Morgunblaðið - 11.11.2000, Page 43

Morgunblaðið - 11.11.2000, Page 43
42 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 43 pltrgmMíiMlí STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMRUNAFERLIOG BANKASTARFSMENN EIGI SAMEINING banka að heppnast þurfa starfsmenn að taka þátt í ferlinu frá upphafi. Það er reynsla Norðmanna og fleiri þjóða, að sögn Dag Árne Kristensens, sem er formaður Félags starfsmanna á fjármálamarkaði á Norðurlöndum (NFU). í ljósi þessa telur hann ekki nægilega vel staðið að fyrirhugaðri sameiningu Landsbanka og Búnaðar- banka því honum virðist starfsmenn- irnir fá upplýsingar um einstaka þætti samrunaáformanna í gegnum fjöl- miðla. Það telur hann auka áhyggjur starfsmanna um atvinnuöryggi þeirra. I tilvikum sem slíkum geti það leitt til þess að þeir reyni hvað þeir geti til að standa í vegi fyrir samrunaáformun- um og geti spillt þeim. „Það verður að hafa í huga að samruni, sem lítur vel út á pappírnum, getur misheppnast ef illa er að honum staðið,“ segir Krist- ensen í viðtali við Morgunblaðið. Hann segir sameiningu fyrirtækja ekki slæma í sjálfu sér. Vinni fyrirtæki hvort annað upp, t.d. með ólíkum starfsháttum eða framleiðslu, geti samruni orðið öllum að gagni. Van- ræki stjórnendur hins vegar upplýs- ingaflæði til starfsmanna hljóti það að koma niður á þjónustu og afar algengt sé að hagur viðskiptavina gleymist þegar stjórnendur banka hugi að sam- runa. Kristensen segir að ekki hafi verið sýnt fram á að samruni banka hafí gert rekstur þeirra ódýrari eða leitt til vaxtalækkunar. Evrópskar rannsóknir sýni að samruni banka sé slæm fjárfesting og verði jafnframt til þess að þjónusta við viðskiptavini versni. Ástæða er til að ætla af ummælum bankastjóranna Halldórs Kristjáns- sonar, Landsbanka, og Stefáns Páls- sonar, Búnaðarbanka, að stjórnendur bankanna séu sammála Ki’istensen um nauðsyn á fullu samráði við starfs- menn, þegar sjálft samrunaferlið hefj- ist. Það verði eftir að úrskurður Sam- keppnisstofnunar liggur fyrir. Valur Valsson, bankastjóri Islands- banka FBA, sem mesta reynslu hefur af sameiningu banka hér á landi, bend- ir á að ekki gangi upp að hafa samráð við stóran hóp þegar ákvörðun sé tek- in um um samruna. Nauðsynlegt sé hins vegar að upplýsa starfsmenn vel þegar ákvörðun hafí verið tekin enda byggist framkvæmdin á mikilli vinnu stórs hóps starfsmanna. Það er gagnlegt að heyra sjónarmið manna á borð við Dag Kristensen en auðvitað má ekki gleyma því að hann talar út frá sjónarhóli ákveðinna hags- muna. Hins vegar er mikið í húfí fyrir eigendur, starfsmenn og viðskiptavini bankanna, að sameining þeirra skili tilætluðum árangri, aukinni hag- kvæmni og arðsemi í rekstri. Mikil- vægt er að stjórnendur bankanna tveggja geri allt sem í þeirra valdi stendur svo markmiðin með samein- ingunni náist. Hins vegar er hætt við að aðgerðir til hagræðingar komi með einhverjum hætti við töluverðan hóp starfsmanna. Það er hægt að draga úr sársauka af þeim völdum með virkri upplýsingamiðlun. ENDURSKOÐUN STAÐFESTIR AÐFERÐIR HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR OFMAT á fiskstofnunum, og gagn- rýni á Hafrannsóknastofnunina í því sambandi leiddi