Morgunblaðið - 11.11.2000, Side 38

Morgunblaðið - 11.11.2000, Side 38
Fenýlprdpanólamín Tvö lyf skráð hér á landi TVÖ lyf sem innihalda virka efnið fenýlprópanólamín eru skráð hér á [ landi. Að sögn Rannveigar Gunnars- dóttur, forstjóra Lyfjastofnunar, er ; £ skoðun hvemig brugðist verður við } upplýsingum um þær aukaverkanir sem hugsanlega geta fylgt notkun lyfja, sem innihalda efnið. Málið í verður tekið fyrir hjá Lyfjamála- ■ stofnun Evrópu en lyfjastofnanir EES-svæðisins samræma oft að- ; gerðir í tilfellum sem þessu. I Islensku lyfjabókinni er að fínna upplýsingar um þau tvö lyf sem seld eru hér á landi og innihalda fenýl- própanólamín. Þar er um ræða ann- . ars vegar Rinexin og hins vegar Lunerin. I báðum tilfellum er um að ræða lyfseðilsskyld lyf sem notuð eru gegn nefrennsli og -stíflum sem rekja má til ofnæmiskvefs. Þessi lyf eru bæði til í formi mixtúru og forðataflna. Um Rinexin segir m.a. í Islensku lyfjabókinni: „Þetta lyf er notað gegn kvefi og nefstíflu, sem stafar af ofnæmi eða af víkkuðum æðum í slímhimnu nefsins. Rinexin dregur úr bólgum í slímhimnunni, jafnvel á svæði þar sem nefdropar virka ekki. Rinexin hefur fremur lítil slævandi áhrif, miðað við önnur ofnæmislyf." Um Lunerin segir m.a: „Lunerin er notað gegn ofnæmiskvefi og nef- rennsli. Það minnkar bólgu og dreg- ur saman æðar í slímhúð nefsins.“ Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fylgst yrði grannt með þessu máli og teknar yrðu ákvarðanir til samræmis við það sem gert yrði á vettvangi Evrópusambandsins. „FDA í Bandaríkjunum er að hefja aðgerðir til að láta fjarlægja virka efnið fenýlprópanólamín úr lyfjum sem eru á markaði þar. Þeir hafa einnig óskað eftir því við lyfjafyrirtækin að þau hætti markaðssetningu lyfja sem innihalda þetta virka efni. Hins vegar er þarna um alvarlegar auka- verkanir að ræða og í þessu tilfelli sem öðrum fer fram mat á því hvort sá ávinningur sem fylgir notkun lyfsins megi teljast þyngri á metun- um en sú áhætta sem kann að fylgja notkun þess.“ Aldrei notað sem megrunarlyf á íslandi Sigurður Guðmundsson land- læknir segir að lyf sem innihalda fenýlprópanólamín hafi aldrei verið notuð sem megrunarlyf á Islandi. „Hins vegar sýna niðurstöðurnar sem kynntar eru í greininni í New England Journal of Medicine að ljóslega eru marktæk tengsl á milli blæðingar í heila og notkunar þessa efnis sem megrunarlyfs. Hins vegar koma ekki fram staðtölulega mark- tæk tengsl þegar fenýlprópanóla- mín er notað sem hósta- og kveflyf. En á hinn bóginn er tilhneiging í þá átt og þess vegna ber að taka þessar upplýsingar alvarlega. Það fólk hér á landi sem notað hefur þessi lyf £ þeim litlu skömmtum sem tiðkast hér á landi þarf hins vegar ekki að óttast að það sé í hættu sökum þessa." Varað við fjölda kvef- og megrunarlyfj a Washington. AP. Associated Press Mörg algeng lyf í Bandaríkjunum innihalda fenýlprópanólamín. BANDARISK yfirvöld hafa sent frá sér aðvörun til neytenda og hvatt þá til að forðast fjölmörg kvef- og megrunarlyf sem fást án lyfseðils og innihalda efnið fenýl- própanólamin (phenylpropanola- mine (PPA) á enskri tungu) en það er talið geta valdið heilablæðingu, einkum hjá ungum stúlkum. Tvö lyf, sem innihalda þetta efni, eru á markaði hérlendis. (Sjá grein hér til hliðar). Bandaríska matvæla- og lyfjaeft- irlitið (FDA) undirbýr nú bann við sölu á PPA sem er að finna í lyfjum sem seld eru vestra undir heitum á borð við Dexatrim og Triaminic. En þar eð tekið getur nokkra mán- uði að setja lögformlegt bann við sölu efnisins fór FDA þess á leit við lyfjaframleiðendur sl. mánudag að þeir hættu sjálfviljugir sölu lyfja sem innihalda efnið og byðu f staðinn upp á lyf sem innihalda hættulaust efni. í aðvörun FDA til neytenda, sem er óvenju beinskeytt, segir: „Mælst er til þess að töku lyfjanna sé taf- arlaust hætt og örugg lyf tekin i staðinn.