m. Gyða Lóa Ólafsdóttir, f. 6.2. 1972. Júlíus K. Thomassen, f. 8.7. 1969, m. Jóhanna Rut Birgisdóttir, f. 14.6. 1970. Börn: Þórður Alexander Úlfur Júl- íusson, f. 8.3. 1997, Arnar Þór Haralds- son, f. 16.1. 1985. Anna Lilja Jóhönnu- dóttir, f. 27.4. 1989. Aron Ágúst Hauks- son, f. 30.3.1992. Bára Aðalheiður Elíasdótt- ir, f. 6.9. 1971, m. Thomas Jorsal Nielsen. Skafti El- i'asson f. 3.6. 1974, barnsmóðir Guðný Bjarnadóttir, f. 13.12.1978. Börn: Júlíana Lind, f. 9.2. 1997, Daníel Örn, f. 7.12. 1999, Aðal- björn Elvar Elíasson, f. 18.4. 1968, m. Raquel Díaz Elíasson, f. 6.12. 1972. 2) Jón Ólafur, f. 16.1. 1946, m. Bjarnveig Bjarnadóttir, f. 19.5. 1953. Böm: Fríða Jónsdóttir, f. 20.5. 1975, m. Ilaraldur Jónsson, f. 27.5. 1976. Þórður Jónsson, f. 2.6. 1976. 3) Hjalti, f. 14.8. 1953, m. Guðbjörg K. Ólafsdóttir, f. 22.10. 1957. Börn: Thelma Elísabeth Iíjalladóttir, f. 16.2. 1978, m. Guð- mundur Óli Tryggvasson, f. 4.6. 1975. Börn: ívan Breki, f. 21.9. 1997, Tryggvi Leó, f. 12.12. 1999. Aðalheiður Bára Hjaltadóttir, f. 4.8. 1996. Ólöf Hildur Gísladóttir, f. 30.11. 1978, m. Sigfús Róbert Sigfússon, f. 27.11. 1974. Frey- steinn Gíslason, f. 20.5. 1985. Lilja Gísladóttir, f. 24.5. 1983. 4) Gunn- ar, f. 4.10. 1954, m. Kristín Hálf- dánsdóttir, f. 19.7. 1956. Böm: Hafdís Gunnarsdóttir, f. 14.6. 1980. Jón Gunnarsson, f. 5.1. 1984. Gunnar Atli Gunnarsson, f. 17. 10. 1988.5) Halldóra, f. 20.10.1957, m. Sævar Óli Hjörvarsson, f. 27.5. 1961. Börn: Ásgeir Sigurðsson, f. 15.10. 1977. Sunneva Sigurðar- dóttir, f. 28.4. 1981. Úlfar Oli Sæv- arsson, f. 13.11,1981. Davíð Sævar Sævarsson, f. 16.7. 1986. Arnar Bjarki Sævarsson, f. 16.11.1986.6) Sigríður, f. 21.11. 1959, m. Ragnar Haraldsson, f. 15.12. 1949. Börn: Hjalti Ragnarsson, f. 1.3. 1983. Gísli Ragnarsson, f. 29.12. 1986. Ingólfur Ragnarsson, f. 13.4.1988. Sigurður Ragnarsson. Haraldur Daði Ragnarsson. Elínrós Líndal Ragnarsdóttir. 7) Inga Bára, f. 15.2. 1965, m. Jón Heimir Hreins- son, f. 18.6. 1963. Börn: Hreinn Þórir Jónsson, f. 10.6. 1992, Hjalti Heimir Jónsson, f. 30.6. 1997. 8) Júlíus, f. 12.6 1967, d. 13.1.1968. Bára var manni sínum stoð og stytta. Ásamt því að ala upp barna- Qöldann vann hún með eiginmanni sínum að því að leggja grunn að framtíð íjölskyldunnar. Börnum sinum, barnabörnum, vinum þeirra og öllum þeim sem þurftu á að halda var heimili hennar ætíð opið. Útför Aðalheiðar Báru fer fram frá Isafjaröarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hve endanlegt síðasta andvarp þitt var, hve fjarlægist ímyndin þín. Að vita ekki leið þína burtu og hvar, þú heldur þig - kjölfestan mín. Heilög var sorgin í hjartanu - þú helgaðir minning’ um son, sem hrifín var burt frá þér smábarn -en nú er sameining ykkar mín von. Þitt hljóðláta fas, þinn hlátur og þrek, í hug mínum aðeins nú skin. Þinn stuðning við áttum við bernskunnar brek Og best var að leita til þín. Þú varst okkar klettur í hafinu - keik. Og hjá þér við átt höfum skjól. I brotsjóum lífsins - í barátt’ og leik. Björt varstu lífs okkar sól. Nú horfin þú ert, við sitjum hér hrygg og hugsandi hvert fyrir sig. Við elskum þig mamma, sem traust varst og trygg og trúum að Guð geymi þig. Ásthildur Cesil Þórðardóttir. Elsku amma mín. Ef ég hugsa til okkar bestu daga sem við áttum saman þá er ýmis- legt sem mér dettur í hug. Eins og BENEDIKT BJARNASON Benedikt Bjarnason fædd- ist að Holtum á Mýrum 