til þess að stofn- unin sjálf óskaði eftir að erlendir sérfræðingar í fískifræði færu yfir og mætu aðferðir fískifræðinganna hjá stofnuninni. Niðurstaða erlendu sér- fræðinganna er sú að aðferðirnar séu réttar. Hins vegar hefur ofmat á þorskstofninum leitt til þess að veiði- reglan, þ.e. að ekki megi veiða nema 25% af stofninum, hefur ekki reynzt eins happadrjúg og ætlazt var til. Erlendu vísindamennirnir hafa sent frá sér skýrslu um athugun sína og segja þeir að helzta ástæða þess að stofnunin hafí verið ofmetinn sé hversu mismunandi vel • veiðist af þorski, en þeir leggja áherzlu á að veiðireglunni verið beitt áfram, svo að vænta megi árangurs af uppbyggingu stofnsins. I skýrslunni er lögð áherzla á að atferlisrannsóknir á þorski verði auknar, svo og hver áhrif umhverfis- þátta geti verið. Þá er bent á að brottkast geti haft áhrif á stofnmatið en engin gögn um umfang þess liggi fyrir. Þeir sérfræðingar, sem leitað var til voru John G. Pope, prófessor við Tromsö-háskóla, sem kunnur er ís- lenzka þorskstofninum, en hann gerði á honum úttekt fyrir 8 árum, Patrick Sullivan, prófessor við Cornell-há- skóla, sem tekið hefur þátt í stofnút- tektum í Bandaríkjunum og víða um heim og Björn Ævarr Steinarsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofn- uninni, sem kom til starfa í september síðastliðnum eftir þriggja ára starf hjá Evrópusambandinu í Brussel og er vel kunnugur gögnum og gagna- vinnslu varðandi þorskstofninn. Auk þess önnuðust Ray Hilborn, prófess- or við háskólann í Seattle í Washing- ton, og aðstoðarmenn hans saman- burðarreikninga með hjálp nýlegs reiknilíkans. í sjálfu sér er lofsvert að Hafrann- sóknastofnunin skuli svara gagnrýni með því að láta erlenda sérfræðinga yfirfara aðferðir sínar við mat á stofn- stærðum. Stofnunin hefur með þessu sýnt mikla ábyrgð enda mikið í húfi fyrir íslenzkan sjávarútveg og efna- hagslífið að rannsóknir á fiskistofnum séu réttar og þeim megi treysta. Jóhann Sigurjónsson forstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í vik- unni að sérfræðingar stofnunarinnar myndu eiga fundi með hinum erlendu sérfræðingum og fara yfir niður- stöður þeirra. Þannig mundi stofnun- in reyna að læra af reynslunni og beina rannsóknaraðferðum í framtíð- inni að þeim hlutum sem máli skipta til að gera enn betur en til þessa. „Við þurfum endrum og eins að staldra við, líta yfir farinn veg og bæta vinnu- brögð okkar. Það er mikilvægt að rannsóknir okkar og ráðgjöf séu trú- verðug og af mestu gæðum.“ Ymsar tillögur til umræðu varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar Norður-suðurbraut hugs- anlega færð til suðurs Sérfræðihópur til að undirbúa atkvæða- greiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar í Reykjavík og staðsetningu flugvallar hef- ur starfað frá því í apríl. Johannes Tómas- son hleraði gang mála en nefndin leggur til að atkvæðagreiðsla fari fram í byrjun febr- úar og að kosið verði um þjár tillögur. SJÖ kostir í það minnsta varðandi staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og framtíðarnýtingu Vatns- mýrar eru til umræðu hjá sér- fræðihópi sem skipaður var af borgaryfirvöldum í apríl síðast- liðnum. Einn