Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ „Fyrstur v// \i// _ ' \Wh ZG-MUfiJD----------- Nú verða öll dýrin í landinu að vera vinir og passa hvort annað svo að landbúnaðar- ráðherrann nái ekki að kyssa okkur. Sjö af tíu sendibílstjór- um tjónalausir í þrjú ár SAMKVÆMT nýlegri könnun sem Trausti, félag sendibifreiðastjóra, gerði á tjónatíðni meðal félagsmanna sinna hafa 7 af hverjum 10 sendibif- reiðastjóium ekld lent í tjóni síðastlið- in þrjú ár. Hringt var í þriðjung sendibifreiðastjóra á hven-i stöð og þeir spurðir hvort þeir hafi valdið tjóni síðastliðin þrjú ár. Hringt var í 105 bifreiðastjóra og fengust svör frá 103, eða 98% úrtaksins. Könnunin leiddi í ijós að 31 sendi- bifreiðastjóri hefur valdið 38 tjónum í umferðinni á þessu tímabili, þar af hafa 6 valdið tveimur eða fleiri tjón- um. Frá árinu 1998 hefur þeim sendi- bifreiðastjórum fjölgað sem lent hafa í tjóni í umferðinni. Árið 1998 var hlutfall þeirra 7,8%, 11,6% lentu í tjóni í fyrra og það sem af er árinu hafa 17,5% bifreiðastjóranna lent í tjóni. stjóri Trausta, sagði við Morgunblað- ið að aukning á tjónum væri vissulega áhyggjuefni, m. a. í ljósi þess að þegar könnun var gerð voru þrír mánuðir eftir af árinu. Umferðarþunginn hefði hins vegar aukist gífurlega. Eyrún sagði að líta yrði til þess að bifreiða- stjórar væru á „vígvellinum" allan daginn, þ.e. akandi á götum borgar- innar 8 til 12 klukkustundir á dag. „I samtölum okkar við sendibfl- stjóra kom fram að mjög reyndir bfl- stjórar, sem hafa ekið tjónalausir ár- um saman, hafa lent í tjóni á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá sendi- bflastöðvunum hefur verið mun meira að gera í ár en í fyrra og af því má draga þá ályktun að sendibflstjórar séu meira á ferðinni," sagði Eyrún. Flest þeirra tjóna sem orðið hafa síðustu þrjú ár eru lítil og í aðeins einu tilfelli varð slys á manni, háls- hnykkur. Nærri 74% tjóna voru met- in upp að 150 þúsund krónum, um 8% voru á bilinu 150-200 þúsund kr. og 18% voru að verðmæti yfir 250 þús. kr. I tjónakönnun Trausta voru sendi- bifreiðastjórar einnig spurðir um fjölda umferðarpunkta sem þeir höfðu fengið fyrir umferðalagabrot. I ijós kom að 73% höfðu aldrei fengið punkta, 17,5% voru með 3A punkta, 8,7% með 1-2 punkta og 1% með 5-6 punkta. Enginn sendibílstjóri hafði fleiri en 6 punkta en þess má geta að við 12. punkt missa bflstjórar prófið tímabundið, séu þeir með fullnaðar- skírteini. Flestir höfðu fengið punkta fyrir að aka yfir á rauðu Ijósi og var sérstaklega tiltekið á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar þar sem gula ljósið þykir loga stutt og myndavélar staðsettar. Athugað var hvort þefr sendibifreiðastjórar sem lent höfðu í tjóni hefðu einnig umferð- arpunkta og reyndist enginn hafa þá. Eyrún sagði að þessi niðurstaða væri athyglisverð. í könnuninni var einnig spurt hjá hvaða tryggingarfélagi sendibifreiða- stjórar væru. Flestir eru hjá Sjóvá- Almennum, eða 44%, 29% tryggðu hjá Tryggingamiðstöðinni og 27% hjá VÍS. Petta eru svipuð hlutfóll og hjá hvaða félagi tjónin urðu, eða 42% hjá Sjóvá-Almennum, 32% hjá VIS og 26% hjá Tryggingamiðstöðinni. Eyrún Ingadóttir, framkv'æmda- Netleikur á samlif.is Skráöu þig núna í Frjálsan lífeyrissparnað á nýju vefsetri okkar, www.samlif.is, og þú gætir unnið 75.000 kr. forgjöf á þinn sparnað. Framtíðin byrjar núna Frjáls lífeyrissparnaður Samlífs er einföld og hagkvæm leið til fjárhagslegs öryggis. Nýttu þér aukinn rétt til sparnaðar Sameinaöa líftryggingarfélagiö hf. Sigtúni 42 Símí 569 5400 samlif<g>samlíf.is www.samlif.is Málræktarþing haldið í dag Lífskraftur býr í tungunni Kristján Árnason Málræktarþing stendur í dag frá klukkan 10.30 til 14.00 í hátíðasal Háskóla íslands. Þingið er haldið í tilefni af Degi íslenskrai- tungu, sem haldinn verður hátíðlegur 16. nóvember nk. á afrnælisdegi Jónasar Hallgrímssonar. Dr. Krist- ján Arnason formaður Is- lenskrar málnefndar hefur haft umsjón með undfrbún- ingi þingsins í samvinnu við Mjólkursamsöluna. Hann var spurður hvað væri á dagskrá málræktar- þingsins? „Bjöm Bjamason menntamálaráðherra flyt- ur ávarp, síðan verður í iyrsta sinn afhentur styrk- ur sem Mjólkursamsalan veitir háskólanema sem vinnur að lokaverkefni um íslenskt mál. Þá verður upplestur verðlaunahafa úr stóra upplestrarkeppninni. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir flytur því næst ávarp og að því loknu hefjast fyrirlestrar. Fyrst talar dr. Birna Ai-nbjörnsdóttir um tvítyngi og skóla, áhrif tvítyngi á framvindu í lestri og námi nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi og segir frá rannsóknum á því efni. Ingi- björg Hafstað, kennsluráðgjafi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkui-, talar um tvítyngda í íslenskum grannskólum. Fjallað verður um þróun og stöðu kennslu tvítyngdra barna hér á landi og sagt frá mis- tökum í slíkri kennslu erlendis og hvað hægt sé að læra af þeim. Þóra Björk Hjartardóttir, dósent við HÍ, talar um íslensku fyrii1 út- lendinga í Háskóla íslands. Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofn- unar Sigurðar Nordal, fjallar um íslenskukennslu við erlenda há- skóla. Þóra Másdóttir talmeina- fræðingur, Talþjálfun Reykjavík- ur fjallar um tvítyngi og frávik í málþroska og úrræði þar að lút- andi. Nefnd verða íslensk mál- þroskapróf og rætt um hvort þau henti börnum með annað móður- mál en íslensku. Matthew Whelpt- on, lektor við HI, flytur erindi sem hann nefnir: Að tala íslensku - að vera íslenskur: Mál og sjálfsmynd frá sjónarhóli útlendings. Fjallað verður annars vegar um ofm’- áherslu á hvað íslenska sé sérstök sem valdi því að það gleymist að huga að einföldum aðferðum til að kenna fólki sem hingað kemur án þess að það þurfi að leggja á sig nám til háskólaprófs. Einnig verð- ur bent á að hin sterka tilfinning íslendinga fyrir fámenni þeirra sem tala íslensku verði til að þeir átti sig ekki á þeim lífskrafti sem í tungunni býr né fjölda þeirra hér og erlendis sem hafa áhuga á að læra hana.“ - Hvað er annars helst á döfínni hjá íslenskri málnefnd? „Það er „eilífðarvandi" hinnar íslensku tungu, hvernig á að bregðast við nútímanum. Við er- um t.d. ekkert ánægð með það þegar langstærsta íslenska flugfé- lagið á Islandi, Flug- leiðir, er farið að kalla sig Iceland Air á Is- landi. Við rituðum fyr- irtækinu bréf og gerð- um athugasemd við þetta og svarið var að þeir teldu þetta símasvar og merki heppilegri gunnfána fyrir starfs- menn að fylkja sér undir. í þessu sambandi mætti velta fyrii- sér hvort maður sem héti t.d. Steinn Logi vildi kalla sig Stone Fire“ - Er baráttan hörð hvað snertir nýyrði? „Já, ég hugsa að það sé alltaf. Það er raunar talsverður áhugi á ► Kristján Árnason fæddist 24. desember 1946 í Reykjavík. Hann ólst upp á Akureyri og tók stúdentspróf frá MA 1966. Hann lauk cand.mag. prófi í íslenskri málfræði 1974 frá Háskóla fs- lands og doktorsprófi í málvís- indum frá Edinborgarháskóla 1977. Hann hefur starfað við kennslu, fyrst við menntaskóla en lengst við Háskóla Islands þar sem hann er nú prófessor. Krist- ján er kvæntur Ornu Emilíu Vig- fúsdóttur og eiga þau eina dótt- ur. Kristján á þrjú börn af fyrra hjónabandi. að finna nýyrði og það virðist okk- ur svolítið í blóð borið að búa til ís- lensk orð yfir erlenda hluti og hug- tök. Við höfum þó áhyggjur af „gliðnun" samfélagsins, að til verði mállýskur eða málsnið ólík t.d. Morgunblaðinu í tölvuheimi og víðar. Vandinn er að vísu sá að við höfum litlar heimildir að byggja á um þetta.“ - Hvað er að þínu mati skemmtilegasta nýyrðið sem hef- ur komið fram nýlega? „Ég held að það sé t.d. orðið bjórkippa. Flefri mætti nefna, svo sem orðið að í staðinn fyrir at- merki í tölvupóstföngum." - Hvers vegna eruð þið að tala um tvítyngi núna á málræktar- þinginu? „Það hefur verið talsverð um- ræða um nýbúa og innflutningur fólks hingað hefur aukist mikið. Það hefur komið í ljós að eftir- spurn eftir að læra íslensku er talsvert mikil og það hlýtur að vera íslenskri tungu til framdrátt- ar að sem flestir tali hana. Menn hafa stundum tilhneigingu til að tala um hreintungustefnu, það vandmeðfarna orð, og tengja hana með einhveiju móti við kynþátta- fordóma. Þetta er mikill grund- vallai-misskilningur. Málrækt einnar tungu á ekkert skylt við mismunandi upprana fólks. Því fjölbreytilegri sem notendur tung- unnar era því betra fyrir hana.“ - Virðist þér vera mikill áhugi fyrir starfsemi íslenskrar mál- nefndar? „Já, ég held að það sé talsverður áhugi, þó misjafn meðal fólks. Það er mikil þörf fyrir málfarsráðgjöf sem boðið er upp á í ís- lenskri málstöð sem er skrifstofa Málnefndar. Þeir era til sem telja að íslensk málefnd sé einhvers konar íslensk mállögregla og era annað hvort hræddir við hana eða í hálfgerðri uppreisn gegn henni. Ég tel að þetta sé mikill misskiln- ingur. Málnefndin er fyrst og fremst ráðgefandi og í henni eiga sæti fulltrúar ýmissa stétta." Málnefndin er fyrst og fremst ráð- gefandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.