22. mars 1914. Hann Icst í Landspítalanum í Fossvogi 4. nóvem- ber síðastliðinn. Benedikt var sonur Bjarna Pálssonar, bónda í Holtum, f. 20. nóvember 1885, d. 1970, og Katrínar Jónsdóttur, f. 1. maí 1877, d. 1973. Eftir- lifandi systkini hans eru Nanna, f. 22. janúar 1913, Vilborg Pálína, f. 26. maí 1919, og Guðjón f. 24. júní 1920. Benedikt, tók við búi foreldra sinna á Tjörn og stundaði þar bú- skap allt til 1985. Hann var lengi í hreppsnefnd Mýrahrepps og gegndi auk þess ýmsum trúnað- arstörfum, m.a. fyrir Búnaðar- sambandið og Kaupfélag Austur- Skaftfellinga. Benedikt kvæntist 8. júní 1947 Stein- unni frá Borg á Mýr- um, f. 28. apríl 1926, dóttur Ara Sigurðs- sonar frá Borg og Sigríðar Gísladóttur frá Viðborði. Þeirra börn eru: a) Bjarney Pálína, tónlistar- kennari, f. 4. ágúst 1948, gift Þráni Sig- urðssyni frá Djúpa- vogi, f. 12. des. 1948. Skildu. Börn þeirra eru Unnsteinn, f. 1969, í sambúð með Bryndísi Björk Hólmarsdóttur. Þeirra börn eru Hólmar Hallur, f. 1990 og Bjarney Jóna, f. 1993, Hulda Sigurdís, f. 1971, og Katrín Birna, f. 1977. Seinni maður Bjarneyjar er Sævar Kristinn Jónsson, bóndi á Miðskeri í Nesj- um, f. 1942. b) Sigurgeir, bflstjóri á Höfn, f. 11. september 1951, kvæntur Guðnýju Sigrúnu Eir- íksdóttur frá Höfn, f. 16. janúar 1954. Skildu. Börn þeirra: Heið- ur Kristjana, f. 1972. Dætur hennar og Reynis Þórðarsonar eru Perla Sólveig, f. 1995, og Tinna Mirjam, f. 1997. Benedikt Snævar, f. 1976, í sambúð með Bríeti Kristjánsdóttur. Sigrún Inga, f. 1983, Sara Eik, f. 1987, og Pálmi Geir, f. 1992. c) Arn- borg Sigríður, prentsmiður í Reykjavík, f. 14. aprfl 1957. Mað- ur hennar er Þorgeir Sigurðar- son, vélgæslumaður, f. 23. mars 1950. Þeirra börn eru Ása Lind, búsett í Danmörku, f. 1976, gift Friðrik Þór Erlingssyni. Sonur þeirra er Egill Orri, f. 1996. Borgþór, f. 1982, og Hrönn, f. 1989. d) Karl, lektor við Háskóla íslands, f. 22. aprfl 1961. Sambýl- iskona hans er Gerður Sif Hauks- dóttir, leikskólakennari, f. 25. ágúst 1962. Sonur þeirra, Sölvi, f. 1986. e) Eydís Sigurborg, búf- ræðingur á Höfn, f. 23. mars 1964. Sonur hennar og Einars Hafsteinssonar er Benedikt Freyr, f. 1988. Útför Benedikts verður gerð frá Hafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sjá vetrarrósir í röðum. Hver rós er við mosa byrgð; en ilmur og angan af blöðum, - þar ástvinahjörtu eru syrgð. Og enda, ef ekki sést rofa hið efra, um land og sjó, þær lýsa, að létt muni sofa það líf, sem aldrei dó. Með þessum orðum Einars Benediktssonar langar mig að kveðja elskulegan afa minn hinstu kveðju. Ég fæ seint fullþakkað þá gæfu að hafa fengið að alast upp svo nálægt heimili afa og ömmu. Það sem fyrst kemur upp í hugann þegar afa er minnst er rósemin og þessi hlýja glettni sem einkenndi allt hans fas. Þeir sem komu á heimili afa og ömmu urðu strax varir við þá einlægu væntumþykju og virðingu sem þau báru hvort fyrir öðru sem og öllu umhverfi sínu. Mýrafjöllin áttu sérstakan sess í huga afa. Þau þekkti hann eins og lófann á sér og oft var það sem hann sagði okkur, reynslulitlum barnabörnunum, skemmtilegar sögur úr fjárleitum um Fláfjallið og Vandræðatungurnar. Þá leiftr- uðu bláu augun hans og brattir tindar, hrikaleg gljúfur og óþægar kindur stóðu okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Afi tilheyrði þeirri kynslóð sem upplifði meiri þjóðfélagsbreytingar en nokkurn getur órað fyrir. Hann