þeirra sem nýlega hefur komið til umræðu er að færa norður-suðurbrautina til suðurs og breyta stefnu hennar. Myndi norðurendi hennar vera við austur-vesturbrautina en suð- urendinn ná í átt að Kársnesi og þá rétt vestan við nesið. Sérfræðihópurinn hefur undan- farna mánuði skoðað ýmsar tillög- ur varðandi framtíð Reykjavíkur- flugvallar og nýtingu Vatns- mýrarinnar en hópnum var falið að undirbúa kynningu og almenna atkvæðagreiðslu um málið. Er ráðgert að hún fari fram í byrjun febrúar á næsta ári. Nefndin meti hag- kvæmni kostanna Einnig á nefndin að bera sam- an og vinna mat á hagkvæmni mismunandi kosta varðandi nýt- ingu Vatnsmýrar, annaðhvort sem miðstöðvar innanlandsflugs eða íbúða- og atvinnusvæðis eftir 2016 þegar núverandi skipulags- tímabili lýkur. í starfi sínu á nefndin að hafa til hliðsjónar þarfir íbúa á höfuð- borgarsvæðinu og á landsbyggð- inni fyrir samgöngur, skoða áhrif á samfélag og byggð í Reykjavík, landnýtingu Vatns- mýrarinnar, m.a. tengsl við starf Háskóla íslands og aðra og þarf- ir höfuðborgarinnar á uppbygg- ingu og möguleika sem felast í þéttingu byggðar á þessu svæði. Einnig fjárhagsleg áhrif mis- munandi kosta, áhrif þeirra á þróunarmöguleika miðborgar- innar, öryggismál tengd flug- rekstrinum og öðrum samgöng- um, hagsmuni ferðaþjónustunn- ar og aðgengi landsbyggðar að þjónustu og stjórnsýslu í höfuð- borginni. Stefán Ólafsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla ís- lands, er formaður sérfræðihóps- ins og var hann tilnefndur af Há- skólanum. Kristín Árnadóttir, aðstoðarkona borgarstjóra, var tilnefnd af Reykjavíkurborg, Leifur Magnússon, framkvæmda- stjóri hjá Flugleiðum er tilnefnd- ur af samgönguráðherra, Jóhann J. Ólafsson framkvæmdastjóri af samtökunum Betri byggð og Grétar Eyþórsson af Háskólanum á Akureyri. Leitað til ýmissa sér- fræðinga og ráðgjafa Stefán segir að ýmsir kostir hafi verið skoðaðir og leitað til ýmissa aðila varðandi ráðgjöf, svo sem borgarverkfræðings, for- stöðumanns borgarskipulags, sérfræðinga hjá Flugmálastjórn og nefndar um svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins. Þeir sjö kostir sem einkum hafa verið skoðaðir eru þessir: 1. Óbreyttur völlur í Vatnsmýri með þremur brautum. Örlítið land myndi losna vegna flutnings kennslu- og einkaflugs frá vellin- um, þ.e. flugskýlasvæðið á vestur- hluta svæðisins við lóð íslenskrar erfðagreiningar. 2. Obreyttur völlur með tveim- ur brautum þar sem norðaustur- suðvesturbrautin yrði aflögð. Þá er áskilið að braut með þeirri stefnu á Keflavíkurflugvelli yrði opnuð að nýju en hún hefur verið lokuð undanfarin ár. Gert er ráð fyrir þessu í núverandi deiliskipu- lagi. Við þennan kost myndi land losna við norðurhluta svæðsins og í nágrenni byggðar í Skerjafirði. 3. Austur-vesturbraut lengd í vestur og hún gerð að aðalbraut vallarins með blindflugsbúnaði. Mætti þá ef til vil stytta norður- suðurbrautina eilítið í norðri og yrðu brautirnar aðeins tvær. Vesturendi brautar yrði lengdur út í sjó sem þýðir að Suðurgata færi í stokk undir brautina. Kaupa yrði upp allmörg hús í Skerjafirði. Þetta þýddi minna flug yfir miðborgina en í dag fer milli 55 og 60% flugumferðar um norður-suðurbrautina. Það gæti farið niður í rúm 40%. 