“ Skuli neytendur skoða innihaldslýsingu allra kvefmeðala, sem fáist án lyfseðils, og athuga hvort þar sé að finna fenýlprópam ólamín (phenylpropanolamine). í staðinn sé rétt að velja lyf sem innihaldi efnið pseudoephedrine, sem sé skaðlaust, eða nota nefúða £ staðinn. Aftur á móti sé þess ekki kostur að fá megrunarlyf án lyfseðils sem ekki innihaldi PPA og þurfi þeir, sem hafa notað umrædd lyf, að ræða við lækni um að fá í staðinn Iyfseðilsskyld lyf. Nokkrir smásal- ar og framleiðendur brugðust við beiðni FDA á mánudaginn og fjar- lægðu ýmis lyf úr hillum lyfjaversl- ana, þ. á m. mjög vinsælt kvefmeð- al er nefnist Contac. Fimm ára rannsókn Aðvörunin frá FDA kemur i kjöl- far fimm ára rannsóknar sem gerð var við Yale-háskóla og kostuð var af lyfjafyrirtækjum. Var niður- staða rannsóknarinnar sú, að PPA auki hættu á heilablæðingu hjá ungum konum. í sumum tilfellum jókst hættan 12 til 15 falt. Ekki er ljóst hver ástæðan er. Rannsóknin leiddi ekki í ljós að karlar væru £ meiri hættu ef þeir notuðu lyfið en FDA greindi frá þvi að ekki hefðu nægilega margir menn verið rannsakaðir til þess að unnt væri að fullyrða að þeim væri óhætt að nota efnið. Vegna hugsanlegra áhrifa á al- mannaheill birti bandarfska lækna- ritið New England Journal of Medicine útdrátt úr ritgerð um rannsóknina á mánudaginn var þótt áætlaður birtingardagur rit- gerðarinnar sé ekki fyrr en 21. desember. I ritgerðinni segir um niðurstöður rannsóknarinnar: „Niðurstöðurnar benda til þess að i fenýlprópanólamíní lystarbælandi lyfjum, og ef til vill í hósta- og kvefmeðulum, sé óháður áhættu- þáttur í heilablæðingu hjá konum.“ TENGLAR ...k........................... FDA:www.fda.gov/./Vew England Journal ofMedicine: www.nejm.org/ Er trúin varnarháttur? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Getur verið að trúin á guð sé eins og hver annar varnar- háttur, afneitun, óskhyggja eða flótti frá raunveruleikanum til þess að gera lífið bærilegra þegar á móti blæs? Svar: Flest fólk verður ein- hvem tíma fyrir sorg eða sálrænu áfalli á lífsleiðinni. Þá grípur það til viðbragða til þess að mæta áfallinu, draga úr ótta sínum, kvíða eða annarri vanlíðan. Þetta eru nefnd varnarviðbrögð eða að- Iögunarhættir og eru mismunandi eftir skapferli fólks, reynslu þess og þroska. Sumum er tamt að grípa til óþroskaðra varnarvið- bragða eins og afneitunar og flótta frá raunveruleikanum, sem fyrir- spyrjandi nefnir sérstaklega. Þeir neita að horfast í augu við áfallið, þurrka það úr huga sér. Þetta eru gagnsh'til varnarviðbrögð þegar til lengri tíma er litið og veruleikinn sækir að þeim á ný. Aðrir hverfa inn í sjálfa sig með sorg sína og vanlíðan, loka sig af frá öðru fólki, en þjást í einrúmi. Þeim er einnig hættara við að fá einkenni um langvinna áfallaröskun, sem svo er nefnd, þegar fólk endurupplifir sífellt atburðinn eða missinn og þjáist af martröðum, spennu og öðrum streitueinkennum. Enn aðrir bregðast við áfallinu af raun- sæi, takast á við vandann, gera ýmsar ráðstafanir, eru virkir í að hjálpa öðrum, t.d. eftir náttúru- hamfarir, eða taka á sig þá ábyrgð að sinna fjölskyldu sinni sem á um sárt að binda