hafði einstaklega gott minni og var alltaf fús að miðla þessari reynslu eftir megni til fróðleiksþyrstra af- komenda. Þær voru margar sam- ræðustundirnar sem við tvö áttum um búskaparhætti og sjósókn fyrri ára og höfðum bæði jafngaman af. Elsku afi. Ég vil þakka þér af heilum hug fyrir þessi ár sem við áttum saman og ég er þess fullviss að þér líður vel núna meðal ætt- ingja og vina sem farnir voru á undan þér. Megi góður Guð veita ömmu og okkur öllum styrk í sorginni. Hulda Sigurdís. þegar að ég fór að versla með þér en þá fékk ég að setja allt í inn- kaupakörfuna sem ég vildi. Og þegar þú gerðir pizzuna fyrir okk- ur sem var engri lík, en hún sam- anstóð af pizzubotni og brauð- sneiðum og ofan á það var sett kartöflumús, kavíar, spægipylsa, pulsur og mest allt annað sem til var í ísskápnum. Ég sakna þessara tíma. En mest sakna ég að geta ekki komið heim til þín og afa, gist hjá ykkur og eytt tíma með ykkur. Eg vona að þér líði vel þar sem þú ert núna og vitir að ég eigi alltaf eftir að hugsa til þín. Ég skal sjá til þess að afa eigi eftir að líða vel. Þinn Gunnar Atli. Amma er farin og ættinni blæð- ir. Annað höfuð fjölskyldunnar skilur eftir mikið skarð. Ég reyni að koma niður á blað broti af þeim minningum og tilfinningum sem eru innra með mér. En hvar er hægt að byrja? Þegar ég var lítil voru hlutir ömmu umluktir töfraljóma. T.d tennurnar sem hún gat ýtt út með tönnunum, ísbirgðirnar í búrinu sem aldrei kláruðust (sama hversu mikið við krakkarnir borðuðum). Og kistillinn uppi á skápnum sem í voru perlur, hnappar og ýmislegt annað sem í mínum ungu augum var ævintýralegur fjarsjóður. Amma átti ómetanlegan dýrgrip, sitt óendanlega minni. Hversu margar stundir flugu hjá er maður hlustaði á sögur frá gömlu dögun- um. Hún mundi hvert einasta smá- atriði. Vinaminni var einn blóma- garður. Natni hennar gat fengið hvað sem er til að dafna. Bæði blóm og börn. Enda uxu bæði hratt upp. Varla annað hægt hjá ömmu. Hún sagði alltaf: „Þú borðar eins og fugl“. Þegar í rauninni borðaði maður eins og svín. Þessi smávaxna kona hafði svo mikla hlýju innra með sér. Án þess að segja orð gat hún huggað sára- ustu sorgir með nærverunni einni. Með þetta blik í augunum, eins og hún vissi betur en maður sjálfur hvað maður gekk í gegnum. Seinna þegar ég kom svo með börnin mín í til ömmu virtust þeir finna þetta líka. Eins og um seinustu jól þegar yngi-i sonur minn var með maga- kveisu. Ekkert sem ég gerði róaði hann. Amma tók hann og klappaði með ákveðnum tökum á hlið hans. Innan við hálfa mínútu var hann sofnaður. Og þar svaf hann örugg- ur í faðmi langömmu sinnar. Amma, ég sagði þér aldrei hversu mikið ég elskaði, dáði og virti þig. Og ég vona að þegar að því kemur verði ég eins góð amma og þú. , Thelma, Oli, Ivan Breki og Tryggvi Leó. Elsku amma mín. Miðvikudaginn 1. nóvember hringdi pabbi í mig og sagði mér að þú værir dáin. Ég var heillengi að fatta þetta. Ég einfaldlega trúði því ekki að þú, elsku amma, sem hefur alltaf verið til staðar, værir farin frá okkur. Ég áttaði mig sennilega ekki á því fyrr en ég kom inn á Vinaminni og sá þig ekki sitja í stólnum þínum inni í eldhúsi þar sem þú varst vön að sitja. Þar sast þú alltaf og sagðir okkur barnabörnunum sögur af okkur þegar við vorum yngri eða þegar við vorum að deila með þér áhyggjum okkar og sorgum. Ég get nú varla talið skiptin sem ég kom hlaupandi til