4. Austur-vesturbraut óbreytt Morgunblaðið/Sverrir Kjdsa á um framtíð Reykjavíkurflugvallar í febrúar á næsta ári. Atkvæðagreiðsla í Reykvík og viðamikil skoðanakönnun meðal landsmanna Á FUNDI sérfræðihópsins í gær var lagt til að gengið verði til at- kvæðagreiðslu 3. febrúar. Kristín Árnadéttir, aðstoðarkona borg- arstjóra, segir hana verða með tvennum hætti, þ.e. annars vegar atkvæðagreiðslu meðal íbúa Reykjavíkur um kosti í flugvall- armálinu og hins vegar skoðana- könnun meðal 5 til 10 þúsund iandsmanna til að kanna hug þeirra til málsins. Sérfræðihúpurinn hefur tíma út mánuðinn til að ljúka störfum og leggja tillögur fyrir borgarráð um tilhögun atkvæðagreiðslunn- ar og könnunarinnar, þ.e. tilhög- un, ti'masetningu og um meðferð niðurstaðna. Kristín segir ekki mörg fordæmi í Reykjavík fyrir sérstakri atkvæðagreiðslu um einstök mál, en árið 1988 hafí verið kosið um hundahald þar sem um 20% kjósenda tók þátt, árið 1992 var í kosningu spurt um sameiningu sveitarfélaga og árið 1997 um sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness þar sem milli 24 og 25% kjósenda tóku þátt. „Við höf- um trú á því að Reykvíkingar lát.i sig málið varða og vilji taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu því þetta er umdeilt mál og þar verð- ur tækifæri fyrir borgarbúa að tjá sig,“ segir Kristfn og kvaðst vona að þátttaka yrði mikil. Verður leiðbeining Kristín sagði að frá sjónarhóli borgaryfirvalda væri líka mikil- vægt að gefa Reykvíkingum kost á að segja skoðun sina. Nánari til- högun atkvæðagreiðslunnar hef- ur ekki verið ákveðin og nefndin hefur ekki rætt til hlítar tdllögur um hvernig skuli tekið á niður- stöðum hennar. „Þetta verður greinilega lciðbeining en sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum er gert ráð fyrir að sveitarstjórn geti efnt til almennrar atkvæða- greiðslu til að kanna vilja kjós- enda um tiltekið málefni en í lög- unum er ekki kveðið á um að slíkt skuli vera bindandi fyrir af- greiðslu málsins nema ákveðið hafi verið fyrirfram að svo ætti að vera,“ segir Kristfn og telur að tekið yrði að einhveiju leyti mið af fjölda þátttakenda. en lögð ný norður-suðurbraut mun sunnar en núverandi braut. Stefna hennar yrði örlítið í norð- austur. Þessi hugmynd þýðir að meira land losnar en í kostum tvö og þrjú. 5. Nýr flugvöllur byggður sunnan Hafnarfjarðar. Ekki er enn séð hversu fýsilegur þessi kostur er og ljóst að kostnaður yrði mikill þar sem nýr völlur er talinn geta kostað 10 til 20 millj- arða. Svæðaskipulagsnefnd höf- uðborgarsvæðisins kannar þenn- an kost nánar og skilar niðurstöðu fyrir mánaðamót. Þetta þýðir nýja notkun á Vatns- mýrinni. 