vegna dauða ást- vinar. Þeir ræða við aðra um líðan sína og tilfinningar og leita sam- kenndar við þá sem hafa lent í sömu lífsreynslu. Þetta fólk vinn- ur sig yfirleitt fljótar úr úr áfall- inu og nær sálarró fyrr en hinir. Þetta hafa margar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á áfallaþol- endum, sýnt, hvort sem verið hef- ur vegna náttúruhamfara, slysa eða skyndilegs dauðsfalls náins ástvinar. Þó eru að sjálfsögðu margir sem búa við langvarandi vanliðan eftir stór áföll hvaða varnarviðbrögðum sem beitt er. Sálfræðingar hafa furðu lítið skrifað um þátt trúarinnar í varn- Innbyggð þörf arviðbrögðum eða aðlögun eftir sálræn áföll, og ekki er að finna margar rannsóknir sem hafa at- hugað sérstaklega hve margir halla sér að guði eða einhverjum æðra mætti undir slíkum kring- umstæðum eða hvaða áhrif það hefur. Þó vitum við að mikill fjöldi fólks leitar huggunar í trú sinni á guð og biður bænir þegar á móti blæs. Það á ekki aðeins við um þá sem telja sig trúaða, heldur einnig þá sem hugsa að jafnaði lítið um trúmál, eru í besta falli efahyggju- menn eða telja sig jafnvel trú- lausa. Það er ákaflega sterk inn- byggð þörf hjá flestu fólki að trúa á æðri mátt, hvort sem við köllum hann guð eða eitthvað annað. Þeg- ar fólk finnur til hjálparleysis og örvæntingar kemur þessi þörf oft í ljós. Hinn innbyggði persónulegi guð verður til í bernsku, jafnvel þótt ekkert sérstakt trúaruppeldi eigi sér stað. Margir helstu kenninga- smiðir sálarfræðinnar, t.d. Freud og Erikson, líta svo á að guðs- ímyndin eigi sér rætur í samskipt- um barnsins við foreldra sína. Þeir setja barninu reglur um hvað sé rétt eða rangt, gott eða vont. I þeim fær barnið fyrirmynd sína, samsamast þeim og gerir gildi þeirra að sínum. En foreldrar geta aldrei orðið hin fullkomna fyrir- mynd og jafnvel þeir sem eiga sér bestu foreldra, kannske sérstak- lega þeir, leita að hinu fullkomna, æðsta og besta til að líkja eftir og styðjast við, almættinu. Ein af mikilvægustu þörfum barnsins er öryggi. Henni er full- nægt í nánum samskiptum við for- eldra þess, og ef góður grunnur er lagður í bernsku að tilfinninga- sambandi barnsins við foreldra sína býr barnið að þessari örygg- iskennd alla ævi. Barnið leitar til foreldra sinna þegar það verður hrætt og verður fljótt rólegt og öruggt í návist þeirra, sérstaklega ef foreldrarnir eru traustir og óhræddir sjálfír. Þótt öryggis- kennd einstaklingsins fylgi honum og geri hann færan um að takast á við lífið síðar, getur hann orðið fyrir áföllum og sorg sem veldur honum hjálparleysi. Þá kemur upp sama þörfin og i bernsku að leita sér öryggis, sem nú felst gjarnan í hinni innbyggðu guðsí- mynd, sem gefur hið fullkomna traust. Þessvegna er svo eðlilegt fyrir marga að halla sér að al- mættinu í einhverri mynd og finna til öryggis bernskunnar á nýjan leik. Sú öryggiskennd sem trúin veit- ir er vafalaust mjög sterk vörn gegn vanlíðan þegar mikið á móti blæs og gefur mörgum styrk til að takast á við erfiðleikana af raun- sæi og vinna sig í gegnum áfallið. • Lescndur Morgunblaðsins gcta spurt sál- fræðinginn uni það sem þeim liggur á hjarta. Tckið er móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 i sfma 569110 og hréfum cða sfmbrófum merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Einniggeta lesendur sent fyrirspumir sínar með tölvupósti á netfang Gylfa Ásmundssonar: gylfiasfípli.is.lesend- ur-sálfræðingur tag with dummy text. i ■.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.