þín annað- hvort grátandi eða niðurdregin og kom svo út brosandi og áhyggju- laus, en þú gast alltaf látið allt verða betra. Þess vegna er svo skrítið að vera ekki að gráta utan í þér núna þegar ég finn fyrir svona miklum söknuði. Ég sakna þín svo mkið elsku amma. Ég man svo vel eftir því þegaj^- við sáumst síðast en eitthvað sagði mér að þetta yrði okkar kveðju- stund. Mig langaði svo að halda fastar um þig og vera lengur hjá þér, en ég varð að fara. Það síðasta sem ég sagði við þig var að við mundum sjást síðar og þó að það sé kannski langt þangað til þá mun verða af því. Þegar ég gisti hjá þér á skóla- degi, sem var margoft, stilltir þú alltaf klukkuna þína svo að þú gæt- ir vaknað með mér. Sást til að ég borðaði „rice krissið“ og að ég missti ekki af strætó. Ég man eftir einu skipti þegar ég átti að gista hjá þér eftir að ég kom úr fótbolta- ferðalagi. Ég kom heim með rútu seint um nóttina og átti bara að labba heim til þín, enda áttir þú heima rétt hjá. En þegar ég kom út úi' rútunni stóðst þú við vallar- húsið og beiðst eftir mér. Þú þurft- ir ekkert að koma en gerðir það samt. Svo löbbuðum við heim og héldum saman á töskunni minni. Það var alltaf skemmtilegast að gista hjá ömmu og afa. Elsku amma, minningarnar sem ég á með þér frá Vinaminni eru þær bestu sem ég á. Það mun ekki líða dagur sem ég hugsa ekki til þín, það mun heldur ekki líða dag- ^ ur sem ég mun ekki sakna þín. Eg ' vona að þú hafir það gott þar sem þú ert með Júlíus litla í fanginu. Ég vil þakka Theu frænku fyrir að vera svona dugleg að hjálpa ömmu minni á meðan að hún var veik. Elsku afi og fjölskylda, okkar missir er mikill en við munum allt- af eiga minningarnar um bestu ömmu í heimi. Þín Hafdis Gunnarsdóttir (Habba). Elsku mamma mín. Þetta er hinsta kveðja mín til þín. Þú fyrirgefur mér sjálfselskuna sem sorgin er, en missirinn er svo mikill. Þú varst ávallt til staðar fyrir mig hvort sem um sorg eða gleði og ég varð að létta af hjarta mínu. Heimili þitt, Vinaminni, stendur eftir svo tómlegt eftir áratuga ys og þys þar sem þú varst alltaf miðpunkturinn í öllu saman, heim- ili sem oft var sem brautarstöð eða gistiheimili, svo mikill var gesta- gangurinn. Hvort sem það var á haustin þegar frændfólkið kom úr sveitinni í kaupstað eða komið var f við í ferð um landið á sumrin. Allt- af voru allir velkomnir og nægilegt pláss á Vinaminni. Æðruleysi þitt var alltaf til stað- ar þó bættist við fjölmennt heimil- isfólkið í matinn, til dæmis á pásk- um þegar við systkinin komum óvænt með nokkra vini og kunn- ingja í mat var bara bætt við borð- ið og rýmt til með bros á vör. Seinna voru það bamabörnin sem héldu til hjá þér í styttri eða lengri tíma. Harmur þeirra er mik- ill, enda sjá þau eftir því akkeri sem þetta heimili var þeim. Elsku mamma mín. Ég er þakk- látur fyi'ir þá stund sem ég átti með þér s.l. sumar þegar við sátum ^ með systur þinni við Hraundalsá þar sem æskuheinúli ykkar var. Hlusta á ykkur rifja upp bernsku- daga ykkar, hve ánægulegur tími það var og áreynslulaus. Það gladdi mig svo mikið að sjá hvern- ig þú lékst á als oddi og hve ham- ingjusamar þið voruð við að rifja upp minningarnar. Þegar sorgin er að baki tekur við ánægjuleg minning um góða móður. Þannig mun ég ávallt minnast þín. Ég bið guð að styrkja föður minn í sorg hans og missi. í Gunnar Þórðarson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.