6. Nýr flugvöllur á uppfylling- um í Skerjafirði en þessa hug- mynd setti Trausti Valsson skipu- lagsfræðingur fram á áttunda áratugnum. Kostnaður yrði mik- ill, 17-18 milljarðar, og umhverf- isröskun mikil. Mikill hluti Vatns- mýrarinnar myndi losna til annarra nota. 7. Innanlandsflugið flutt til Keflavíkur. Þá mætti taka Vatns- mýrina til annarra nota eins og í kosti nr. 5. Stefán segir aðspurður að sér- fræðihópurinn hafi ekki tekið af- stöðu til framangreindra kosta en þeir séu allir til umræðu. Hann segir fjórða kostinn, að færa norður-suðurbrautina til suðurs nýjasta kostinn og hafi nefndin óskað eftir að sérfræðingar Flug- málastjórnar skoðuðu hann sér- staklega. Þessi kostur gerir ráð fyrir að brautin liggi frá austur- vestur brautinni til suðurs og er rúmur þriðjungur hennar á landi en nærri tveir þriðju ná í sjó fram. Verður syðri brautarendinn nokkru vestan við Kársnesið. Segir hann tæknilega hægt að út- færa hann og honum fylgi bæði kostir og gallar. Þungamiðja flugvallarins færist til suðurs Meðal kostanna við þessa leið er að þungamiðja flugvallar fær- ist til suðurs og brautarendi nú- verandi aðalbrautar (norður-suð- ur) færist frá Hringbrautinni og íbúðabyggð í Þingholtunum. Þá verða aðflug og flugtök ekki leng- ur yfir byggðinni í Kársnesi og aðflug yfir byggðina í Þingholtun- um í Reykjavík verður í meiri hæð en við núverandi legu norð- ur-suðurbrautarinnar. Borgin fengi með þessu nýtt land á norð- urhluta Vatnsmýrarinnar og segir Stefán að búast megi við að betri forsendur séu fyrir sátt um fram- tíðarskipan flugvallarins en með óbreyttri skipan en sátt um flug- völlinn skapar jafnframt forsend- ur fyrir fjárfestingu í nýrri sam- göngumiðstöð. Galli við þessa leið er að að- flugslínan úr norðri er meira yfir byggð í Þingholtunum en nú er þótt vélar yrðu þar í meiri hæð. Því yrði hávaði frá flugvélum minni en nú er yfir miðborginni. Þá getur þrengt að blindaðflugi úr norðri vegna Esjunnar. Það at- riði hefur þó ekki verið kannað til hlítar. Líklega kosið um þrjár tillögur Stefán Ólafsson sagði að lokum að nefndin myndi vinna áfram með þessar tillögur og *íklega yrði reynt að haga kosningu um málið þannig að stungið yrði uppá þremur kostum: Að hafa flugvöll- inn óbreyttan, að flytja inn- anlandsflug til Keflavíkur og þriðji kosturinn yrði einhver millileið. Hann sagði stefnt að því að kosning færi fram helgina 3. og 4. febrúar á næsta ári. Aður en til hennar kemur segir Stefán að víðtæk kynning muni fara fram á þeim valkostum sem lagðir verða fyrir. I erindisbréfi nefndarinnar kemur fram að hún eigi að leggja fram tillögu um hvernig tekið skuli á niðurstöðunum og segir Stefán það enn óafgreitt. Kosning sem þessi hljóti þó að vera yfir- völdum leiðbeining. Ogþá mœtti einnig nefna einhverja ótrúlegustu sýningu sem ég kefséb, hún hefur verið í Konunglega safninu ogfjallarum dauðann Enn eftir Stevenson: Októberlaufið þyrlastvið þreytta fætur þögult er myrkrið við greinar og djúpar rætur. Stjömumar luktir og lifna á dimmumótum, Ljáðu mér vængi og fljúgum af visnandi rótum. Fljúgum með skógarins fuglum til tungls og sólar og eltum ei ólar við myrkrið. (Travels with a Donkey) Við fóram enn um gamlan vígavöll og viti menn, hér græðir tíminn svörð og kallar fram sinn kærleik eins og fyrr og komið vex og litar blóðga jörð. Og þar sem áður engdist sviðið land við örkuml þess sem barðist hér og dó vex gras á ný og sárbeitt sverðið varð að sigurtákni um jörð sem grærvið plóg. (Travels with a Donkey) Stevenson skrifaði athugasemd sem einskonar formála fyrir ljóð- unum í Underwoods (lággróður eða lágskógar) og fjallar þar m.a. um skozkuna og viðkvæma stöðu hennar. Orð hans eru íhugunar- efni íyrir okkur. Hann segir: „Eg tek einnig eftir því að hin- ir nýju mállýzkufræðingar okkar binda heimkynni sérhverrar mállýzku við tilteknar fermflur. Ég gæti ekki uppfyllt svo þægi- lega nálgun jafnvel þótt ég svo kysi; um mig var því þannig farið að ég ritaði aðeins mína skozku eins vel og mér var gerlegt, kærði mig kollóttan um hvort hún var runnin frá Lauderdale eða Angus, frá Mearns eða Gallo- way; heyrði ég gott orð notaði ég það blygðunarlaust; og þegar skozkan dugði ekki til eða rímið rann stirðlega fram, leitaði ég án hiks (eins og mér betri menn) til ensku. Það get ég þakkað vin- samlegri afstöðu til tungu þeirra Fergusons og Sir Walters, sem báðir voru Edinborgar-búar; og ég játa að í eyrum mér hefur Burns ávallt hljómað hálfvegis framandi. Og raunar er ég sjálfur frá Lothian; þar heyrði ég tungu æsku minnar talaða; og ég rifja hana upp fyrir mér með hinum drafandi seimi Lothian-búa. Dýrkendum nákvæmninnar leyf- ist því að kenna tungu mína við Lothian. Og reynist hún ekki hrein, því miður! hverju skiptir það? Sá dagur nálgast þegar þessi framúrskarandi og eftirláta tunga verður öldungis gleymd; og ayrshire-ísku Bums og ab- erdeen-ísku Dr. McDonalds bíða einnig þau örlög að verða draug- ar tungunnar. Þar til sá dagur rennur myndi ég njóta þess að vera um stund í hlutverki hins innfædda skapara og vera lesinn af mínu fólki, á minni eigin tungu: sá metnaður tilheyrir vísast fremur hjartanu en höfðinu, væntingar um lífdaga hennar eru takmarkaðar, notkun hennar bundin svo afmörkuðu rými.“ Það eru engir aukvisar sem eiga rætur í þessu sérstæða og fagra landi og höfuðborg þess, Edinborg; Sir Walter Scott, Boswell, Hume. Og enginn annai- en Conan Doyle sem bjó í næstu götu hér fyrir ofan okkur; Carl- yle og James Watt, höfundur hestaflanna og nútímagufuvélar- innar. En hvað sem þvi líður eig- um við að leggja meiri áherzlu á sérstöðu þessara nágranna okkar SYNDARAR í múslímskum helvítiseldi. DAGAR hinna dauðu (Mexíkó). en við höfum gert. Enginn vafi er á því að undir niðri ætlast Skotar til þess, enda komnir með þing og heimastjórn. En hver veit nema þeir eigi eftir að öðlast fullt sjálf- stæði og hið skozka ríki geti þá með tið og tíma lagt undir sig leifarnar af brezka heimsveldinu! Krúnan er að visu að reyna að setja undir þann leka að Skotar gleypi Englendinga, það hefur hún nú síðast gert með því að senda Vilhjálm prins, framtíðar- konung Bretlands, í elzta háskóla Skotlands í Saint Andrews fyrir norðan, eða norðvestan Edin- borg. Og krúnan lék annan sterkan leik: drottningin aðlaði Sean O’Connery, þekktasta þjóðemis- sinna Skota; sjálfan James Bond. Hann hefur verið eins og hvert annað eitrað peð á þessu tafl- borði brezkra stjórnmála. Nú er peðið orðið riddari hennar hátignar. En sem sagt, hér er margt að gerast. Fyrir skömmu sáum við beztu ballettsýningu sem ég hef augum litið, Romeó og Júlía, hún var í Festival Theatre í Edin- borg, jafn eftirminnileg og tónlist Prokofievs. Og þá mætti einnig nefna ein- hveija ótrúlegustu sýningu sem ég hef séð, hún hefur verið í Kon- unglega safninu og fjallar um dauðann, nei, ekki dauðann sem sorglegt eða óhugnanlegt við- fangsefni, heldur dauðann sem hnýsilega staðreynd í lífi manns- ins á jörðinni. Þarna upplifðum við dauðann með ýmsum hætti og í ólíkum löndum, lásum um þetta sögulega fyrirbrigði og hvernig það birtist á ýmsum tímum og við ólíkar aðstæður á harla upp- lýsandi sýningu. Af þessari fræðslu má draga margvíslegan lærdóm; af vasalausum líkklæð- um kristinna manna og gyðinga má sjá að ekki er gert ráð fyrir því að við förum með neitt með okkur yfirum, en þó má einnig sjá að ýmsir hafa vaðið fyrir neð- an sig; í Singapore fara sumir með Visa-kort í ferðina síðustu, farseðla og vegabréf, svo að þeir flendist ekki í Neðra! Annars staðar er gert ráð fyrir því að menn þurfi á nesti að halda og nýjum skóm í þessa hinztu för og margvíslegu smádóti sem gæti komið sér vel fyrir hinn látna. Það mætti þannig vel ímynda sér að stækir neftób- aksmenn gætu haftafþvígagn og ánægju ef dósunum þeirra væri stungið undir kistukoddann. En helvíti, hvað er það? Mundi það ekki vera sálarástand okkar hérna megin grafar, eða kannski áningarstaður á ferðinni löngu, þar sem við gætum hreinsað okk- ur af blóði drifinni reynslu jarð- arinnar. Eða - kannski er það bara ann- að fólk eins og Sartre sagði og við erum minnt á þarna á sýning- unni. Glasgow hefur ekki síður en Edinborg upp á margt að bjóða, ekki sízt í leiklist og þar er ein eftirminnilegasta bókaverzlun sem ég hef séð. Hún ein útaf fyrir sig er einnar messu virði, þótt veðurfarið sé harla líkt því sem hér gerist; lægðimar enda annað hvort þar eða hér heima! En hvað sem því líður, voru skáldin sem minnzt var á og ýmis önnur sem enn lifa, rótfastir Skotar og minning þeirra, reynsla og upplifun fyrst og síð- ast skozk reynsla með sama hætti og sama rétti og reynsla okkar er íslenzk. Þannig segir Stevenson á einum stað að falleg- ustu stjörnur sem hann hafi aug- um litið séu götuljósin í Edin- borg. Og hvort sem hann er í Frakklandi, Ameríku eða á Sam- oa-eyjum þar sem hann barði nestið undir lokin, vellur og sýð- ur Skotland í blóði hans, þangað sækir hann fyrirmyndir ekki síð- ur en Scott og Bums og aðrir sem koma við sögu þessa sér- stæða lands. Ferðalög voru á- stríða hans og ævintýri, en það breytti engu um afstöðuna til ættjarðarinnar. Hann var alla ævi á flótta undan berklunum sem tærðu lungu hans og hélt að kyrrahafssólin gæti orðið beitt- asta vopnið í vonlítilli baráttu. En svo var ekki. Skotland var í ferðatöskunni, ekki síður en verkum hans. Sir Walter Scott átti einnig þessa sömu reynslu og samt sótti hann frægð sína fyrst og síðast í sögulega skáldsagna- gerð, en ekki endilega nánasta reynslusvið. Þeir Robert Bums vom að sjálfsögðu fín skáld, en þó hef ég einkum haft ánægju af hinum mjúku, ljóðrænu og ein- földu kvæðum Stevensons, þótt hans sé helzt minnzt fyrir óvenju- legar skáldsögur eins og hroll- vekjuna um Dr. Jekyll og Mr. Hyde, auk smásagna í svipuðum stfl. Mér er til efs að Borges hafi haft meiri mætur á öðram höf- undi. Alltaf þegar hann minntist á Stevenson vörpuðu augu hans glampa úr myrkri blindunnar. Og þessi glampi lýsti upp umhverfið eins og sól í hádegisstað. M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.